Þjóðviljinn - 28.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.01.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. jauuar 1943. leflíbahsunibiíjlip Reuptap Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir sem hér segir: 1/10 kg. glerkrukkur .............. með loki kr- 0.55 1/5 — glerkrukkur .................. — — — 0.65 1/1 — blikkdósir ...............-.... — — — 3.00 1/2 — blikkdósir ................... — — — 1.70 1/2 — blikkdósir (undan skornu neftóbaki) — — — 1.30 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápapp- írslag og var upphaflega. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tjarnar- götu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) alla virka daga kl. 9—12 árdegis. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Hafnarfjörður Frá 1. febrúar vantar krakka til að bera Þjóðvilj- ann til kaupenda í Hafnarfirði. Talið við afgreiðsluna Austurstræti 12. Sími 2184. Bankastræti og Lauga- vegur að Frakkastíg Okkur vantar dreng eða telpu til að bera Þjóð- viljann til kaupenda í þessu hverfi. Talið við afgreiðsluna. Austurstræti 12. Sími 2184. Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Simi (fyrat um sinn) 4903. öaannaanaöan Mnoið Kaffisöluna Hafnarsfrœti íe ■ar*' ' “ n auwuúnnmmn nr 11 við Hrísateig er fll sölu ef um semst Upplýsíngar gefur Th. B. Líndal hæstaréttarlögmaður. Daglega nýsodín stið. Ný egg, sodín o<g hrá. Kaffísalan Hafnarstrseti lf. áBcejat pÓDÍiitimt Þetta gengur þá ekki eins og í sögu. Það var mikill og almennur fögn- uður i „ísrael'* þegar núverandi rík- isstjórn hóíst til valda. Allur al- menningur bjóst við að „lausnin“ væri fundin, nú væri búið að draga stjómartaumana úr liöndum hinna stríðandi stjórnmálaflokka, og nú þegar „stjórn einingarinnar" væri komin, mundu vandamál dýrtíðar og annars • ófarnaðar hjaðna eins og dögg fyrir sólu. Tilraunin er mikiis virði Það er mjög mikils virði að þessi tilraun hefur verið gerð. Hún er lærdómsrík fyrir þá, sem halda því fram að öll vandkvæði á sviði stjórn málanna stafi af því að þjóð og þing skiptist í flokka, og vilja með því dylja þá staðreynd. að það er sjálft hagkerfið, sjálft skipulag þjóð félagsins sem er rangt byggt. Vanda mál þau sem dýrtíð og verðbólga færa okkur að höndum eru mjög tor leyst, hvaða stjórn sem með völd fer, og þau verða alls ekki leyst nema á kostnað hinna auðugu, og verði að því ráði horfið, hlýtur stéttabaráttan að komast á hærra stig en flesta mun grima. Nú hefur reynslan talað. Vísitalan hefur lækkað um 9 stig, og launin lækka að því skapi. Þessi vísitölulækkun er fengin með því að lækka verð á eggjum, sem næstum enginn kaupir, smjöri sem fáír:kaupa, og kjöti, sem menn leyfa sér að borða einu sinni í viku, og gjalda fyrir þá einu máltíð álíka upphæð, og fyrir ágætan fisk, sem þeir borða hina sex daga vikunnar. jaataariEBariCítann Í1 f -T F3 IE3 *t Fa^ranes" Tekið á móti flutningi til ísa- fjarðar og Bolungarvíkur fram til hádegis i dag. t’ormóður" tt Tekið á móti flutningi til Norð- urfjarðar, Hólmavíkur og Hvammstanga fram til hádegis á morgun, allt eftir því sem rúm leyfir. tatatatatatataiatatataia Til sölu Húselgu í Skerjafirði. Laus íbúð 15. febrúar. Sumarbústaður við Elllðaár. Ragnar Ólafsson, lögfræðingur. Sími 5999. Svona gengur þá baráttan við dýr tíðina, hjá stjórn sem ekki er háð hinum pólitísku flokkum, stjórn, sem hefur fengið allt fram á Al- þingi, sem hún hefur beðið um, það verður ekki með sanni sagt, að það gangi eins og í sögu. Hver er svona kolbrjál- aður? Hér birtast kaflar úr grein sem heitir „Kolalausir kommúnistar.“ Greinin birtist nýlega í blaði sem gefið er út í Reykjavík. Þar segir svo: „í þorpinu í Höfn í Hornafirði eru nokkrir kommúnistar. Þeir hafa kært Jón ívarsson kaupfélagsstjóra fyrir að hafa selt þeim kol of dýru verði. Með dugnaði og lægni hafði Jóni ívarssyni tekizt að fá nokkurn forða af kolum til Hornafjarðar, sem var ódýrari en í Reykjavík. Hinsvegar höfðu félaginu brugðist vonir um tvær kolasendingar vegna styrjald- arástandsins, og um áramótin var félagið orðið kolalaust. En í þorpinu voru ýmsir lítt birg- ir með eldsneyti, ekki sízt kommún- istarnir, sem- kærðu Jón ívarsson. Sumir þeirra höfðu hvorki eldivið til að hita híbýli sin eða til suðu. Neyðin beið við dyr þeirra. Og eng- in hjálp kom frá forkólfum stefn- unnar í Reykjavík, Einari og Brynj- ólfi. Enginn kommúnisti utan eða innan þorpsins sýndi minnstu við- leitni til að rétta þessum nauð- stöddu fjölskyldum hjálparhönd. Jóni ívarssyni bar engin sérstök skylda til þess, eins og á stóð. En hann vissi að engin annar myndi sinna þeim, sem þama voru verst settir. í því skyni kaupir hann 55 smálestir af kolum á Norðfirði og fær þau send með bátum til Horna- fjarðar. Útskipun, farmgjöld og upp- skipun var 80 kr. á smálest. Kola- tonnið var orðið 240 kr. á Horna- firði. Jóni Ivarssyni var leikur, ei hann hefði viljað segja víð sína kommún- ista: Ef ykkur vanfar kol skal ég selja ykkur smálestina á 160 kr. á Norðiirði. Þeir myndu hafa svarað: „Við erum ekki menn til að sækja kolin. Þú verður að bjarga líka í því efni.“ Jón gat þá sagt: „Eg sel ykk- ur kolin á 160 kr. austur á Norð- firði, en sendi ykkur annan reikn- ing fyrir flutningi að austan.“ Með því var bókstafnum fullnægt. En Jóu tók málið blátt áfram eins og duglegur úrræðamaður gerir. Hann tók strax á félagsheildina 20 kr. tjón á smálest. Síðan segir hann þeim, sem fengu kolin, að hann verð leggi þau á 220 kr. smálest. En hann vænti, að fá skaða félagsins endur- greiddan úr verðjöfnunarsjóði. Ef það fóist ekki hjá stjórnarróðinu muni hann lækka kolin, þó að tapið lendi þá á félagsheildinni. Þetta gerði Jón, þegar í Ijós kom, að eng- inn nema félagið þættisl skyldur að bera tapið. Hér hefur komið fram mikiU mun ur ó manndómi í aðgerðum. Kaup- félagið í Hornafirði selur kol ódýr- ari en Reykjavík, fram að óramót- um. Þá eru kommúnistar á Horna- fírði kolalausir, og athafnalausir um aðdrætti. Félagar þeirra í Reykja- vík hreyfa ekki legg eða lið þeim til úrbóta. Þá hjálpar Jón ívarsson þeim með útvegun á kolum. Hann setur kolin strax niður úr kostnaðar verði. Hann reynir að lækka þau enn meira með opinberum stuðn- ingi. Ef hann hefði ekki reynt meira en verðleikar voru til að greiða fyr- ir þessum úrræðalausu mönnum, hefði hann sent þeim tvo reikninga, annan fyrir kolin á Norðfirði, hinn fyrir flutninginn. Þá hefðu þeir möglunarlaust orðið að greiða 240 krónur fyrir smálestina. Ef um er að ræða nokkra glæpi hjá Jóui ívarssyni, þá eru þeir fólgnir í því að hafa viljað gera betur við nokkra kommúnista í kauptúninu héldur en hæfði skapgerð þeirra og mann- riómi Sízt af öllum má gleyma því, að Jón ívarsson er ekki með þessari vöruútvegun að afla sér fjár eins og þeir sem stunda verzlun fyrir sjálfa sig. Jón ívarsson fær ekki einn eyri í sinn sjóð fyrir greiðasemi sína að draga að kol í eldiviðarlaust sjó- þorp. Hann er eins og stallbræður hans annarsstaðar á landinu, að vinna fyrir félagsmenn, að bæta þeirra hag, og verja þá óþöríum fjárútlátum. Hin spaugilega kolakæra frá Hornafirði er gott sýnishorn af á- standinu Annars vegar er vesal- mennska og vanmátlarkennd þeirra, sem heimta- alll af öði’um, og eru sjálfum sér jafrian ónógir. Hins veg- ar eru úrræði og framtök þeirra manna, sem hingað til og framvegis bera hita og þunga af öllum raun- verulegum átökum á móti dýrtíð- inni.“ Lesendur Bæjarpóstsins ættu að velta fyrir sér hver gerizt svo kol- bi'jalaður að skrifa svona grein. Til frekari skýringar. Til frekari skýringar á grein hins „kolbrjálaða" má geta þess, að herra Jón ívarsson, hinna nýskipaði v iðskiptaráðs-herra hefur verið kærður fyrir hækkun á vöruverði eftir að verðfestingalögin gengu í gildi. Einþeirravörutegunda erhann hækkaði voru kol. Verzlun sú sem Jón stjórnar er eina verzlunin í allri Austur-Skaftafellssýslu, og því ekki í annað hús að venda, hvorki fyrir kommúnista né aðra, sem bú- settir eru í Höfn, en búð Jóns. Til þess að menn geti gert sér ein- hverja hugmynd um hver hinn „kol- bx-jálaði" er, þykir rétt að taka fram, að undir greininni eru staf- irnir. J. J. Eriend verðbréf. Herra ritstjóri! í síðasta tölublaði Hagtíðinda er í efnahagsyfirliti seðlabankans (Landsbankans) talin meðal eigna bankans erlend verð- bréf að upphæð 133 niilljónir 802 þús. króna þann 30. nóv. sJL — Hafði þá þessi verðbréfaeign bank- ans aukizt á einum einasta mánuði um rúmar 40 milljónir króna. — En síðan um síðustu áramótin hefur þessi eignaliður bankans aukizt um 93.65 millj. króna. Nú hefði mig langað að biðja yð- ur að grennslast eftir því hverskon- ar verðbréf bankinn hefur keypt fyr- ir meira en heiming innieignar sinn- ar í erlendum bönkum. — Hversu vaxtahá eru þessi bréf, hvernig tryggð og hver sér um kaup þessara verðbréfa fyrir hönd bankans. Eg minnist ekki að hafa neinstað- ar séð upplýsingar um þetta, enda nýtilkomið að land vort sé „kapítal- útflytjandi“(!), en hinsvegar fróð- legl fyrir almenning að fá vitneskju um svona mikilsverðar ráðstafanir þjóðbankans. Rvík, 21. jan. 1943. H. Verðbréf þau sem hér um ræðir, munu að allmiklu leyfci vera skulda- bréf íslenzkra ríkislána, sem bank- annm hefur tekizt að kaupa. Um kaupgengi þessara verðþréfa er hlaðinu ekki kunnugt. Ennfremur hefur bankinn keypt nokkur skulda bréf af Sogsvirkjunarláninu í Sví- þjóð og loks eru ýms önnur skulda- bréf auk víxla samþykktir erlendis. Blaðið tekur undir með fyrirspyrj anda, að fróðlegt væri að fá betri skýrslu um þetta frá réttum aðila, og þá jafnframt á hvaða gengi bank anum hefur tekizt að fá þessi verð- bréf. ^000^000000000004 Þjððviljann Útbreiðið 1»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.