Þjóðviljinn - 17.02.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.02.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐ VILJINN Miðvikudagur 17. febrúar 1943. SKIPAUTCEH« rimisins ir Ýms skip m Tökum á móti flutningi til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Bolungarvíkur og ísafjarðar fram til hádegis í dag. Vörur, sem fara áttu með Esju héðan í gær til Patreks- fjarðar og ísafjarðar, verða all- ar sendar með minni skipum, og eru sendendur beðnir að at- huga þetta í sambandi við vá- tryggingu o. fl. aanzissssiaissisms} Manlð '■(■XI Kaffísðluna Hafnarstræfí 16 EH32!a{a!a{aí3!aiaíaa Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyret um sinn) 4303. nnnaaaaœanaa Daglega nýsoðin ifíð. Ný soðin og hrá. Kaffísatan^j Hafnarstræti 16. aaaanaaaaaaa Útaf dómi er sakadómarinn í Reykjavík hefur, vegna kæru frá „Verkfræöihgafélagi Islands“, kveöiðuppyfirnokkr um mönnum fyrir brot á lögum um rétt manna til aö „kalla sig“ verkfræöinga, húsameistara eöa iönfræð- inga, vill * „Tækni“, félag manna er strmda verkfræði- störf. gefa eftirfarandi skýr- ingu. Þeir menn, sem dæmdir voru fyrir misnotkun atvinnu jieitisins „verkfræðingur“, vinna allir verkfræöistörf, hafa próf frá erlendum verk- fræöiskólum og rétt til verk- fræðiheitis í viðkomandi löndun. Lög þau, er sakborningar eru dæmdir eftir, voru sett árið 1937 aö tilhlutun „Verk- fræðingafélags íslands“, á 25 ára afmæli þess. Við samn- ingu laganna var ekki leitáð álits manna þeirra, sem meö lögunum hlutu aö missa at- vinnuheiti þáö sem þeir höföu haft, sumir hverjir fast að tveim áratugum, og hafnaö allri samvinnu við þá. Þó mæla lögin svo fyrir aö menn, sem numiö hafa utan þeirra skóla, sem Verkfræöingafélag íslands tekur gilda skuli fá leyfi til aö bera umrætt at- vinnuheiti, ef þeir hafa veriö starfandi í 6 ár fyrir gild- istöku laganna og að fengn- um meömælum Verkfræðinga félags íslands. Samskonar á- kvæöi voru sett um Jaúsa- meistara og iönfræðinga. Af 6 ára skilyrðinu er auðsætt að löggjafinn (Alþingi) hefur ætlað að taka nokkurt tillit til hlutaðeigandi starfandi verkfræðinga og treyst „Verk- fræðingafélagi íslands” til ó- hlutdrægs mats í þeim efn- upi. En hvernig notar Verkfræö- GREINARGERÐ frá sfjórn félagsins „TÆKNI" Fyrir nokkru voru birtir hér í blaðinu dómar yfir nokkr- um mönnum, sem dómfelldir voru fyrir ranga notkun starfs heitis. í dag birtir blaðið greinargerð, er því hefur borizt frá stjórn félagsins „Tækni“, sem fjallar um fyrrgreinda dóma. ingafélag íslands vald þaö sem lögin fá því í hendur? Allt áö 20 menn. sem upp- fylltu 6 ára skilyrðið, þar á meöal nokkrir sem höföu frá 12 til 18 ára starfsferil viö verkfræöileg störf aö baki sér, sóttu um atvinnuheiti þáö er þeir höföu notaö og sem lög- gjafinn sýnilega ætlaöist til aö þeir héldu áfram. Þegar ráöuneytiö leitar svo umsagn- af Verkfræöingafélags Islands er svariö neikvætt fyrir alla umsækjendm- aö fjórum imd- anteknum. Sumir þessara fjögurra manna höföu engin verkfræöipróf, en aörir sam- bærileg próf við flesta þá er neitunina fengu. En hvaö höfðu þá hinir fjórir útvöldu afrekaö fram yfir hina? Þeim veröur, að því er séö verður, j ekki talið annaö til ágætis en þaö aö þeir eru meölimir í Verkfræöingafélagi íslands þegar lögin gengu í gildi. Hér er þvi um aö ræöa, greinilega misbeiting á valdi því er Verkfræöingafélagi ís- lands öölast með lögunum. Viöeigandi áframhald þeirr- ar „starfsemi“ eru dómarnir sem fyrr eru nefndir. ÞaÖ skal upplýst aö húsa- meistarar fóru algerlega eftir lögunum og mæltu með öll- um þeim er uppfyllu 6 ára ákvæöið. Ef mál þetta er athugað, sjá allir hugsandi menn hve hróplega er gengið á rétt og atvinnufrelsi manna þeirra, ,sem veröa fyrir barðinu á slíkri lagasetningu, sem í mörgum tilfellum verkar ;á annan áratug aftur fyrir sig. Lög þessi eru einsdæmi og þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir háskólaverkfræöinga hafa lög gjafaþing nágrannaþjóða vorra ekki séö sér fært að setja slík lög, en í þeim fáu löndxun í Miö- og Suöur- Evrópu þar sem slík lög hafa veriö sett, hefur hvergi veriö reynt áö láta þau verka aftur fyrir sig. Mál þaö er hér um ræðir, er því ekki sakamál í eigin- legri merkingu heldur beint áframhald herferöar þeirrar er að framan getur á hendur þeim mönnum sem rétt sinn misstu meö lagasetningunpii og framkvæmd laganna, en þaö gæti hinsvegar orðiö til þess að vekja menn til at- hugunar um það, hvort lögin fela ekki í sér óleyfilega rétt- arskeröingu einstaklinga þeirra, sem um ræðir og hvort aðili sá, sem svo mikiö vald hefur fengiö með lögunum hefur ekki misbeitt því svo, að ástæða sé til að fela það öðrum sem trúandi væri til að fara með það án allrar hlutdrægni. í stjórn félagsins „Tækni“- Þórður Runólfsson. Höskuldur Baldvinsson, Sigurður Flygenring. Orval, 1. hefti þessa árs er komið í bóka- verzlanir. Orval er 128 blaðsíður og kostar að eins kr. 7,00. Orval er tvímælalaust fróðlegasta og skemmtilegasta tímarit, sem út bef- ur komið á Islandi. „Mýs og menn.“ Þess ber að geta sem vel er gert„ og samkvæmt því er rétt og sjálí- sagt, að minnast á leikflutning út- varpsins síðastliðið laugardagskvöld. Sá er þetta ritar, hlustar sjaldan á útvarp, einnig á laugardagskvöldum, og fylgist því ekki að staðaldri með leikflutningi útvarpsins, en freist- andi er að halda, að naumast hafi annað leikrit verið betur flutt í íslenzkt útvarp, um langt skeið, en þetta, og ef til vill ekkert eins vel. Leikur Þorsteins Ö. Stephensen var með afbrigðum góður, og sömuleiðis leikur Lárusar Pálssonar, og með- leikendur þeirra skiluðu allir hlut- verkum sínum vel. Ekki er það að efa, að þessi ár- angur er að þakka löngum æving- um og nákvæmni og samvizkusemi leikstjómandans, Lárusar Pálsson- ar, enginn leikari, hversu góðum gáf- um sem hann er gæddur, getur flutt útvarpsleikrit svo vel fari, nema að leggja á sig miklar æfingar. Þetta virðist leikurum þeim sem utvarps- leikrit flytja, og ef til vill útvarps- ráði ekki heldur, vera nægilega vel, ljóst, stundum virðast leikarar leyfa sér að koma að hljóð- nemanum og lesa hlutverk sín vel eða illa, eftir ástæðum. Slíkt er ósæmilegt að bjóða hlustendum, það kostar vinnu, vandvirkni og ná- kvæmni að undirbúa leikflutning í útvarp, engu síður en leikflutning á leiksviði. Þetta hafa leikendurnir, sem fluttu leikinn „Mýs og menn“ á laugardaginn, skilið, þess vegna náðu þeir góðum árangri, og þá kröfu verður að gera til allra sem leikrit flytja í útvarp, að þeir skilji þetta og hegði sér samkvæmt því. annars eru þeir ekki útvarps hæfir. Þetta var um leikara okkar, en það er ekki síður ástæða til að minn- ast á efni sem þeir völdu sér að þessu sinni. Það var útdráttur úr skáldsögunni „Mýs og menn“ eftir John Stein- beck, en hann er einn af allra fræg- ustu rithöfundum, sem nú eru uppi. Að þessu sinni fór því saman hjá út- varpinu ágætur flutningur og mjög gott efni. Þannig þyrfti þetta að vera oftar. Þeir sem minnst hafa skulu fá minnst. Það er mjög eftirtektarvert sem gerðist á Alþingi þegar fjárlögin voru afgreidd, varðandi laun barna- kennara og annarra embættismanna. Eins og kunnugt er greiddi ríkis- stjórn Ólafs Thors flestum embætt- ismönnum sérstakar launabætur, án þess að hafa til þess nokkra heimild í lögum. Ein var þó sú stétt, sem ekki þótti fært að greiða slíkar launabætur, það var auðvitað sú lægst launaða — barnakennararnir. — Núverandi ríkisstjórn vildi ekki halda þessu ólöglega athæfi áfram, hún bað um heimild þingsins til að greiða embættismönnum sérstka launauppbót á þessu ári — tvö þús- und krónur hverjum. — En þeim sem lægst hafa laun — barnakenn- ararnir — gleymdi hún með öllu. En eftir á að hyggja, hún gleymdi þeim ekki, því kennslumálaráðherr- ann, Einar Arnórsson, múndi eftir kennurunum, og vildi fá stjórnina til að leggja til að einnig þeir fengju launabætur, en á það gat hún ekki fallizt. Sama máli gengdi með fjár- veitinganefnd, hún gat ekki fallizt á að leggja til að barnakennarar fengju launabætur. Kennslumálaráðherrann kom að máli við nokkra þingmenn og fór þess á leit að þeir flyttu tillögu um að kennarar fengju nokkrar launa- bætur, ekki sá hann sér þó fært að leggja til að þeir fengju meira en 1000 kr. hver og farkennarar 500 kr., og munu undirtektir þær, sem hann hafði fengið innan stjómarinn- ar og hjá fjárveitinganéfnd hafa valdið því. Þrír þingmenn, Gunnar Thoroddsen, Páll Þorsteinsson og Sigfús Sigurhjartarson fluttu tillögu ráðherrans, en Lúðvík Jósefsson, Þóroddur Guðmundsson, Einar Ol- geirsson og Áki Jakobsson fluttu til- lögu um að barnakennarar fengju sömu launauppbætur sem aðrir em- bættismenn, og lýstu því yfir að þeir litu á tillögu ráðherrans sem varatil- lögu. Með þeirri tillögu, að barnakenn- arar fengju sömu uppbætur sem aðr ir embættismenn greiddu allir þing- menn sósíalista atkvæði og Páll Þorsteinsson, aðrir þingmenn sáu sér ekki fært að verða með því að þeir lægst launuðu fengju sömu upp bætur og hinir sem hærri hafa laun- in. Hins vegar féllust 26 þingmenn, auk sósíalistanna 10, eða alls 36, á tillögu kennslumálaráðherra, en 11 vildu alls engra launabóta unna kennurum. Þessir 11, sem trúlega héldu sig við stefnu fyrrverandi og núverandi stjórnar um eða láta þá lægst launuðu engar uppbætur fá eru, Bjarni Ásgeirsson, Bjarni Bene- diktsson, Garðar Þorsteinsson, Gísli Jónsson, Ingólfur Jónsson, Jón Sig- urðsson, Magnús Jónsson, Pétur Otte sen, Sigurður Þórðarson, Skúli Guð- mundsson og Þorsteinn Þorsteinss. (þróttastarfsemi K.R. Missir K.R.-hússins hefur veriS mjög tilfinnanlegur fyr- ir Knattspyrnufélag Reykja- víkur. íþróttastarfsemi þessa fjölmennasta íþróttafélags landsins er svo umfangsmikil, aö það veröur aö hafa eigin hús til umráöa, ef allar í- þróttadeildir félagsins eiga aö geta fengiö þær æfingar sem þær þurfa, Á síöasta ári iök- uöu um 650 menn íþróttir í félaginu, fyrir utan sundfólk- iö, og á þessu ári mun fleiri. Er auösætt, aö miklir erfiö- leikar eru á að halda uppi svo víðtækri íþróttastarfsemi, ef húsakostur er lítill. En mik iö má, ef vel vill, og K.R.- ingar hafa ekki látiö þessa erfiöleika á sig fá. Hafa þeir fengið afnot af leikfimihús- um barnaskólanna, en því miður var ekki hægt að fá leikfimisal Austurbæjar- barnaskólans fyrr en í febr- úar, og var þá fyrst hægt aö byrja æfingar í kvenleikfimi á þessum vetri. Vignir Andrés son kennir nú kvenleikfimina, en leikfimi karla kenna þeif Vignir og Jens Mag-nússon, svo að þessi íþróttagrein fé- lagsins er í góðra manna höndum. Handknattleikur er mjög vinsæl íþrótt í félaginu, bæöi meöal karla og kvenna. Bene- dikt Jakobsson kennir þar kvenfólkinu, en Sigurjón Jóns son karlmönnum. Meðal þeirra, sem æfa handknatt- leik, eru margir af knatt- spyrnu mönnum félagsins. Þá hefur félagið nú í vet- ur byrjað að æfa íslenzka glímu, sem hefur legiö niöri hjá félaginu um nokkurt Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.