Þjóðviljinn - 13.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.04.1943, Blaðsíða 4
I Næturlæknir í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unn. Félag Þingeyinga í Reykjavík held ur sumarfagnað að Hótel Borg næst- komandi fimmtudagskvöld. •—• Að- göngumiðar óskast sóttir í Blóma- verzl. Flóra, sem fyrst. • Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla- smaladreng kl. 5.30 í dag og Fagurt er á fjöllum kl. 8 annað kvöld. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband á Patreksfirði, Petra Elíasdóttiir og Indriði Jónsson, og Sigrún Jónsdótt- og Garðar Jóhannsson. Heimili beggja ungu hjónanna verður á Patreksfirði. Leikkvöld Menntaskólans. Frum- sýning á leiknum Fardagur fór fram í gærkvöld. Tóku áhorfendur leikn- um hið bezta. <xxxxxxxxxxxxxx>o-<^ x Flokkurinn l ^OOOOOO >00000'Y 10. deild. Fundur í 10. deild í kvöld kl. 8.30. á sama stað og síðast. Landneminn Pramhald af 1. síðu. ir því, hvernig þrúgur reiðinnar verða fullvaxnar í sálum fólks- ins, fullvaxnar til uppskeru. Ásmundur Sigurjónsson hef- ur þýtt þennan kafla af hinni mestu snilld. — Stutt yfirlit er yfir þróun þjóðfélagsins frá frumkommúnisma til auðvalds- .skipulags. Auk þess er skyndi- ágrip erlendra frétta, skemmti- legar smáklausur um merkustu viðburði líðandi stundar, og nokkrar aðrar smágreinar. Félagi Hallgrímur heitinn Hallgrímsson var um mörg ár ritstjóri Landnemans, en er hann féll frá, var Ólafur Jóh. Sigurðsson ráðinn ritstjóri hans. Þetta fyrsta blað undir stjórn hans spáir góðu um framtíðina. Landneminn kemur út sex sinn- um á ári, og er áskrifendaverð aðeins tólf krónur. Hann fæst í öllum bókabúðum bæjarins, en nýjir áskrifendur eru beðnir að snúa sér til afgreiðslu Þjóðvilj- ans, Austurstræti 12, sími 2184. Ætti enginn sósíalisti að láta sig vanta þetta glæsilega blað Múlakvíslin Framh. af 1. síðu. kvaðst hafa stjórn þeirra að engu og ekkert hafa saman við þá að sælda. Meirihluti stjórnarinnar tjáði honum þá, að hún liti á ummæli hans sem uppsögn á ritstjóra- starfinu og tæki hana til greina. Halldór Jónasson frá Eiðum mun þá hafa verið ráðinn rit- stjóri Þjóðólfs, en fylgjendur Árna munu hafa gert sér hægt um vik og lagt hald á mynda- mótin af blaðhausnum, spjald- skrá, adressuvél o. s. frv. Átökin virðast því standa um það, hvort flokksbrotið skuli ráóa ráða blaoinu. — Múlakvíslin var r.ldrei stór, hún þarf )r \ eigi langan tima til að renna út í san:':'nn. ipifSfe- NÝJA BÍÓ WS> TJABNAB8ÉÓ og Gokke,, Póstferd i hernaðí (Stagecoach) (Great Guns) Amerískur sjónleikur. frá gresjunum í Arizona. Fjörug gamanmynd með CLAIRE TREVOR STAN LAUREL og JOHN WAYNE JOHN CARRADINE OLIVER HARDY LOUISE PLATT. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Fréttamynd: Þýzki herinn gefst upp við Stalíngrad. Sýning kl. 3 — 5 — 7 — 9. Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinn Bönnuð fyrir börn innan ar verður á miðvikudaginn kemur í 12 ára. Kaupþingssalnum kl. 8Ú2 s.d. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „ÓLI SMALADRENCUR44 Sýning í dag kl. 5.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. „FAGURT ER Á FJÖLLUM" Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Æ. F. R. Æ, F, R. Aðalfnndnr Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn í Kaup- þingsalnum, miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 8% e. h. (Lyftan verð- ur í gangi). DAGSKRÁ: 1. Upplestur: Gestur Þorgrímsson. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Erindi: Þóroddur Guðmundsson, alþingism. 4. „Marx“. STJÓRNIN. Nokkur orð um slysabætur Framhald af 2. síðu. sérstök lækningastofa sé stofn- sett í sambandi við trygging- arnar hér í Reykjavík, sem annist um þá menn sem verða fyrir. slysum og fylgist með vinnuþreki manna eftir að þeir byrja aftur að starfa, sé ráðgjafi hins slasaða þar til hann hefur náð sér aftur. Þau eru orðin það mörg slysin, nú á síðustu tímum, að það er óhætt að staldra við og reyna að forða sem flestum frá varanlegum orkumissi. Ef bornir eru saman dagpeningar núna og fyrir stríð, þá sést, að nú hrekkur trygging- in tæplega fyrir fæði á matsölu, Heimilið —skólinn — gatan ' Framh. af 3, síðu. skylt við siðleysi. Annars hefur þessu máli ekki verið nærri nógu mikill gaumur gefinn hér á landi. Götulíf barna og ung- linga og áhrif þess á hugsunar- hátt og siðgæði væri vert for- dómalausrar rannsóknar, og ekk: síður hitt, á hvern. hátt mætti bæta uppeldisskilyrði göt unnar, bæði í Pæykja, ík cg ann arsstaosr á lanáinu. S. Th. en áðúr dugði helmingur af dag- peningunum fyrir fæði. Þarna sjáum við lítið brot af þeim þjóðfélagsmeinum, sem þarf að breyta. Margir efast um að sá stigi, sem farið er eftir við mat á slysum, sé réttur. Það eru að vísu viss orkustig, sem farið er eftir þegar menn tapa limum, en ýmsar aðrar breytingar á manninum koma tæplega til greina sem orkutap. Sá verkamaður sem ekki er fær um að stunda hvaða vinnu sem er, hefur tapað miklu af orku og á erfiða leið fyrir hönd- um til að brjótast fram í lífinu. Við verkamenn eigum að fylgjast vel með hvað gerist í tryggingarmálum — koma fram með ákveðnar tillögur, sem miða að varanlegum endurbót- um. Því nú virðist rétti tíminn kominn til þess að fá viðunandi lausn á þessu máli. Páll Helgason. AUGLÝSIÐ DREKAKYN Eítir Pearl Euck 3$: Svo vildi til þennan dag, að frændi Ling Tans var einn þeirra, sem sáu blað límt á vegg. Hann gat ekki stillt sig um að athuga það nánar, það var háttur hans, og hann naut þess glltaf að standa mitt í þögn fávísra manna, sem ekki þekktu leikmerki frá öðru, og lesa upphátt það, sem skrifað stóð. Þannig fór líka þarna, hann ruddist gegnum hópinn, setti upp gleraugu, og tók að lesa eins hátt og hann gat, og mjög hægt orðin, sem Vú Líen hafði skrifað. Frammi fyrir slíkum lærdómi féll þögn á hópinn af for- vitni og virðingu, og fólkið blístraði á karlinn þar til hann hætti og tók af sér gleraugun. ívs. Fólkið varð enn þegjandalegra þegar það vissi hvað skrif- að stóð. Enginn gat sagt það, sem í hug hans var, og eng- inn þorði að hlæja. Þetta fólk, sem einu sinni hafði verið frjálst, hafði hlegið og bannsungið og fundið að hlutum og dáðst að öðru á þessum sömu götum, og það, hvort sem guðir eða menn áttu í hlut, hafði nú lært að þegja og ráfa þögult úr einum stað í annan. Það gerðu þeir, sem þarna voru saman komnir, og karlinn fór sjálfur og óskaði með sjálfum sér, að hann hefði ekki lesið þetta fyrir þeim, því að nú höfðu þeir meiri ástæðu til hefnda, en hann vildi ekkert frekar en geta gleymt öllu. Þessi maður, frændi Ling Tans, hafði þá fyrir skömmu, fundið sér fróun, hann var farinn að neyta duglega ópíums. Hann fór nú í eina ópíumsholuna, þar sem efnið fékkst ódýrt, gekk inn um lágar dyr, sem voru opnar dag og nótt. Mjóslegin gul stúlka kom á móti honum og benti honum á trébálk með hálmi. Hann lagðist niður og beið meðan hún byrlaði ópíumsdreggjar, lét í pípu, kveikti í henni og stakk upp í hann. Hann teygaði að sér sætan reykinn í djúpum sogum, og lokaði augunum. Þetta var friðurinn, hugsaði hann, friður og sæla hins einmana. Nú var honum sama hverjir réðu ríkjum, hér var hann frjáls. Líkami hans lá eins og dauður og sál hans gat flogið langt í burtu frá honum og öllu illu. Hann var frjáls. Hvernig hafði þetta gerzt? Þessi lítilsmetni maður var þó það betri en hann þurfti að vera, að hann fann sárt til hlutskiptis síns. Hann hafði ekki kjark í sér að neita konu sinni um að fara með skilaboðin til Vú Líen. Það voru smávægileg skilaboð, stundum alveg þýðingarlaus, eins og það, að hún hefði séð nokkra menn sem hlytu að vera fjallamenn, og þeir hefðu haldið til vesturs. En stundum lét hún hann skila því, að synir Ling Tans væru komnir og feldu sig í húsi föður síns. En hvort sem skilaboðin voru smávægileg eða merkileg, varð hann að flytja þau vegna peninganna, sem Vú Líen borgaði fyrir þau. Oft velti hann því fyrir sér, hvort hann gæti ekki snúið út úr skilaboð- Frestað til 12 júní að iækka fiskverð í Bretiandi Sundmeistaramðt (slands Sundmeistaramóti íslands lauk í sundhöllinni í gær- kvöld. Þegar ríkisstjórninni fyrir nokkru barst tilkynning um að' áformað væri að lækka i Bretlandi hámarksverð á þorski og samskonar fiski. hófst ríkisstjórnin strax handa og lét sendiráð íslands í Lon- don hefja viöræður við brezku stjórnina, þar sem sýnt var fram á hversu alvarlegar af- leiðingar slík lækkun mundi hafa fyrir afkonm íslands og fiskflutninga til Bretlands. SíÖan hefur verið unnið að þessu máli sleitulaust og síð- astliðið laugardagskvöld barst hingaö símskeyti frá sendiráð- inu í London mn að sá ár- angur hafi náðst i málinu aö framkvæmd hinna nýju há- marksákvæöa hefði verið frest að til 12. júní. Á meöan sendi- ráðið var að vinna að þessum málum hófust líka aðgerðir í þeim að hálfu brezki-a fiski- manna og hefur árangnr nú orðið eins og að framan get- ur. í aukasundi setti Rafn Sig- urvinsson nýtt met í 50 m. sundi, frjálsri aðferð karla. Synti hann vegalengdina á 27,5 sek. — Fyrra metið átti Jónas Halldórsson. IJrslit mótsins urðu þessi: 400 m. frjáls aðferð karla: Guðm. Jónsson Æ. 6:20,0 Einar Hjartarson Á. 6:33,1 Sigurg. Guðjónss. KR 6:35,0 400 m. bringusund karla: Sigurður Jónsson KR 6:25,2 Magnús Kristjánss. Á 6:56,0 Einar Davíðsson Á 7:14,6 100 m. frjáls aðferö drengja: Halldór Bachmann Æ 1:11,7 Ari Guðmundsson Æ 1:15,8 Einar Sigurvinss. KR 1:22,2 100 m. bringusund kvenna: Unnur Ágústsd. KR 1:41,6 Sigríður Jónsd. KR 1:43,4 3x100 m. boðsund (þrísund). A-sveit KR 3:55,3 A-sveit Ármanns 4: 2,3 B-sveit Ármanns 4: 7,8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.