Þjóðviljinn - 17.12.1942, Side 3
Fimmtudagur 17. desember 1942
ÞStÓÐ V ÍtíSjjí M K
I
þlÖOVlUINII
Qtgefandi:
Sameiningarflokl»ur alþýðu —
Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar:
Einar Olgeirsson (áb.)
Sigfús Sigurhjartarson
Ritstjóm:
Hverfisgötu 4 (Víkingsprent)
Sími 2270.
íVfgreiðsla og auglýsingaskrií-
stofa, Austurstræti 12 (1. hæð)
Sími 2184.
Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4.
Tatigasfríð yfírsféffarínnar
Þau neifa að bera ábyrgð á rikissfjórn, nema verfea^
lýðurínn berí ábyrgð á sfjórnarstefnu þeírra upp á
þeirra skílyrði
í þjónustu þingsins
Löggjafarvaldið er hjá Al-
þingi en framkvæmdavaldiö ’
hjá ríkisstjóniiimi, segir
stjórnarskrá íslenzka ríkisins.
í reyndinni hefur þetta þó
verið þannig, aö hinar póli- j
tísku flokksstjórnir, sem setið
hafa hér áð völdum i full-
komnu samrasmi við þing-
ræði, hafa mestu, ef ekki öllu,
um þaö ráöið, hváða iög hafa
náð fram að ganga á Alþingi.
Flokkar þeir, sem þær hafa
stutt og þar með meirihluti
þingsins, hefur verið í þjón-
ustu ríkisstjórnarinnar, þeú
hafa ósjaldan lotið boði þeirra
og banni.
Rétt er að minnast þess, að
flestar stjómir, sem setiö hafa
hér viö völd, hafa farið næsta
gálauslega með þaö vald, sem
þingið, að forminu til, hefur
faliö þeim. Þær hafa sumpart
framkvæmt mjög þýðingar-
mikil atriði án þess, aö hafa
til þess lagaheimildir, og í ann
an staö notað heimildir stjórn
arskrárinnar til að gefa út
bráðabirgöalög á svo frekleg-
an hátt, áö rétti þingsins hef-
ur veriö traðkað,
í slíkum endemum gekk
þjóöstjórnin sálaöa lengst
Nú hefur hafizt stjórn til
valda meö hætti, sem áöur er
óþekktur í sögu Alþingis.
Ríkisstjóri, sem handhafi
konungsvaldsins hefur tilnefnt
stjóm utan þingmanna. Hvem
ig lítur þessi stjom á afstööu
sína til þingsins, spyrjamenn?
Hún hefiu* ekki rétt til aö
líta á hana nema á einn veg,
þann, aö hún sé i þjónustu
þingsins, áö hún eigi aö vera
framkvæmastjórn, sem beri
aö framkvæma þaö, sem þing-
iö fyrirskipar henni og ann-
aö ekki. Þessi stjóm hefur
enga þingflokka að baki sér,
er hún geti notað, sem verk-
færi, hún getur ekki setiö á
flokksfundum þingflokkanna
og sagt þeim fyrir verkum.
Ekki er því aö neita, að rík-
isstjóra hefur ekki tekizt val
þessarar stjómar, sem ákjós-
anlegast. í henni eru menn,
sem hafa vakið á sér sérstaka
athygli fyrír að krefjazt þess,
áö fá áó nota afstöðu, sem
ríkið hefur veitt þeim, til þess
aö efla persónulega afstöðu
sína á sviöi viöskiptanna, er
hér átt viö þaö, er Björn Ól-
afsson geröi þaö að skilyröi
fyrir störfum í þágu rikisins
Þaö hefur nú komið svo
fullkomlega í ljós, sem hægt
er að óska, hvaö þaö er, sem
yfirstéttar- og afturhaldsöflin
hafa veriö að reyna að fá
fram undanfamar vikur. j
Afturhaldið óttast það, að
hafa Sósíalistaflokkinn og
verkalýðshreyfinguna í stjór-
arandstööu. Gömlu þjóðstjórn
arherramir vilja fá Sósíalista- j
flokkinn til þess að táka á-
byrgö á pólitík þeirra, beita *
þeirra aðferðum til þess að !
mæta afleiöingunum afpólitík '
þeirra ásviði dýrtíðarmálanna j
og annarsstaðar.
Sósíalistaflokkurinn setur
fram kröfur alþýöunnar til
slíkrar stjórnar, ef hún á að
bera ábyrgö á henni með. AI-
þýðan krefst þess nú, eftir
þriggja ára þjóöstjómaraftur-
hald, sé tekin upp róttæk
stjórnarstefna á öllum sviðum
þjóðlífsins: Veralegar, raun-
hæfar umbætur á sviði trygg-
ingarmálanna, vinnuvemdar
og og annara félagsmála, —
gerbreytt stefna í menningar-
og menntamálum tll þess að
tryggja frelsi og frámfarir á
þeim sviöum, — föst og á-
kvéöin stefna í utanríkismál-
um til þess áö tryggja fram-
tíö og frelsi landsins, — og aö
verkalýöshreyfingin fái veru-
leg valdaítök í þjóöfélaginu,
raunhæf áhirf á öllum sviöum
framkvæmdavaldsins, eins og
henni ber.
Aö þessuni skilmálum vjldu
yfirstéttaröflin ekki ganga. Þau
vildu fá verkalýðinn og full-
tráa hans á Alþingi til þess
áö leggja sig undir þeirra ok,
ganga aö 'þeirra skilmálum.
\ Þessi yfirstéttar- og afturhalds
öfl, hægri menn gömlu þjóð-
| stjóraarflokkanna, ögraðu
verkalýönum meö þvi áð hann
vasr ábyrgðarlaus, ef hann
tæki ekki þátt í stjóm með
þeim upp á þeirra skilmála.
Fulltrúar verkalýðsins á Al-
þingi settu fram á móti sína
skilmála, kröfur alþýöunnar,
og kváðust skyldu bera fulla
Vestan hafs, að hann fengi að
’ nota ferðina til þess að ann-
ast eigin verzlun. Þá geröi
, hann hinn viðfi’æga coca-cola
samning, .og er talið, að Vil-
hjálmur Þór hafi einnig verið
eitthvað við hann riðinn.
Þvi skal trúað, þar tál ann-
aö sannast, að hvað sem líður
fortíö sumra ráðherranna, áð
þeir vinni starf sitt af trú-
mennsku og framkvæmi það,
sem þingiö felur þeim, fart svo
aö þeir sjái sér það ekki fært,
ber þeim að vikja úr ráðherra-
sætum tafaríaust,
ábyrgð á þehTi stjórn, er fram
kvæmdi þessar kröfur.
En gömlu þjóðstjómaröflin
þokuðust ekki. Þau vora vön
aö fá sitt fram og vildu ekki
láta undan. Fulltrúar verka-
lýösins sveigðu heldur ekki
undan. Og þó þjóðstjómaröfl-
in væru í miklum meirihluta
á Alþingi, þá vildu þau ekki
mynda stjórn, nema Sósíal- ,
istaflokkurinn beygði sig fyrir
kröfum þeirra. Þau gerðu eins ,
konar verkfall til þess áð ’
reyna að beygja Sósíalista-
flokkinn inn á gömlu þjóð- I
stjórnarbrautina: afsláttinn, j
makkiö og samábyrgðina um t
stefnuleysi eöa afturhald. Hin
nýja stjóm, sem hjá almenn-
ingi er mjög kennd við Coca-
cola, er afleiðingin af verk-
falli þjóöstjómaraflanna, —
er einn" þátturinn 1 taugastríði
• þeirra til þess aö fá Sósíalista-
flokkinn til að gefast upp og
hlaupa frá þeim málum, sem
þjóöinni ríður á að fá nú
fram. • I
AÖdragandinn
Þaö er nauðsynlegt að menn
geri sér fullkomlega ljóst hvað
þaö er, sem gerzt hefur í þess-
um málum undanfariö. Skal
þaö þvi rifjað upp í stuttu
máli.:
Þegar sýnt var áð ekki náð-
ist samkomulag í 8 manna
nefndinni um fjögurra flokka
stjóm og Sósíalistaflokkurinn
leit svo á að það myndi taka
lengri tíma, en svo aö mynda
þingræöislega stjóm, aö rétt
væri aö bráöabirgöastjórn
Ólafs Thors sæti á meðan,
geröi flokkurinn það að til-
lögu sinni í nefndinni að allir
flokkar legöu til við ríkis-
stjóra aö sett væri önnur
bráöabirgðastjóm á meðan
þingflokkamir væra aö semja
um ríkisstjórn og málefna-
grundvöll. Sjálfstæðisflokkur-
inn og Alþýðuflokkurinn voru
á móti þessari tillögu, íhaldið
af þein-i skiljanlegu ástæðuað
ráöherrar þeirra vildu sitja í
ráöherrastólunum svo lengi,
sem sætt var. En afstaöa Al-
þýðuflokksins var óskiljanleg
nema fyrir leiötogum . hans
vektu herbrögö og engin al-
vara. I Þjóöviljanum 8. des.
var strax sýnt fram á aö þaö
væri „alvarleg , vitleysa‘.‘, sem
Alþýöuflokkuiinn . þeföi gert
méö þvi að vera á móti þess-
ari tillögu Sósíalistaflokksins.
Eftir að þeir flokkar, sem
mynda meirihluta þingsins,
höföu fellt þessa tiUögu Sósí-
alistaflokksins um bráöa-
birgöaúrlausn, hvíldi sú
skylda á þeim, að mynda þing
ræðislega stjórn, enda sagði
Alþýðublaðið 8. des. að þó þaQ
I
I
mistækist að koma upp
vinstri stjóm, þá „væru fleiri
möguleikar á myndun þing-
ræðisstjómar eftir, sem enn
era óreyndir“.
En hvaö sýnir sig svo?
Það er tvívegis leitað til
allra þingflokkanna, hvort
þeir vilji reyna að mynda þing
ræðisstjóm. Enginn vildi
reyna að taka það að sér.
Hvað höfðu þessir flokkar
hugsað, er þeir feUdu tiUögu
SósíaUstaflokksins í 8 manna
nefndinni? Hvar var úbyrgð-
artilfinning þeirra gagnvart
þingræðinu, sem þeir hrópa
svo hátt um?
Afleiöingin af því að ekki
var faiið aö tillögu Sósíalista-
flokksins í 8 manna nefndinni
var svo sú, að þingiö sýndi
vanmátt sinn í stjórnarmynd-
unannálinu. 13. des. segir í
leiðara Þjóðviljans um þessa
afleiðingu:
„Hver er nú orðin afleiöing-
in af afstööu íhaldsins og Al-
þýðuflokksins?
Hún er sú að þessir flokkar
og þingiö allt eru orönir sér
til skammar fyrir aö basla
dag eftir dag viö aö athuga,
hvort nokkur vilji taka áö sér
aö reyna aö mynda stjórn i
landinu. Óánægja fólksins,
öngþveitiö í landsmálunum og
úlfúðin milli flokkanna eykst
með hverjum degi, — í staö
þess, aö heföi strax verið farið
að tillögu Sósíalistaflokksins,
i þá hefðu flokkamir nú veriö
byi-jaöir á aögerðum í dýrtíö-
armálunum og óánægja og
öngþveiti minnsta kosti staö-
ið í staö en ekki vaxiö.
Og verði nú mynduð bráöa-
birgöastjóm, önnur en sú, sem
nú sitpr, þá kæmi hún ekki
eftir sameiginlegri tillögu
flokkanna, heldur vegna þess,
aö þeir heföu enga tiUögu
getað gert, bara þvaðrað og
sumir þótzt ætla að reyna(!i)
og gefizt upp. Og það er vitan
legt, aö slík bráðabh'göastjóm
gæti orðið allt annaö en það,
sem fólst í tillögu Sósíalista-
flokksins. Það er því á ábyrgð
íhaldsins og Alþýðuflokksins,
hvemig nú er komið og kann
aö fara“.
Það er ,nú komiö á daginn,
sem Þjóöviljinn spáöi. Þeim,
sem hneykslunum valda, þýö-
ir ekkert. að reyna að koma
sér undan þeim.
Hitt er svo annað mál, hvað
gert veröur til þess að halda
áfram baráttunni fyrir málum
alþýðúnnar og fyrir- raun
hæfri, sterkri stjóm hennar
í þessu landi. í því mun Sósi-
alistaflokkurinn gera sínar
róðstafanir.
Ölafur Þorvarðarson
minníngarorð
„Er þegar öflgir
ungir falla
sem sigi í ægi
sól á dagmálum.“
í dag verður til grafar borinn
einn af ötulustu og duglegustu
íþróttamönnum vorum. Dánar-
fregn hans kom fyrir eyru mér
Sem kaldur gustur, er minnti
mig enn einu sinni á að þetta
augnablik, sem kallað er dauði,
er í raun og veru alltaf nálægt,
hversu ótrúlegt sem það virðist
stundum vera, og erfitt að sætta
sig við það.
Þetta er því erfiðara, sem
manni finnst meira misst, og í
þessu tilfelli höfum við íþrótta-
menn misst góðan samherja og
ötulan forvígismann. Það má
segja, að Ólafur hafi í meir en
tug ára staðið í fylkingarbrjósti
íþróttahreyfingarinnar. Fyrst
sem ágætur íþróttamaður, stoð
og stytta síns félags og svo þeg-
ar heilsan leyfði ekki raun
keppninnar þá sem virkur og
tillögugóður maður um þau mál
er til framfara voru íþróttalíf-
inu almennt.
Ólafur var einlægur í hverju
sem hann starfaði, velviljaður
og hreinskilinn. Fylgdi máli
sínu fast eftir, en var ætíð dreng
lundaður í öllum málflutningi.
Þannig var mín kynning af Ól-
afi. Það eru menn með þessum
eiginleikum sem okkar ungu og
fámennu íþróttahreyfingu vant-
ar til forustu. Það er því stórt
skarð höggvið í röð íþróttaleið-
toga vorra með fráfalli Ólafs
Þorvarðarsonar.
Ólafur var forstjóri Sundhall-
ar Reykjavíkur síðan hún var
byggð.
Þeim þætti i störfum hans er
ég ekki eins kunnugur, en þeir
sem þar koma hljóta að hafa
veitt því athygli hve öll um-
gengni er þar snyrtileg og með
myndarbrag, enda mun hafa
komið fram í því starfi hans þar
einlægni og samvizkusemi, sem
einkenndi Ólaf í hverju því máli
sem hann tók sér fyrir hendur,
og mun staða hans vandfyllt þar
Allir íþróttamenn kveðja
hann hryggir. Sérstaklega félag-
ar hans í Fram, þar sem hann
hefur um fjölda ára verið lífið
og sálin sem forustumaður, leið-
beinandi og félagi.
' Þó er þyngstur harmur kveð-
inn að móður hans og konu, en
minningin um góðan dreng og
vin léttir harm og trega.
F. H.
Munið
Kaffisoluna
Hafnarstræti 16.
Útbreiðið
Þjóðviljann