Þjóðviljinn - 21.11.1942, Side 3

Þjóðviljinn - 21.11.1942, Side 3
Laugardagur 21. nóv. 1942. 9 Þ JÖÐ VILJINN (DÖOVIUINH Ótgeíandl: Sameiningarflokkur alþýfiu — Sósí alistaflokkurinn RUstjórar: Einar Olgeirsson (6b.). Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjóm: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent). Sími 2270. Aigreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. heð). Sími 2184 'íkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. Tvennar kosningar hafa fordæmt aftur- haldspölitík þjóðstjórnarinnar Þjóðin heímtar róttæka pólítík og lýðræðisstjórn fólksins sjálfs Tíl enn hard- arí barátfu Alþýðusamband íslands hefur nú lokið 17. þingi sínu, hinu fyrsta síðan 1930, sem kosið er til á lýðveldisgrundvelli. Verklýðssamtök'in komu sam- an á þetta þing sitt frá nýunn- um sigrum, hinum stærstu, er islenzk verkalýðshreyfing enn hefur unnið. Mikil grunnkaups- hækkun, 8 tíma vinnudagur og fleiri kjarabætur og réttindi var ávinningur sá, er verkalýðurinn kom með út úr baráttu þessa árs og hagnýtingu hins hag- stæða atvinnuástands. Framundan er baráttan fyrir að halda því, sem áunnizt hefur, auka það og bæta. Skilyrðin til þess að það sé hægt eru fyrst og fremst alger eining verkalýðs- samtakanna og ráðstafanir til þess að hindra að atvinnuleysið komi aftur. Atvinnuleysið gerir hvort tveggja í senn, rýrir afkomu verkamanna og skapar atvinnu- rekendum möguleika til kaup- kúgunar. Það er lífsspursmál fyrir verkalýðinn að hindra atvinnu- leysið. Aldrei hafa verkamenn fundið betur til þess en nú, þeg ar þeir hafa haft yfrið nóg að gera, hver glæpur atvinnuleysið er gagnvart þeim. En til þess að hindra atvinnu- leysið þarf pólitískar ráðstafan- ir, ráðstafanir af hálfu ríkis og bæja til þess að koma í veg fyr- ir það. Síðustu tvö árin hefur viðleitni valdhafanna miðast við það að draga úr atvinnunni, „skapa jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á vinnuafli“, skapa a. m. k. örlítið atvinnu- leysi, svö hægt væri að fram- fylgja kaupkúgunarlögunum. Verkalýðurinn verður nú að beita öllum sínum áhrifum og samtakamætti til þess að tryggja sig gegn því að atvinnu- leysið verði aftur leitt yfir hann. Verkalýðshreyfingin verð ur til þess að ná meiri áhrifum á ríkisvaldið en nokkru sinni fyrr, — og eru þó áhrifin. sem hún þarf að ná á það, til þess að hindra atvinnuleysið, aðeins hluti af þeim áhrifum, sem þarf til þess að framkvæma önnur stórmál, svo sem stöðvun dýr- tíðarinnar o. fl. Verkalýðssamtökin ganga því nú til harðari baráttu en nokkru sinni fyrr. Og í þeirri baráttu verða þau að sigra. Þaö er rætt um nýja stjórn- armyndun og um hvaða póli- tík skuli vera rekin af þjóð- inni. Það er nauðsynlegt í því sambandi, að menn geri sér ljóst, hvernig þjóðin sjálf hef- ur dæmt um þessi mál, hvað það er, sem þjóðin í tvennum nýafstöðnum kosningum hef- ur heimtað, og hvað hún hef- ur fordæmt. Það var þriggja ára stjórn- arstefna þjóðstjórnarinnar. sem fólkið kvað upp dóm yfir. Og í hverju fólst sú stjórnar- stefna? Og hvað var það, sem þjóöin fordæmdi? Stríðsgróðinn. Stórfelldasta breytingin, sem þjóðstjórnin gerði á þjóðar- högum íslendinga, var sú, er hún lét stríðsgróðann renna — lengi vel skattfrjálsan — til örfárra manna í landinu og skapaði þannig fámenna auðkýfingsstétt, sem sölsar undir sig þjóðarauðinn og er aö koma hér á, fullkomnu ein- ræði í atvinnu- og fjármála- lífi landsins í þágu nokkurra valdaklíkna. Sósíalistaflokkurinn barðist ! gegn skattfrelsi stríðsgróða- j mannanna, gegn þvi að millj- ; önaauðnum væri veitt tll þeirra og kraföist þess að hann væri tekinn til þjóðar- þarfa. Þjóðin kvað upp sinn dóm gegn einræöi stríðsgróðamann anna — og hún krefst þess. að hann sé fi'amkvæmdur. Dýrtíðin. Frá því þjóðstjórnin hófst til valda'' á íslandi hefur dýr- tíðarvísitalan vaxið úr 100 upp í 260. — Grunnkaup laun- þega hefur aðeins hækkað um 25—50%. Hinsvegar hafa land búnaðarvörur hækkaö mjög, tollar verið hækkaðir og inn- heimtir af farmgjöldum líka. Sósíalistaflokkurinn barðist gegn hækkun tollanna. Þjóö- stjórnarflokkarnir samþykktu þá hækkun. i Sósíalistaflokkurinn lagöi fram fyrirspurn um þaö 1940, hvers vegna fjármálaráðherra notaöi elcki heimild sína til þess að innheimta ekki tolla af því verði varanna, er næmi stríðsfarmgjöldunum. Þing- menn neituðu að leyfa fyrir- spurnina. Sósíalistaflokkurinn lagði í maí 1941 svohljóðandi tillögu fram, til þess aö tryggja land- búnaðinum vinnuafl og hindra hækkun landbúnaðar- afurða: „Tillaga til þingsályktunar um ráðstafanir til að tryggja framleiðslu á landbúnaðarafurðum handa lands- mönnum. Flm.: Brynjólfur Bjarnason, ísleif- ur Högnason, Jóhannes Jónasson. Til þess að tryggja það, svo sem kostur er, að hagnýttir verði til hins ýtrasta þeir möguleikar, sem fyrir hendi eru til framleiðslu á íslenzk- um landbúnaðarafurðum, og að landsmenn sjálfir geti uotið þeirra, skorar Alþingi á ríkisstjórnina að gera eftirfarandi ráðstafanir og leggja þar að lútandi tillögur fyrir Alþingi: 1. Að leggja frain fé úr ríkissjóði til þess að hægt sé að greiðá kaup um heyskapartimann í sveitum landsins, sem er fyllilega sam- keppnisfært við það kaup, sem brezka setuliðið greiðir 2. Að styrk þeim, sem á þennan hátt er veittur landbúnaðinum, verði varið til að lækka útsölu- verð á landbúnaðarafurðum á innlendum markaði, og bæta upp verðið til bænda. 3. Að koma á skömmtun á þeim landbúnaðarafurðum, sem hætta er á, að ekki verði nægiiegt af á boðstólum á innlendum markaði, enda sé dreifing þeirra skipulögð með það fyrir augum að tryggja til fullnustu, að landsmenn geti notið þeirr*. Þingið hundsaði þessa til- lögu, sem og síðari tillögu um samvinnu viö verkalýösfélög- in til þess að leysa vandamál landbúnaðarins. Sósíalistaflokkurinn þreyttist aldrei á aö sína fram á hvern- ig stríösgróöaflóöið, sem þjóö- stjórnin veitti inn yfir landið með því að yfirfæra ísfiskgróð- ann fyrst í stað takmarka- laust, hefði sett alla verðbólgu af stað. Þjóðin hefur krafizt þess, að dýrtíðarflóðiö sé stöövaö. Það getur ekki hjá því farið að aðgerðirnar til þess að stöðva þaö, komi allhart viö ýmsa þá, sem fleyttu sér fram á því áður. Það dugar ekki að horfa í þaö. Spillingin og utangarðs- stefnan. Það var meining þjóöstjórn- arafturhaldsms að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu gegn sér, með því að setja þá alla utangarðs við þjóðfélagið, sem þrjózkuðust. Spillingin, sem fyi’ir var í emhættis- og valda-kerfinu, var aukin og margfölduð á tímum þjóö- stjórnarinnar. Nefndafarganið jókst. Bitlingar margfölduð- ust. Hlutdrægni og ofsóknir voru beinlínis skipulagöar af þeim, sem héldu í þræöina aö | tjaldabaki. Þaö átti aö svæfa alla, sem ærlegir voru í þjóöstjórnar- flokkunum, með samábyrgð- inni um spillinguna. Það átti að brjóta Sósíal- istaflokkinn á bak aftur meö utangarðsstefnuna. En þjóðin fékk viðbjóö á þessum aögeröum og ef til vill hefur hún ekki fordæmt neitt atferli þjóöstjórnarinnar meö svo mikilli vandlætingu sem þetta. Þjóðin heimtar að hreinsað sé til í ríkiskerfinu og alvar- legar ráðstafanir geröar tilþess aö uppræta fjármálaspilling- una. Þrælalögin. Þaö átti aö festa einræði og yfirdrottnun hinna nýríku auökýfinga meö þrælalögun- um. Þjóöin braut þau svo eftir- minnilega á bak aftur að sú útreið mun seint gleymast. Þjóðin krefst frjálsræðis fyrir hinar vinnandi stéttir, bættr- ar afkomu og þeirra valda í þjóðfélaginu, sem þeim sam- kvæmt afstöðu þeirra og gildi ber að hafa. Menningarafturhaldið. Þegar fjötra átti verkalýðs- samtökin og brjóta alla póli- tíska andstöðu gegn aftur- haldinu á bak aftur, þá mátti sjálf menningin ekki gleym- ast. Skáld og listamenn hefa alltaf verið boðberar frelsis. Þaö eina, sem þjóðstjórnar- liðið sýndi framtak og áhuga um, var Finnagaldurinn. Þar sýndi afturhaldið sitt sanna innræti. Nú munu flestir þeir menn, sem við þann galdur voru riðnir, fyrirveröa sig fyr- ir þátttökuna i þeim skrípa- leik. Og þjóðin hefur kveöið upp sinn dóm með því að efla þann flokk, einan allra flokka. — þrefalda þingmannatölu hans, — sem átti að brjóta á bak aftur með ofsóknunum 1939—40. Svo magnaö var ofstæki hinna sameinuðu þjóðstjórn- arflokka þá, að meira að segja þegar um annað eins stórmál var að ræða og það að flytja konungsvaidið inn í landið eftir að Danmörk var hertek- in 9. apríl, þá var Sósíalista- flokkurinn útilokaöur frá lok- uðum þingfundum, en menn utan þingsins hins vegar boð- aöir á þá. Og þegar svo þings- Það var því einn liðurinn í ályktunartillagan kom fram stefnu afturhaldsins að kæfa rödd þeirra, helzt að svelta þá 10. apríl, og mjög mikið var undir því komið, aö allir þing- í hel. Skáld og listamenn, sem | menn stæðu saman um hana, þjóöin og þingið hafði ætlað . föst og ævilöng heiöurslaun á fjárlögunum, voru sviknir um þau laun með brögðum, er beitt var og meirihluti þing manna féll fyrir. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fordæmdi þessar aöfarir í kosningunum og krafðist þess að smánarblett- ur menningarafturhaldsins og ofsóknanna yrði þurrkaöur af þjóóinni. Þjóöin vill, aö nú sé aö fullu bætt fyrir það, sem brotið var, og róttækar ráðstafanir gerð- ar til þess að hlynna að menn ingu vorri og frömuðum henn- ar. Réttindaránið. Þegar verkalýðurinn var sviptur samtakafrelsinu, átti einnig að ræna hann ýmsum öðrum réttindum. En þótt á- rás „höggormsins“ mistækist voru samt framfærslulögin og tryggingalöggjöfin að ýmsu leyti rýrð. Þjóöin fordæmir réttinda- ránið. Hún. krefst þess aö rétt- indi og tryggingar alþýðunar séu stórum aukin og mikill , , ... . . ... hluti þess fjar, er nu hefur \ . ö ..... ____, , , _ streymt inn í landið notaður þá fær Sósíalistaflokkurinn með naumindum 5 mínútna frest til þess aö taka ákvörö- un um þetta mál, sem flokk- urinn hafði veriö leyndur. Slík var umhyggja þjóðstjórnarinn ar í þessu afdrifaríka máli. — Sósíalistaflokkurinn sýndi bæði þá og síóar allt aöra og meiri ábyrgöartilfinningu fyr- ir rétti og frelsi þjóöarinnar, en þjóöstjórnarflokkarnir sýndu þá. Og samkvæmt þeirri reynslu hefur þjóðin dæmt. Þjóðin krefst þess, að utan- ríkispólitíkin sé rekin með það fyrir augum aðtryggja raunveru legt frelsi þjóðarinnar út á við, en ekki sé farið eftir dutl- ungum og fordómum nokk- urra yfirstéttar- og afturhalds seggja. íslenzka þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm, samþykkt sín- ar kröfur. Nú reynir á hvort þingiö, þingflokkarnir og peninga- mennirnir —, framkvæma vilja þjóöarinnar. Þjóðin hefur séö óhugnan- til þess aö tryggja framtíö og velferð fólksins meö því m. a. áö koma á atvinnuleysistrygg- ingum og stórbæta fram- færslulögin. Utanríkispólitíkin. Þjóðstjórnarafturhaidið skeytti engu um aö reyna að tryggja frelsi þjóðarinnar út á við. Tillögum Sósíalistaflokks- ins, sem miðuðu að slíku, var ekki sinnt. Allt var látið reka á reiðanum. árum um hvaö gerzt hefur bak við tjöldin á þinginu, eftir að þjóðin hefur samt kveðið upp sinn dóm. Þjóðin man hvað gert var eftir að hún hafði kveðið upp sinn dóm í kosningunum 1937, svo skýr- an og ótvíræöan að ekki varö um villst hvaö hún vildi. Þjóðin hefur ekki trú á þeim mönnum, sem ollu því þá, hvernig að var farið og ætluöu að tryggja sér að geta haldiö áfram svikunum við þjóöina meö því aö kæfa rödd Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.