Þjóðviljinn - 28.11.1942, Síða 1

Þjóðviljinn - 28.11.1942, Síða 1
f 7. árgangur. Laugardagur 28. nóvember 1942. 181. tölublað. i'JEI FföisHh heFsöipuflum í Toulon suhhf Borgin herteninlaf þýzkum og itölskum, her Þýzkur og ítalskur her réðist á frönsku herskipahöfnina Toulon í fyrrinótt, og kröfðust foringjar fasistahersins þess, að frönsku herskipin, sem lágu á höfninni, gæfust upp. Svar franska flotaforingjans var: „Eg mun láta skjóta á livern þann hermann, sem reynir að fara um borð í skipin“. Nokkru síðar hófust stórkostlegar sprengingar í franska or- ustuskipinu Strasbourg, og nokkru síðar í öðrum herskipum Frakka á höfninni. Flotaforinginn hafði gefið fyrirskipun um að sökkva skipunum. Sjóliðarnir vörðust af skipunum meðan verið var að sprengja þau í loft upp, og fórst fjöldi þeirra með skipunum. Ekki er vitað með vissu hve mörg herskip lágu í Toulon, né hvort tekizt hefur að gera þau öll ónothæf, en í Vichyfregnum segir að flestum eða öllum frönsku herskipunum hafi verið sökkt. Tveir kafbátar komust undan. Taliö er aö tvö orustuskip. tíu beitiskip, 25 tundurspillar. 26 kafbátar og margt ann- árra smærri skipa hafi veriö í Toulon. Strandvirki og hergagna- birgöir Frakka í Toulon voru sprengd í loft upp. Hitler hefur fyrirskipaö von Rundstedt hershöfðingja aö gera „nauösynlegar ráðstafan Sœnska ftrysfihúsíð Bæjarráðið vill halda fast á forkaupsrétt bæjarins Á fundi bæjarráös í gær var eftirfarandi tillaga sam- þykkt með 4 atkv. gegn 1. „Borgarstjóri lagöi fram eftirrit af símskeyti, er hann sendi til „Sifa”, Göteborg, 21. þ. m. vegna tilkynningar fé- lagsins um að sala á eign um þess hér væri gengin til baka, svo og svarskeyti frá ,,Sifa“ móttekið 24. þ. m. „Bæjarráð leggur til að hafnarstjórn og bæjarstjórn ákveði að halda fram rétti sínum til þess áð kaupa eign- irnar vegna sölu á þeim 1 júní s. 1. og að ákveöið verði að nota þann rétt”. Pétur Benediktsson sendi- herra talar ð fslenzku i brezka útvarpið Pétur Benediktsson, sendiherra íslands í London, talar í ís- lenzku sendingu brezka útvarps- ins á mánudaginn kemur, 30. nóv. Sendiherrann mun flytja ræðu í tilefni af fullveldisdeginum og kveðjur til íslands. ir” til aö halda öllu meö kyrr- um kjörum í Toulon og öðr- um frönskum borgum. r I ttnri n lurgion ilutt III stalfairad ettlr mstiMia Ualn Verður fjðlmenn- ur fasistaher um- kringdur suður af borginni? Rússneskt fótgöngu- lið gerir áhlaup á suð- urvígstöðvunum með aðstoð skriðdreka. Heyrnarhjálp i stdlhan sem líhi ieiru tftir ta ír Vídtal víð stjórn félagsíns „Heyrnarhjálp" Stjórn félagsins Heyrnarhjálp boðaði blaðamenn á sinn fund í gær, í tilefni að því að tvítug stúlka, sem verið hefur heyrnar- laus í 18 ár, hefur nýlega fengið heyrn, með hjálp heyrnartækis, er félagið hefur útvegað. Verkefni félagsins, sem hefur aðeins starfað í 5 ár, er það, að hjálpa heyrnardaufu fólki og útvega því heyrnartæki. Um 30—40 heyrnartæki af þeirri gerð, sem hér um ræðir, eru nú komin til landsins. Framfarir í gerð heyrnartækja hafa orðið ótrúlega miklar á seinustu árum. Félagið Heyrnarhjálp var stofnað 1 nóv. 1937. Aðalhvatamaöurinn aö stofn un þess var Steingrímur Ara- son kennari. Formaður þess nú er Pétur Gunnarsson og ritari er Helgi Trygg-vason. Félagsmenn eru 246. Verkefni félagsins er, sem fyrr er sagt, að aðstoða heyrn ardauft fólk við útvegun heyrnartækja og annaö, er því má að gagni koma. Hafði félagið útvegað sér góð sam- bönd á þessu sviði, sem voru rofin, þegar stríðið skall á. Nú hefur félagiö náö nýjum samböndum í Ameríku og gengið þaðan ágæt heyrnar- tæki, en tækni í gerð heyrnar tækja hefur fleygt mjög fram á síðustu árum, jafnhliða út- varpstækni, sem hvorttveggja er mjög á sama sviöi. Tilefni þess, að stjórn félags ins ræddi við blaðamenn í gær, var það, að hið ótrúlega hefur gerzt: tvítug stúlka, Elsa Mikkelsen, sem missti Alstaðar á Stalíngradvígstöðvunum sækir rauði herinn fram, og þó mest norðvestur af borginni, í Donbugðunni. í»ar berst nú mjög öflugur rússneskur her, og náði í gær sex bæjum og fimm byggðarlögum. Suðvestur af Stalíngrad gerðu þýzkar hersveitir harðvítugar tilraunir að brjótast til suðurs gegnum fleyginn sem sovétherinn hefur rekið þar inn í varnarsvæði fasistaherjanna. Árásum þess- um var hrundið og biðu fasistaherirnir mikið tjón. Nokkur hluti sovéthersins sem sækir fram meðfram járn- brautinni frá Stalíngrad til Kákasus, hefur sveigt til austurs og eru nokkur þýzk herfylki milli járnbrautarinnar og Volga í mikilli liættu. Elsa Mikkelsen heyrnina tveggja ára gömul, hefur nú fengið heyrn á ný með hjálp nýs heyrnartækis, er félagiö hefur útvegað. Stúlka þessi á tvær systur, er Framh. á 4. síðu. í .Stalíngrad .hefur .rauði herinn hrakið Þjóðverja úr nokkrum hluta verkamanna- hverfisins, og tekið fjölda húsa. Eftir langan tíma er nú aftur hægt að flytja herlið og hergögn til Stalíngrad suður eftir vestri bakka Volgu. Sókn á miðvígstöðvunum ? Þjóðverjar viðurkenndu í gær, að sovétherinn heföi rek- ið stóran fleyg inn í varnar- línur þýzka hersins við Toro- pets, norðvestur af Moskva. en ekki hafa borizt fregnir um hernaðaraðgeröir á þess- um slóðum frá Moskva. Vaxandi ðrðugleikar þýzka hersins „Á norðvesturhluta Stalíngrad vígstöðvanna eru Þjóðverjar lengst frá járnbrautum11, símar fréttaritari enska blaðsins Times frá Moskva, „og er þýzki herinn á þessum slóðum á skipulags- lausu undanhaldi, eða þá að hann berst við hin örðugustu skilyrði. Á suðvesturhluta víg- stöðvanna er öðru máli að gegna, þar eru járnbrautir að baki Þjóð verjum og undanhaldið auðvelt, enda er vörn fasistaherjanna mun harðari þar, og þýzka her- stjórnin er sýnilega að reyna að koma skipulagi á undanhaldið, en á við vaxandi örðugleika að etja. — Rauði herinn sendir stöð Framh. á 4. síðu. Bæjarlækni falið að athuga sumarbústað- ina sem teknir eru leigunámi Nokkrir sumarbústaðaeig- endur hafa skrifaö bæjarráði í tilefni af því, að ákveöið hef ur verið að taka sumarbú- staöi þeirra leigunámi. Fara þeir fram á að leigunámiö verði ekki framkvæmt, og færa það einkum til, aö sum- arbústaöirnir séu ekki íbúð- arhæfir að vetrinum. í tilefni af þessu samþykkti bæjarráð að fela bæjarlækni að athuga sumarbústaði þessa og segja álit sitt um íbúðar- hæfni þeirra .

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.