Þjóðviljinn - 25.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.03.1943, Blaðsíða 4
Næturlæknir: Björgvin Finnsson, Laufásveg 11, sími 2415. Næturvörður er í Ingólfsapóteki Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum kl. 8 í kvöld. Bílhappdrætti Laugarneskirkju. Dregið verður í bílhappdrætti Laug- arneskirkju 6. apríl. Það er því hver síðastur að kaupa miða. Þeir fást í bókaverzlununi ísafoldar og Ey- inundsen og Skóbúð Rcykjavikur. Rridgekcpnin. Eftir fjórar umferð ir eru þessir flokkar hæstir: Lúðvíks Bjarnasonar með 328 stig, Lárusar Fjeldsted með 315 sig og Axels Böðvarssonar með 310 stig. — Keppnin heldur áfram í kvöld kl. 7,30 í Verzlunarmannaheimilinu. Háskólafyrirlestur. Séra Sigur- björn Einarsson flytur fjórða fyrir- lestur sinn um almenna trúarbragða sögu, fimmludaginn 25. þ. m. kl. 6 e. li. í VI. kennslustofu háskólans. Taiar hann um Búddatrú. Aðgangur er ókeypis og öllum hcimill. Útvarpið í dag. 20,20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar). 20,50 Minnisverð tíðindi (Axel Thor steinsson). 21,15 Bindindisþáttur (Jón Sigtryggs son fangavörður). 21,35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Bjöm Sigfússon magister). Félag ísl. leihara Pramhald af 1. síðu. sem raunverulegt þjóðleikhús íslands“. Af þessu er ljóst, að Alþingi er nú full alvara með að leiða til lykta þetta nauðsynjamál ís- lenzkrar leikljstar, og það getur því ekki dregizt lengi héðan af, að íslenzkir leikarar fái viðun- andi starfsskilyrði. En eins og sakir standa eru þau skilyrði ekki fyrir hendi, og ber þar tvennt til. I fyrsta lagi: Þeir sem leiklist stunda verða að hafa hana í hjáverkum. * í öðru lagi: Húsnæðisvandræði, sem þó að nokkru leyti er afleiðing hins fyrrnefnda, þar eð ekki er hægt að nota það húsnæði sem fyrir hendi er til fullnustu, vegna þess, að á daginn eru leikararnir bundnir við önnur störf. „Félag íslenzkra leikara" skor ar því á þing og stjórn að stíga nú þegar fyrsta skrefið í áttina til þjóðleikhúss með stofnun leikflokks, sem innan sinna vé- banda hafi leikara með leiklist að aðalstarfi, og sem þar af leið- andi gætu notað til fulls það ó- fullkomna húsnæði sem fyrir hendi er, þar til þjóðleikhús- byggingin er fullger. Svo nauðsynleg sem bygging- in er, þá er hitt jafnnauðsyn- legt, að hehni verði séð fyrir listamönnum, sem geta helgað leiklistinni krafta sína óskipta. — Því þeirra starf verður það, sem gefur þjóðleikhúsinu gildi og rétt, til að kallast þjóðleikhús íslendinga“. Þá hefur félagið sent Mennta málaráði eftirfarandi bréf undir- ritað af Þorsteini Ö. Stephen- sen, Brynjólfi Jóhannessyni og Haraldi Björnssyni: „Háttvirta Menntamálaráð ís- lands. Vér þökkum heiðrað bréf yðar dags. 26. febr. s. 1., þar sem þér tilkynnið oss að úthlutað hafi verið kr. 5000,00 til „Félags ís- lenzkra leikara“ af fjárveitingu Alþingis 1943 til skálda, rithöf- unda og listamanna. Við undirritaðir, sem Kosnir NÝJi BÍé Klaufskir kúrekar (Ride ‘em Cowboy) með skopleikurunum RUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Sýning kl. 5, 7 og 9 TJARNARBÍÓ Hcíllastund (The Golden Hour) Amerísk söngva- og gaman- mynd. JAMES STEWART PAULETTE GODDARD Kl. 5 7 — 9. LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR. ,Fagnrt er á fjöllum4 Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODÐSEN. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. 'JHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHÍ British Council veitir 8 fslendingum styrk til náms í Englandi 1943-44 Cyril Jackson kvaddi tíðindamenn blaða og útvarps á fund sinn í gær, og skýrði frá að British Counsil hafi ákveðið að veita íslendingum eftirtalda námsstyrki árin 1943—44. 1. Tveir námsstyrkir verða veittir kándidötum. Styrkirnir eru bundnir sömu skilyrðum og áður og verða að upphæð nálægt 350 sterlingspund, og er í þeirri upphæð innifalið fargjald heim. Styrkir þessir verða jafnt veitt- ir konum sem körlum. 2. Námsstyrkir fyrir kennara í ensku. Einn námsstyrkur að upphæð 300 sterlingspund verð- ur veittur kennara í ensku eða stúdent, sem ætlar sér að verða enskukennari. Stúdentinn mundi sækja sérstakt námskeið í enskri tungu, bókmenntum og hljóð- fræði við enska háskóla, og einn ig sækja námskeið í kennsluað- ferðum. 3. Stúdentsstyrkur. Einn styrk ur verður veittur stúdent í því skyni að stunda þriggja ára nám til embættisprófs í ensku við háskóla í Stóra-Bretlandi.. — Styrkurinn verður um 350 stp. 4. Fjórir hjálparstyrkir, 100 sterlingspund hver, verða veitt- ir til námsfólks í verzlunarfræði og tæknifögum. Verður þess ekki krafizt að umsækjendur þessara styrkja séu stúdentar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofum brezka konsúlatsins í Þórshamri, Reykjavík. Umsóknir skriflegar skulu komnar fyrir 1. maí. íslenzka ríkisstjórnin hefur skipað Sigurð Nordal prófessor og Pálma Hannesson rektor í nefnd sem úthlutar styrkjum þessum, en í nefndinni sitja auk þeirra Cyril Jackson og aðalkon- súll Breta í Reykjavík. Þessir Islendingar eru nú við nám á vegum British Counsil: Björn Bjarnason, við ensku- nám í Oxford, Óskar Bernhard Bjarnason, við efnafræðisrann- sóknir í Liverpool, Þórarinn Guðnason við framhaldslæknis- nám í London, Þórður Einars- son,. Bjarni Gíslason, Oswald Wathne, Sigurður Bogason og Guðmundur ^Böðvarsson njóta hjálparstyrkja. British Counsil velur námsstað þeirra, sem styrki fá, með tilliti til þess að sem bezt fræðsla fáist. vorum á félagsfundi til þess að ákveða hvernig fé þessu skuli varið, leyfum oss að tilkynna yður, að vér höfum orðið sam- mála um eftirfarandi: Frú Svava Jónsdóttir leikkona á Akureyri hefur á undanförn- um árum fengið 500 kr. styrk af fé því, er Menntamálaráð hefur veitt, og skal henni greidd sama upphæð af þessa árs fjárveit- ingu. Með ofangreindri styrkupp- hæð til félagsins skal að öðru leyti myndaður sjóður með því markmiði að styrkja meðlimi fé- lagsins til náms erlendis. Þá ákvörðun vora að ráðstafa styrknum á þennan hátt byggj- um vér á því, að vér teljum styrkupphæðina svo lága, að varla verði gert ráð fyrir þeim tilgangi styrkveitanda, að fénu verði skipt niður í persónulega styrki í því skyni, að þeir er styrkinn hlytu, gætu helgað leiklistinni störf sín til muna meira en þeir geta nú. En það hyggjum vér að vera muni mark miðið með styrktarfé því, er Menrttamálaráð íslands veitir til „skálda, rithöfunda og lista- manna“. Það er því álit vort, að á með- an styrkur til íslenzkra leikara er svo naumur, sem hann nú hef ur orðið, verði honum ekki með öðrum hætti betur varið til efl- ingar íslenzkri leiklist en þeim, er að ofan getur. Vér væntum þess fastlega, að „Félagi íslenzkra leikara“ verði gert hærra undir höfði en nú hefur raun á orðið, er styrkur verður veittur til íslenzkra lista manna framvegis. Jafnframt skorum vér á háttvirt Mennta- málaráð að beita sér fyrir því, að fjárveiting „til skálda, rithöf- unda og listamanna“ verði hækkuð að minnsta kosti um helming“. DREKAKYN Eftir Pearl Buck að þarfnast, en þið getið fært okkur fréttir. Okkur langar ætíð til þess að vita hvernig ykkur líður og föður konunn- ar minnar og móður hennar og bræðrum. Hann sagði þetta mjög sakleysislega, en þó leyndi sér ekki hvað undir bjó, og frænkan sá það og brosti. Brátt stóð hún upp og sagðist verða að fara. Vú Líen stakk hendinni í brjóstvasann og tók upp peninga og gaf henni og mælti: Þetta er fyrir ómakið að koma með fiskinn, en eftirleiðis skuluð þið borða fiskinn ykkar sjálf. Ef þið verið sakfelld fyrir það, skal ég tala við þá, sem eru mér æðri. Hún hneigði sig til jarðar í þakklætisskyni og Vú Líen veifaði hendinni til merkis um, að hún skyldi ekki vera að þessu. Eg hef þó nokkur völd, sagði hann hæversklega og hvern- ig get ég notað þau betur en til gróða fyrir gamla vini? Og kona hans horfði hreykin á hann og hugsaði um, hvað hann væri myndarlegur í vínrauðu silkiskikkjunni og hún sagði einlæglega við konu frændans: Frænka, gerðu okk- ur enn einn stóran greiða. Talaðu um föður barnanna minna við foreldra mína. Þau'meta hann ekki að verð- leikum. Þau sjá ekki hve hygginn hann er að látast sættast við orðinn hlut og — En Vú Líen rétti upp hendina til merkis um að hún skyldi þagna. Eg sætti mig við þetta, sagði hann hátt. Eg trúi því, að það sem himininn lætur fram koma sé fyrir beztu, ef við getum litið þannig á málið. Hvílík speki er þetta ekki, æpti kona frændans. Þið getið reitt ykkur á að ég skal tala vel.um ykkur hvenær sem mér gefst færi á. Þetta hef ég alltaf verið að segja. Það er heimska að láta sér þetta ekki lynda og það segi ég manni mínum daglega. Hún hneigði sig og fór út. Hún gekk um strætin og keypti ýmislegt smávegis, sem hana vanhagaði um, svo sem nálar og skæðadúk og ofurlítinn kjötbita, þó að þyrfti lengi að leita og við sjálft lægi að hún léti aurana niður aftur þegar hún heyrði verðið. En hún eyddi samt fé sínu því að hún hélt ferðinni áfram um göturnar, fram hjá mörg- um tómum búðum, og raunamæddur maður sem afgreiddi hana að lokum sagði: Þú ræður því kona, hvort þú kaup- ir eða ekki, en þú færð hvergi' neitt betra. Við róum öll á sama báti. Hún þefaði af kjötinu. Hvaða kjöt er þetta? spurði hún. Er það hundakjöt. Ef svo er vil ég það ekki. Við getum slátrað okkar eigin hundi. Ef það er ekki af hundi, þá er það af asna, sagði hann. Allt annað kjöt hirða þeir sjálfir. Hún hugsaði sig um góða stund og hélt á kjötbitanum og loks keypti hún hann. Það var þó kjöt, hvað sem öðru leið og engan mátti hún hundinn missa. Hún hélt heimleiðis um hljóðar og holóttar göturnar og sá alstaðar rústir og horaða vesalinga, sem skreiddust húsa á milli. Fáir vagnar voru á ferð því að svo margir öku- menn höfðu verið drepnir og þeir sem eftir lifðu voru of lasburða til þess að draga hlass. Hún varð óttaslegin og hugsaði: Víst verðum við að reyna, á *einhvern hátt, að notfæra okkur stöðu Vú Líens. Við verðum líka að ná í feitmeti handa gamla skinninu. Hvaða gagn er að því að við verðum hungurmorða? Og hún hélt áfram ferð sinni staðráðin í því að gera allt sem Vú Líen færi fram á og ákveðin í því að leggja vel hlustir við því, sem fram færi hjá Ling Tan, en hans hús var það mikilvægasta í þorpinu. Eg ætla að segja bónda mínum hvernig við þurfum að haga gerðum okkar, hugsaði hún og fór síðan að ráðgera hversu góðan mat hún gæfi honum í kvöld og ef til vill sýndi hún honum einhverja hugsunarsemi, þegar í bólið væri komið. Svo þegar honum liði vel og hann væri ánægð- ur ætlaði hún að útlista fyrir honum. hvernig þau gætu komið ár sinni vel fyrir borð. Þetta framkvæmdi hún og karlræfillinn var of saklaus til þess að skilja, hversvegna honum hlotnuðust hver gæð- in öðrum betri þetta kvöld og þegar hann hafði notið þeirra allra komst hann loks að raun um hvers vegna kerla var svona óvenjulega hýr og hugsunarsöm. Þegar hann heyrði hvað um var að vera stundi hann þungan og sagði: Eg hefði átt að geta sagt mér það sjálfur, að þú byggir yfir einhverju. Hann var eins og milli steins og sleggju — ^ konunnar annarsvegar og óttans við Ling Tan hinsvegar, ÍXg og þó var það meii’a en ótti, því að hann virti þennan yngri ^ frænda sinn. Undir niðri fannst honum Ling Tan valdameiri ^ en Vú Líen, þótt hann nyti hylli óvinanna og hann sagði, konu sinni álit íútt. Ef Ling Tan eða synir hans kæmust 1 á snoðir um, að við sætum á svikráðum við þá, yrði líf ^ okkar ekki mikils virði. Þeim er orðið jafneðlilegt að di’epa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.