Þjóðviljinn - 12.01.1943, Síða 4
V
þJÓÐVILJINN
TJARNARBÍO
NÝJA BÍÓ
Op bopgtnnt,
Næturlæknir: Björgvin Finnsson,
Laufásveg 11, sími 2415*
Næturvörður er í Reykjavikurapó-
teki.
Trúlofun. Ungfrú Soffia Þórðar-
dóttir frá Bjamastöðum í Ölvusi og
Guðjón Björnsson, garðyrkjuskólan-
um í Hveragerði hafa nýlega opin-
berað trúlofun sína.
Vitar og sjómerki.
1. Nýri viti. Á Selnesi við Breið-
dalsvík hefur í sumar verið reistur
innsiglingarviti á 64° 47' n.br. og 14°
01' v.l. Vitinn sýnir hvítan, rauðan
og grænan blossa á 8 sek. bili, ljós
1 sek., myrkur 7 sek. þannig:
grænt 282°—304° yfir Bótólfsboða
og Lárunga, — hvítt 304°—309°
milli Lárunga og Fjarðboða — rautt
309°—345° yfir Fjarðboða, Hlöðu á
leguna undir Hafnarey — grænt
345°—16° frá legunni undir Hafnar-
ey yfir Streiti — hvítt 16°—30° yfir
leguna á Breiðdalsvík.
Lýsir ekki fyrir vestan 30°. Hæð
logans yfir sjó er ca. 12,5 m. Ljós-
magn 400 HK. Ljósmál 11 sm. fyrir
hvíta ljósið, 9 sm. fyrir rauða ljósið
og 7 sm. fyrir það græna. Vitinn
stendur á nesinu framan við þorpið.
Vitahúsið er 8,5 m. hár hvítur turn.
Logtími 15. júlí til 1. júní. Kveikt
hefur verið á vitanum nýlega.
2. Kveikt verður aftur á Óshóls-
vita við Bolungavík 6. jan. n.k. Ljós-
einkenni og ljósmagn vei’ður eins og
áður.
Útvarpið í dag:
20.30 Tónleikar Tónlislarskólans.
Strengjahljómsveit leikur und-
ir stjórn dr. Urbantschitsch:
a) Canzonetta, Op. 61 eftir
Sibelius.
b) Fjögur lög fyrir strokhijóm
sveit eftir Helga Pálsson.
c) Hátíðarljóð eftir Henry
Bedford.
20.55 Erindi: Um gróðurfar (Ingólf-
ur Davíðsson náttúrufr.).
21.20 Hljómplötur: Kirkjutónlist.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Dans
inn í Hruna annað kvöld og hefst
sala aðgöngumiða kl. 4 í dag.
Það verðir að mola
nazistaherinn
Framh. af 3. síðu.
mun skilja það, að þaS veröur
ekki gert aö því er Þýzkaland
snertir, ekki frekar en það
veröur gert aö því er Rúss-
land snertir, heldur er það
ekki heppilegt frá sjónarmiöi
framtiöarinnar. En þáð er
hœgt aö eyöileggja her Hitl-
ers og það ætti aö gera‘“.
Sjúkrasamlagsiðgjöldín
Framhald af 2. síðu.
mundi alls nema nokkuð yfir
250 þúsund kr.
Hækkunin úr 25% greiddra
iðgjalda upp í % mundi ekki
koma til greina að því er snert-
ir S. R., þcv sem framlög til þess
mundu ná hámarki, 12 kr.. fyrir
hvern tryggðan manr. Hinsveg-
ar er nauðsynlegt að hækká
hundraðshlutann, til þess að
samlagið þurfi ekki að hafa ið-
gjöldin óeðlilega hé til þess að
ná Hámsfrkíriu
Þeir hnigu til foldar Drúfur reiðinnar
(They Died With Their (The Grapes oí' Wrath)
Boots On). Amerísk stórmynd úr ævi Custers hershöfðingja. Errol Flynn Stórmynd gerð samkvæmt hinni frægu skáldsögu eftir JOHN STEINBECK.
Olivia de Havilland Aðalhlutverkin leika:
Sýnd kl. 4 — 6.30 — 9. HENRY FONDA,
Bömiuð fyrir böm innan JANE DARWELL,
12 ára. JOHN CARRADINE.
SMÁMYNDASÝNING kl. 2,30—3,30 Sýnd kl. 4, 6,30 og 9.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR.
„Dansion í Hrnna“
eftir Indriða Einarsson.
Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag.
Fáheyrf ráðabrugg um glæpí
Framhald af 1. síðu.
Þar segir t. d. um einn:
„Verður myrtur fyrir kl. 2 e.
m. þann 1. des. 1942. Sakir:
Hroki við sjeffana þá sjaldan
þeir fara á fyllirí. Ennfremur
er allt of mikill derringur í
j honum til þess aö hann fái aö
| lifa á þessari jöröu. Hann er
I tvöfaldur lúsablesi og erkisvín
j og væri líklega bezt aö skera
í hann meö kjötsaxi“.
! Ari kvaöst ekkert hafa átt
I sökótt við þessa menn og ekki
j hafa meint neitt meö þessum
j oröumannað en að gangafram
af félögum sínum. Þá haföi Ai*i
einnig skrifaö hótanabréf til
manns eins, þar sem hótaö
var aö myrða hann á eitri.
Undir hótunarbréfin skiifaöi
hann: „Leynifélagiö „Phön-
ix“.
Þá er frásögn um ráöagerö
uin aö drepá bílstjóra nokk-
urn, en flugufregn um hana
gekk um bæinn á sínum tíma
í allskonar útgáfum. En hér
er frásögnin af því sem raun-
verulega gerðist:
22. marz s. 1. urðu þeir Ari
og Haukur ásáttir um aö
fara tii Keflavíkur í fjáröfluri- 1
artilgangi. Pöntuöu þeir bif-
reið að Selbúðinni kl- 1 þá :
um nóttina. Ari ræddi baö viö '
‘ Hauk aö hann skyldi drepa 1
bifreiöarstjórann meö öxi og
skyldu þeir ræna hann, en
Haukur tók því fjarri. Þegar
bifreiöarstjórinn vissi hvert
förmni var heitiö, baö hann
Um að koma viö í miðbænum
og fá sér nesti. Staðnæmdist
hann hjá pylsuvögnunum. A
t meöan ámálgaði Ari að þeir
' skyldi drepa bílstjórann, en
i Haukur taldi þaö úr. Var ferö-
j inni síðan haldið áfram og
báðu þeir bílstjórann aö
koma við á Kárastíg 9. Þar
| fóru þeir út úr bílnum og inn
Á hússundi. Reyndi Haukur
þá aö fá Ara ofan af þessari
fyrirætlun og taldi sér hafa
tekizt þaö- Samt varpaði Ari
hlutkesti um þaö hvor þeirra
skyldi framkvæma verkiö og
kom upp hlutur Hauks.
Síðan hurfu þeir á brott —
bílstjórinn beið þeirra til kl.
3,30 en fór þá heim.
Tæpast verður séö hve mikil
alvara Ara hefur veriö með
verknaö þenna.
Hann hefur eitt sinn áður
verið dæmdui', en hvorugur
hinna.
Dómurinn er á þessa leiö:
„Því dæmist rétt vera: Á-
kæröi, Ilaukur Hlööver Hjálm
arsson, sæti fangelsi i 2 ár.
Ákærði, Ari GuÖmundur Guö-
mundsson, sæti fangelsi í 18
mánuöi. Ákæröi, Svavar Páls-
son, sæti fangelsi í 6 mánuöi.
Fullnustu refsingar hans skal
fresta, og niöur skal hún falla
eftir 2 ár frá uppsögn dóms
þessa verði skilorö VI. kafla
hfigningai’laganna haldin-
GæsluvarÖhald ákærðu komi
til frádráttar hinum ídæmdu
fangelsishegningum“.
Ákærðu voru ennfremur
sviptir kosningai’étti og kjör-
gengi.
Þá var Haukur dæmdur til
þess aö greiöa tveim mönnum
nokkrar skaðabætur og skip-
uöum verjanda sínum, hr.l.
Sigurði Ólafssyni, kr. 300 í
málskostnaö.. Annan kostnaö
sakarinnar greiöi allir hinir
ákærðu in solidum.
aanaaanantaan
Gullmunir
handunnir — vandaðir
Steinhringar, plötuhringar
o. m. fl.
Trúlofunarhringar
alltaf fyrirliggjandi.
Aðalbjörn Pétursson,
gullsm., Hverfisgötu 90.
Sími (fyrst um sinn) 4503
aaaaaaaaaaan
Útbreiðið
Þjóðviljaito
Þíngfréttír
Framhald af 1. síðu.
laga um breyting á lögum um
dýralækna við 3. umræðu og það
sent til efri deildar. Sömuleiðis
frumvarp til laga um breyting
á lögum um skógrækt. Þá fór
fram framhald 2. umr. um út-
svör, sem Áki Jakobsson flutti.
Var frumvarpið fellt eftir tals-
verðar umræður.
f fjóða lagi var tekið fyrir
frumvarp til laga um breytingu
á lögum um samgöngubætur og
fyrirhleðslur á vatnasvæðum
Þverár og Markarfljóts. 2. um-
ræða. Var því vísað til 3. um-
ræðu með breytingum, sém gerð
ar voru á því að tillögum vega-
málastjóra.
í fimmta lagi var tekið fyrir
frumvarp til laga um að
kennslumálaráðuneytinu væri
gefinn einkaréttur til að gefa út
uppdrætti, sem sétlaðir eru til
sölu, af landinu öllu eða einstök
um hlutum þess. Frumvarpinu
var vísað til nefndar og 2. um-
ræðu.
Þá var tekið fyrir frumvarp til
laga um stofnun embættis há-
skólabókavarðar við Háskóla ís-
lands. Var það samþykkt og vís-
að til menntamálanefndar og 2.
umræðu.
Þá var til umræðu frumvarp
til laga um breytingu á alþýðu-
tryggingarlögunum. Samkvæmt
tilmælum tryggingarráðs var
málið afgreitt með rökstuddri
dagská þar sem ríkisstjórninni
var falið að endurskoða lögin
um alþýðutryggingar.
Þrjú mál voru ekki afgreidd
og tekin út af dagskrá.
Efri deild:
Á fundi efri deildar í gær var
til fyrstu umr. frumvarp Krist-
ins E. Andréssonar, um afnám
laga þeirra, sem Jónas fráHriflu
fékk þingið í fyrra til að sam-
þykkja, sem viðauka við lög um
rithöfundarétt og prentrétt, en
þessi viðauki var, svo sem kunn-
ugt er, settur til að hindra það,
að íslendingasögurnar yrðu gefn
ar út með nútímastafsetningu,
svo þær yrðu meira lesnar af
; alþýðu manna.
j Nokkur orðaskipti urðu milli
1 flutningsmanns frumvarpsins og
Jónasar — og lét Jónas uppi
þann vilja sinn, að viðaukinn
yrði ekki afnuminn, heldur hert
mjög á lögunum, og ætlast hann
sennilega til, að þeim rithöfund-
um, sem ekki kunna islenzkt
mál betur en t. d. Halldór Kilj-
an Laxness, verði alveg bannað
að láta prenta verk sin.
Málinu var vísað til 2. um-
ræðu og menntamálanefndar.
Frumvarp um heimild til þess
að selja hluta úr landi jarðar-
t innar Viðvíkur i Skagafirði, var
til 1. umræðu, kömið frá neðri .
deild. Var því vísað til 2. um-
ræðu og Iandbúnaðamefndar.
Frumvarp Alþýðuflokksins,
um orlof, var til 2. umræðu kom
ið frá allsherjarnefnd. Lagði
nefndin samhljóða til, að frum- j
varpið yrði samþykkt, með litl-
um breytingum, sem aðallega
eru „til tryggingar því, að ekki
verði hægt að krefjast orlofs
þeirra, sem við sveitavinnu eða
síldveiði eru, á þeim tíma ára,
sem þessum atvinnugreinum er
óhentugast að missa fólkið frá
störfum11 eins og segir í nefndar
álitinu. ,
Frumvarpið var samþykkt til
3. umræðu, en breytingatillagna
mun enn von, við þá umræðu.
Frumvarp um framlenglng á
gildi laga um skattgreiðslu h.f.
Eimskipafélags íslands, var til
1. umræðu, komið frá neðri
deild. Er frumvarpið flutt af
fjárhagsnefnd neðri deildar,
samkvæmt tilmælum Eimskipa
félagsins, og felur í sér, að nú-
gildandi lög um skattgreiðslu
félagsins skuli gilda árin 1943 og
1944.
Frumvarpinu var vísað til 2.
umræðu og fjárhagsnefndar.
Frumvarp um heimild til að
sélja Stagley á Breiðafirði var
til 3. umræðu og var afgreitt til
heðri deildar. Sömuleiðis frum-
varp um breytingu á lögum um
að reisa nýjar síldarverksmiðj-
ur, en það er um, að ekki megi
reisa verksmiðjur til herzlu síld-
arlýsis, nema leyfi atvinnumála-
ráðherra komi til.
Fnunvarp um breytingu á
hafnarlögum fyrir Húsavík,
flutt af Jónasi Jónssyni, var til
1. umræðu. Frumvarpið felur í
sér, að veita skuli allt að einni
milljón króna, úr ríkissjóði, til
hafnargerðar á Húsavík, og enn-
fremur að ríkisstjórninni veitist
fyrir hönd rífeissjóðs allt að
tveggja milljóna og eitt hundrað
þúsund króna lán, sem hafnar-.
sjóður Húsavíkur tæki til hafn-
argerðarinnar.
Frumvarpinu var visað til 2.
umræðu og sjávarútvegnefndar.
Frumvarp um breytingar á al-
þýðutryggingarlögunum, sem
Haraldur Guðmundsson og
Guðm. I. Guðmundsson flytja,
var til 1. umræðu. Fjallar það
um slysatryggingarkaflann, og
er aðalatriði þess, að dánar- og
öroi'kubætur samkvæmt alþýðu-
tryggingalögunum eru hækkað-
ar til samræmis við þær bætur,
sem greiða ber samkvæmt lög-
um um stríðsslysatryggingar sjó
manna.
Frumvarpinu var vísað til 2.
umræðu og allsherjarnefndar.
Fjárhagsnefnd neðri deildar
hefur skilað áliti um frumvarp
rikisstjórnarinnar um innflutn-
ing og gjaldeyrismeðferð. Legg-
ur nefndin til nokkrar breyting-
ar við frumvarpið og hefur ó-
bundnar fiendur viðvíkjandi
fyrstu grein þess, en hún er um
skipun viðskiptaráðsins. Frum-
varpið er til umræðu í dag.
Munið
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16.
OOOO ooooooooooooo
aaanaaaanaaa
fást enn.
Aðeins iitlar birgðir.
Gúmmifatagerðin VOPNI.