Þjóðviljinn - 02.03.1943, Page 2

Þjóðviljinn - 02.03.1943, Page 2
Vegna hins hörmulega atburðar, er vélskipið Þor- móður fórst með 24 farþegum og allri áhöfn nóttina milli 17. og 18. febrúar s.l., hefur ríkisstjórnin ákveðið, að minningarguðsþjónusta skuli fara fram í dómkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 5. marz næstkomandi, og hefst hún kl. 14. Ætlast er til, að opinberar stofnanir verði lokaðar þann dag frá hádegi. \ $ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS. TILKYNNING fil loffvarnasveifa, ‘Fræðslufundur verður haldinn í háskólanum 1. kennslustofu í dag 2. marz kl. 20.30. Erindi: Pétur Ingimundarson slökkviliðsstjóri. Meðlimir hverfanna 30—45 alvarlega áminntir um að mæta. LOFTVARNANEFND. „BERKLAVÖRN“ AÐALFUNDUR félagsins Berklavörn 1 Reykjavík verður haldinn á morgun (miðvikudag) kl. 21 í Baðstofu Iðnaðarmanna (gengið inn frá Vonarstræti). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. , STJÓRNIN. TILKYNNING frá Vídskípfanefnd Viðskiptanefndin hefur möguleika á að útvega frá Ameríku nokkurar diesel-bátavélar. Vélar þær,. sem um er að ræða, eru Caterpillar, 70 hestafla og 55 hestafla, og Buckey, 240 hestaafla. Þeir, sem kunna að hafa áhuga fyrir þessum véla- kaupum eru beðnir að gefa sig fram fyrir 5. marz n.k. við skrifstoíu nefndarinnar, Austurstræti 7, sem veitir nánari upplýsingar. Innflytjendum véla skal jafnframt bent á, að lík- legt er, að þetta sé eini möguleikinn, um ófyrirsjáan- legan tíma, til þess að fá bátavélar til landsins. Reykjavík, 24. febrúar 1943. VIÐSKIPTANEFNDIN. Vanfar röskan sendisvein nú þegar. Prentmyndagerðin „Litróf“ Einholti 10. t>0]ÖÐVILJINN Þriðjudagur 2. marz 1943. áuœj az ipóytnúnw Heróp íhaldsins þegar það er að fara í hundana“ „Margir hinna gömlu skörunga íhaldsflokksins studdu, Chamberlin og kröfðust þess, að á slíkum tímum sem þessUm legðu menn niður alla flokkshyggju, en það er hið venjulega, heróp íhaldsins þegar það er að fara í hundana” (Douglas Reed; ,,Rödd hrópand- ans” bls. 222). „Einkabrask.“ Hugmyndir Tímans um „einka- brask“ eru orðnar býsna furðu- legar. Síðastliðinn ’laugardag held- ur blaðið því fram, að allar raf- veitur á • landi hér séu í einka- rekstri og rekstur þeirra er því að hans dómi sannkallað „einka- brask”. Þessir „einkabraskarar” Tímans eru Reykjavikurbær, Ak- ureyrarbær, Isafjarðarbær og nokkrir aðrir bæir og þohp:. Nú vill Siglufjörður bætast í þennan „einkabraskarahóp” og það sem Timanum finnst allra ægilegast Borgarfjarðarsýsla og Mýrasýsla vilja líka verða „einkabraskarar” og fara að reka rafveitu frá Andakýlsfossum. Er það gamla dellan um þjóðnýtingu og ríkis- rekstur Hvað skyldi valda því a,ð Tím- inn bullar þannig um „einkarekst- ur” og „einkabrask” þegar bæjar- eða sveitarfélög eiga í hlut? Líklega er það gamla dellan sem þetta blað er svo oft búið að jóðla á, að ríkisrekstur og þjóðnýting sé eitt og hið sama sem veldur þessu rugli, Allur rík- isrekstur er þjóðnýttur, allur sá rekstur, sem ekki er ríkisrekstur er einkabrask, hefur verið kenn- ing Tímans, og líka er hann bú- inn að bera sér þennan þvætting svo oft og lengi í munn að hann er farinn að trúa honum, og nú ætlar hann að þjóðnýta bæjar- fyrirtækin, með því að gera þau að ríkisfyrirtækjum, Mikið þjóðnýtingarblað Tíminn, Enn um þjóðnýtingu. Úr því að minnst er á þjóðnýt- ingu er rétt að minnast á það einu sinni enn, að um þjóðnýtingu getur naumast verið að ræða inn- an auðvaldsþjóðfélags, til þess vantar samræmda heildaráætlun um rekstur þjóðarbúsins og at- vinnulýðræði. Opinber rekstur bæjar- og sveit- arfélaga, innan auðvaldsþjóðfél- ags, er einskonar millistig milli hins óskipulagða einkareksturs og þjóðnýtingar, í sumum tilfell- um nálgast þessi rekstur mjög að vera þjóðnýttur, þannig er það t. d. með rafveitur þær, sem bæj- arfélögin reka og þannig er það með pós-t og síma. Allt öðru máli gegnir með fyrirtæki eins og á- fengisverslun ríkisins, o. fl. álíka fyrirtæki,þau- eru alls fjarri því að vera þjóðnýtt. Meginreglan, sem fara ber eftir þegar ákveða skal í hvers hönd- um opinber rekstur eigi að vera: er sú, að hann á að vera í hönd- um félagsskapar þeirra manna, sem rekstursins eiga að njó^- Þannig er eðlilegast að rafmagns- veita, sem f. að sjá Reykvíking- um fyrir rafmagni, sé í hönd- um Reykjavíkurbæjar og raf- magnsveita, sem á að ‘sjá hinu víðlenda, Borgarfjarðarhéraði fyr- ir rafmagni, sé í höndum Mýra- og Bprgarfjarðarsýslu o, s, frv. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki að rétb geti verið að ríkið hafi íhlutun um yfirsljórn rafveitanna þegar svo er komið að raf- stöðvaf landsins myndi eitt alls- herjar samvirkt kerfi. Ef ríkið hefði átt að reisa rafveiturnar. Tíminn vill að ríkið eigi og rcki allar rafveitur í landinu, Hvenær skyldu Reykvíkingar hafa fengið rafmagn ef ríkið hefði átt að sjá þeim fyrir því? Ætli það væri ekki ókomið enn? Vilja Reykvíkingar, Akur- eyringur og ísfirðingar af- henda ríkinu rafstöðvar. sínar? Fulltrúar þriggja þingflokka Framsóknarflokksins, Alþýðu flokksins og Sjálfstæðisflokksins. hafa lagt til á Alþingi, að ríkið tæki rekstur rafstöðvanna í sín- ar hendur. Fulltrúar Sósíalista- flokksins hafa mótmælt þessari stefnu. Hváð segja nú Reykvíkingar. Akureyringar, ísfirðingar og í- búar annarra þeirra bæja og þorpa, sem eiga rafstöðvar. Vilja þeir að ríkið taki þær í sínar hendur? Reykvíkingar geta, t. d. minnst þess að rafmagnið hefur verið hækkað um 30—40% síðan strið- ið hófst, en gjöld til pósts og sima um 100%, Hvað skyldi rafmagnið’ í Reykjavík kosta ef ríkið ætti að reka stöðvarnar við Sogið og Elliðaárnar ? H!1 \ JAfktiAZEl Vegna minningarathafnar út af Þormóðsslysinu verður skips- ferð til Bíldudals næstkomandi föstudag. Nánustu aðstandend- ur þeirra, sem fórust ganga fyr- ir skiprúmi, og er óskað að fólk, sem ætlar sér að fara, láti skrá sig á skrifstofu vorri sem fyrst næstkomandi fimmtudag. DöiaaaEiananiaa Daglega nýsoðín svið. Ný egg, soðín o$ hrá. Kaffísalan Hafnarstræti 16. CH3i3£fí3CínH3Efí3£Ö2 Munið Kaffísöluna Hafnarsfræfí 16 Cfí3í3!3Cfí3l3Cfí3Cfían »*f**‘H*4XHX*‘!*‘WHXHH**X**H*t«4**M»**MMM*‘ Mjóröndóttu dragtaefni eru komin aftur. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Yður þarf ekki lengur að vanta Vinsældir og áhrif Bókin er komin út í þýðingu Vilhjálms Þ. Gísla- sonar og fæst hjá öllum bóksölum bundin og óbundin. Þessi bók hefur selst í Ameríku meira en nokkur önnur bók, sem ekki er skáldsaga. Hún hefur verið gefin út í um 60 útgáfum og selst hátt á þriðju milljón eintaka __ Yður má ekki vanta Vinsældir og áhrif. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.