Þjóðviljinn - 11.10.1942, Page 4
þlÓÐVILJINN
Or borglnnl
Helgidagslæknir: Halldór Stefáns-
■ son, Ránargötu 12, sími 2234.
Næturlæknir: Ólafur Jóhannsson,
Gunnarsbraut 38, sími 5979.
Næturlæknir á mánudag: Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234.
Blindrafélagið hefur merkjasölu í
dag, til ágóða fyrir starfsemi sína.
Merki verða afgreidd til sölubarna
í Miðbæjarbarnaskólánum.
Námsflokkar Reykjavikur verða
settir í Kaupþingssalnum á morgun
kl. 8,30 s.d.
Skátar hafa merkjasölu í dag.
,,Drengir sem vaxa” heitir ný
drengjabók, sem kom út í bóka-
verzlanir í gær.
Höfundur bókarinnar er Aðal-
steinn Sigmundsson kennari, en
útgefandi er Jens Guðbjörnsson.
Nafn höfundarins er næg
trygging fyrir því, að þetta er
bók, sem allir drengir hafa gagn
og gaman af að lesa. Frágangur
bókarinnar er hinn prýðilegasti.
Kápumyndin er sérstaklega
skemmtiieg, og betri en við höf-
um átt að venjast hcr á unglinga
bókum, — Látið drengina ykkar
skoða bókina og dæma sjálfa!
Bókarinnar verður nánar getið
síðar.
Happdrættið. Vegna þrengsla í
blaðinu var ekki hægt að birta síð-
ustu skýrslu um vinninga í happ-
drættinu og eru lesendur beðnir að
afsaka þetta.
Læknablaðið, 3.—=4. tbl, 1942 er
nýkomið út. Aðalefni blaðsins er
skýrsla formanns Læknafélags ís-
lands á aðalfundi Læknafélagsins á
s.l. sumri.
Fyrirspurn til Framsöknar
Framh. af 1. síðu.
staðfestingu á því að umrædd
Tímagrein hafi aðeins verið áróð
ur, sem miðstjórnin vill enga á-
byrgð taka á og stefna Fram-
sóknarflokksins í dýrtíðarmálun
um sé þá hin sama og að undan-
fðrnu, í algerðri andstöðu við
stefnu Sósíalistaflokksins.
Eeykjavík 9. okt. 1942.
f. h. miðstjórnar Sósíalista-
flokksins
(undirskriftir).
Til
formanns Framsóknarflokksins.
IH TJARNARBÍÓ
Flótti eiginmannsinsi
Escape to Happiness.
INGRID BERGMAN
LESLIE HOWARD.
Samkvæmt áskorunum.
Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9
I
l
Á morgun:
Ríkir og fátækir
The Common Touch.
Gaman og alvara úr auð'
mannahöllum og fátækra-
hverfum Lundúnaborgar.
Dans og hljóðfærasláttur
Sýnd kl. 7 og 8.
Framhaldssýning kL 3—6.
Fréttamyndir - hljómmyndir
Tugfhúsvísf * , ,
hendur þeim eina flokki, sem þá
talaði málstað hinna kúguðu.
Sósíalistaflokknum.
Þessar staðreyndir ber öllum
landslýð aó þekkja, og þessar
staðreyndir ber öllum kjósendum
að hafa í huga þegar þeir dæma
þjóðstjómarflokkana þrjá. Leið-
togar allra þessara flokka hafa
kafað til botns í dýki spillingar-
innar og ósómans, þaðan eiga
þeir ekkí afturkvæmt, misbeiting
ríkisvaldsins, laga, réttar og
dómstóla, er þeim cins eðlileg
og sjálfsögð eins og andardrátt-
urinn. Þessa forustumenn ber
þjóðinni að dæma, eins og efni
standa til, geri hún það ekki, er
stefnt til mikils ófamaðar.
. S. A. S.
Verkatnaður slasast
í fyrradag slasaðist verkamað
ur, ad nafni Þorlákur Einarsson,
til heimilis á Ránargötu 16, við
uppskipunarvinnu við höfnina.
Vildi slysið þannig til að
sementspokar féllu úr lengju
niður í lestina og varð hann imd
ir þeim. Mun hann hafa fótbrotn
að og rifbrotnað.
Stúdentar keppa við úr-
val úr knattspyrnufélög-
unum í dag
!
! Nýstárlegur knattspyrnukapp
i leikur fer fram í dag á íþrótta-
j vellinum, þar sem stúdentar
í reyna sig við úrval af knatt-
spyrnufélögunum. Fljótt á litið
J mun fólki finnast þeir' færast
nokkuð í fang, en þegar lið
þeirra er athugað, eru þetta eng
in lömb að leika sér við. Lið
þeirra er Róbert Jack, Kristján
Eiríksson, Ottó Jóns, Vil-
berg Skarphéðinsson, Brandur,
Brynjólfsson, Gunnar Berg-
steins, Björgvin Bjarnason, Hörð
ur Ólafss., Þorst. Ólafsson,
Snorri Jónsson og Þórhallur Ein
arsson. Úrvalsliðið: Magnús (F),
Grímar, Frímann, Geir, Sigurð-
ur (allir úr Val), Sæmundur
(F), Jóhann Eyjólfsson (Val),
Haukur Óskars (Vík), Birgir (K.
R.), Óli B. (K.R.), Ellert (Val). i
Varamenn eru: Amton, Har. I
Guðm., Högni, fíón Jónasson,
Ingvi Páls, og Karl Guðm. j
í hálfleik fer fram 4 x 200 m.
boðhlaup milli stúdenta og lir- j
vals úr íþróttafélögunum.
Noregar
Frh. af 1. síðu.
gengið um að lögrelan hafi
fundið nokkuð af vopnum og
skotfærum falið skammt fi'á
Majavatni. Fangelsanirnar voru
framkvæmdar vegna þess að
þýzka lögreglan tortryggði íbú-
ana um að þeir hefðu haft vit-
neskju um þessar birgðir án
þess að tilkynna það yfirvöldun-
I
NÝJA BÍÓ fli
Ástamál
Ræningjaforingians
(The Ciscokid and The Lady)
Ævintýrarík og spennandi
mynd.
Aðalhlutverkin leika:
CESAR ROMERO
MARJORIE WEAVER.
Börn yngri en 16 ára fá ekki
aðgang.
Kl. 3, 5, 7 og 9.
Aðgöngumiðar seldir frá
ki. 11 f. h.
Sósíalistafléag Hafnarfjarðar held-
ur fund með kaffidrvkkju í kvöld á
Strandgötu 41.
Jarðarför
SIGRÍÐAR systur okkar,
fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 14. okt-
óber kl. 2 e. h.
Guðrún Björnsdóttir,
Sveinn Bjömsson.
Stefna Súslalistaflokksins l dýrtíöarmálunum
Svo heitir bæklingur sem Sósíalistaflokkurinn hefur
gefið út. Eru í bæklingnum raktar tillögur flokksins
í dýrtíðarmálunum.
Fæst í
Þennan bækling verða allir að lesa!
Kosningaskrifstofu C-listans
Skólavörðustíg 19.
Svífflugfélag
íslands
HIUTAVELTA
í dag (sunnudag) klukkan 2 e J, á Laugaveg 39«
Vér höfum tvisvar boðið Reykvíkingum upp á hlutaveltu, og drógst þá allt
upp á skömmum tíma. Nú komum vér í þriðja sinn og teljum oss geta
með fullum rétti heitið ykkur beztu hlutaveltu þessa hausts. Hér skal drep-
ið á sumt af því helzta, sem ykkur gefst kostur á:
„Stríðsgróðamaður í 1 dag“
‘ Hádegisverður á Hótel ísland.
Bílferð: Þingv. — Sog — Hell-
isheiði — Rvík, með kaffi í
Valhöll.
Kvöldverður á Hótel Borg.
Bíó um kvöldið (stúkusæti). -
Gildir fyrir 2!
ALLT í EINUM DRÆTTI!
ÞETTA ER ALGER
NÝUNG HÉRLENDIS!
VETRARFRAKKI
RYKFRAKKAR
KVENKÁPA (400 kr. virði).
SILKISOKKAR (þar af 6 pör
í einum drætti).
ANORAK og margar aðrar fatn-
aðarvörur.
Þrjár Akureyrarferðir
í lofti, á láði og legi!
500 kr, í peníngum
greitt út i hönd.
1V4 TONN KOL
(þar af tonn í einum drætti).
Lúxusbíll í heilan dag!
(Þú getur ekið hvert sem
þig lystir).
Kventaska (130 kr. virði).
Skíði
Málverk eftir E. Eyfells.
Matarstell.
12 manna (280 kr. virði).
Svefnpoki (110 kr. virði).
HVEITISEKKUR
SVESKJUKASSI.
SALTFISKUR o.m.fl. matarkyns
Auk þess SKÓTAU, LEÐUR-og SKINNAVÖRUR, HREINLÆTISVÖRUR,
BÆKUR og óteljandi þarfaþing!
Á staðnum verða veitingar og dynjandi músik allan tímann!
Hver getur fengið af sér að sitja heima þegar slíkt og þvílikt er á ferðinni?
Svifflugfélagíd
um.