Þjóðviljinn - 12.08.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1942, Blaðsíða 2
2 E» J 'ö Ð V 1 B JI N N Miðvikudagur 12. ágúst 1942. Tllkynnlng um hættu af skofæííngutn Á skotæfingasvæðum Bandaríkjahersins og á gömlum æf- ingasvæðum brezka hersins finnast oft „Duds“. „Duds“ eru ósprungnar stórskotaliðssprengjur, sem vegna bilaðra kveikju- þráða eða annarra orsaka vegna liafa ekki sprungið við niður- komu. Allt er gert til þess að hafa uppi á og eyðileggja slík skeyti. En þrátt fyrir ítarlega leit eru samt sem áður sum sem ekki finnast. Skeyti þessi, eða „Duds“, geta verið stór- hættuleg ef þau eru ekki rétt með farin, og „Duds“, geta jafnvel verið hættuleg árum sarnan. Undir engum kringum- stæðum skyldi fólk snerta þau, hreyfa þau eða flytja þau úr stað. Snerting eða flutningur getur verkað á kveikjuna svo að sprengjan springi og valdi stórslysum og eyðileggingu. IÐJA féla$ verksmíðjufólks heldur fund í Kaupþingssalnum fimmtudaginn 13. ágúst kl. 8Vz e. h. FUNDAKEFNI: Kaupgjaldsmál. Fjölmennið stundvíslega. Lyftan í gaugi. STJÓRNIN. Ef til er skáid þá er það íslendingiirinn H. K. Laxness“, seeir í nvútkomnum dönskum ritdómi í Pólitiken. Nýjasta bók Laxness „Siö töframenn" sjö þættir, er tilvalin í sumarfríið. Fæst í vönduðu skinnbandi. cejat vóztutínn Heiðruðu ritstjórar! Þið hafið í blaði ykkar, Þjóðvilj- anum, birt kosningatölur í siðustu þingkosningum, jafnóðum og um þær fréttist, eins og hin blöðin hér í bæ. Og þegar lokið var að telja upp í síðasta kjördæminu birtuð þið niðurstöðutölur flokkanna. Þetta gerðu önnur blöð einnig. En þegar landskjörstjórnin, eða yfirkjörstjórn in kom saman hér á dögunum, kom í ljós, að tölur þær, sem blöðin fluttu, voru um 100 atkv. of lágar á hvern flokk. Eg þykist vita, að þess'ar skekkj- ur komi að öllu eða mestu leyti frá tvímenningskjördæmunum, eins og þið hafið bent á viðvíkjandi Ár- nessýslu.að nokkru leyti. Nú vildi ég mælast til þess, sem kaupandi blaðsins, að þér birtuð hér í blaðinu yfirlit um það, hvern- ig atkvæðin í tvímenningskjördæm- unum féllu á flokkana, sundurliðað þannig, að skýrt komi í Ijós hvað hver flokkur fékk út úr hverju tví- menningskjördæmi, og leiðréttið aðr ar villur, ef einhverjar eru. Með fyrirfram þökk. Kaupandi. NB. — Eg veit um marga, sem langar til að fræðast um þetta. — Sami. Svar ritstjóra: Því miður er ekki hægt að verða við þcssum tilmælum „kaupanda" að svo stöddu, en hagstofan safnar saman skýrslum frá öllum kjör- stjórnum á landinu og geíur út heildarskýrslur um niðurstöður kosninganna. Skýrsla hagstofunnar er ætíð mjög ítarleg, og gefur með- al annars tæmandi yfirlit yfir allar samkosningar í tvímenningskjör- dæmunum. Þjóðviljinn sér sér ekki fært að leggja vinnu í að smala þessum upplýsingum frá hinum einstöku kjörstjórnum, en ráðleggur þeim sem áhuga hafa fyrir þessu máli, að bíða eftir skýrslu hagstofunnar, þó búast megi við að nokkur drátt- ur verði á útkomu hennar. Hvað atkvæðamagn Sósíalista- flokksins snertir, þá munu úrslitin í Eyjafjarðarsýslu hafa átt einna mestan þátt í að þau reyndust hærri við lokauppgjör en við var búizt, því allmargir kjósendur kusu þar aðeins annan frambjóðanda flokksins og engan með honum og fékk flokkur- inn í þeim tilfellum heil atkvæði þar sem honum höfðu verið reikn- uð hálf. Sérherbergi fyrir þvottinn Nýgift hjón voru að reisa bú á síðastliðnu ári. l*au fengu sér Ieigu- ibúð, lieila hæð, sex herbergi og eldhús, þ. e. þrjú herbergi fyrir hvorn fjölsk.yldumcðlim. Þeim mun þó hafa fundizt að þau þyrftu naum ast á öllu þessu liúsnæði að halda, því einu stóru og sólríku herbergi breyttu þau í þurrkherbergi. Auð- vitað var þurrkloft í húsinu. Hversvegna völdu þeir íhaldið? Eins og þingið er skipað mundi Franlsóknarflokkurinn hafa fengið meirihluta í öllum nefndum bæði í efri og neðri deild, ef engin sam- vinna hefði verið milli annarra þing flokka, því livorki Alþýðuflokkur- inn né Sósíalistaflokkurinn gat af eigin rammleik fengið mann í þess- ar nefndir. Nú var það auðvitað fjarstæða, að gefa Framsóknar flokknum meirihluta í öllum nefnd- um. þessvegna bauð Sósialistaflokk- urinn upp á þá lausn þessa máls sem eðlilegust var, sem sé það, að Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokk urinn skiptu þessum nefndum með sér þannig, að þeir fengju mann j sina nefndina hvor. Þetta mátti Alþýðuflokkurinn ekki heyra nefnt, samvinnu við í- haldið vildi hann fyrir livern mun liafa, og við það samdi hann. Dálitið skrítinn verklýðsflokkur Alþýðuflokkurinn. En hversvegna skyldi hann nú hafa valið samvinnu við íhaldið? Þær fregnir berast frá Nor- egi, að kirkjudeilan valdi mikl- um væringum í flokki Kvisl- ings, Á Vestlandet hafa t. d. 60 % af flokksfélögunum sagt sig úr flokknum vegna kirkjudeil- unnar. Kirkjuráðið í Gjerpen í grend við bæinn Skien neitaði fyrir nokkru að opna kirkjuna, er kvislingurinn Zwilgmeyer bisk- up ætlaði að messa, og varð hann að hverfa á brott við svo búið. Fyrir nokkru ætlaði hinn ald urhnigni biskup, Krohm Hansen 1 Norður-Noregi að messa í Tromsö. Kirkjan var troðfull, en er biskupinn var á leiðinni til kirkju, stöðvaði lögreglan hann og bannaði honum að messa. Þjóðverjar hafa nú ákveðið að rífa niður kirkjuna á eynni Herdla, fyrir utan Bergen. Þar hafa þeir komið sér upp mikl- um ílugvelli. Vísur stríðsgróðamannsins. Eg auði vil safna, í allsnægtum kafna. Með ánægju hafna ég systur og bróður. Ó, eilífi djöfull, þú ert nú svo gjöfull, Þú ættir að sjötugfalda minn gróður. Satan eldhraður, þá svaraði glaður: „Eg segi þér maður, mig gleður þinn vilji. Því hverjum sem græða vill, kenni ég fræði, • sem krefjast þess bæði, að menn læri og skilji. Þú Mammon skalt hylla og meta hans snilli í mannlífsins spilling. Það verður þér gróði, Þú vinum skalt neita, því verðurðu’ að heita, en vel máttu skreyta þig annarra blóði. Því sérhverjum gróða er safnað af blóði, úr systur og bróður. — Það vil ég styðja. — Ef míklu þú stelur og mannorð þitt selur, Mammon þig telur sinn réttborinn niðja.“ Kássa. Útbreiðið Þjóðvitjann Kartfiflur ný og görhul uppskera. Nýtt grænmeti Gulrætur. Tómatar. Hvítkál. Gulrófur. Næpur. Rabarbari. ttaupféloqié Mnnið Kaffísöluna Hafnarttrœtí 16 NokKra verkamenn vantar, vikutíma Míðýavður H.F. Skólavörðustíg 19. Sími 4824 eða 2785. 2 siúNrarúmsúúnup töpuðust af bíl síðastl. fimmtudagskvöld á Skúlagötu í Reykjavík. Finnandi geri aðvart í síma 1140 eða til rannsóknarlögregiunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.