Þjóðviljinn - 06.02.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. iebruar 1843. ÞJOÐVILJ INN 3 þlÓOVIlJINN J Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýflu Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurbjartarson Ritst'ióm- Garúarstrasti 17 — Vfkingsprent I Simi 2270 ^igreiðsla og auglýsitvgaskrif 1 stofa, Austurstræti 12 (1. hæó j Sími 21RÍ j VSkingsprent h. f. Garðarstræti 17 Sfiíd $egn fátæktínní Það er mikið talað um stríðs- gróða í þessu landi og það er meiri gróði samansafnaður í höndum einstakra manna en nokkru sinni áður í sögu þess. Það er eins og margir hafi gleymt því hve mikil fátækt er enn til í þessu landi. Það eru hundruð verkamanna fjöldskyldna, sem enn verða að búa við heilsuspillandi húsnæði og hafa vart nægilegan mat og föt til þess að fullnægja stórum barnahóp. Það eru hundruð gamalmenna sjúklinga og örkumla manna, sem búa við skort af því þjóð- félagið — m. a. s, á tímum „alls- nægtanna" neitar þeim um f-ull- nægjandi viðurkennfngu. Það eru hurtdruð kotbænda, fiskimanna og þurrabúðamanna um land allt, sem þjást af öllu böli fátæktarinnar af ýmsum þjóðfélagslegum orsökum: ónóg- um vélum, til þess að geta látið náttúruna veita sér næga lífs- framfærslu, — arðráni hringa og hverskyns milliliða, — skipulags leysi og ringulreið þjóðfélagsins og framleiðslunnar, sem gerir mikla vinnu þeirrra oft lítils virði. Þannig mætti lengi telja.. Og þegar ástandið er þannig, meðan auðurinn flýtur inn í landið, — hvernig verður það þá, þegar kreppan og atvinnu- leysið kemur aftur? Baráttan stendur nú þegar um hvað vei'ða skuli. Á stríðsgróðinn að verða til þess að gera lífskjörin í landinu misjafnari en nokkru sinni fyi'r, annarsvegar sárari fátækt og meiri þi’ældóm, hinsvegar meiri auð og óhóf en áður hefur þekkzt hér? Eða á að nota hann til þess að jafna lífskjörin, bæta úr áratuga skorti hjá alþýðu manna — skorti á sómasamlegum íbúðum, skólum, barnaheimilum, elliheim ilum o. s. frv. — og síðan halda áfram á þeirri leið að skapa f jöld anum efnahagslegt sjálfstæði og örugga afkomu með því að hann fái valdið yfir atvinnutækjun- um sjálfur og njóti afraksturs- ins af vinnu sinni? Eða á stríðsgróðinn að verða vopn í hendi örfárra auðjarla, til þess að geta sett hnefann í borðið við alþýðu, kúgað hana og féflett og drottnað yfir þjóð- inni í ki'afti auðs síns og ein- okunarsambanda við erlenda auðdrottna? Það er um það barizt hvort fara Ahrií ósigranna á þýzka herinn í upphafi þessarar styrjaldar var þýzka hernum óspart gefið nafnið „herinn ósigrandi“, bæði innan Þýzkalands og utan. Þessa nafnbót hefur hann að vísu hlot ið áður, en verið sigraður samt. Nú þegar þýzki herinn bíður hvern ósigurinn öðrum meiri í Rússlandi, er vert að velta fyr- ii' sér þeirri spurningu, hver á- hrif þeir hafi á hinn „ósigrandi“ her og hverjar ráðstafanir for- ingjar hans hafa hugsað sér gegn því, að áhrifin verði lamandi fyr ir baráttuhug hans. Þýzkir hernaðarrithöfundar héldu því hiklaust fram eftir fyrra veraldarstríðið, að þjóðin heima fyrir hefði lagt kutanum í bak hersins á vígstöðvunum. Hennar væri sökin, en ekki hers ins, að stríðið tapaðist. Verka- lýðurinn hefði gert verkföll í hergagnaverksmiðjunum og eitri rússnesku byltingarinnar verið spýtt í undir hersins. Nazistarn- ir hafa síðan bætt því við, að forusta hersins hafi einnig svik- ið hann, en slíkt geti ekki komið fyrir í þessu stríði, þar sem for- inginn fari með völdiri, en að baki sér hafi hann alla þjóðina, sem fús sé að fórna öllu fyrir hann, Hitler sjálfur gerði einu skuli leið alþýðunnar eða leið afturhaldsins. Ólafur Thórs lýsti því ýfir í eldhúsdagsræðu sinni að lækka yrði gmnnkaupið. Morgunblað- ið og Vísir hafa kx-afizt þess sama. — Allt eru þetta áskoran- ir og ögi’anir til ríkisstjórnarinn ar um að fara út á þá hálu braut afturhaldsins og baráttunnar við fólkið. En alþýðan sem nú hefur bezta tækifæri, sem hún hefur nokkru sinni haft til þess að knýja fi’am jöfnuð lífskjai'anna og aukin áhrif og völd í þjóðfé- laginu, verður einnig að týgja sig til baráttu, fylkja liði sínu. Alþýðusambandið hefur geng izt fyrir því að myndað yrði bandalag allra þeirra samtaka sem fyrir málstað alþýðunnar . vilja bei'jast. Myndun slíkrar * alþýðufylkingai' þolir enga bið. Þúsundir fátækra manna og kvenna, þúsundir verkamanna, I fiskimanna, bænda, mennta- I manna, bíða þess að hafizt sé | handa fyi'ir alvöru í baráttunni gegn fátæktinni, ranglætinu, kúguninni. Þessar þúsundir bíða þess að til þeirra sé kallað að beita á- huga sínum og starfsþi'eki í vei'k lýðsfélögunum, í Sósíalista- flokknum, í fylkingu alþýðu þeirrai', sem sækir fram til sósí- alismans. Baráttan fyrir grunnkaups- hækkunum og 8 stunda vinnu- degi s. 1. sumar var einn þáttur í stríði alþýðunnar við fátækt- ina. Baráttan fyrir stórfelldum verklegum framkvæmdum og endurbótum á almenningshag, svo sem nú er um barizt á fjár- lögum ríkisins og fjárhagsáætl- un bæjarins er annar þáttur. Hin almenna sókn alþýðunnar | er að hef jast. .sinni samanburð á sér og Vii- hjálmi keisara sem yfirmönnum hersins í stríði. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að Vilhjálm- ur hefði ekki haft á bak við sig annað en junkarana og herfor- ingjaklíkur, en sjálfur væi'i hann búinn að byggja upp það skipu- lag, að hann hefði hvert manns- barn þjóðarinnar að baki sér. Sýnilegt er, að nazistarnir hafa gert ráð fyrir því, þegar þeir voru að undirbúa þetta sti'íð, að þjóðin heima fyrir kynni að bregðast hernum á ný, gefast fyrr upp en hann, og þeir byrj- uðu snemma á ráðstöfunum gegn því. Þær voru fyrst og. fremst í því fólgnar að uppræta öll sam tök verkalýðsins og vera við því búnir að berja niður allar verk- fallstilraunir með miskunarlausu ofbeldi og halda uppi stöðugum stríðsáróðri. Allar þessar ráðstafanir höfðu borið mikinn árangur þegar í stríðsbyrjun. Gestapo, ríkislög- reglan illræmda, fangaherbúðir og áróðurstæki Göbbels höfðu unnið verk sitt af kappi. En for- ráðamönnum stríðsins var það ljóst, að þessi stríðsundirbúning- ur var ekki nægilegur til þess að tryggja, að ekki færi eins og sein ast. Þeim skildist það, að eftir að komið væri út í aðra eins styrjöld og þessi hlaut að verða, mundi ekki vera hægt að fóðra venjulega hversdagsmenn — en af slíkum efniviði samanstendur hinn mikli her og vei’kalýður landsins — á þokukenndri Hug- sjón og áróðri Göbbels, þótt bú- ið væri að þjálfa þá um langt skeið undir slíkt að uppræta hættulega menn víðsvegar um ííkið. Til þess að tryggja sti'íðs- vilja þjóðar og hers var einkum tvennt, sem varð að gera. í fyrsta lagi þurfti að sjá þjóðinnni í heimalandinu fyrir nægilegum matvælum og öðrum nauðsynj- um og draga það sem lengst, að hún yrði að standa hungruð við verksmiðjuvélarnar. í öðru lagi þurfti að búa svo um hnútana, að herinn yrði fús að berjast af fleiri hvötum en hugsjón og hlýðni. í milljónaher er ekki hver maður hugsjónamaður, sem vill feginn deyja fyrir málstað- inn, og hættan á liðhlaupi þeirra sem reknir eru á vígvöllinn gegn vilja sínum er alltaf fyrir hendi. Það varð að sjá svo um, að það væri raunverulega hættuminna að berjast heldur en að gerast liðhlaupi eða stofna til bylting- ar að baki herlínunnar. Fyrra viðfangsefnið, um nauð- synjar fólksins, leystu nazistarn- ir fyrst og fremst með því að safna í kornhlöður fyrir stríðið og eftir að það hófst með því að ræna nágrannalöndin, sem þeir hertóku. Iiið síðara sem snéri að hernum, tókst ágætlega að leysa — allt þangað til Rússlands styrjöldin hófst. Aðferðin var að einbeita öflugum vélahersveit- um og flugliði í faraxbroddi. Að- alherinn marséraði nokkurnveg- inn rólega á eftir og hertók lönd in — eitt og eitt í senn. Her og þjóð fylltist sigurvímu, matvæli, hráefni og verkamenn streymdu til Þýzkalands og styrktu hern- aðarlega aðstöðu þess enn betur. Það var hægt að færast meira í fang, halda áfram að leggja und ir sig heiminn í smáskömmtum og gera „das Vaterland“ hæst ráðandi yfir öllu mannkyninu. Svo var tjaldið dregið upp fyrir meginþætti þessa stríðs- leiks. Rússlandsstyrjöldin var hafin. Ekki vantaði, að útlitið væri glæsilegt í fyrstu. Stórsigr- ar, meiri ránsfengur, rammari sigurvíma. En Rússar voru ekki allir þar sem þeir voru séðir, þeir héldu áfram að berjast þótt Hitler lýsti því yfir, að þeir væru sigráðir. Vetur gekk í garð, und anhald var auglýst, mannfall var afskaplegt. Eftir nýja sumar- sókn og árangursmikla hófst nýtt undanhald — flótti, og nú upp á síðkastið stöðugir ósigrar. Sá tími er liðinn, að hættuminna sé að berjast en gefast upp. Vafa laust er ekki hægt að fullnægja nú þörfum þjóðarinnar eins og á hinum fyrstu sigursælu dög- um.' Eldri árgangar hafa verið ‘kallaðir undir vopn, og það er almenn skoðun, að þeir menn séu ekki eins haldnir af „Hi:lers hugsjóninni" og hinir yngri voru enda herma sumar fréttir, að heilar hersveitir þýzkar gefist upp í Rússlandi. Gagnið af hin- um 'herteknu héruðum Rúss- lands hefur heldur ekki reynzt með vonum, allt ýmist sviðið eða kalið. Heimaþjóðin hefur orðið að senda skjólföt sín hernum á hinum voðalegu vígvöllum Rúss lands og líklega herða um leið sultarólina. Pólitískur áróður lætur, vægast sagt, ekki vel í eyrum nauðstaddra hermanna í f jarlægu landi, og þegar þeir sjá að þeir geta ekki unnið sigra lengur þverr smátt og smátt trú þeirra á skipulag nazismans, þess yfirburðaskipulags hernað- ar, og ótti þeirra við stjórnendur þess verður minni. Hættan sem nazistaforingjunum var svo um- hugað um að fyrirbyggja, kem- ur á ný fram á leiksviði vígvall- arins, stríðsviljinn kann að lam- ast. Leifturstríðið, þessi draumur hers og þjóðar, hefur vikið fyrir þjakandi veruleika langvinnrar styrjaldar, þar sem vonlaust er um sigur. Héðan af virðast nazistaleiðtog arnir hafa lítið annað eftir af ráðstöfunum sínum gegn því, að her og þjóð bregðist þeim en hinn járnharða aga, sem beitt er með miskunnarlausri grimmd ásamt þeim áróðri, að þýzka þjóðin verði að berjast til hinzta manns, hennar bíði ekkert ann- að en tortíming að stríðinu loknu. Það mun enn þurfa hörð átök til þess að þýzki herinn bili, en ef hugleitt er það, sem gerzt hef ur í Rússlandsstyrjöldinni, má sjá, að tvær máttarstoðir, sem Hitler og herforingjaráð hans þóttust setja gegn ótímabærri uppgjöf hers og þjóðar, hafa fengið mikið áfall. Nægtir þjóðarinnar heima fyr- ir tiltölulega lítil áhætta hersins á vígvöllunum og auðveldir sigr ar voru endurbæturnar, sem naz istarnir hugðust að gera á hern- aðarferðum Prússanna frá síð- asta stríði, í raun og veru einu grundvallarbreytingarnar, því að ekki vantaði harðann aga í her Vilhjálms II. og hatursfullur á- róður var þar ekki sparaður. Þeir höfðu óbifanlega trú á snilli þessara ráðstafana og sáu þær verða að veruleika lengi framan af stríðinu, en takist þeim ekki nú að snúa sigrinum sér í hag geta þeir átt von á þá og þegar að stríðsþreytan og vonleysið grípi her þeirra og þjóð án þess að þeir fái við gert. H. ... Félag fsl. iðmekenda Framhald af 2. síðu. Hjá F. í. I. vinna nú um 1300 manns. Árið 1941 greiddu þeir aðeins til verksmiðjufólks síns um 4 milljónir kr. Beinir skatt- ar og útsvör þessara iðnrekenda námu s.l. ár um 1,2 millj. kr. Þá vék hann aftur að því, að Alþingi þyrfti að hugsa meir um hag iðnaðarins og ennfrem- ur þyrfti að vekja þjóðina til þess að kaupa íslenzkar vörur. Ef það er stóll, skápur eða borð, sem maður þarf, þá á það að vera þjóðarstolt fyrir ís- lendinga, að hafa í sínum hús- um húsmuni, sem búnir eru til hér á landi af ísl. höndum og ísl. .hugviti. Við erum komnir svo langt í þessari iðn, að hing- að til lands koma ekki fegurri eða betri hlutir en þeir, sem við getum búið til. Við getum þessa sérstaklega sökum hins mikla innflutnings á húsgögnum sem hefur átt sér stað nú undanfar- ið, og er svo mikill, að það lík- ist þjóðflutningum. Með aukinni raforku er útlit fyrir að við þurfum ekki að flytja inn tilbúnar vörur í eins stórum stíl og átt hefur sér stað, að því keppum við og að vinna að því að ísl. borgarar fái þann þjóðarmetnað að þeir kaupi og noti ísl. frámleiðsluvörur. í stjórn Félags íslenzkra iðn- rekenda eru nú þessir menn: Sigurjón Pétursson, Álafossi, félagsformaður; Sigurður B- Runólfsson, framkv.stj. í Sjó- klæðag. ísl. h.f., ritari; Jón Kjartansson, framkv.stj. í Svan h.f., varaformaður, og Sigurður Waage, framkv-stj. í Sanítas h.f. eftilitsmaður skrifstofu félags ins. Sigurjón Péursson hefur ver- ið formaður félagsins allt frá stofnim þess til þessa. ; &>. .'.aaaiaraaa 1 Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirhggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm.. Hverfisgötu 90. Simi. < fvrst >im sinni 4ÍS4WS DanaQnaanawa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.