Þjóðviljinn - 16.07.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.07.1942, Blaðsíða 2
2 Þ J ÖÐV ILJJINN Fimmtudagur 16. júlí 1942 Tfllkynning frð HsaleigunefndinRl i legfiault Ákveðið hefur verið að skrásetja það innan- bæjarfólk, sem telur sig vera húsnæðislaust 1. október n. k. Fer skrásetningin fram í ráðningarstofu Reykja víkurbæjar, Bankastræti 7, dagana 20.—25. júlí þ. á. og verður skrifstofan opin frá kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. hvern dag, nema laugardaginn 25. júlí, þá aðeins frá kl. 10—12 f. h. liMiinfndli I Mayft Mat á fasteignum við eftirtaldar götur í Reykjavík liggur frammi á skrifstofu fasteignamatsnefndar, Amtmannsstíg 1, dagana 16. júlí til 16. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Aðalstræti, Amtmannsstígur, Arnargata, Arn- arstígur, Ásvallagata, Ásvegur, Austurstræti, Bakkastígur, Baldursgata, Bankastræti, Baróns- stígur, Bárugata, Baugsvegur, Bergstaðastræti, Bergþórugata, Bjargarstígur, Bjarkargata, Bjarn- arstígur, Blómvallagata, Bókhlöðustígur, Bolla- gata, Borgartún, Borgarvegur, Bragagata, Bratta- gata, Brávallagata, Breiðholtsvegur, Brekkustíg- ur, Brunnstígur, Bræðraborgarstígur, Bústaða- vegur og Drafnargata. .............. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 5—7 e. h. Kærur um matið ber að senda fasteignamats- nefndinni í Reykjavík fyrir kl. 24 þann 16. ágúst. Reykjavík 16. júlí 1942 FASTEIGNAMATSNEFNDIN biður framfærendur þeirra barna, sem í dvöl eru á veg- um nefndarinnar og hafa enn ekki greitt umsaminn dval- arkostnað að gera skil sem fyrst. Skrifstofa nefndarinnar er í Iðnskólanum uppi, geng- ið inn frá Vonarstræti. Opið kl. 2—7 e. h. cBœjaz 'póstuzinn Fyrirspurnir til bifreiða- einkasölunnar Bílstjóri nokkur kom að máli við rit- stjóra Þjóðviljans í gær og sagði eftirfar- andi sögu. Á mánudaginn kom ég^ niður í bíla- einkasölu með bíladekk, sem ég bað að gera við. Eg fékk þau svör að ekki væri hægt að segja neitt um hvort eða hvenær hægt væri að gera við dekkið. Við þetta svar var ekkert að athuga, það var eftir atvikum eðlilegt. Eg bað þá um nýtt dekk og var sagt að koma aftur á miðvikudag kl. 10, mér skildist að þá gæti ég fengið dekkið. Eg kom eins og um var talað, þá biðu all- margir félagar mínir í sömu erindum og ég. Eftir nokkra stund fengum við það svar, að engin dekk fengjust í dag, það sem til hefði verið í landi hefði verið selt í gær. Síðar sama dag fór ég enn til einkasölunnar, þá stóð yfir dyrunum letr- að: lokað í dag, 15. júií. Eg hitti þar einn félaga minn frá því um morguninn. Hann sagði við mig: Eg fór í burt.eins og hver annar kurteis maður í morgun þegar búið var að segja okkur, að engin bíldekk fengjust í dag. Það hefði ég víst ekki átt að gera, því einn félagi okkar, sem sat eftir fékk sitt dekk með því að nauða. Að lokum vil ég segja þér það, að ég hef fyrir satt, að niðri í sænska frystihúsi sé geymt mikið af bíladekkjum. Nú vil ég biðja þig að spyrja þá háu herra, sem stjórna bílaeinkasölunni: Hvað á svona framkoma að þýða? Því er ekki hægt að segja okkur alveg ákveðið hvort og hvenær við getum feng- ið dekk á bílana okkar? Hvernig steridur á því, að dekk eru geymd hjá einkasölunni en okkur cr neitað um þau? Halda forráðamcnn einkasölunnar að við höfum tíma til að fara margar ferð- ir og bíða lengi eftir afgreiðslu á einu dekki? Vill ekki bílaeinkasalan skýra íyrir al- menningi, eftir hvaða reglum hún fer um úthlutun bíla, bíladekka og annarra vara sem hún selur? Þjóðviljinn er reiðubúinn til að flytja svar einkasölunnar. Hvað er bylting? Þess verður hvað eftir annað vart að það sé mjög á reiki hjá mönnum, hvað átt sé við, ef nefnt er orðið ,,bylting” og auðséð er á þeim umræðum sem fram fara um það að sitt skilur hver við orðið. Er nú ekki hægt að ná sam- komulagi um hvaða merking skuli í þetta lögð? Orðið bylting er af marxistum yfirleitt notað til þcss að tákna það, að ein stétt taki völdin af annarri í þjóðfélaginu. 1 því sambandi er talað um borgaralega byltingu, um verkalýðsbyltingu o. s. frv. Þessi valdataka, þessi bylting, getur gerzt hvort heldur með friðsamlegu móti eða t. d. með vopnaðri uppreisn. Og ,,lögleg- ar” eða ,,ólöglegar” geta báðar aðferð- irnar verið, eftir því hvernig á stendur í löndunum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna frá byltingarárinu 1774 hcimilar beinlín- is þegnunum vopnaða uppreisn, ef ríkis- stjórnirnar brjóta stjórnarskrána. (Það er til athugunar fyrir stjórnarskrárbrotsmenn- ina hér, sem mest þvaðra um það, sem þeir minnst vita um). > I daglegu tali, og ekki sízt blaðaskrif- um er hinsvegar orðið ,,bylting” oft notað í merkingunni ,,uppreisn”. Alþýðublað- ið alveg sérstaklega notar orðið oftast þannig og stundum gerum við það líka því til þægðar. En þetta er vægast sagt óheppilegt. Það er bezt að rífast á ináli, sem báðir skilja, og nota orðin til að merkja sömu hugtökin í hvert sinn. Og það ætti þó að vera mögulegt að fá hina ,,lærðu marxista” Alþýðublaðsins til að viðurkenna þessa skilgreiningu á orðun- um. Allir sannir sósíalistar eru því bylting- armenn í þeirri merkingu þess orðs, sem hér er fram sett: þeir berjast fyrir valda- töku verkalýðsins og sósíalismanum. Að nokkurn lifandi mann, sósíalista eða aðra, langi frekar til að framkvæma með vopn aðri uppreisn hugsjón sína en með frið- samlegu móti, það er slík fásinna að ekki ætti að þurfa að eyða orðum að því. Borgarabyltingin hófst í Evrópu með vopnaðri uppreisn alþýðunnar í París 14. júlí 1789. Franska byltingin varð hið ,,klassiska” form fyrir valdatöku borg- arastéttarinnar. 1 Frakklandi var gengið hreinast og afdráttarlausast til verks gagn vart hinu gamla þjóðfélagi aðalsins. Síð- an sigraði borgarbyltingin í allri Evrópu á 19. og 20. öldinni, sumstaðar með upp- reisnum, sumstaðar með friðsamlegu móti. Það gekk á ýmsu en hvergi varð þó aðgangurinn slíkur sem þegar franska þjóðin braut ísinn og ruddi borgarabylt- ingum Evrópu braut. Verklýðsbyltingin í Evrópu hófst í Rússlandi 1917 með vopnaðri uppreisn rússnesku alþýðunnar. Rússneska bylting- in varð hið ,,klassiska” form fyrir valda- töku verkalýðsstéttarinnar. 1 Rússlandi var gengið hreinast og afdráttarlausast til verks gegn hinu gamla þjóðfélagi auð- valdsins. Allir sósíalistar vonast eftir því að verkalýðsbyltingin eigi eftir að sigra í allri Evrópu á vorum tímum, vafalaust sumstaðar með uppreisnum (hvernig ætti t. d. að steypa nazismanum öðruvísi), sum staðar með friðsamlegu móti, — og eng- um væri hið síðalra kærkomnara en sósíal- istum sjálfum. En hvort auðvaldið þolir þeim það er annað mál. Við höfum sorg leg dæmi, ekki aðeins Austurríki 1934, heldur og áþreifanlegast Spán frá 1936. Það var upphaf að byltingu, sem var að gerast á Spáni í febrúar 1936, er millistétt- ir og verkamenn tóku þar völd með kosn- ingum og tóku að bæta hag bænda á kostnað gósseigenda. En yfirstéttirnar hófu vopnaða uppreisn gegn þessari lög- legu, þingræðislegu byltingu spönsku þjóðarinnar með þeim endalokum, sem ölluin eru kunn. Það er ástæða til að ætla að cftir að nazisminn hefur verið brotinn á bak aftur í þessu stríði eignist auðmanna stétt einskis lands slíkan voldugan bak- hjarl, sem landráðalýður I'rancos átti í fasistum Hitlcrs og Mússolinis og auð- jörlum Englands og Frakklands. En vítin eru til að varast þau. Það væri glæpur gagnvnrt alþýðunni að tjá henni ekki að dýrkeypt reynsla sögunnar býð- ur henni að vcra sífellt á verði. ,,Það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla” mætti vafalaust segja í því sam- bandi líka. Hann Vilmundur ætti að athuga þá Hann Vilmundur landlæknir ætti *að at- huga ritstjóra Alþýðublaðsins. Því er sem sé þannig háttað, að fjöldi manna efast um að þeir séu alveg almennilegir. Þessi grunur styrkist dag frá degi hjá þeim, sem lcsa Alþýðublaðið. T. d. gat að líta þessa klausu í leiðara blaðsins í gær: ,,Stríðið vcrður langvinnt. Og fyrir frels- ið og lýðræðið væri það hvort sem er langt frá því að vera unnið, þó að eitt einræðisríkið, Rússland, sigraði annað, í Þýzkaland”. Ennfremur segir svo í sama leiðara: ,,Það var máske ekki svo bráð- hættulegt þó að Þjóðverjum tækist ,að brjóta vörn Rússa í Sevastopol á bak aft- ur, enda þótt það sé dálítið broslegt, þegar kommúnistar eru látnir túlka þann ósigur Rússa fyrir okkur í ríkisútvarpinu hér norður á íslandi, sem sigur fyrir hús- bændur sína austur í Moskva”. Af því Vilmundur er sannorður og góð- ur læknir, þá mundu senriilega margir trúa því að allt væri í lagi með kollinn á Alþýðubl.ritstjórunum, ef hann gæfi þeim um vottorð þar um. Vottorðið gæti verið hið fróðlegasta og ,,fullt af línuritum og myndum til skýringar”. uuuzmzmxnnziu Mi NMIIlDI Leíkhúsmál Haraldur Björnsson leikari, ritsstjóri Leikhúsniála. Leikhúsmál, 3.—4. hefti 11. ár- gangur eru nýlega komin út. Þetta hefti Leikhúsmála hefst á grein eftir Lárus Sigurbjörns- son: Fyi'stu leikritaskáld íslands er það VII. kafli í þeim greina- flokki og er um Pál J. Árdal skáld. Þá er V. kafli í greina- flokki, sem ritstjórinn skrifar um íslenzka leikiist og fjallar þessi kafli um leiktjöld. Allir, sem áhuga hafa á sögu íslenzkr- ar leiklistar og íslenzkra leikara þurfa að eiga Leikhúsmál frá upphafi til þess að hafa þessa greinaflokka í einni heild. Þá skrifar ritstjórinn, Ilarald- ur Björnsson, um franska leikar ann Moliere, Pétur Á. Jónsson óperusöngvara, danska leikar- ann Poul Reumert og dansmær- ina Sif Þórs. Jón J. Sigurðsson skrifar um kvikmyndahúsin og Árni Helga son um leikstarfsemi á Eskifirði. Auk þess er grein um Jón Norð- fjörð, sem átti 25 ára leikafmæli á s. 1. vetri og nokkrar styttri greinar um ýmiskonar leikstarf semi. Heítið er hið prýðilegasta að frágangi. Á forsíðu er mynd af Páli J. Árdal skáldi og auk þess er í heftinu fjöldi mynda af leik urum og leiksviðum. Með þessu hefti er lokið öðr- um árgangi Leikhúsmála. Fyrsta hefti þriðja árgangs mun koma út í nóvember næstkomandi. 000000<X>0000^00^4>0 Gerizt áskrifendur Þjóðviljans! >00000000^0000000' alltaf fyrirliggjandi Aðalbjörn Pétursson gullsmiður Hverfisgötu 90 Munið Kafffsdluna Hafnarstræti 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.