Þjóðviljinn - 17.12.1942, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.12.1942, Qupperneq 1
lflLIINM viuinn 7. árgangwr. Finuntudagur 17. desember 1942 196. tölublað. M Mn Md ir IIIdd isoníris En nú riður á að þeir rótiœku kraítar, sem tíl eru á þíngi, sýní adþad er þíngíð, sem hefur forustuna, en ráðherrarnír eru aðeins þjónar þess Hin nýja ríkisstjórn kynnti sig fyrir sameinuðu Alþingi kl. 1 í gær. Verkaskipting ráðherranna, er sem hér segir: Forsætisráðherra Björn Þórðarson, dr. juris, fjármála- og viðskiptamálaráðherra Björn Ólafsson stórkaupmaður, dóms- og menntamálaráðherra Einar Arnórsson dr. juris., utanríkis- og atvinnumálaráðherra Vilhjálmur Þór bankastjóri. Forsætisráðherrann flutti ræðu, sem prentuð er á öðrum stftð í blaðinu. Það er nauðsynlegt að fólk geri sér strax ljóst, hver aðstaða hinnar nýskipuðu ríkisstjórnar er og hvernig hún pólitískt er tilkomin. Ríkisstjórnin er á valdi Al- þingis. Það getur sagt henni fyr- ir verkum. Það getur sett hana af. Það getur sett nýja ríkis- stjórn, strax og meirihluti þess hefur náð samkomulagi um það. Valdið er allt hjá Alþingi eftir sem áður, þegar það vill beita því. Það hefur ekki afsalað sér neinu af valdi sínu. Þingræðið er jafnt í gildi á íslandi sem fyrr. — Allt annað er móður- sýkishjal. — Ríkisstjóri hefur með skipun stjórnarinnar. aðeins gert stjórnarfarslega skyldu sína og það fljótt. Hitt er svo þingsins að láta sitt álit í ljósi hve vel það hefur tekist og gera þá betur sjálft, ef því finnst miður farið. Skal svo látið útrætt um stjórnarfarslega hlið þessa máls og pólitíska hliðn á því athug- uð. Það sem gerzt hefur er í stuttu máli þetta: „Auðmannastéttin í þessu • landi, afturhaldsöflin, sem réðu þjóðstjómarpólitíkinni, hafá orðið hrædd við hinn mikla vöxt verklýðshreyfingarinnar, sem sýndi sig alveg alveg sérstak- lega í kosningasigrum Sósíalista flokksins. Auðmannastéttin: milljó namæriugainir, heildsal- amir, Hrifluvaldið, er í alvar- legri klípu. Fyrsta ráðið, sem hún reynir til þess að losa sig út úr henni, er að reyna að fá Sósíalistaflokk inn samábyrgan sér, — eins og henni tókst með Alþýðuflokk- inn 1939 þegar þjóðstjómin var mynduð. Auðmannastétin vill láta smáfríðindi í staðinn, en Só- síalistaflokkurinn krefst veru- legra endurbóta og valdaátaka fyrir alþýðunnar hönd. Auð- mannastéttin vill ekki fórna svo miklu. Tilraunin mistekst Það næsta, sem gripið er til, er að ögra Sósialistaflokknum með ábyrgðarleysi og auðmanna stéttin hótar að hún skuli þá verða ábyrgðarlaus á þingi líka, ef Sósíalistaflokkurinn ekki vill ganga í samábyrgð upp á henn- ar skilmála. Taugastriðið hefst. Sósíalistaflokkurinn heldur fast við kröfur fólksins: nú sé að auðmönnunum komið að fóma, alþýðan sé búin að fóma nógu lengi. Taugastríðið kemst á nýtt stig. íhaldið — með aðstoð Alþýðu- flokksins — hagar málunum svo að ríkisstjóri neyðist til þess að skipa stjórn utan þings. (Slík stjórn á auðvitað ekkert skylt við tillögu Sósíalistaflokksins um að allir flokkarnir sameigin- Framh. á 4. síðu. Rœða Björns Þórdarsonar forsætísráðherra Hér fer á eftir ræða Björns Þórðarsonar forsætisráðherra: Rommel hefur gefið upp alla vun um gagnsókn til austurs „Hersveitir Rommels eru á hröðu undanhaldi", segir enska blaðið Daily Express í ritstjóraargrein í gær. ,4 meginher Rommels, sem hefur að minnsta kosti tvö skrið- drekaherfylki, er kominn um 160 km. vestur fyrir E1 Agheila, og ekki gert ráð fyrir að hann reyni að taka upp vöm fyrr en við Makúrata, sem er um 200 km. austur af Tripolis. Með þessu undanhaldi hefur Rommel gefið upp alla von um alla gagnsókn til austurs. Af fregnum þeim sem borízt hafa síðustu daga frá stríðs- fréttariturum, verður ljóst að Rommel hefur látið víggirða E1 Agheila eins traustlega og kost- Framh. á 4. síðu. „Herra forseti, háttvirtu al- þmgismenn. Eins og yður er kunn ugt, hefur hið háa Alþingí reynt, að því er virðist til þrautar sem stendur, að mynda stjóm, er fyr- irfram hefði stuðning Alþingis. Með því að þetta hefur ekki tek- izt, þá hefur herra ríkisstjórinn farið þá leið að skipa menn í ráöuneyti án atbeina Alþingis. Nú hef ég og samstarfsmenn minir í hinu nýja ráðuneyti tek- izt þenna vanda á hendur. Kem- ur þá væntanlega í ljós, er ráðu- neytið ber fram tillögur til úr- lausnar brýnustu vandamálunum, hvort hið háa Alþingi vill vinna með því eða ekki. Ráðuneytið telur það höfuð- verkefni sitt að vinna bug á dýr- tíðinni, með þvi fyrst og fremst að setja skorður við frekari verð- lagsbólgu, meðan leitazt er við að lækna memsemdina og vinna bug á erfiðleikunum. Ráðuneytið ætlar sér að vinna aö því, að atvinnuvegum lands- manna, sem nú eru margir komn- ir að stöðvun, verði komið á heil- brigðan grundvöll, svo að útflutn- ingsvörur verði framleiddar innan þeirra takmarka, sem sett eru með sölusamningum vorum m. a. vð Bandaríki Norður-Ameríku. Þá verður einnig þegar í stað að gera þær ráðstafanlr um inn- fliitningsverzlun landsins, að henni verð komið í það horf, sem skipakostur iandsmanna og ó- friðarástandið gprir nauðsynlegt, Ennfremur ber nauðsyn til, að verðlagseftirlitið verði látið taka til allra vara og gæða, sem seld- ar eru almenningi, og að tryggja í þeim málum svo örugga og ein- bfeitta framkvæmd sem verða má, Jafnframt verða að sjálfsögðu athuguð ráð til að standast þau útgjöld, sem dýrtitíarráðstafan- irnar hljóta að hafa í för með sér. Ráðuneytið mun kosta kapps um að efla og treysta vináttu við viðskiptaþjóðir vorar. Eins og sténdur verður lögð sérstök á- herzla á vinsamlega sambúð við Bandaríki Norður-Ameríku og Stóra-Bretland. Ráðuneytið vill eftir föngiun vinna að alþjóðarheill . Auðvitað mun það geta sætt mismunandi dómum, hvort því tekst að finna réttar leiðir. Ef hinu háa Alþingi og ráðuneytinu tekst að sameina krafta sína til lausnar framan- greindum vandamálinn, þá vonar ráðuneytið, að samvinnan verði þjóðinni til hagsmuna. Að lokum skal þess getið, að fyrirhugað er, að ráðuneytið verði skipað fimm mönnum. En ekki hefur enn unnizt tími til þess að sltipa fimmta manninn, sem vænt- anlega fer með félagsmálin”. as þýzk herfylki óvlrk vegna innilokunar Ekkert lát er á stórbardög- um á Stalíngradvígstöðvununi og miðvígstöðvunum, og hefur rauði herinn hrundið marg- endurteknum gagnárásum fas istaherjanna, og víða bætt að- stöðu sína, einkum vestur af Rseff. Haróastir hafa bardagarnir veriö suövestur af Stalíngrad, og er þar barizt um járnbraut ina frá Stalíngrad til Svarta- hafsins. 1 fregn frá Moskva i gær segir, að um 35 fasistaher- fylki hafi verið gerð óvirk að heita má vegna þess að tekizt hefur að króa þær inni á Stalíngrad- og miðvígstöðvun- um. Bandarikjasendiherrann i Finnlandi kvaddur heim H. F. Arthur Schoenfeld, sendiherra Bandaríkjanna í Finnlandi er á leið til Banda- ríkjanna til „ráðstefnu“ sam- kvæmt óstaðfestum fregnum Washington. Einnig er sagt í fregn frá Associated Press í London, aö eftir heimildum frá Skand- inavíu sé umtalið um frið allt- af að aukast í Finnlandi. Sókn ir Rússa hafa ýtt undir frið- arviljann, þjóðin er þreytt á stríðinu, og verður að horfast í aug-u við alvarlega mann- eklu. Fyrsti tfundur nýja fuiltrúaráðsins Fyrsti fundur hins nýja fulltrúaráðs verklýðsfélaganna var haldinn s.l. þriðjudag. *Samþykkt fundarins um myndun bandalags alþýðunnar er birt hér á eftir. I stjóra fulltrúaráðsins vom kosnir þessir menn: Bjöm Bjarnason, Eggert stjórn fulltrúaráó'sins, áð hefj- Þorbjamarson, Ólafur H. ast þegar í stað handa um Guömundsson, Sigurður Ól- sköpun slíks bandalags hér í afsson og Þorsteinn Péturs- Reykjavík, í samráöi við mið- son. — Sjórnin skiptir sjálf stjóm Alþýðusambandsins,, með sér verkum. Samþykkt fulltrúaráðsins. „Fulltrúaráö verkalýðsfélag- anna í Reykjavík lýsir ein- dregnu fylgi sínu við stefnu 17. þings Alþýðusambands ís- lands, en vill sérstaklega xmd- irstrika ályktvm þess um að stofnað verði til samstarfs og samtaþa meö Öðrum samtök- um aiþýðunnar, hagsmuna- legs og sljómmálalegs eðlis, fyrir sameiginlegum hugðar- efnum fólksins, — og felur Alvarlegur matvælaskort- ur f Horegi Heimildir frá norsku stjóm- inni í London herma að mat- arskortur sé svo alvarlegur í Noregi að húsmæður standi í röðum alla nóttina í þeirri von að geta keypt svolítiö smjörlíki þegar búðirnar opna á morgnana, segir í fregn frá United Press.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.