Þjóðviljinn - 23.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Úr borglnnl, Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs apóteki. Háskólafyrirlestur um málaralist. Hjörvarður Árnason listfræðingur flytur i'yrsta fyrirlestur sinn um málaralist, í kvöld kl. 8V2 í I. kennslu stofu Háskólans. Nefnir hann fyrir- iestur sinn: Mat á málverkum. — Öllum er heimill aðgahgur. Leikíélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Útvarpið í dag: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. , 20.30 Erindi: Um jarðskjálfla (dr. phil. Þorkell Þoi'kelsson). 21.00 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó í c moll, Op. 101, eftir Brahms 21.25 Lög og létt hjal (Jón Þórarins- ' son og Pétur Pétursson). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. HARELLA" v Vorkápurnar komnar. Jakkaföt, Blúsuföt, Matrósföt, Samfestingar, Drengjaskyrtur, Peysur og ullarvesti 'NONNI Vesturgötu 12 — Sími 3570. Frá félagsmála~ ráduneyfínu í sambandi við það, að fé- lagsmálaráöuneytiö hefur i'al ió þeim Jóni'Blöndal hagfræö ingi, Guðmundi Kr. Guö- mundssyni tryggingafræd- ingi og Klemenz Tryggvasyni hagfræðingi að starfa að mnnsókn þess, hversu bezt megi skapa félagslegt öryggi hér á landi í framtíðinni, heír ur sá skilningur komið fram í ýmsum blaöanna, að hér væri um nefndarskipun að ræða, en svo er ekki. Ofangreindum mónnum hef ur verið falið þetta, sern starfs mönnum ráðuneytisins, um óákveðinn tíma og er ætlun- in að hver þeirra vinni að verkeíhinu ákveöinn tíma á dag og samsvari samanlagö- ur vinnutími þeirra allra nokkurnveginn vinnutíma eins starfsmanns. Starf þeirra veröur því ein- göngn undirbúningsvinna, fræöilegs eðlis, er nota megi siem, grundvöU, er þeir stjórn- málamanna, sem meö völd kunna að fara framvegis, geti stuöst við er að því kemur, að framtíðarskipulag þessara mála verður ráðlð. NÝJABÍÓ Kliufskir kúrekar (Ride 'em Cowboy) með skopleikurunum RUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgm. seldir frá kl. 11 £. h ? TJABNABBtÓ «fi Vinarævintýri (Jeannie) Eftir leikriti A. Stuarts MICHAEL REDGRAVE BARBARA MULLEN • Kl. 5 — 7 — 9 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUK. ,Fagurt er á fJiilluni' Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá' kl. 4 til 7 í dag. Furslí hðshðlafuFlFlesfup Hjöroarflar isf er í Hjörvarður Árnason, Vestur-íslenzkur listfræð- ingur sem nú er starfsmaður við ameríska sendiráðið í Reykjavík, mun flytja 3 háskólafyrirlestra um nútíma mál- aralist á næstunni, og flytur fyrsta fyrirlestur sinn í kvöld kl. 8V3 í I. kennslustofu Háskólans. Fyrsta fyrirlesturinn nefn- ir hann: Mat á málverkum. Fyrsti fyrhlesturinn er inn gangur um málaralist. Ræðir fyrirlesarinn um ýmiskonar sjónarmið listamannsins um sköpun listaverksins, enn- fremur hvernig skoða beri málverk og læra að njóta þeirra til fulls. Næstai fyrirlestur sinn flyt- ur hann n. k. föstudag og nefnir hann: Frönsk málara- list á 19. og 20. öld. í þeim fyrirlestri gefur hann yfirlit yf ir aöalþróunarstefnur og Frá Alþíngí Framh. af 1. síðu. atkvæðum. 5. Tillaga til þings- ályktunar að ríkið taki á leigu síldarverksmiðjuna „Ægi" í Krossanesi, fyrri umr. Málið var tekið út af dagskrá eftir beiðni atvinnumálaráðherra. 6. Tillaga til þingsályktunar um skipun nefndar til rannsóknar á Þor- móðsslysinu. Flutningsmenn eru Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósefs son og Þóroddur Guðmundsson. Að lokinni framsöguræðu Ein- ars Olgeirssonar var tillagan samþ. til annarrar umræðu og allsherjarnefndar. 8. Tillaga til þingsályktunar um heimild fyr ir ríkisstjórnina til að kaupa gistihúsið Vaíhöll, fyrri umr. Tillagan samþ. með samhljóða atkv. Áskriftarsími Þjóðviljans er 2184. skoðunarhætti í franskri mál aralist á síðustu tímum. Frakkar hafa haft forustu í flestum þáttum nútímalistar og má hjá þeim greina aöal- stefnur listarinnár. Síðasta fyrirlesturinn flyt- ur hann þriðjudaginn 30. þ. m. og ræðir þá um ameríska málaralist á 19. og 20. öld. Gefur hann í þeim fyrirlestri yfirlit yfir nútíma ameríska málaralist, afstöðu hennar til evrópískrar málaralistar og sérstaklega- amerísk einkenni. Stööu amerískrar málaralist- ar nú og framtíðarhorfur. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku, en áheyrendum verö ur afhent fjölrituö skrá um málara þá og listaverk, sem sérstaklega verður minnst á. Skuggamyndir af málverkum veröa sýndar til skýringiar. Fyrirlestrarnir veröa fluttir í 1. kenslustofu Háskólans og hefjast kl. 8.30 stundvíslega. Öllum er heimill aðgangur. Hjörvaröur Arnason er Vest ur-íslendingur, sonur hjón- anna Sveinbjarnar Árnasonar og Maríu Bjarnadóttur úr Lundareykjadal, sem fluttust til Canada áriö 1895. Hann stundaði nám við Northwest- ern University og lauk prófi þaðan (B. Se., M. A.), og síð- ar við Princeton University (M. F. A., Master of Fine Arts). Hefur verið umsjónar- maður og fyrirlesari Frick Art Collection í New York og fyrirlesari í listasögu í Hunt- er College í New York. Er hann nú starfsmaður við am- eríska sendiráðið í Reykja- vík. m^^^^^^m^mmm^^m DREKAKYN EJhk Peari Buck » Getum við gert annað? spurði hann. »§ $£ Nei, svaraði hún. 5$^ %£ Hann hugsaði góða stund og mælti síðan: Og þó verðum ^ ^ við einmitt nú að vera þess minnug, hvað friðurinn er 3$S <^ mikils virði. Unga fólkið getur ekki munað það, en það $£ $& verðum við að gera og kenna þeim síðar, að friðurinn sé íví 5$$ öllu dýrmætari. jSí ^ Ef þau geta þá numið nokkuð annað en það, sem þeim ?8£ %& lærist nú, sagði hún dapurlega. Ég vildi að það væri ekki 38£ 5$^ svoha auðvelt að drepa menn. Synir 'okkar venjast því ^ ;$£ að binda skjótan og hægan endi á allt. Stundum dettur $< ^ mér í hug að þeim muni ekki reynast örðugra að drepa okk- X& 3$S ur, ef við, þú og ég, setjum okkur upp á móti þeim, vinur || ^ minn, eða þá að þeir taki upp á því að drepa hver annan. ££ w Hann gat engu svar'að en íá lengi svefnstola og hún £* ^ sömuleiðis, því að hann heyrði ekki djúpa, reglubundna ^ W hrothljóðið sem var merki þess að hún væri sofnuð. Og ^ ?8c hann tók þá ákvörðun, að enda þótt hann léti engan bil- ^ ^ bug á sér finna í baráttunni við óvininn, þá ætlaði hann || W 'ekki að gera hana að aðalinnihaldi lífs síns. Á hverjum ^ ^ degi ætlaði hann að gefatsér tómstund til þess að hugsa ^ »5 um friðinn og það heimilislíf sem þau höfðu áður notið. ^ w Og því meira sem hann rifjaði upp fyrir sér, því ljósara Æ W varð honum, hve slæm áhrif það hafði á hann að drepa íjft § menn. || W Hinir geta drepið, hugsaði hann, ég drep ekki framar. ^ ^ Því næst hugsaði hann sem svo, að hann gerði engu v§ ^ síður gagn með því að geyma sér í minni réttmæti friðar- w ^ ins. Hann færði enga afsökun fram, en hætti að gefa merkið w 33£ í sínu þorpi. Þeir sem urðu hissa, máttu verða hissa, en ^ $g yfirbót gerði hann þó með þvi að eitra vatnið í tjörninni, v§ ^ svo að fiskarnir drápust og óvinurinn hafði ekki framar w ^ gagn af þeim og þegar kom að hrísgrjónauppskerunni, w ^ þreskti hann innangraðs að næturþeli og faldi síðan meira vg ^ en helming afurðanna, og þegar óvinirnir komu, fengu þeir ^ %$> svo lítið, að varla borgaði sig að sækja það og þegar þeir ^ ^ urðu reiðir þagði Ling Tan og hafði þögnina að vopni. ^ j|| En miðsonur Ling Tans var ólíkur hinum tveimur. Hann vg ^ drap, þegar á þurfti að halda, en ekki vegna þess að það v§ ^ væri auðveldast, eins og elzti sonurinn, né vegna þess að $£§ honum væri það ánægja, eins og yngsta syninum. Þessi sonur lagði á víðtæk ráð og vandlega hugsuð. Hann hikaði ekki við að drepa ef hann þurfti þess við framkvæmd áætlana sinna, en hann hugsaði meira um árangurinn held- ur en smáatriðin. Engin kona hefði getað reynzt honum betur við ráðabruggið en Jada. Við ættum að hagnýta okkur Vú Líen til þess að komast inn í vígi óvinanna, sagði hún dag nokkurn við Lao Er. Það er heimskulegt að vera reiður við og hata slíkan lýð. Við eigum hvorki að elska hann né hata en nota eftir beztu getu. En hvernig eigum við að fara að því? Þú hefur rétt að mæla, sagði Lao Er. Þau voru stödd í jarðhýsinu og hreinsuðu vopn og báru feiti á þau, sem þar voru falin, því að orð höfðu borizt frá fjallabúum þess efnis að innan þriggja daga yrði gerð árás á setulið óvinanna í borg nokkurri þar í héraðinu og yrðu vopnin því að vera til reiðu. Hvernig, getum við nálgazt þau aftur í vinsemd? hélt Jada áfram. Hún horfði inn í spegilfagurt hlaupið á byss- unni, sem hún hélt á, um leið og hun talaði. Þetta var ný byssa, sem hafði náðst frá óvinunum fyrir skömmu og komið fyrir hér innan um aðrar byssur. Hún setti krassa í hlaupið og dró hann hægt upp og niður. Sonur hennar sat á troðnu gólfinu og lék sér að tómum skothylkjum. Það voru góð leikföng, hrein og létu ekki á s'já þótt í þau væri bitið. Honum þótti einkum vænt um eitt skothylkið sem var mjótt og fór vel í munni og á iátúninu voru merki eftir fyrstu tennurnar hans. Jada gætti þess vel hvert hanr. fleygði þessu hylki, því að hún hafði hugsað sér að taka það og geyma, þegar hann væn orðinn loiður á því, í litlum kassa, þar sem hún geymdi fleira þess báttar, fyrstu skóna sem hún hafði gert honum, með útsaumuðum tígrísdýra- höfðum, einnig litlu húfuna hans með Búddamyndinni og fleiri hlutir sem mæðrum finnst ánægja að geyma. Nú var því svo farið, þó að þau hefðu enga hugmynd um það, að Vú Líen vissi um felustað þeirra á bænum, því að hann hafði bæði augu og eyru í þorpinu og hver var líklegri til þess að fræða hann en sá sem var fullur afbi ýði vegna Jadu og sonar hennar? Kona þriðja frændans vissi eins og allir aðrir í þoipinu um heimsókn Vú Líens og konu hans til Ling Tans. ^^^^S^^SSSS^^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.