Þjóðviljinn - 17.07.1942, Side 1
7. árgangur.
Föstudagur 17. júlí 1942
61. tölublað
Einfngarsfcínusbrá Dagsbrúnar;
Daislrii tetup tiristuia t mt ii saiilii allai
iirialll Istaili I limiisauiaidln il miar
Stiirn h trdnadarril laisbrinar skorar I ill UEFhillíslNii lailslis id fullla sir in pessa
NNiiarNeliisirl h ilisa m iin í iimiisainiiisiiii. sen henl en fuiuandl
Stjórn og trúnaðarráð Dagsbrúnar hafa á
fundum sínum á mánudags- og þriðjudagskvöld
samþykkt eftirfarandi „einingarstefnuskrá Dags-
brúnar ’ í einu hljóði og mun hún nú verða send
öllum verkalýðsfélögum landsins:
1. Verkamannafélagið Dagsbrún álítur, að það
sé lífsnauðsyn fyrir verkamannastéttina:
að öll verkalýðsfélög landsins sameinist nú þeg-
ar í ein óháðu verkalýðssambandi, Alþýðu-
sambandi íslands, og fái rétt til að senda full-
trúa á næsta þing þess,
að þau verkalýðsfélög, sem sundruð eru, verði
tafarlaust sameinuð og hin sameinuðu félög
gangi í Alþýðusambandið og fái rétt til að
senda fulltrúa á næsta þing þess,
að allir meðlimir verkalýðssamtakanna séu
jafn réttháir, án tillits til afstöðu þeirra til
. pólitískra flokka, og að valið sé í trúnaðar-
stöður verkalýðssamtakanna eftir hæfni
meðlimanna til að efla samtökin og veita
hagsmunabaráttunni örugga og skynsam-
lega forustu.
2. Verkamannafélagið Dagsbrún álítur, að öll
verkalýðsfélög landsins verði nú að taka höndum
saman til þess að fá Dómnefnd í kaupgjaldsmál-
um (gerðardóminn) úr lögum numda, eigi síðar
en á næsta hausti.
3. Verkamannafélagið Dagsbrún álítur, að
sameinaður verkalýður íslands búi yfir ósigrandi
afli, og að því afli eigi að beita til þess að koma í
framkvæmd markmiði verkalýðshreyfingarinn-
ar: frjálsir verkamenn í frjálsu landi, þar sem at-
vinnuleysi og fátækt sé ekki til.
4. Verkamannafélagið Dagsbrún skorar á öll
verkalýðsfélög og alla verkamenn landsins að
fylkja sér fast um þessa stefnu og kjósa sem full-
trúa á næsta Alþýðusambandsþing þá eina, sem
eru eindregnir fylgjendur hennar.
Það þarf ekki að segja eitt ein-
asta orð þessari einingarstefnu
skrá Dagsbrúriar til skýringar.
Hún er töluð út úr hjarta hvers
einasta verkamanns og verka-
konu, hvers verkalýðssinna á Is-
landi. Það þarf ekki að efa, að
henni verður fagnað um land
allt og hvert verkalýðsfélagið
á fætur öðru mun fylkja sér um
hana,
En það þarf hinsvegar að
vinna vel til þess að koma þess
um vilja verkalýðsins fram.
Sökum hinnar miklu og löngu
vinnu eiga svo margir verka-
menn, sem hafa trúnaðarstörf
á hendi, miklu erfiðara með að
koma saman til að gegna þei’m
en áður. Það er með langerfið-
asta móti að ná saman fundi í
félögum og jafnvel í stjórnum
þeirra. En alla þessa erfiðleika
verður að yfirvinna. Kall Dags-
brúnar verður að fá svar frá
Framhald á 4. síðu.
Sjðmenn unnu fullan sigur
Samníníar undírrítaðír míllí sjómanna
og eímskípafélaganna í gær
Rétt fyrir hádegi í gær var deila sú leidd til lykta, sem
staðið hefur að undanförnu milli undirmannanna á Dettifossi,
Selfossi og Kötlu og útgerðarfélaga nefndra skipa.
Eins og vera har unnu farmennirnir glœsilegan sigur. Hér
fer á eftir samningur sá, er gerður var milli skipshafnanna á
„Fossunum” annarsvegar og Eimskipafélags íslands hinsvegar.
En samningur Eimskipafélags Reykjavíkur við skipshöfnina á
Kötlu er samhljóða.
Samningurinn er svohljóðandi:
Sigurður Guðnason
formaður Dagsbrúnar
bergmáli sem einingarheróp
hennar mun vekja í hjörtum
verkalýðsins.
Einingarstefnuskrá Dagsbrún
ar mun marka tímamót í verka
lýðshreyíingunni. Hún mun
blása lífsanda í það ytra form
Framhald á 4. síðu
„Undirritaðir haí'a komið sér
sainan um eftirfarandi breyting-
ar á samningum þeim, sem nú
gilda á milii Eimskipafélags Is-
lands og undirmanna á skipum
lj. Áhættuþóknun undirmanna
á E.s. Selfossi og E.s. Dettifossi
skal vera 60 kr. — sextíu krón-
ur — á dag, þegar skip jiessi eru
í millilandasiglingum, í stað 40
kr. á dag, sem verið hefur und-
anfarandi.
2. Þegar ofangreind skip eru í
fsigljijugum meðfram ströndum
landsins skal áhættujiókiiun und-
Framhald á 4. síðu.
Raudí hcrínn hcldur vellí í VoroncshcradL~Sóknfasísta
licríanna á sudurhlufa Donvígsfððvanna hcfdur áfram
„Orusturnar um Vorones, grimmustu og blóðugustu orust-
ur styrjaldarinnar, hafa náð hámarki”, segir fréttaritari enska
hlaðsins „Daily Telegraph” í símskeyti frá Moslcva í gœr.
„Báðir hernaðaraðilar tefla fram stöðugt nýjum hersveit-
um í fleyginn milli Don og Voronesárinngr, en meginhluti Voro-
nesborgar stendur á vestri árbakkunum.
Fasistar reyna að þjarma að Rússum með árásum norð-
an og sunnan borgarinnar, en sovétherinn hefur hrundið þeim
með svo hörkulegri mótspyrnu, að slíks munu varla dœmi, jafn-
framt því að hersveitum Rússa hefur orðið talsvert ágengt í árás-
um á norðurarm sóknarhersins.
Þar hefur Þjóðverjum ekki
tekizt að komast úr varnarað-
stöðu enda þótt þeir sendi nokkr
um sinnum duglega sterkar
skriðdrekasveitir með öflugum
stuðningi flugvéla til þessa
kafla vígstöðvanna. Hefur þýzki
herinn misst skriðdreka í tuga
tali í tilraununum að ná aftur
stöðvum fyrir norðvestan Voro-
nes, sem hami hefur misst.
Nokkur þúsund skriðdreka
eigast nú við í fleygnum milli
ánna, og mola allt lifandi, sem
fyrir þeirh verður. Vestur af
Vorones, á hveitiekrum hinnar
frjóu „svörtu moldar”, liggja
kestir af líkum og er það ægileg
sjón að sjá hvernig bardagarnir
hafa umhverft svip héraðsins.
Eitt er víst: Vorones verður
Þjóðverjum dýr, bæði í manns-
lífum og hergögnum.
Framhald á 4. síðu.