Þjóðviljinn - 12.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.01.1943, Blaðsíða 1
8. árgangnr. Þriðjudagur 12. janúar 1943. 8. tðlublað. I Stórf landsvœdí i Mtð~Kákasus með borgunum Georgíevsk, Pjafígorsk og mðrgum ödrum, á valdi Rássa* — Pýekaf herstjórnín vídurkennír opínberfega að fasisfaherírnír á suðurvígsfððvunum séu ílla sfaddír Þessi vika hefst með nýjum stórsigrum rauða hersins. í aukatilkynningu, sem birt var í Moskva í gærkvöld, segir, að sovéther sæki hratt fram á 85 km. breiðri víglínu í Mið-Kákasus, og hafi tekið borgimar Georgievsk, Mineralni Vodi, Pjatigorsk, Elesnavodsk, Kislavodsk og Búdjonnovsk. Borgir þessar og landið umhverfis þær tók fas- istaherinn í ágúst s.l. sumar í hraðri sókn, og era þær mjög þýðingarmiklar frá hernaðarsjónarmiði. Rauði herinn tók mikið herfang á þessu svæði, en ekki hefur unnizt tími til að telja það. Sóknin eftir járabrautinni frá Stalíngrad til Svartahafs heldur áfram. Rauði herinn nálgast Donets og er aðeins um 75 km. frá Rostoff. Þessi rússneski flugmaður heitir Nikolaj Markin. Hann var verkamaður fyrir styrjöldina, en hefur flogið lOOnæturflugferðir Fáheyrt ráðabrugg um glæpí Dddiiif 1 ÍMf, HFDf, IjáF' ifinir og Fáða Miðvikudaginn 16. des. s.l. var í aukarétti Reykjavíkur kveð- inn upp dómur í málinu réttvísin og valdstjórnin gegn Hauki Hlöðve Hjálmarssyni til heimilis að Hofi á Kjalamesi og rétt- vísin gegn Ara Guðmundi Guðmundssyni til heimilis á Blöndu- ósi og Svavari Pálssyni til heimllis að Smyrlabergi í Húna- vatnssýslu. I forsendum dómsíns, sem eru allmikið mál í 25 liðum er sagt frá afbrotum hinna dómfelldu, sem eru margvísleg og sum nokkuð óvenjuleg, en aðallega falw í þjófnuðum, innbrotum,, ólöglegri vínsölu, fölsunum, hót- unum, svikum og ráðagerðum um manndráp. Haukur hefur að undanförnu dvalið að staðaldri hér í Rvík, en Ari og Svavar dvaltö hér nokkra mánuði í senn. Afbrot þeirra eru í stuttu máli þessi: í nóv. 1941 stelur Ari arm bandsúri í húsi einu. Svavar stal 90 kr. úr ólæstri skrifborðs- skúffu hjá manni nokkrum. í febr. 1942 stálu þeir tveim reið- hjólum við Nýbýlaveginn, skildu þau eftir í Öskjuhlíð. í marz s.l. fremja þeir tvö inn- brot á verkfærageymslu í Höfðahverfi. I sama mánuði inn brot hjá Silla og Valda og ann- að í veitingastofu Alþýðubrauð- gerðarinnar, Laugaveg 69, þar stálu þeir á annað hundrað krón um. Ennfremur hafa þeir játað á sig fataþjófnað og tilraunir til fleiri innbrota og að hafa farið um bæinn í því skyni að athuga hvar heppilegast væri að brjót- ast inn. Sumarið 1941 fær Hauk- ur lánaðar 300 kr. hjá manni nokkrum, er hann kvaðst ætla að nota til stofnunar hóruhúss, bauð hann lánardrottni sínum stöðu við fyrirtækið. Haukur greiðir 100 kr. af þessari skuld. Þessum sama manni, sem hafði týnt skömmtunarseðli sínum, selur Haukur skömmtunarseðil á 100 kr., en seðil þennan fékk hann lánaðan hjá kunningja sín um með loforði um að skila hoií- um aftur. f nóv. lét Haukur föður sinn í fregn frá Moskva síðar í gær kvöld er sagt frá fleiri bæjum í Kákasus, sem rauði herinn hafi tekið undanfarna sólarhringa. Fasistaherirnir í Kákasus eru á undanhaldi á stóru svæði, en þeir verja hverja borg og sleppa engu virki nema þeir megi til. Þunginn í sókn rauða hersins virðist fara vaxandi, gefa út víxil að upphæð 4500 kr. og kvaðst ætla að kaupa bifreið, en keypti hvorki bifreiðina né greiddi víxilinn. Þá er alllangt mál um við- skipti Hauks við einn kunningja sinn, er hann hvað eftir annað fékk lánað fé hjá, án þess að greiða skuldina að fullu. 1. cíkt. s.l. afhenti Haukur þessum kunn ingja sínum víxil að upphæð 20 000 kr. og átti hann að koma til greiðslu skuldarinnar. Hafði Haukur falsað nafn föður síns sem útgefanda víxilsins, en Ól- afs Thors sem ábeking. — Þessi fyrrnefndi kunningi Hauks tel- ur sig hafa afhent honum 13000 kr. samtals. Auk þessa gerðu þeir ýmsar fleiri tilraunir til fjársvika og falsana. Einnig fékkst Haukur við óleyfilega vínsölu. Við rannsókn á heimili Ara Guðmundssonar fannst m. a. lítil skrifkompa. A fyrstu síðu er skrifað þetta: „Hinn míkli svarti listi yfir menn þá, 'er einhverntíma hafa verið Þrándur í Götu þeirra sjeff- anna Svavars Pálssonar og Ara Guðmundssonar". Á næstu síðu eru svo nöfn og heimilisföng 5 manna norö- anlands og skýrt frá því, að þeir skuli hver um sig verða líflátnir og á hvern hátt það skuli gert. Framh. á 4. síðu. enda er nú svo komið, að Þjóð- verjar treysta sér ekki til að leyna þýzku þjóðina lengur að báglega horfi á austurvígstöðv- unum. Talsmaður þýzku herstjórnar- innar skýrði frá sókn sovétherj- anna í útvarpi frá Berlín í gær; sagði að vísu ekki nema undan og ofan af, en dró enga dul á að ástandið í Kákasus og á Neðri- Donvígstöðvunum sé ískyggi- legt fyrir fasistaherina. Þýzku herirnir eiga nú örð- ugra um vörn en nokkru sinni fyrr. Útvarpsráð stofnar til verðlaunasamkeppni ’ Útvarpsráð hefur heitið tvenn um verðlaunum fyrir bezta frum samið íslenzkt útvarpsleikrit, 1000 kr. og 500 kr. Skal leikritið vera- frumsam- ið til flutnings í útvarp. Aðalper sónur eiga helzt ekki að vera fleiri en 3 og aukapersónur ekki fleiri en 2. Flutningur leikritsins má helzt ekki taka skemmri tíma en 30 mín. og ekki lengri en 60 mín. Bezt að flutningur þess taki 40—50 mín. Útvarpsráð áskilur sér rétt að veita engum verðlaunin, ef ekk ert leikrit berst, sem talið er hæft slíkra verðlauna, og vænt- ir þess jafnframt að ná samning um við þá höfunda, sem ekki hljóta verðlaun, um flutning leikrita þeirra samkvæmt gjald- skrá útvarþsins. Höfundar skulu senda útvarps ráði nöfn sín í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni og hand- rit þeirra. Handrit verða að sendast útvarpsráði fyrir 31. marz n.k Líklegt er að hinir mörgu ungu höfundar okkar og höfund arefni láti ekki ónotað þetta tækifæri til þess að vinna sér til fjár og frægðar. — En von- andi láta þeir sig ekki henda þá skyssu að „þynna í þynnra þynnkuna" sem hann Loftur Guðmundsson bauð hlustendum sællar minningar hér um árið. Þíngfréttír Ríkíssijórnín fer fram á 10 míllj, króna fíárveítíngu tíl dýrfíðarrádsfafana Ríkisstjórnin fer fram á heim ild til þess að verja allt að 10 milljónum króna af tekjum ár- anna 1942—1943 í því skyni að koma í veg fyrir að verðlag á innlendum og erlendum nauð- synjavörum hækki og til að styðja þá framleiðendur, sem af styrjaldarástæðum eru neyddir til að selja vöru sina óeðlilega lágu verði. Flytur fjárhagsnefnd þetta frumvarp fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar. Með lögum frá 1941 var ríkisstjórninni heimilað að verja 5 milljónum króna af tekjum ársins 1941 og hefur þessi heim- ild að nokkru leyti verið notuð. Er hér favið fram á framleng- ingu þessarar heimildar fyrir árin 1942 og 43. Jafnframt er í frumvarpinu farið fram á framlengingu heim ildar fyrir stjórnina til að fella niður tolla af ýmsum matvör- um, lækka á' öðrum um helming og hækka þá um helming af á- fengi og tóbaki. En heimildir til þessa falla úr gildi í árslok 1942 samkvæmt gildandi lögum. Hef- ur þessi heimild verið notuð að allverulegu leyti. Með sömu lögum er stjórninni heimilað að innheimta tekju- skatt, með 10% viðauka og leggja sérstakt útflutningsgjald á íslenzkar afurðir sem fluttar eru úr landi. Hefur þessi heim- ild verið notuð að nokkru leyti. Neðri deild. Þar voru 10 mál á dagskrá. Samþykkt var frumvarp til Framh. á 4. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.