Þjóðviljinn - 14.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1943, Blaðsíða 1
þJ ÓÐVI Ll IN N 8. árgangux. Flmmtudagur 14. ,lanúar 1943. 10. tölublað. SouéMnir fpá liolga 09 Kðhasus ná saman 09 sashla íni á iso Hhi. unlmu Þjódverjar segja að rauðí herítin á Leníníngradsvædínu hafí hafíd sófen Rússnesku herirnir sem sóttu fram suður Kalm- úkaslétturnar og að sunnan úr Kákasus, hafa nú náð saman, og undanhald fasistaherjanna í Kákasus hef- ur sumstaðar orðið að skipulagslausum flótta. Rauði herinn sækir fram á 160 km. breiðri víg- línu, og hefur tekið mörg þorp í sókninni fram til Armavír. Á vígstöðvunum við Neðri-Don sækir rauði her- inn fram, en mótspyrna fasistaherjanna eykst með hverjum degi eftir því sem sóknarherinn nálgast Rostoff. Víðasthvar halda Þjóðverjar enn varnarlínu sem er um 100 km. austur af Rostoff. Þjóðverjar tilkynntu í gær, að rauði herinn hafi byrjað sóknar aðgerðir við Leningrad. Setu- liðið í borginni sé að gera harð- vítugar tilraunir til að rjúfa um sáturshringinn með því að brjót- ast austur yfir Nevafljótið, sem er ísi lagt. Hafi rússneskur her náð fótfestu á eystri bakkanum á einum stað, en hann liggi und- ir stórskotahrið Þjóðverja. í sovétfregnum hefur ekki ver ið minnzt á hernaðaraðgerðir á þessum slóðum. Þjóðverjar hafa einnig skýrt frá sóknaraðgerðum rauða hers- ins á Voronessvæðinu við Efri- Don. „Rússi einn, sem nýkominn er frá vígstöðvunum norðvestur af Stalíngrad, hefur sagt mér að þegar fárviðrin þeyta snjónum eftir gresjunum, komi oft í ljós hundruð hermannalíka, mest Þjóðverjar", segir hinn kunni enski fréttaritari Alexander Werth í skeyti frá Moskva til Sunday Times. „Um allt svæðið sem Rússar hafa náð á vald sitt af Þjóðverj- um, eru sérstakar sveitir að safna saman fallbyssum, skrið- drekum og skotfærum, sem Þjóð verjar og Rúmenar hafa neyðzt til að skilja eftir. Herfangið er' margfalt meira en í sókn rauða hersins vestur af Moskva í fyrra vetur. „Baráttukjarkur rauðu her- mannanna er frábær", segir sögumaður minn. „Undanfarnir mánuðir hafa verið mjög erfiðir, en eftir sigrana við Stalíngrad finnst þeim sem þeim séu allir vegir færir. En sú hugsun, að láta Þjóðverjana, sem innikró- aðir eru vestur af Stalíngrad, ekki sleppa, yfirgnæfir allt hjá þeim. , Eg fór með rússneskri herein- ingu til þorps sem Þjóðverjar voru nýbúnir að yfirgefa. Þar var gaddavírsgirðing og við inn- gang hennar stóð: Aðgangur bannaður! Þar inni voru, hulin snjó, tugir af líkum rússneskra herfanga er látizt höfðu af kulda og hungri. Þeir voru nærri klæðlausir, og höfðu verið látnir deyja hægum og kvalafull um dauða. Aðeins tveir af föngunum voru á lífi, en mikið kalnir á höndum og fótum. Fullkomnir hernaðar- flugvellir byggðir á mánuði Flugvallagerð 1 Bretlandi hefur tekið miklum framför- um vegna uppgötvunar á nýrri tegund sements, en þungar sprengjuflugvélar geta lent á völlum sem úr þvi eru steyptir sólarhring eftir að steypan hef ur verið lögð. Fregn þessi, sem enska blað ið Sunday Chronicle birtir, hefur vakið mikla athygli. Þetta nýja sement gengur undir merkinu „417". Renni- brautir '. og flugvellir, sem venjulega er ekki hægt áð nota fyrr en alllangur tími hefur liðið frá því að steypt var, er nú lokið á mettíma. Tilraunir sem geröar hafa veriö með' , „417" sýna, aö þriggja þumlunga sements- lag, sem lagt er yfir rennandi forarsvæði, heldur auðveld- Grískur her berst með Bandamönnum i Afriku. Her þessi, sem myndaður er af grískum hermönnum, er undan komust, þegar Þjóðverjar hertóku Grikkland og Grikkjum búsettum við austanvert Miðjarðarhaf, hefur verið æfður í Palestínu und- anf arna mánuði, en tekur nú virkan þátt í hernaði Bandamanna í Norður-Afríku. Myndin sýnir sundurskotinn grískan fána sem hermenn- irnir hafa flutt með sér, er þeir urðu að yfirgefa ættjörð sína og láta hann nú fylgja sér sem verndargrip í stríðinu gegn óvinunum. a iega þyngstu sprengjuflugvél- um. Verkalýðsfélögin á Austf jörð- um hafa nú nýlega stofnað með sér f jórðungssamband innan allsherjarsamtaka Alþýðusam- bandsins. Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljanum bárust frá Norð- Fullkomnir hernaðarflug- vellir voru ekki byggðir á skemmri tíma en ári í byrjun stríðsins. Með því að nota þetta nýja sement, er hægt aö fullgera siíka velli á manuði. firði í gærkvöld er stjórn hins nýja f jórðungssambands þannig skipuð: Forseti sambandsins er Bjarni Þórðarson, Norðfirði. Ritari er Oddur Sigurjónsson og gjald- keri Svanbjörn Jónsson, báðir á Norðfirði. Varaforseti er Jóhannes Stef- ánsson, vararitari Svanbjörn Jónsson og varagjaldkeri Ár- mann Sigurðsson, allir á Norð- firði. En að aijk skipa stjórn f jórð- ungssambandsins 1 fulltrúi frá I hverju verklýðsfélagi innan J fjórðungsins. Allsherjaratkvæða- greiðsla í Dagsbrún Á laugardag og sunnudag n.k. mun fara fram allsherjarat- kvæðagreiðsla um tillögur stjórnar og trúnaðarráðs Dags- brúnar um breytingar á lögum f élagsins, eins og þær haf a verið samþykktar á félagsfundi í des- embermánuði s.l. og á fundi trúnáðarráðs í byrjun þessa árs. Ennfremur munu félagsmenn fá tækifæri til að greiða atkvæði um það, hvort fela eigi stjórn og trúnaðarráði að halda f ast við þær kaupbætur og kjarabætur, sem félagið hefur náð með nú- gildandi samnmgum. Valdimar ióhannsso M- ^ur af'rl >-.jí-n Þju3 II. I fyrsta tölublaði Þjóðólfs, sem útkom eftir áramótin er skýrt frá því að Valdimar Jó- hannsson láti af stjórn blaðs- ins, en Arni Jónsson frá Múla verði einn ritstjóri þess. Valdimar hefur verið rit- stjóri blaðsins frá stofnun þess, en síðan „Múlakvíslin" féll í farveg þeirra Þjóðveldis- ,manna hefur hann verið rit- stjóri blaðsins ásamt Arna frá Múla. Eftirleiðis á hann að vera ristjóri mánaöarrits, sem gefa á út í sambandi við Þjóðólf. Mun margur hafa vænst þess að meira myndi fyrir hann leggjast en gerast eins- konarfylgihnöttur þess blaðs, sem hann var stofnandi að og stjórnaði fyrstu árin. Hrakfarir fasistaherjanna ð austurvígstððvunum vekja ólgu á Balkan Mikil ólga er í Ungverjalandi, Búmeníu og Búlgariu, og er tal- ið að fregnirnar um ósigra fas- ; istaherjanna í Sovétrikjunum hafi haft mikil áhrif á almenn- ingsálitið í þessum löndum. Tilkynnt hef ur verið að Anton escu, rúmenski eimæðisherrann hafi s.l. sunnudag farið á fund Hitlers í Berlín, og hafi náðst „fullt samkomulag" á fundi þeirra. Hitler hefur nýlega hvatt á fund sinn hermálaráð- herra Búlgaríu og Ungverja- lánds, og er talið að hann hafi krafizt þess, að Ungverjar leggi fram meiri her og Búlgarar sendi einnig herlið til austurvig stöðvanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.