Þjóðviljinn - 03.09.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.09.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐVIL'JINN Fimmtudagur 3. sept. 1942. heldur fund í Baðstofu iðnaðarmanna fimmtudaginn 3. sept. kl. 8V2 e. h. FUNDAREFNI: Alþingiskosningar og ýmis önnur mikilsvarð- andi mál. Fjölmennið og mætið stundvíslega! STJÓRNIN. Auglýsing Frá og með deginum í dag hækka fargjöld með vögnum vorum sem hér segir: Á leiðinni Lækjartorg—Kleppur --- --- —Rafstöð --- --- —Fossvogur --- --- —Seltjarnarnes --- --- —Sólvellir --- --- —Njálsgötu-Gunnarsbraut hækkar 20 aura gjald í 25 aura — 30 — — í 40 — — 40 — — í 50 — Á leiðinni Lækjartorg—Skerjafjörður hækkar 20 aura gjald í 25 aura — 25 — — í 30 — — 30 — — í 35 — Ath. Fargjöld barna verða eins og verið hefur, Vafargjald miðað við fullorðna, nema innanbæjar 10 aurar i stað 12V2 eyrir, og í Skerjafjörð 15 aurar, en ekki 17V2 eyrir. Reykjavík, 2. sept. 1942. STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR H.F. Verka enn 2—3 verkamenn geta fengið fasta atvinnu í JÁRNSTEYPUNNI í ÁNANAUSTUM. Uppl. gefur Árni Jónsson, verkstjóri. S, L Stálstnföjan Yflreldsmíður ósbast Vanur eldsmiður getur fengið atvinnu sem yfir eldsmiður í hinni nýju eldsmiðju vorri. H, F, Hamar Samníngsfakar um flutn- ínga á vörubílum Samningstökum þeim um flutninga á vörubílum sem geta útvegað (30) eða flciri V/> til 3ja tonna'VÖrubíla í góðu standi er hér með boðið að scnda tilboð í að annast flutninga á vöru- bflum fyrir Bandaríkjahcrinn. Samningar munu vera í gildi frá 1. okt. 1942 fram að 31. dcs. 1942. Thc Office of the Engineer, Bandaríkjaherinn, Camp Curtis, veitir frekari upplýsingar alla daga frá kl. 8,00 f. h. til kl. 5,00 e. h. — Innsigluðum tilboðum verður veitt móttaka í the Office of the Engineer hvenær sem er fyrir kl. 2,00 e. h. föstudaginn 11. sept. 1942 og munu þau þá verða opnuð í allra viðurvist. eBœjcn 'póytutínn Æskan vaknar. „Snæfellingur" hefur skrifað rit- stjórn Þjóðviljans langt bréf, þar sem hann rekur í ljósum dráttum hirðuleysi íhaldsþingmanna, þeirra er Snæfellingar hafa sent á þing, um hag kjördæmisins. Hann sýnir fram á að kosningasigur Bjarna frá Laug- arvatni byggist á því að atlmargir Snæfellingar hafa látið blekkjast til að trúa, að hann mum reynast íhalds mönnum úr Sjálfstæðisflokknum fremri. Niðurlag bréfsins sýnir ljóslega hvernig æskan á Snæfellsnesi hugs- ar nú. Það er þannig: Snæfellingar eru vaknaðir. Það er kominn vorhugur i þá, þó að nú taki að hausta, — vorhugur framfara og menningar. Þeir krefj- ast þess nú að þeir fái uppfylltar þær réttindakröfur, sem þeim hefur verið synjað um árum saman. Hin unga kynslóð á Snæfellsnesi er vöknuð til meðvitundar um mátt sinn og megin, hún finnur aflið og þróttinn berjast um og leita að út- rás. Það er eins og skáldið góða, Ein- ar Benediktsson, sagði í sínu góða kvæði: ,,Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk — heimtar kotungum rélt — og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk“. Það er einmitt þetta, sem er að gerast hér á Snæfellsnesi, það er hin ungborna tíð, sem vekur storma og stríð og leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. Það er hinn Snæíellski æskulýður við sjó og í sveit, sem bíður með óþreyju eftir að fá næg verkefni í hcimahögunum, svo að hann þurfi ekki að fara á aðra landshluta til að afla sér lífsviðurværis. Auknar framfarir og aukin menn-. ing eru fyrsta skilyrðið til írjálsrar hugsunar. Eftir því sem framfarir og menn- ing eykst á Snæfellsnesi, mun æsku- lýðurinn betur skilja köllun sína, hann mun þá fremur en nú skynja þá baráttu, sem um hann er háð. Sú barátta fer fram á milli auðvalds- og afturhaldsaflanna annars vegar og sósíalismans hins vegar. Auðvalds og afturhaldsskipulagið er dauðadæmt og hróp þeirra flokka, sem verja það, finna engan hljóm- grunn meðal æskulýðsins. Æskulýðurinn hér á Snæfellsnesi hefur þegar komið auga á meinsemd- irnar, komið auga á hina dauðu og rotnandi limi á líkama auðvaldsskipu lagsins. Og hann fordæmir þá menn og þá flokka, sem burðast við að bera smyrsl á hið sundur reyrða hold auðvaldsins. En hann eygir líka tilkomu sósíal- ismans, eygir hann fagran og sterk- an og bíður með óþreyju eítir að fá að bjóða hann velkominn. ' Æskulýðurinn, hér sem annars- staðar, skipar sér nú einbeittur og ákveðinn í þá fylkingu, sem undirbýr og flýtir íyrir valdatöku sósíalism- ans — valdatöku fólksins sjálfs. Og þú, sósíalisti, hver sem þú ert og hvar sem þú ert, hvort sem þú ert ungur eða gamall, skaltu vita það, að ,.Ef æskan vill rétta þér örf- andi hönd, þá ertu á framtlðar vegi“. Snæfellingur. Hvernig á ég að reikna út launin mín? Það er ekki ótítt að heyra þessa spurningu nú síðustu dagana síðan íarið var að reikna út launabætur samkvæmt samþykkt Alþingis um launabætur opinberra starfsmanna. 'Til þess að leysa úr þessum vanda, þykir Þjóðviljanum rétt að sýna nokkur dæmi. Rétt er þó að taka það fram fyrst, að útkoman verður sú sama, hvort sem uppbótin er reikn- uð á grunnlaun og dýrtíðaruppbót á grunnlaunin að viðbættri uppbótinni, eða að uppbótin er reiknuð á grunn- launin að viðbættri dýrtíðaruppbót. Hér er aðeins um reikningsaðferðir að ræða, sem gefur -sömu útkomu upp á eyri. Tökum fyrst dæmi af manni sem hefur 400 kr. í grunnlaun á mán- uði, og gerum ráð fyrir að vísitalan sé 195. Laun hans reiknast þannig: 200 kr. að viðbættri verðlagsuppbót, sem er 95%, eða 190 kr. Þetta er samtals 390 kr. Launauppbót á þenna hluta launanna er 30%, eða 117 kr. Þá koma aftur 200 kr. að viðbættri verðlagsuppbót, sem er 190 kr. eða samtals 390 kr. á þenrian hluta laun- anna er uppbótin 25%, eða 97.50 kr. Mánaðarlaun verða því 390 + 117 + 390 + 97.50, eða alls 994.50 kr. Annað dæmi; mánaðarlaun 700 kr. 200 kr. að viðbættri verðlagsupp- bót, sem er 95% eða 190, samtals 390, kr. Þar við bætist launauppbót 30%, eða 117 kr. Þar næst kemur verðlagsuppbót af 450 (verðlagsupp- bót nær samkvæmt núgildandi lög- um aðeins upp að 650 kr.) sem er 95%, eða 427.50 kr., henni er bætt við þann hluta grunnlaunanna, sem ekki er tekinn undir fyrsta lið, eða 500 kr. og af þeirri upphæð eða 927.50 kr. reiknast 25% uppbót, eða 231.88 kr. Launin verða þá alls 390 + 117 + 927.0 + 231.88, eða 1729.38 kr. Þriðja dæmi; mánaðarlaun 900 kr.: 200 kr. að viðbættri verðlagsupp- bót, sem er 95%, eða 190 kr., sam- tals 390 kr. Þar við bætist launa- uppbót 30 %, eða 117 kr. Þá kemur verðlagsuppbót 95% af 450 kr., eða 427.50 kr. Hún bætist við þann hluta grunnlaunanna sem er yfir 200 kr., en undir 833.34 kr., því cng- in uppbót reiknast á grunnlaun, sem eru hærri en 833.30. Þessi upphæð verður 633.33 + 427.50, eða 1060.83 kr. Þar við bætist 25% uppbót, eða 265.21, eftir er þá af grunnlaunum mánaðarins 900 — 833.33 = 66.67 kr. Mánaðarlaun verða þá alls 390 + 117 + 1060.83 + 265.21 + 66.67, eða alls 1899.71 kr. Rétt er að taka fram í þessu sam- bandi, að ákvörðun Alþingis um launauppbætur er miðuð við tímabil- ið frá 1. júlí 1942 til 1. júlí 1943, og munu öll fyrirtæki og stoínanir sem tekið hafa upp samskonar iaunabæt- ur, láta þær komu til framkvæmda frá 1. júlí. Þetta er tekið fram út af ummælum Alþýðublaðsins um „Kron“ í gær. „Kron“ mun greiða uppbætur frá 1. júlí, og heíur fellt niður 650 kr. hámarkið fyrir verð- lagsuppbót, en greiðir verðlagsupp- bót á öll laun starfsmanna sinna. (ÖOOOOOOOOOOOOOOOO Lögfræðí & endur- skoðunarskrifstofa Grænmetishúsinu við Sölvhólsgötu. Sími: 5999. Pósthólf 596. Ragiiar Ólafsson, lögfræðingur og löggiltur endurskoðandi. Ólafur Jóhannesson lögfræðingur. ®<XX>OO0O<>OOOÖÖÖOO **<><><><>©<><>©©<><><><>0<><"? | Flokkurinn | AOOOOOO >OOOOOX Söfnun í kosningasjóð er nú hafin. Flokkurinn þarf nú á mikið meiru fé að halda en við síðustu kosningar til að standast kostnað. Við síðustu kosningar brugð- ust félagar og kjósendur flokks- ins svo vel við, að kosningasjóð- urinn nægði fyrir kostnaði. En nú verður að safna mun hærri upphæð og skorar kosninga- nefndin á kjósendur flokksins að bregðast nú vel við. Athugið, að við síðustu kosningar fékk flokkurinn 5335 atkv. Ef hver kjósandi lætur eitthvað af hendi rakna, ætti það að duga fyrir kostnaði. Öllum félögum og nokki'um fylgismönnum verða nú sendir söfnunarlistar og eru beðnir að hefja strax söfnun og skila fénu jafnóðum. SÓSÍALISTAR! Munið félagsfundinn í Baðstofu iðnaðarmanna í kvöld kl. &■/>. Látið ekki undir höfuð leggjast að mæta þar. Mien ninast liiia Bnrtu nrka Wsiiiitigi Hinn 10. þ. m. er ár liðið’ síðan fyrstu aftökur norskra ættjarðarvina fóru frarn, cr hinn alkuiíni lögfræðingur og verkalýðsleiötogi Viggo Han- steen og trúnaðarmaður verk- lýðsfélaganna, Wickström, ung ur verkamaður, voru teknir af líl'i. Eftir kl. 7 aö kvöldi þann dag munu Norðmenn dvelja heifna, svo að á götun- um, í leikhúsunum, bíóunum verða ckki aðrir en Þjóðverj- ar og kvislingar. Munið innheimtuviku Dagsbrúnar. Komið á skrifstofu félagsins og greiðið gjöld ykkar. Skrifstofan. EfUlBHln Uf Týsgöfu 1 kemisk hreinsar og gufupressar fatnað yðar fljótt og vel. Afgreitt eftir 3—4 daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.