Þjóðviljinn - 21.11.1942, Page 2

Þjóðviljinn - 21.11.1942, Page 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. nóv. 1942. Sjinn á snábátuni m ri natiiiDDigar ll daga m Jir tara á sjilio 9. bing SisialiataflakKsins veíður sett í dag, laugardag 21. nóv. kl. 4 e. h. í Kaup- þingssalnum. Fulltrúar sem ekki hafa skilað kjörbréfum hafi þau með sér. KL 8 í bvöld hefjast umræður um 1. málið á dagskrá:skýrslu mið- stjómar og stjómmálaviðhorfið. Flokksfélagar, sem sýna fullgild skýrteini, hafa aðgang, sem áheyrendur. MIÐSTJÓRNIN. TilkynnDÍng frá ríklssfjórnínní Brezka flotastjórnin hefur tilkynnt íslenzku ríkisstjórninni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð fái endurnýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. desember 1942, ferðaskýrteini þau, sem um ræðir í tilkynningru ríkisstjórnar- innar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vice-kon- súlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotastjórninni og í Vestmanna- eyjum hjá brezka vice-konsúlnum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 19. nóv. 1942. Lögtak Eftir kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur og að undan- gengnum úrskurði verður lögtak látið fram fara fyrir ógreidd- um útsvörum ársins 1942, sem féllu í gjalddaga 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, ,1. september og 1. október þ. á., að Vs hluta hverju sinni, svo og dráttarvöxtum af þeim, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 19. nóv. 1942. BJÖRN ÞÓRÐARSON. KVENNADEILD SLYSAVARNAFÉLAGSINS. Danzleikur í Oddfellowhúsinu í kvöld. Dansað bæði uppi og niðri. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8 í Oddfellow. Aðeins fyrir íslendinga. Gullmunir handunnir — vandaðtr Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyTst um sinn) 4503 OOOOOOOOOOOOOOOÓ* Gcrizt áskrifendur Þjóðviljans! OOOOOOVOOOOOOOOOO Fáir alþýðumenn munu verða eins hart úti í hinni óstjórnlegu dýrtíð sem nú virðist vera í al- gleymingi, eins og smáútvegs- menn og sjómenn, sem fiskveið- ar stunda á smábátum. Verka- menn hafa fengið grunnkaups- hækkanir og sjómenn á togur- um og milliferðaskipum hafa fengið kjarabætur, en smáút- vegsmenn og sjómenn sem ráðn- ir eru samkvæmt hlutaskiptum verða að sæta ákvæðum fisk- sölusamningsins um óbreytt verð á fiski þar til næsta sumar, þrátt fyrir sívaxandi dýrtíð. Af- leiðingar fisksölusamningsins eru farnar að koma skýrt í ljós. Sjómenn á smábátum eru rétt matvinnungar þá daga, sem róið er. Eg teki hér sem dæmi háseta hlut á aflahæzta bátnum yfir októbermánuð, í einni veiðistöð vestanlands. Stærð bátanna í þessari veiðistöð eru upp að 5 smálestum. Farnir voru 9 róðrar. Háseta- hlutur í þessum 9 róðrum var kr. 350,00, eða um kr. 38.00 í róðri. Vetrarvertíð stendur yfir frá nýári þar til um miðjan maí, eða í 4j/2 mánuð. Meðal róðrafjöldi, sé miðað við undanfarnar vertíðir, mun vera um 40—50 róðrar yfir ver- ffðina. Það telst vera sæmilegt á þessari bátastærð, ef fiskirí jafnar sig upp með 2500 pund fiskjar í róðri. Hásetahlutur úr 2500 pundum fiskjar, er um 50 kr. Þar frá dregst beitukostnað- ur. sem mun vera um 10 kr. í róðri. Eftir því ætti meðalháseta- hlutur að vera um kr. 2000.00— 2500,00 yfir vertíðina. Getur nokkrum manni dottið í hug, að hægt sé að framfleyta stórri fjölskyldu af 2000 kr. tekj um í 4% mánuð. Eg veit að flestir munu telja það óframkvæmanlegt. En þetta er það sem mikill hluti íslenzku sjómannastéyarinnar er dæmd- uc til að gera. Allir sjómenn sem fiskveiðar stunda á smábátum verða að búa við þessi kjör. Nú heyrir maður talað um að búið sé að loka mörgum hraðfrysti- þúsum úti um land. Viðþaðskap ast ný vandræði fyrir smábáta- sjómenn. Þeir eru dæmdir til atvinnuleysis. Lokun hraðfrysti- húsanna mun vera bein afleið- ing fisksölusamningsins eins og hið lága kaup smábátasjómann- anna. Menn geta hugsað sér ef hraðfrystihúsunum verður lok- að hvernig ástandið muni verða í hinum mörgu sjávarþorpum í kringum landið, þar sem ein- göngu er treyst á sjávarútveg- inn og aðrir atvinnumöguleikar ekki fyrir hendi. Það mun óhætt að fullyrða, að neyð standi fyrir dyrum hjá þessum hluta sjómannastéttar- innar, verði ekki úr baett. Hvað á að gera til að bæta úr þessu? Þannig spyrja margir. Það væri sjálfsagt margt hægt að gera ef stjórnarvöldin hefðu á- huga fyrir því að bæta kjör sjó- mannanna. Væri t. d. nokkuð ósanngjarnt þótt sjómenn fengju greidda verðlagsuppbót á fiskverðið? Sjómenn ræða mikið um fisk- sölusamninginn sem gert hefur togaraeigendur að milljónaeig- endum, en stórlækkað laun fá- tækra fiskimanna, og það svo að nú eru þeir vai'la matvinnungar ef gengið er út frá meðalfiskiríi. Margir minnast nú mannsins sem fyrstur afhjúpaði þennan svívirðilega samning og hlaut að launum nokkurra daga vist í tukthúsinu í Reykjavík. Sjó- menn skilja nú að Gunnar Bene diktsson hafði rétt fyrir sér þeg- ar hann benti á að stórútgerðin hefði með þessum samningi skapað sér aðstöðu til þess að raka saman milljónagróða á kostnað smáútgerðarinnar. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um mjólkur- skort í bænum og ýmsu getið til um orsakir. Hafa sumir haldið því fram, að Jakob Möller eigi sökina, aðrir, að hennar væri að leita hjá Agli Thorarensen, og enn aðrir, að ónýtum eða ófull- nægjandi tækjum mjólkurstöðv arinnar væri um að kenna. Ekki er ég dómbær um hvern þátt þeir menn eða tæki eiga i mjólkurskortinum, en hitt veit ég með vissu, að hann stafar ekki af bílaskorti eins og sumir vilja vera láta. Hafa komið fram furðulegar fullyrðingar í því efni og sett met í þeirri vitleysu í Alþýðublaðinu s.l. sunnudag, í grein um mjólkurskortinn, undirritaðan X+Y. Greinarhöf- segir m. a.: „Mjólkurbú Flóa- manna hefur engan bíl fengið hjá ráðherranum, og er með alla sína bíla gamla, flestir milli 10 —20 ára.“ Sennilega hefur Mjólkurbú Flóamanna engan bíl fengið og ekki sótt um það. því mér er ekki kunnugt um að það hafi nokkurn tíma átt bíl hvorki 10 —20 ára eða yngri. Hinsvegar annast Kaupfélag Árnesinga alla flutninga og sennilega all- an rekstur búsins. Kaupfélagið á fjölda bíla og hefur fengið 5 nýja nú á 1 % ári. Bílar félagsins sem eru í förum milli mjólkur- búsins og Reykjavíkur eru frá 4 mánaða til 5 ára gamlir, eng- inn 10, hvað þá 20 ára. Ennfremur segir greinarhöf- undur: Athugasemdir frá Húsam eistar af éiagi íslands út af um- mælum um Hall- grímskirkju Greinargerð sóknarnefndar Hall- grímskirkjusafnaðar, sem birt hefur verið bæði í útvarpi og blöðum, um byggingu Hallgrímskirkju í Reykja- vík, er á þann veg í garð húsameist- aranna, að ekki verður komizt hjá nokkrum leiðréttingum. Sóknamefndin telur það eðlilegan undirbúning þessarar kirkjubygging ar, að fram hafi farið samkeppni um kirkju á Skólavörðuhæð árið 1929. í þessari þrettán ára gömlu keppni um kirkju, sem ekki kemst í neinn samjöfnuð við hina fyrirhuguðu Hallgi'ímskii'kju, tók enginn húsa- meistari þátt, sökum þess að útboðs- skilmálar þóttu ekki aðgengilegir. Þó fór keppnin fram. Útkoman varð sú, að verðlaun voru veitt tveimur mönnum, ólærðum í þessari grein. Allir mega sjá, hvílíkur undirbún- ingur þetta er, undir byggingu Hall- grimskirkju í Reykjavík. Samkeppni um Akureyrarkirkju bar þann árangur, að húsameistarar hlutu fyrstu og önnur verðlaun. Þó var ekki leitað til þeirra um kirkju- bygginguna, heldur var framkvæmd verksins falin húsameistara ríkisins. — Þótt hann hefði þá engan upp- drátt gert að kirkjunni og engan þátt tekið í samkeppni, sem honum var þó fullkomlega frjáls. „Og hafi bíll bilað, hefur orð- ið að taka leigubíla og greiða þeim 240 kr. fyrir ferðina.“ í sambandi við þetta vil ég upplýsa X-f-Y um, að taxti Vöru bílastöðvarinnar Þróttur var í sumar: Fyrir æki aðra leiðina kr. 1,32 pr. hlaupandi km. Fyrir aeki báðar leiðir 50% hærri pr. hlaupandi km. Frá Reykjavík að Mjólkurbúi Flóamanna eru 60 km. eða 120 km. fram og til baka. Fyrir ferð- ina bar því að greiða kr. 158.40, en ekki kr. 240.00. Ef Kaupfélag ið hefði viljað hafa æki á bíln- um austur hækkaði gjaldið um 50% , eða upp í kr. 237.60. Af því bar að borga helminginn fyr ir ækið austur og var þá útkom- an sú, að Mjólkurflutningurinn kostaði kr. 118.80 pr. ferð. Með öðrum orðum: Fyrir að sækja allt að 3 tonn af mjólk kostaði í mesta lagi kr. 158.40, en mátti lækka það niður í kr. 118.80. Eg hef hér tekið taxtann sem gilti í sumar vegna þess, að greinarhöfundur talaði um sum arferðirnar sérstaklega, en nú hefur taxtinn hækkað örlítið eða upp í kr. 1.30 pr. km. og hlutfallslega sama fyrir æki báðar ieiðir. Samkvæmt því mundi kosta núna að sækja mjólkina kr. 165.60 pr. ferð. Til samanburðar má geta þess, að fyrir stríð eða þegar lægst var borgað fyrir akstur, var taxtinn 40—50 aurar pr. Framh. á 4. síðu. Sjómaður. Framh. á 4. síðu ilm miúlHurnulninoa

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.