Þjóðviljinn - 28.11.1942, Síða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1942, Síða 2
2 ÞJOÐVIEJINM Laugardagur 28. nóvember 1942. œiai^óytmn wxnminnnxzmm Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16. «000^0^000000000 Gullmunir % handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. <><><><><><><><><><><><><><><><><> ><><><><><><><><><><><><><><><><> Auglýsíd í " Þíódvctjanum ><><><><><><><><><><><><><><><><>< „Þið skuluð inn í óhæfar íbúðir.“ t>að er búið að taka allmarga sum- arbústaði leigunámi til íbúðar fyrir húsnæðislaust fólk, nær allir eru þessir sumarbústaðir með því marki brendir, að þeir eru með öllu óhæf- ir til vetraríbúðar. í>etta er engin t.ilviljun, því bæjaryfirvöldin hafa beinlínis bannað að gera þá íbúðar- hæfa, nema sem sumarbústaði. Sumarhús þau, sem reist hafa verið á bæjarlandinu, hafa nær öll * verið reist með því skiiyrði, að grunn flötur þeirra væri ekki stærri en 25 fermetrar og frágangur allur væri miðaður við sumaríbúð, en ekki vetraríbúð. Á síðustu árum hefur fjöldi umsókna legið fyrir frá mönn- um, sem eiga sumarbústaði í Foss- vogi og víðar, að fá að breyta þeim í varanlega bústaði. Öllum þessum beiðnum hefur verið synjað, en nú er fólk úrskurðað inn í þessa bú- staði, sem bannað hefur verið að gera íbúðarhæfa. ,,Þið skuluð inn í óhæfu íbúðimar”, segja máttarvöld bæjarins. Hið „meðalstóra hús“ Hriflu- Jónasar. Það er sagt að beztu bú- staðimir standi auðir. Þjóðviljanum hefur verið sagt að ýmsir háttsettir menn eigi sumar- bústaði í bæjarlandinu, sem séu öðr- um slíkum bústöðum fremri að öll- um frágangi. Sagt er að þessum mönnum hafi tekizt að koma því til leiðar, að gera bústaði sína svo úr garði, að þeir séu vel hæfir til árs- íbúðar. Ennfremur er sagt að inn í þessa bústaði hafi engum enn verið boðið að flytja. Þessar sögur verður að hafa fyrir sannar, ef réttir aðilar upplýsa ekki annað. Heimilt er þeim rúm til þess í Bæjarpóstinum. „Ef fólkið vill fara þangað“ Eigandi eins sumarbústaðarins, sem nú hefur verið tekinn leigunámi, hafði orð á því við fulltrúa frá bæn- um, að þótt bústaður hans liti sæmi- lega út, þá skyldi hann gæta þess, að þegar búið hefði verið í honum svo sem hálfsmánaðartíma, að vetri tíl, þá rynni þar allt sundur í raka. Útidyrahurð væri einföld, forstofa engin, veggir óstoppaðir, frárennsli ekkert, eldunartæki ekkert annað en rafmagn. Fulltrúa bæjarins varð þá að orði: „Ef fólkið vill fará inn í þessa bú- staði, þá erum við lausir allra mála“. Og svo Jónas Jónsson og Geir H. Zoega. Meðan verið er að flytja verka- menn í sumarbústaði, sem bæjaryf- irvöldin hafa bannað að hafa íbúð- arhæfa, býr Jónas Jónsson með konu sinni, stærri er fjölskyldan ekki, í tveggja hæða húsi. Þar er hver hæð ugglaust fjórum sinnum stærri að flatarmáli en hinir löggiltu sumarbú- staðir, sem verið er að flytja hina húsnæðislausu í. Geir H. Zoega mun þó búa ennþá rýmra; hann mun hafa fyrir sig og konu sína milli 10 og 20 herbergi. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölda mörgum álíka. Tugum ef ekki hundr- uðum saman búa auðmennimir í í- búðum sem nægja mundu 2 til 4 íjöJskyldum, þótt allar byggju rúmt. Bæjarfulltrúar sósialista hafa sleitulaust borið fram þá kröfu i bæj arstjórninni, að þessar íbúðir yrðu teknar leigunámi, og skipt milli hinna húsvilltu. Það má meiri hluti bæjarstjórnar ekki heyra nefnt. Þann meiri hluta skipa íulltrúar manna eins og Jónasar Jónssonar og Geirs H. Zoega. Lögtak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Tekju- og eigna- skatti, stríðsgróðaskatti, fasteignaskatti, lestagjaldi, lífeyrissjóðsgjaldi og náms- bókagjaldi. sem féllu í gjalddaga á mann- talsþingi 1942, gjöldum til kirkju, sóknar og háskóla, sem féllu í gjalddaga 31. des. 1941 og 31. marz 1942, kirkjugarðsgjaldi, sem féll í gjalddaga 15. júlí 1941, vita- gjaldi og skemmtanaskatti fyrir árið 1942, svo og áföllnum skipulagsgjöldum af nýbyggingum og útflutningsgjöldum. Lögmaðurinh í Reykjavík, 27. nóv. 1942. Bjorn Þórdarson M 4 ÖRf 111!“ iir, qnr.il rl.u. „Hnl illu 111) ullllll Þeir sem kynnu að vilja gera tilboð i skipið, sendi þau til fiskimálanefndar fyrir 5. des. n. k. Réttur er áskilinn til að hafna öllum tilboðum. ., bpoi á pinQFðBor4! Morgunblaðið þvaðrar um það að sá flokkur er ekki vill ganga til samvinnu um hvað sem einhverjum klíkum í þjóð- stjórnarliðinu kann að sýnast hentugt, sé að brjóta í bág við þingræðið! Ef klíkur auðmanna og afturhaldsseggja fá ekki að fyrirskipa þinginu vilja sinn, þá er það brot á þingræðinu! Ef einhver flokkur dirfist að halda þau löforð, er hann hefur gefið kjósendum og þeir krafizt efnda á með atkvæðum sínum, þá er það brot á þingræðinu! Þessu blaöi er ekki til neins aó bera svona þvætting á borð fyrir nokkurn mann. Þær aíturhaldsklikur, sem í'áóiö hafa þjööfélaginu síö ustu árin, hafa getaö stjóm- aö undir beztu fjárhagslegum skilyröum, sem hægt var aö hugsa sér: ógrynni auös streymdi inn i landiö, atvinna og framleiösla var sú mesta, er þekkzt hefur og afkoma rík issjóös þarafleiöandi ágæt. Og þessar valdaklíkur hafa stjórnaö þannig, að allt er komió í öngþveiti. Völd þeirra hafa á öllum sviðum orðið ! þjóöinni til skaöa og skamm- ar. Á fjármálasviðinu hefur j frekja yfirgangur og skamm- sýni þessara klíkna verið slík. að vart þekkist neitt svipað á byggöu bóli. í menningar- j málum hefur hrokinn og of- ' sóknimar einkennt stefnu valdhafanna, í atvinnumálum setti kúgunarlöngun stórat- vinnurekenda soramark sitt á hana, í utanríkismálum bar hún vott þröngsýninnar og yfirstéttarafstöðunnar. Nú nálgast erfiöleikarnir: atvinnuleysi, taprekstur, stööv un atvinnufyrirtækja o. s. frv. Þá kemur málgagn þess- arar afturhaldsklíku og heimt ar þátttöku Sósíalistaflokks- ins í ríkisstjórn, upp á þau skilyrði ein, sem afturhalds- klíkan vill ganga áð! Þessi klíka, sem búin er aö koma öllu í öngþveit; m. a. með heimskulegri verðpólitík á iandbúnaöarafurðum og veit- ingu stríðsgróðamilljónanna til örfárra manna, vill nú fá að ráða áfram, til þess aö geta hlíft sér, þegar hmniö skellur yfir, — og segir aö annars sé þingræöið í hættu. Morgunblaöinu er bezt að tala í öðrum tón en þeim, er var í leiðara þess í gær, ef þaö vill láta taka sig og þátttöku Sjálfstæöisflokksins í sanitök um flokkanna alvarlega. E£ byggingarefnið og íbúð- imar hefði verið hagnýtt réttilega. Það hefur mikið verið flutt inn af byggingarefni síðan stríðið hófst, manni liggur við að segja furðu mik- ið, en því hefur verið illa varið. Að- eins lítill hluti þess hefur farið til að bæta úr húsnæðisþörfinni, hins veg- ar hefur mjög mikið af því farið í bílskúra hinna auðugu manna, sem hafa hlotið þá náð að fá bíl innflutt- an, mjög mikið hefur einnig farið í lúxusíbúðir og verzlunar- og veit- ingahús, ýmist til að reisa slík hús af grunni eða til að endurbæta og breyta eldri húsum. Ef öllu því byggingarefni, sem til landsins hefur flutzt síðan stríðið hófst, hefði verið varið til að bæta úr húsnæðisvandræðunum, væri hér enginn skortur á húsnæði. Þá þyrfti engan að reka í sumarbústaði um há- vetur, þá þyrftu menn ekki að búa í húsakynnum, sém óhjákvæmilega valda þeim heilsutjóni. En staðreyndin er sú, að nú búa menn hundruðum saman í húsakynn um sem hljóta að valda þeim heilsu- tjóni, og þetta er af því að þjóð- félaginu og bæjarfélaginu er stjórn- að með einkahagsmunum hinna rík- ustu fyrir augum, byggingarefni flutt til landsins og notað sem brask- vara þeirra ríkustu, í stað þess að flytja það inn og nota það með hags- muni heildarinnar fyrir augum. Ef sósíalisminn hefði verið ráðandi stefna, væri hér ekkert húsnæðis- leysi. Nokkur orð um áfengismál. Margt má að okkur íslendingum finna, og það sem er mest áberandi galli í okkar þjóðfélagi nú, er drykkjuskapur. Eg fór á dansleik síðastl. laugar- dagskvöld. Þar var margt fólk sam- ankomið. Nálega hver maður var undir áhrifum víns, og sumir mjög drukknir. Ekki var þó veitingaleyfi á dansleiknum. Það þarf ekki að taka það fram, að þessi ófögnuður eyðilagði alla skemmtun hjá því fólki, sem var ekki undir áhrifum víns. Margt var þama af myndarlegum ungmennum, en þeir voru eins og umskiptingar; fingraför Bakkusar eru augljós hvar sem þau sjást. Nú getur maður ekki varizt því að hugsa ögn nánar um þetta mál. Hvemig er það, er ekki Áfengisverzl- un ríkisins lokuð? Jú að vísu, en ekki nema að nafninu til. Því er þannig farið, að margir menn í þess- um bæ eiga bágt með að vera án áfengis, og þar sem þannig hagar til að margir af þessum dýrkendum vín- guðsins hafa sérhver ráð, hafa þeir komið ár sinni þannig fyrir borð, að farið er að veita undanþágur með vínsölu. Er það svo kunnugt, að ó- þarft mun að ræða það frekar. Sumir segja að ríkið vilji ekki, eða hafi ekki efni á að missa af tekj- um þeim, sem vínsalan skapar. En á það þjóðfélag tilverurétt, sem á tímum slíkum sem þessum, hikar ekki við að leggja framtíð, gæfu og jafnvel líf þegna sinna í sölurnar Framhald á 3. síðu. =BUKKI ffluS er komin úl------ . —--------------... t....-. .

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.