Þjóðviljinn - 05.02.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.02.1943, Blaðsíða 2
/ ÞJÓÐVILJINN TILKYNNING. frá ríkíssfjórnínní Brezka sendiráðið hefur tjáð ráðuneytinu, að frá og með 3. þ. m. verði hvert íslenzkt skip, sem er 50 brúttósmálestir að stærð, að hafa meðferðis brezkt siglingaskírteini (Shipwarrant), en til þessa hafa ekki minni skip en 200 brúttósmálesta þurft þessa. Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er öllum eigendum skipa, sem eru 50 brúttósmá- lestir eða þar yfir að stærð, bent á að fela umboðs mönnum sínum í Bretlandi að sækja þegar um brezk siglingaskírteini fyrir skipin og þá sérstak- lega fyrir þau skip, sem vátryggð eru eða endur- tryggð hjá brezkum eða amerískum skipavá- tryggjendum. Skipaeigendur, sem hafa engan umboðsmann í Bretlandi, geta um útvegun fram- angreinds siglingaskírteinis snúið sér til einhvers af eftirtöldum aðiljum: brezka aðalkonsúlatsins í Reykjavík, brezka varakonsúlatsins á Akureyri, brezka varakonsúlatsins í Vestmannaeyjum eða skrifstofu brezka sjóhersins á Seyðisfirði. Fiskiskip, sem stUnda veiðar úr íslenzkum höfn um og flytja afla sinn til íslenzkra hafna, þurfa ekki að hafa ofangreind siglingaskírteini. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 2. febr. 1943. Knattspyrnufél. „Fram“ heldur 35 ára afmælisfagnað sinn að Hótel Borg, 9. febrúar n. k. Aðgöngumiðar eru seldir hjá: Hr. kaupm. Lúðvík Þorgeirssyni Hverfisg. 59. Hr- kaupm. Sigurði Halldórssyni Öldugötu 29. Verksmiðjuútsölunni Gefjun-Iðunn Aðalstræti Þeir sem þegar hafa pantað aðgöngumiða, eru vinsamlega beðnir að sækja þá fyrir laugardags- kvöld. Afmælisnefndin. Breiðfirðingafélagið. Aðalfundur verður haldinn í Oddfellow-húsinu mánudaginn 8. febrúar 1943 og hefst kl. 9 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Engir aðrir en félagsmenn fá aðgang að fund- inum. Sýnið félagsskírteini. Mætið stundvíslega. Stjórnin. SIGLINGAR milli Bretlands og Islands halda áfram eins og að undanförnu. Höfum 3—-4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford’s Associated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD \ai ipoyiuvmn Hvað þvaðra þeir, sem óska Noregi ósigurs? Alþýðublaðsskriífinnarnir eru æf- ir út af þeirri staðreynd að almennri þátttöku í Noregssöfrruninni sé nú að mestu lokið, eftir að hafa staðið á annað missiri. Vilja þeir reyna að nota eðlilegar vinsældir Norðmanna hér, til þess að spilla fyrir því að hafist sé nú handa um almenna söfn un fyrir Rauða kross Sovétrikjanna, til þess að sýna samúð sína í verki með þeim, sem þyngstar færa fórn- irnar, til þess að Noregur og öll önn- ur undirokuð lönd megi verða frjáls á ný. Þessum vinum og þjónum fas- ismans mun ekki verða kápan úr því klæðinu, sem þeir nú vilja dylja sig i. Það' er fjandskapur þessara manna við frelsishreyfinguna í Ev- rópu, sem veldur því hve óhöndug- lega var af stað farið með Noregs- söfnunina. Það var Finnagaldurs- hugsunarhátturinn, sem ennþá mark aði afstöðu þessara herra þá. Það var hatrið til Sovétríkjanna, banda- manna Norðmanna i frelsisstríðinu, sem 'var ofar í huga þeirra en bar- áttan við fasismann. Þessvegna gengu þeir fx-am hjá í-itstjórum Þjóð viljans, er söfnunin var ákveðin. Þessvegna ákváðu þeir, að fé sem safnaðist, skyldi ekki notað fyi-r en að stríðinu loknu, — það átti ekki að „granda hlutleysi" íslands(H) með því að afhenda Norðmönnum það til stuðnings í frelsisbaráttu þeirra strax. Og með öllum þessum Finnagaldurs- og innangarðs-kenj- um tókst að draga svo úr þessari söfnun, sem orðið er, þannig að hún er íslandi ekki til þess sóma, sem vera bar. Og það eru fleiri, sem hafa fundið þetta en við sósíalistarnir. Nordahl Grieg og islenzku rithöfundarnir aaöaaööaaaat* Nníilð Kaffisölnna Hafnarsfræfí 16 aaaaaannnanni aaaaaasöaaaaa Dnglega nýsoðin svið. Ný egg, soðín oý hrá. Kafíísalan Hafnarstræti 16. nuuummunmm sxtmmxmæí Gullmunir handnnnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhrintrar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfísgötu 90. Simi (fjnvt rnn sinn) 4S0S. *l Éf Váf uuwzuwzuunuzá hafa auðsjáanlega fengið sömu hug- myndina af því hvernig mönnum eins og Alþýðublaðsskriffinnunum tókst að marka Noregssöfnunina í sínurn anda. Það er ekki von á góðu, þegar menn, sem óska nazistum sig- urs yfir rauða hernum — og Noregi þarmeð eilífa kúgun, — fax-a að belgja sig upp sem vini norsku frels- isbaráttunnar. í siðasta hefti Helgafells birtistt eftirfarandi greinarpartur um „Nor- egssöfnun Rithöfundafélagsins." „Frá því var skýrt í september- hefti Helgafells, að Rithöfundafélag- ið hefði tekið að sér útgáfu á nokkr- um ljóðum Nordahls Griegs, í is- lenzkri þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar, undir nafninu „Ættmold og ástjörð“, og skyldu tekjur af sölu bókarinnar renna til Noregssöfnun- arinnar hér á landi. Var í fyrstu ætl- azt til, að fénu yrði varið til viðreisn arstarfsemi í Noregi að heimsstyrj- öldinni lokinni. En þar sem þau til- mæli komu síðar fram frá Nordahl Grieg sjálfum, að hann mætti ráð- stafa tekjum af bókinni þegar í stað til stuðnings Norðmönnum í frelsis- stríði þeirra ó þann hátt, er hann teldi bezt við eiga, þótti stjói-n Rit- höfundafélagsins sjálfsagt að verða við þeim, enda var einróma álit hennar, að þetta litla framlag kæmi þannig að mestum notum. Sala bók- arinnar gekk svo greiðlega, að fyrir mánuði síðan gat stjórn flagsins af- hent Nordahl Grieg 10000,00 krónur af andvix-ði seldra eintaka, en líkur eru til þess, að unnt vei-ði að bæta nokkru við þá upphæð, er full reikn ingsskil verða gei-ð. Bókin var gefin út í 175 tölusettum eintökum, árit- uðum af höfundi og þýðanda (sem ritara Rithöfundafélagsins). Þótt verðið væri óvenjulega hátt, 100,00 ki-ónur, vegna tilgangs útgáfunnar, er upplagið þegar allt selt eða pant- að, að þeim eintökum frátöldum, sem gefin hafa vex-ið eða ei-u ætluð bókasöfnum. Prsntsmiðjan Guten- bei-g gaf pappír í bókina, en Víkings prent prentun og heftingu. Þess ber áð geta, að um leið og Nordahl Grieg bar íram tilmæli sín um i-áðstöfunarrétt ó bókartekjun- um þegar í stað, lagði hann íram drög að bréfi frá sér til Riiser-Lar- sens aðmíráls, yfirmanns norska loft flotans, þar sem hann fól honum að vei-ja upphæðinni eins og hann áliti bezt henta, en lét jafnframt þá ósk sína i ljós, að fénu yrði varið til beinna hernaðaraðgerða („aggresiv kamp“) fremur en álmennrar hjálp- arstarfsemi, og gat stjórn Rithöf- undafélagsins fallizt á þá ráðstöfun með góðri samvizku. Næsíu daga kemur út nýtt smó- sögusafn á vegum Víkingsútgáfunn- ar, eftir Friðrik Á. Brekkan, for- mann Rithöfundafélagsins, og skulu tekjurnar af þeirri bók einnig renna til stuðnings Norðmönnum þegax* í stað. Norræna félagið ætti að taka sér þessi dæmi til fyrirmyndar um ráðstöfun söfnunarfjárins, enda hef- ur þegar komið fram rödd í einu dagblaðanna (Mgbl.), á þá leið, að þá hjálp, sem við ætlum að veita Norðmönnum, beri oss að veita strax. Engin vafi er á því, að hin tiltölulega daufa þátttaka í þeirrl söfnun stafar fyrst og fremst af því, að almenningur telur vanséð, að hverjum notum framlög til hennar verði að stríðinu loknu. Brýn þörf skjótra aðgerða er hins vegar öllum Ijós, og flestum ljúft að leggja fraxn sinn skerf til að bæta úr henni. Ekki verður komizt hjá því, úr því rætt er um þetta mál, að benda for- ustumönnum Norræna félagsins á það, að mjög óeðlilegt verður að telja, að ekki skyldi vera leitað til stjórnar Rilhöfundafélagsins um undirskrift ávarpsins vegna Noregs- !*>fmxrKirinnar 17 maí í vor, Qmfeum Fðstudagur 5. íebrúar 1943. þegar á það er litið, að sótzt hefur verxð eftir undirskriftum formanna ýmissa annarra félaga, samtaka og fyrirtækja, er sízt var ástæða til að ætla, að teldu sér málið nákomnara. þótt vonandi sýni þau öll' yfirlýstan áhuga sinn í verki áður en lýkur. Jafnvel Bandalag ísl. listamanna fór á mis við þann sóma, að sjá nafn formanns sín eða annars fulltrúa úr stjórn sinni undir ávai-pinu í vor, þótt formaðurinn skarti nú síðastur í endurprentun þess í „Norrænum jólum“. Gildar afsaknir koma hér ekki til greina, þar sem formaður og ritari Bandalagsins voru aldrei fjar- verandi samtímis um það leyti, er ávarpið var úr garði gert. Yfirleitt er talsverður „innangarðs“bragur á undirbúningi málsins, en þó að sjálf sögðu án vxtundar eða vilja hins lið- genga rxtara Norræná félagsxns, er emkum nafði txann meó nondum. Þannxg kemur það undarlega fyrir sjómr, aó gengiö skyldi vera fram hjá próf., Sxgurði Nordal, er undir- skriftum var satnað, þott á allra vit- oröi sé, að vart muni nokkur Islend- ingur kunnari né kunnugri í Noregi en einmitt hann, og enginn hafi lagt meiri skerf tll vinsamlegra og viröu- legra menningarkynna frændþjóð- anna á síðari árum. En því er þessi framkoma í sam- bandi við undirbúning Noregssöfn- unarinnar í vor gerð að umtalsefni, að engin ástæða er til þess, að rit- höfundar og listamenn geri sér það að góðu framvegis, að vera snið- gengmr á opmoerum vettvangi í þeim málum, sem ætla má, að þeir láti sig varða og vilji liðsinna, ýms- um öðrum íremui'. Og það er ekki af neinu yfirlæti fyrir hönd Rithöf- undaflagsins, heldur til áréttingar framansögðu, að á það skal bent, að félagxð heíur nú þegar lagt jafn mik- ið af morkum til stuönings Norð- mönnum og stærsta einkafyrirtæki landsxns, og jafnframt hið stórgjöf- ulasta, til Noregssöfnunar Norræna félagsins.“ Alþýðublaðsskriffinnunum er bezt að mmnast aldrei oftar á Noregs- söfnunina. Það þarf sannarlega magnaða óhappamenn til að geta spillt svo fyrir góöu íyrirtæki með því að nudda sér utan í það, — eins og þessum aðdáendum að „menning- arsögulegum afrekum“ nazismans hefur tekizt að gera með afskiptum sínum af Noregssöfnuninni. Ölvaður hermaður skemmir trjágarð í íyrrinótt ura kl. 2 var hringt til lögreglunnar og skýrt irá því, að hermaður væri að brjóta tré í garðiuura bak við húsið. Islenzk og amerísk lögregla fóru á vettvang, var maðurinn þá enn í garðinum, en hafði sig þá þegar á brott, en lögreglan náði honum eftir skamma stund. — Var hann töluvert ölv- aður. Hann hafði brotið 13 tré í garð inum, mismunandi há, sum 4—5 metra að hæð og lágu greinar trjánna víðsvegar um garðinn. Nokkm- tré voru þannig útleik- in að ekkert var eftir nema stofninn. Einlit blússu- og kjóla- efni nýkomin Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.