Þjóðviljinn - 19.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. jaaúar 1943. ÞJÓÖV1L3ÍHN luðoymiNii Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (6b.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjóm: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent) Sími 2270. ftigreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstrœti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. Eiiða srunn- Verkamenn í Dagsbrún hafa svarað spurningu stjórnarinnar um hvort halda skuli fast við ávöxtinn af sigrum síðasta árs. Svarið er: Við viljum enga grunnkaupslækkun. 98% allra þeirra, er þátt taka í atkvæða- greiðslunni og gildum atkvæð- um skila, fylkja sér einhuga rnn það grunnkaup, sem nú hefur náðst og aðrar endurbætur, sem unnust á síðasta ári. Það er gott og einart svar, sem Dagsbrúnarmenn hafa gefið. j Atkvæðagreiðslan hefur leitt það í ljós, að grunnkaupslækk- un á sér í Dagsbrún fylgjendur fáa. Þó blöð afturhaldsins hamri á nauðsyn grunnkaupslækkunar dag eftir dag, þá finnast aðeins 23 fylgjendur þeirra í Dags- bnin, sem komu til þess að láta í ljós þjónkunarvilja sinn við afturhaldið. Hinsvegar hefði vafalaust ver ið hægt að fá fleiri Dagsbrún- armenn, sem eru ákveðnir með því að halda núverandi grunn- kaupi og öðrum hlunnindum, ef meir hefði verið að því unrdð af hálfu þeirra, er telja sig móti grunnkaupslækkun, að brýna fyrir verkamönnum að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Þjóð- viljinn var eina blaðið, sem hvatti verkamenn til að saékja þessa atkvæðagreiðslu. Alþýðu- blaðið minntist ekki á hana fyrri daginn og lítillega síðari daginn, — er slíkt „framlag“ til baráttu fyrir að halda því sem unnizt hefur, vafalaust í fullu samræmi við áhuga þeirra Al- þýðublaðsskriffinnanna á þeim málum, — og í öfugu hlutfalli við áhuga Alþýðuflokksverka- manna á málum sínum. * Dagsbrún hefur svarað og svarað skýrt og ótvírætt. Þann- ig hafa verkamenn svarað kröf um atvinnurekendanna um grunnkaupslækkun yfirleitt. En sumir atvinnurekendur láta þetta svar sem vind um eyru þjóta. Þeir stöðva rekst- urinn og ætla svo að svelta verkalýðinn til undanláts. Og við slíku framferði nægir það ekki fyrir verkalýðinn að segja bara nei. Það þarf meira. Það þarf að taka þau atvinnu- tæki af atvinnurekendum, sem þeir stöðva, og setja þau í gang. 3 Við störlum aðeins, ef við stórgraðum Slríðsgróðastórlaxaraír hcta þjódinní Hin nýríka stríðsgróðastétt bíður ekki boðanna. Hún telur þjóðina vita hvað hún vill og hvað við liggi, af þjóðin hlýðir henni ekki. Og boðoröiö sem hún hehntar aö þjóöin leggi sig undir er þetta: Stórlax- arnir verða að græða annars verður ekkert gert. Einræðisherrar togaranna stöðva þá. TJtflutningur Islands í des- ember er aðeins 6 miljónh’ króna. Stöövun togaraeigenda á togurunum og brottfall ís- fisksölunnar veldur þjóðinni tjóni, sem nemúr tugum milj- óna króna. Togarasjómenn ráða ekki stöðvuninni. Þjóðin er ekki spui’ö ráða um stöðvun- ina. Ef til vill hefðu þessir aðiljar ákveðið hana, — og vafalaust hefðu þeir minnsta kosti tekið upp samninga við ensku ríkisstjórnina um hana —, en þeir ei*u ekki spurðir ráða. Það eru sjómennimir, sem leggja lífiö í sölumar, til þess að fiskurinn komist á markað, — en þeir ráða engu um hvort skipin sigla. Það er þjóðin, sem á hagsmvmi sína og álit undh því komið, hvort togaramir sigla — (og vér heymm nú þegar hótanirnar um að stöðvunin skuli koma oss í koll efth strið), — en þáö eru einræöisherrar tog- aranna, sem hafa valdið og ákveða, hvort togararnir sigla eða ekki. Hvað varðar þá um þó þjóðin tapi 10—20 miljón- um króna? Þeir hafa grætt sín hundmð miljóna króna á stríðinu — og gefi þjóðn þeim ekki meiri gróða, þá skal hún fá að kenna á því. Þessir einræöisherrar til- kynntu þjóðinni um nýjár, að ef hún ekki borgaði brúsann, þá myndu togaramir ekki sigla. En þeir herrai* hlusta um leið eftir hverju minnsta orði, sem stéttarbræður þeirra í Englandi hvísla að þeim, — og fara ef til vill meira eftir þeirra oröum en eftir hags- munum íslendinga. Er ekki tími til komiiui að þjóðin láti þessa nýbökuðu miljónamæringa fiskbrasksins, þessa einræðisherra togar- anna, vita að það er þeirra að heyra og hlýða þvi sem þjóðin og hagsmunir hennar útheimta, en ekki að fyrirsk;pa öllum að beygja sig fyrh* gróða þorsta þeh'ra og duttlungum. Nú eru það þjóðimar sjálf- ar, sem vilja ráða, og þola enga eim’æð'isherra lengur, hvorki á sviði stjómmála né atvinnumála. Það em hags- munir heildarinnar, sem verða aö sitja í fyrirrúmi fyrir gróða- þorsta örfárra einstaklinga. Og skilji núverandi einræöisherr- ar atvinnuveganna ekki slíkt og beygi sig fyrir þjóðarhag, þá veröa þeir að víkja og þjóöin sjálf að taka stjórn atvinnutækjanna í sínar hend- ' Ul'. Hvað er með olíuverzltmina? En það er víöar en í togara- útgerðinni, sem stórlaxar stríösgróðans hóta þjóðinni. Gróði heildsalanna hefur á síöasta ári vafalaust verið enn meiri en togaraútgerðarinnar. Undanfama daga hafa gengiö sögur um bælnn um það að olíuhringarnir krefjist stór- felldrar hækkunar á oliunni og hótuðu ella að stöðva olíu- söluna- Ef svo væri, þá væri hér um annað dæmi um yfir- gang stríðsgróöamannanna aö ræða. * Hvað heildarframkomu stríösgróðamannanna snertir þá er nú að verða auöséð hver afstaða þeirra gagnvart þjóðinni verður. Þeir segja við hana í ki'afti einræðis síns yfir atvinnutækjunum: Ef þú ekki lætur mig fá gróða, Þá stööva ég rekstur minn. Þjóðin verður að svara: Stöðvix' þú rekstur þinn, þá tek ég hann til þess að reka hann fyrir þjóðarhag og þú færö hann aldrei aftur. Stríðsgróðamennirnir hafa ; ofmetnast af velgengni und- anfarinna ára. Þjóðin veröur aö láta. þá hafa hitann í hald- inu. Og dugi það ekki þá verður að afnema einræði þeirra auðmanna, sem mis- beita nú valdi sínu; auð þeim, er þjóðin með svo miklum fórnum hefur fengið þeim. Skákþíng Reykjavékur Skákþing Reykjavíku hófst á föstudag í V.R.-húsinu. Teflt er í þremur flokkum. Úrslit í fyrstu umferð. í meistaraflokki: Baldur Möller vann Guðmund S. Guðmundsson, Steingrímur Guðmundsson vann Hafstein Gíslason, Árni Snævarr vann Magnús G. Jónsson. Benedikt Jóhannsson og Óli Valdimars- son, jafntefli. Áki Pétursson og Sigurður Gissurarson jafntefli, Sturla Pétursson og Pétur Guð- mundsson, biðskák. I. flokkur: Marís Guðmundsson vann Lárus Jóhnsen, Benóny Bene- diktsson vann Ragnar Guðjóns- son, Ólafur Einarsson vann Pét- ur Jónsson, Ingimundur Guð- mundsson átti frí. H. flokkur: Sigurður Jóhannsson vann Sigrn'ð Bogason, Sigurbjörn Einarsson og Ólafur Loftsson jafntefli, Ingólfur Jónsson og Guðjón Sigurðsson jafntefli. Önnur umferð var tefld á laugardagskvöld. Meistarafl. Sig. Giss. vann Pétur Guðm. Framh. 4 4. liðu. }amc$1 Aldrídge: í Kákasus í október James Aldridge, höfundur þessarar greinar, er ungur Ástra- liumaður, sem sennilega hefur séð fleira í þessari styrjöld, en nokkur annar stríðsíréttaritari. Hann var í London, áður en styrjöldin hófst. Síðan hefur hann verið stríðsfréttaritari í Finnlandi, Noregi, Albaníu, Grikk landi, Krít, Egiitalandi, Líbíu, Rúmeníu, Tyrklandi og Sovét- ríkjunum. Hann var i Sovétríkjunum í október s.l., þá var vígstaðan ekki glæsileg fyrir rauða herinn, en þá söfnuðu Rússar liði til hinnar lengi undirbúnu sóknar sinnar, sem síðan hefur verið hafin. í þessari grein, sem birtist í ameríska tímaritinu „Time“ segir Aldridge frá liðflutningum — í vesturátt. Eftir erfiðum fjallvegi heldur deild úr rauða hernum áleiðis til einhvers bardagasvæðis, ein- hversstaðar á hinni löngu víg- línu. Þessir menn hafa allir ver- ið 1 orustum áður. Nú eru þeir aftur á leið til vígvallanna eftir hvíld inni í landi. I þessari her- j deild er emmg riddaralið. Það er fyrsta riddaraiiðið, sem ég sé í þessu stríði. Rússar beita riddaraliði sínu mjög í vetrarhernaði. Sumir þessara hermanna börðust með Melnik hershöfðingja 500 míl- ur bak við viglínu Þjóðveria allan síðastliðinn vetur. Einn liðsforinginn sagði mér að þeir hefðu verið fjári þjakaðir, þeg- ar þeir héldu heim, en nú voru þeir hraustlegir á ný, hestarnir óþreyttir, og þessir menn geta sungið. Þeir sungu nafnlaust úkrain- iskt lag, hölluðu sér fram á makká hestanna, er þeir riðu upp brattann, sverðin sveifluð- ust við hlið þeirra, það marraði í leðri. Fjallvegirnir liðast upp og niður hlíðarnar. Hér hafa Rússarnir skipulagt öll farar- tæki til flutninganna. í þessum fjalladölum má líta lestir strí- hærðra úlfalda austan úr Tíbet. Hópar múlasna þvælast fyrir amerískum flutningabifreiðum, sem rússneskir ökumenn stjórna af mikilli leikni. Stybba rússneskrar olíu blandast þef hesta, úlfalda og múldýra og gróðurilmi fjallanna. Allir bíða þess með óþreyju að veturinn gangi í garð. Hér, uppi í fjöllurium er fjári kalt. Kaldir vindar frá Svarta hafinu og Kaspíahafinu. Himininn er hér oft hulinn dökkum skýjum. En síðar, þegar lognið kemur. mun koma þungt regn, síðan snjór. Eftir þeirri stund bíða alhr hér. Sovétþjóðirnar bíða einskis með eins mikilli óþréyju og vetrarins, nema nýrra vest- urvígstöðva. Frá Stalíngrad átti leið þýzka hersins að liggja til Kákasus. Um 5 leiðir var að ræða: Með- fram Svartahafinu, meðfram Kaspíaþafíþú og þrjár yfir sjálf hin hrjka^gu fjöll. Allar þessar leiðir liggja til dalsins sunnan Kákasusfjallánria, er liggur frá Batum til Baku. Rauðu hermennirnir taka styrjöldina alvarlegar en nokk- ur annar her, sem ég hef kynnst. Þeir eru hermenn fyrst og síðast. Agi þeirra er hmn bezti allra þeirra herja, sem ég hef kynnst, og er þó fyrst og fremst í samræmi við heil- brigöa skynsemi. Þegar þeir gegna skyldustörfum, fylgja þeir nákvæmlega öllum herregl um, en þess á milli umgangast foringjar og óbreyttir liðsmenn eins og jafnmgjar. Maður hættir að taka mark á tröllasögunum um sleifarlag- ið á flutnmgakerfi Rússa, eftir að hafa séð þá óhemju flutn- inga, sem hér eru framkvæmd- ir. Hér ganga hlutirnir fyrir sig með minni skriffinnsku og alls- konar vafstri en hjá flestum herjum. Hér hafa menn líka betra tækifæri til þess að koma tillögum sínum á framfæri. í Tabriz ræddi ég við Boris Rujoff, 30 ára gamlan sveitar- foringja. Hann hafði ekkert á borðinu hjá sér annað en síma og uppdrátt af vígstöðvunum. Hann var laus við alla yfirborðs mennsku, látlaus og eðlilegur. Eg spurði hann hinnar venju- legu spurningar um vesturvíg- stöðvar. Hann svaraði: „Eg er aðeins hermaður. Það eru menn í hærri stöðum, sem ræða slík- ar ákvarðanir.“ Þegar ég gekk á hann, svaraði hann hæglát- lega og brosti við: ,,Við vildum gjarna, að fleiri amerískir her- menn væru komnir til Eng- lands, reiðubúnir til þess að láta til sín taka í Vestur-Evrópu.“ Framkoma rauða hersins í Tabriz er mjög athyglisverð. Þar hefur aldrei átt sér stað misklíð út af hegðun nokkurs hermanns og þú sérð aldrei rauðan hermann drukkinn. Sovétkonurnar, sem eru í hernum, gegna læknistörfum, hjúkrunarstörfum, teikna landa- bréf, vinna við virkjagerð og stjórna flugvélum. Það er eng- inn töfrahjúpur umhverfis þær. Þær eru algerlega lausar við daður og vinna eins og víking- ar! („Estremely moral and work like hell“). Gangur styrjaldarinnar hefur úrslitaþýðingu fyrir Rússana og Framri. á 4. síðu. L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.