Þjóðviljinn - 21.02.1943, Side 3
Sunnudagur 21. febrúar 1943.
ÞJÓÐ VILJIN JM
3
pfðaVlUINN
Útgefandi:
Sameiningarflokfcur alþýíu
Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar:
Einar Olgeirsson (áb )
Sigfús Sigurhjartarsim
Ritstjóm:
Garðarstræti 17 — Víkúigsprent
Sími 2270.
'Vfgreiðsla og auglýsingrskrif-
stoía, Austurstræti 12 (1. hæð)
Sími 2184.
Víkingsprent h. f. Garðarstræti 17
Hræða sporin?
Það er eftirtektarvert hve
fast Morgunblaðið heldur við
þær tillögur að lækka dýrtíðar-
uppbótina til verkamanna um
20%.
'Þessar síendurteknu tillögur
blaðsins geta aðeins táknað eitt:
eindregna áskorun auðmann-
anna til ríkisstjórnarinnar um
það að beita sér fyrir þesshátt-
ar lækkun.
Afturhaldið í landinu vill fá
ríkisstjórnina til þess að feta í
fótspor þjóðstjórnarinnar um
það að fjandskapast við verka-
lýðshreyfinguna 1 stað þess að
hafa samvinnu við hana. Á því
myndi hver stjórn falla, sem nú
reyndi slíkt. Það er ekki hægt
að stjórna þessu landi af neinu
innlendu afli og með lýðræðis-
legum hætti, nema 1 samvinnu
við verkalýðinn.
í helli afturhaldsins liggja
öll sporin inn, en ekkert út. Þeir
sem láta auðvald og afturhald
lokka sig, eiga ekki afturkvæmt.
Reynslan er ólýgnust.
Verkalýðurinn sló vægðar-
laust til í sumar, þegar átti að
svipta hann frelsi. Hann mun
berja vægðarlaust frá sér, ef
ráðizt verður á hann að nýju.
Það er hverjum þeim, sem nú
vilja valda deilum, bezt að gera
sér ljóst. Eftirleikurinn er alþýð
unni óvandari, ef auðvald það,
sem á síðasta ári hefur sölsað
undir sig meiri stríðsgróða en á
nokkru hinna stríðsgróðaáranna,
ætlar nú að fara að ráðast á
lífskjör alþýðunnar.
Verkalýður íslands óskar
ekki eftir harðvítugum deilum
nú, en hann mun heyja þær
með öllu því harðfylgi, sem hann
á til, ef auðmannastétt þessa
lands hefur ofmetnazt svo af illa
fengnum auði sínum, að hún
leggur til höfuðárásar á hann.
Og það kann þá svo að iara, að
til úrslita verði barizt.
En verkalýður íslands óskar
ekki að taka þá baráttu upp nú.
Honum er full ljóst hver hætta
getur af því stafað fyrir þjóð
vora, ef upp úr logar í innan-
landsófriði, þegar meiri þörf er
á fullkominni samheldni þjóðar
innar út á við og heilsteyptri,
virkri og sameiginlegri utanrík-
isstefnu en nokkru sinni, síðan
þetta land byggðist.
Ábyrgðin fyrir þjóðinni og
sögunni myndi hvíla á þeim, er
af skammsýni, stéttarhroka og
fégirni létu leiðast til þess ó-
happaverks að hefja illdeilur í
nafni peningafurstanna við
meirihluta þjóðarinnar. — Þess
Hvað gerum vér fyrir œskuiýðinu?
Vér segjum, að þjóðemi vort
sé í hættu. Vér hrópum upp, að
menning vor kunni að glatast í
umróti því, sem nú á sér stað.
Og vér finnum það á oss, að ís-
lenzk menning stendur á afdrifa
ríkum tímamótum í tilveru
sinni. Það liggur ef til vill fyrir
menningunni og þjóðerninu
spurningin mikla um að vera
eða vera ekki til.
Vér vitum, að afdrif þessa alls
verða komin undir vorum eigin
gerðum á öllum sviðum, sviðum
menningar og utanríkisstefnu,
sviðum uppeldis og þjóðfélags-
skipunar.
Vér skulum að þessu sinni at-
huga, hvað vér gerum til þess að
gera æskulýð vorum fært að
eignast allur menningu þjóðar-
innar og hefja hana á hærra
stig. Undir hinni uppvaxandi
kynslóð er framtíð þjóðarinnar
komin. Og hvað gerum vér fyr-
ir hana?
Það liggur næst að taka það
svið, þar sem mest þarf að vinna:
æskulýðinn í Reykjavík. Það er
að vaxa upp fyrsta fjölmenna
hreina bæjarkynslóðin á ís-
landi, kynslóð, sem mest hætta
er á að slitni um of úr tengsl-
um við fortíð vora og menning-
ararf hennar. Þessi kynslóð á í
senn að skapa nýja menningu á
íslandi: bæjarmenningu, — og
hún á að gera það undir erfið-
ustu kringumstæðum, sem nokk
ur kynslóð getur unnið, með er-
lent setulið, fjölmennara íbúun-
um, allt í kringum sig.
Og hvernig eru skilyrðin, sem
hún býr við? Hvernig eru að-
stæðurnar, sem hún hefur til að
móta þessa nýju menningu?
í Reykjavík eru hundruð veit
ingakráa, tugur dansstöðva í
þeim, stórir, fínir og dýrir
veizlusalir, — en engin æsku-
lýðshöll, enginn samkomusalur,
þar sem æskan getur komið
saman til að hlýða á fyrirlestra,
lesa í bókum, skoða málverk,
tefla töfl, leika á hljóðfæri, æfa
leikrit og sýna, þroska þá hæfi-
leika sem í henni búa.
í Reykjavík eru tugir af búð-
um, sem ekkert selja, nema ó-
þarfa, hundruðaf hverskyns skrif
verður ^ð vænta, að engir skyni
bornir valdamenn þjóðarinnar
láti hafa sig til slíks nú. Sporin
frá í fyrra hljóta að hræða. Það
er ekki fennt í þau enn.
Verkalýðurinn hefur boðið
öllum flokkum samvinnu um
lausn þeirra vandamála, sem
nú liggja fyrir þjóðinni. Það
stendur ekki á honum að vinna
með hverjum þeim, sem ber al-
þjóðar heill fyrir brjósti.
En verkalýðurinn krefst þess
að slíkur vilji birtist í verkun-
um. Fagrar yfirlýsingar, að
hætti gömlu þjóðstjórnarinnar
duga ejjki.
Eftir að þetta var skrifað hef-
ur ríkisstjórnin lagt fram frum-
varp á Alþingi í anda Morgun-
blaðstillagnanna. — Það virðist
því svo, sem spor þjóðstjórnar-
innar hræði hana ekki.
stofum þjóðfélagslega-gagns-
lausum, — en aðeins eitt ein-
asta bæjarbökasafn, kúldað á
einni íbúðarhæð í einkahúsi og
lestrarsalurinn, sem hugsaður
er fyrir allan almenning bæjar-
ins, er ein stór stofa.
í Reykjavík hafa tugir, jafn-
vel hundruð, auðugra einstakl-
inga byggt sér skrauthýsi með
8—15 herbergjum og stórum
garði í kring, og hver villa að-
eins ætluð einni fjölskyldu. —
En æskulýður Reykjavíkur sem
heild, — þúsundir ungra pilta
og stúlkna eiga raunverulega
ekkert athvarf. Heima eru þröng
húsakynni, þar utan við gatan
og krárnar.
Hvað ætlast sú kynslóð, sem
þannig býr að æskulýðnum, til
að uppskera?
Dettur henni í hug, að hún
uppskeri öðru vísi en hún sáir?
Ef hún ætlar að kenna ungu
kynslóðinni það eitt af reynsl-
unni, að þeir einir hljóti mesta
virðingu, sem mest geta kúgað
aðra og komizt hjá því að vinna,
— þarf hana þá að undra, þótt
sá hugsunarháttur skapist, að
aðalatriðið í lífinu sé að útvega
sér peninga — með einhverju
móti?
Ef hún hrekur ungu kynslóð-
ina út á götuna, þegar hana
myndi langa til að hafa aðgang
að fögrum salarkynnum, til þess
að njóta fegurðar og afla sér
þekkingar og þroska í samfélagi
við æskufélaga sína, — getur
hún þá undrazt þó mikið af hin-
um uppvaxandi kröftum fari til
spillis?
Ef hún neitar æskulýðnum um
aðgang að menntastofnunum og
. gerir þær fáu, sem hann hefur
aðgang að ekki betur úr garði
en franska spítalann, — þarf
hana þá að undra, þó að íslenzkri
mennirjgu verði hætt og erfitt
að skapa sterka, íslenzka borgar
menningu með slíkum aðferð
um?
Sjálfstæðisflokkurinn verður
að gera sér Ijóst, að með því að
vanrækja svona þessi mál, þá er
hann sem aðalflokkur borgara-
stéttarinnar á íslandi beinlínis
valdur að því, að borgarastéttin
svíkist undan skyldu sinni, sem
hún eins og aðrar stéttir þjóðar-
innar á að rækja við menningu
hennar, verndun hennar og við-
hald. Það er til lítils að hrópa
í tíma og ótíma ,stétt með stétt‘
og sparka svo frá sér með hross-
hóf eigingirninnar í þau áhuga-
mál, sem þjóðarnauðsyn krefst,
að allir taki saman höndum um.
Verkalýðurinn hefur lengi
barizt fyrir þessum velferðar-
málum æskulýðsins. Hann finn-
ur bezt_, hvar skórinn kreppir
og hann hefur ekki sparað að
vara við hættunni. En hann hef-
ur ekki þau völd, sem hann þarf
til að afstýra henni.
Ætlar borgarastéttin að láta
allt reka á reiðanum, þangað til
verkalýðurinn verður sjálfur
nógu sterkur til að framkvæma
þetta einn, — eða ætlar Jiún að
láta af uppteknum hætti og
starfa að þessum þjóðlegu vel-
ferðarmálum?
íslenzka þjóðin, íslenzka æsk-
an bíður svarsins með óþreyju.
Benzínskðmmtun hafin
Hámarkshraði bifreiða lækkaðcr niður í 45 km á klst.
Atvinnumálaráðherra, Vilhjálmur Þór, kallaði hlaðamenn
á fund sinn í fyrradag og skýrði þeim frá því, að ákveðið hefði
verið að taka upp skömmtun á benzíni, frá og með 20. þ. m., og
jafnframt hefði einnig verið ákveðið að lækka hámarkshraða
hifreiða á vegum landsins niður í 45 km. á klst.
Ráðstafanir þessar eru gerðar
vegna þess hve erfitt er nú um
flutninga á benzíni vegna stríðs-
ins, kvað ráðherrann stjórnina
nú hafa gert samninga er
tryggðu að nægilegt benzín fáist
til alls nauðsynlegs aksturs.
Gúmmíframleiðsla heimsins
er nú að mestu stöðvuð nema til
áernaðarþarfa. Til sparnaðar
í gúmmíi er því ökuhraðinn
lækkaður niður í 45 km.
sn talið er að hjólbarðarnir
slitni minnst þegar ekið er með
peim hraða.
Bifreiðar fá mismunandi
skammt, eftir því hvort um er
að ræða strætisvagna, vörubif-
reiðar, leigu- eða einkabifreiðar,
og geta menn lesið um skömmt-
unarmagnið á öðrum stað hér í
blaðinu í tilkynningu frá at-
vinnumálaráðuneytinu.
Skömmtunarhefti til bifreiðar
stjóra hafa nú verið gefin út og
gilda þau til 1. júní n.k.
Síðar munu verða gefin út
benzín-skömmtunarhefti fyrir
bátaeigendur.
Þá kvaðst ráðherrann vonast
íil þess að bifr.eigendur og bif-
reiðastjórár bregðist vel við og
fylgi settum reglum, því á þann
hátt verði bezt tryggt að bifreiða
akstur geti haldið áfram hér á
landi þrátt fyrir erfiðleika stríðs
ins.
Það er alveg óþolandi, hve
seint það gengur að fá þeim
málum þokað áleiðis, sem reyk-
vísk æska á mest undir komið.
í heilan áratug hefur verka-
lýðshreyfingin fyrir munn Kom-
múnistgflokksins og síðan Sósí-
alistaflokksins barizt fyrir því,
að byggður væri fullkominn
gagnfræðaskóli, reist bókasafns
hús eða önnur menningarmið-
stöð æskulýðsins, auk þess sem
séð væri betur fyrir íbúðarhús-
um handa almenningi. — Eftir
áratugsbaráttu hefur nokkuð
hafzt fram hvað börnin snertir,
framlög til leikvalla og barna-
heimila hækkuð verulega o. s.
frv.
En hvað æskulýðinn snertir
ríkir sama skeytingarleysið enn.
Við syo búið má ekki standa.
Það var fellt á bæjarstjórnar-
fundi þeim, er samdi fjárhagsá-
ætlun bæjarins að heimila lán-
töku, 2 milljónir króna, til að
undirbúa og reisa æskulýðshöll,
— en hinsvegar var samþykkt
að athuga málið.
Sú athugun verður að fara
fram og það fljótt.
Reykjavík rafmagns
laus í sólarhring
í fyrramorgun, uin kl. 7,45
bilaði aðalleiðslan frá Sogsstöð-
inni til Reykjavíkur.
Leið svo dagur að kvöldi, að
ekki vitnaðist hvar bilunin var
og var bærinn alveg rafmagns-
laus og gerði það mörgum erfitt
fyrir, því mörg heimili í bæn-
um nota rafmagn bæði til eldun
ar og hitunar, auk þess stöðv-
aðist öll vinna, sem rekin er með
rafmagni, svo sem setning og
prentun í prentsmiðjum og var
það orsök þess að Þjóðviljinn
kom ekki út 1 gær.
Klukkan 12 á miðnætti í fyrri
nótt var Elliðaárstöðin tekin til
notkunar fyrir bæinn, en um kl.
7 í gærmorgun var álagið orðið
svo mikið, að sýnilegt var, að
Elliðaárstöðin myndi ekki anna
því, en nokkru fyrir kl. 8 hafði
verið lokið viðgerð á línunni
austur, svo bærinn fékk nægi-
legt rafmagn á ný, en bilunin
hafði fundizt seint kvöldið áð-
ur og var unnið að viðgerðinni
um nóttina. Höfðu tvær einangr
anir bilað á staurunum, sem
halda línunni uppi.
Skipun í viðskiptaráð
Samkvæmt 3. gr. laga frá
13. febr um verðlag, voru þeir
Gylfi Þ. Gíslason, hagfræöing-
ur, og Klemenz Tryggvason.
hagfræðingur, hinn 17. þ. m.
skipaðir af ráöuneytinu til
þess aö tafea sæti í Viðskipa-
ráöi þegar þaö fjallar um verö
lagsmál.
19. febr. 1943.
Viðskiptamálaráðuneytið.
Fyrsti fundur hins
nýja menntamálaráðs
Hið nýkjörna menntamálaráð
hélt fyrsta fund sinn í fyrradag.
Formaður ráðsins var kjörinn
Valtýr Stefánsson ritstjóri, vara
formaður Vilhjálmur Þ. Gísla-
son og ritari Barði Guðmunds-
sont
Vísitalan 262 stig
Vísitalan fyrir febrúarmánuð
hefur nú verið reiknuð út af
hagstofunni og verðlagsnefnd.
Er hún 262 stig og er það einu
stigi lægra en í janúar.