Þjóðviljinn - 04.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 4. marz 1943 50. tölublað. Ridíí herlnn tekör Rsett efllr maFQpa daia íaria bardaaa 2000 þýeífer heraienn féllu í borgínní og úthvcrfum hcnn* ar, — Tafea Rscff falínn cínn míkílvægastí sígur Rússa í sóknínní, — Nýír sígrar vestur af Kiírsk í aukatilkynningu sem birt var í Moskva í gær- kvöld var skýrt frá nýjum stórsigri rauða hersins: Töku hinnar ramlegu virkisborgar Rseff. Harðir bardaear um borgina hafa verið háðir lát- laust í marga daga, og vörðust Þjóðverjar meðan þess var nokkur kostur. Tvö þúsund fasistahermenn féllu í bardögunum í borginni sjálfri og í úthverfum hennar. Rauði herinn tók mikið herfang, þar á meðal 112 skriðdreka, 78 fallbyssur og 1200 járnbrautarvagna hlaðna hergögnum. Taka borgarinnar Rseff er hvarvetna talinn einn miklvægasti sigurinn sem rauði herinn hefur unnið í sókninni í vetur. Vestur og norðvestur af Kúrsk tók rauði herinn í gær járn- brautarbæina Lgoff (60 km. vestur af Kúrsk) og Dmitrieffá járn brautinni til Brjansk. Rseí'f ©r um 200 km. vestur af Moskva, og hefur borgin verið á valdi Þjóðverja síðan á hausti 1941. Höfðu þeir víggirt borgina svo ramlega, að hún var talin ein af sterkustu virkjum fas- istaherjanna á öllum austur- vígstöövunum. Rauði herinn hefur gert þrjár atrennur aö borginni, án þess að ná henni. Fyrst í vetrarsókninni í fyrravetur og svo í ágúst og nóvember sl. í síðustu atrennunni komst sovéther inn í úthverfi borgar innar, en tókst ekki að ná henni sjálfri. Rseff er 225 km. noröaust^ ur af Smolensk, og langsterk- asta virkið er Þjóðverjar höí'öu til varnar ef Rússar hefja sókn til Smolensk. Svo virðist sem fall Rseff hafi komið við taugarnar á þýzka útbreyðsluráðuneytinu. Um hádegið í gær skýrði þýzka útvarpiö frá því aö Þjóðverjar hafi dregið her sinn til baka frá Rseff. „sam- Framhald á 4. síðu. Ritstjóri Skutuls, Guð- mundur G. Hagalín dæmdur fyrir meið- yrði um Sigurð S. Thóroddsen verk- fræðing íslenzkur lögreglu- þjónn slasast alvar- lega í viðureign við amerískan sjóliða í fyrrakvöld var lögreglan kölluð í veitingastofuna New York við Aðalstræti. í viðureign við amerískan sjóliða, slasaðist einn lögreglu þjónanna, Hallgrímur Jóns- son, alvarlega. Brotnaði höf- uðkúpa hans og liggur hann nú í sjúkrahúsi. Framhald á 4. síðu. Verkalýðsfélögin mótmsla Hvert verklýðsfélagið af öðru mótmælir dýrtíðarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. f dag birtir Þjóðviljinn mót- mæli Bókbindarafélags Reykja víkur og Sveinafélags skipa- smiða. Mótmæli Bókbindarafélags Reykjavíkur samþ. á aðalfundi 28. febrúar. „Bókbindarafélag Reykjavíkur leyfir sér hérmeð að vara háttvirt Alþingi við að samþykkja án gagn- gerðra breytinga frumvarp það um ráðstafanir gegn dýrtíðinni, sem hæstvirt ríkisstjórn hefur nýlega lagt fyrir það. Þó ýmislegt í frumvarpi þessu virðist stefna í rétta átt, þá minnir meginefni þess þó of mikið á gerð- ir fyrrverandi ríkisstjórnar og AI- þingis, varðandi kaupgjaldsmál verkalýðsins, til þess að unnt sé að vænta þess árangurs, sem vissulega á að keppa að með lagasetningu um' þessi mál." Mótmæli Sveinafélags skipa- smiða: Stjórn Sveinafélags skipasmiða í Reykjavík leyfir sér hérmð að mót- mæla frumvarpi hæstvirtrar ríkis- stjórnar, sem nú liggur fyrir hinu háa Alþingi. Stjórn Sveinafélags skipasmiða á- lítur að frumvarp þetta sé órétt- mæt árás á verkalýð landsins, og skorar því á hið háa Alþingi að fella frumvarpið." Stalín óskar Churchill til hamingju með árásina á Berlín Samkvæmt fregnum frá hlut- lausum löndum varð gífurlegt tjón af loftárás Breta á Berlín, og loga enn eldar víða um borg- ina. Stalín hefur sent Churchill heillaóskaskeyti í tilefni af hinni velheppnuðu árás á höfuð borg Þýzkalands. Islenzka ríkisstjórnin samþykkir að leigja Bandaríkjunum afnut af ríkisútvarpinu í fleiri tíma á dag i útvarpstíma þessum á að útvarpa á íslenzku! Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir innan útvarpsráðs, hefur rikisstjórnin, — án þess að leita sainþykkis Alþingis eða utan- ríkismálanefndar, samþykkt að lána upplýsingaskrifstofu Banda ríkjastjórnar afnotarétt Kíkisútvarpsins til útvarps hér í fleiri tíma á dag. Er gert ráð fyrir að Banda- ríkjamenn fái 3—4 tíma á degi hverjum til afnota til útvarps, en hafa heimild til enn meiri tíma utan hins núverandi dag- skrártíma \ Útvarp þetta á aðallega að véra liðir sem sérstaklega eru ætlaðir setuliðinu hér og virðist það eðlilegur greiði, sem enginn mun amast við, enda þótt óþarf- lega langur tími virðist ætlaður til þess. Hefur brezka herstjórn- in hér haft einn klukkutíma til afnota á hverjum degi í þessu skyni. Og ekki virðist heldur nema eðlilegt að herlið Banda- ríkjastjórnar fái sem beztar upp lýsingar um ísland. Hitt vekur athygli að í þessu útvarpi er gert ráð fyrir útsend- Framhald á 4. síðu. Sovétsöfnunin. „Prófessorinn". Síðastliðið sumar birtust í Skutli, hvaö eftir annað grein ar, þar sem hrúgað var sam- an illmæium og meiðyrðum um Sigurö S. Thoroddsen, verkfræóing. Stefndi Sigurður ritstjóra blaösins út af þessum ummæl | um tveim stefnum og nýver- iö hefur sýslumaðurinn í ísa- firði kveðið upp dóm í öðru málinu. Eru öll ummæli Skutuls dæmd dauð og ómerk og rit- Framhald á 4. síðu. í sveit 09 við sæ sameinast íslendingar um Sovtésöfnuaina. Alls hafa safnazt 30 þúsund 981,91 kr. í gær höfðu safnazt til Rauða kross Sovétríkjanna samtals 30 þús. 981,91 kr. Það er auðséð, að sú fjandsemi, sem blöð kommúnista- hataranna hafa sýnt þessari söfnun, hefur engin áhrif í þá átt sem þeir ætluðust til. Fjandsemi þeirramanna gegn Sovétsöfnuninni, sem alltaf hafa verið á móti hagsmunum íslenzkrar alþýðu, hefur verið íslenzkum lýðræðissinnum hvatning til að auka söfnunina til styrktar þeim er harðast hafa barizt fyrir lýðræðinu. Fjandmenn alþýðunnar eru fjandmenn lýðræðisins — og alþýðan er farin að þekkja sína fjandmenn — fjandmenn Iýð- ræðisins. í sveit og við sæ sameinast íslendingar um að safna til Rauða kross Sovétríkjanna. Nýlega barst gjöf frá tveim fjölskyldum í sveitahéraði á Suðurlandi 100 kr. frá hvorri og 60 kr. frá tveim einstakling- um, samtals 260 kr. — Hinn almenni áhugi fyrir söfnuninni sést bezt á eftirfarandi orðum úr bréfi er fylgdi gjöfinni: „Þar sem við höfum ekki orðið vör við neinn söfnunarlista tökum við þá ákvörðun, að senda þessa litlu upphæð til trún- aðarráðs Dagsbrúnar, Rvík og vonum að hún komi ekki of seint." Bókbindarafélagið samþykkti á aðalfundi sínum að gefa 100 kr. til söfnunarinnar og jafnframt tóku félagsmenn söfnun- arlista.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.