Þjóðviljinn - 15.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.04.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unn. Útvarpið í dag: 2020 Útvarpshljómsveitm (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Norðurlandaljóð eftir Palm gren. b) Wein, Weib und Gesang; vals eftir Johan Strauss. c) Blysadans eftir Meyerbeer. 20.50 Minnisverð tíðindi (Jón Magn ússon fil. kand.). Leikfélag Reykjavíkur sýnir Orð- ið kl. 8 í kvöld og Fagurt er á Fjöll- um annað kvöld. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Samfylking franskra ættjarðarvina. daga kemur, veit hver og einn hvað hann á að gera.“ Grenier sá sem minnzt er á í greininni er, eins og lesendum Þjóðviljans er kunnugt, þing- maður, meðlimur framkvæmda- nefndar Kommúnistflokksins franska. Hann er nýkominn til London og hefur lýst yfir stuðn ingi flokks síns við Stríðandi Frakka. ....... ■■ ..........< ■■» Aðalfundur Æ.F.R. NÝJA BÍÓ ,Gög og Gobke* í hernaðí (Great Guns) \ Fjörug gamanmynd með STAN LAUREL og OLIVER HARDY Sýnd kl. 5, 7 og 9. St. Minerva nr. 172 heldur skemmt un fyrir templara og gesti þeirra í kvöld kl. 9 í Góðtemplarahúsinu. TJAKNARRtÓ Póstferd (Stagecoach) Amerískur sjónleikur, frá gresjunum í Arizona. CLAIRE TREVOR JOHN WAYNE JOHN CARRADINE LOUISE PLATT. ‘ Fréttamynd: Þýzki herinn gefst upp við Stalíngrad. Sýning kl. 3 — 5 — 7 — 9. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. (LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. ORÐIÐ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. „FAGURT ER Á FJÖLLUM“ Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Neðri deild Alþingis samþykkir þingsályktunartillögu um nýja út- gáfu á Njálssögu Er með þessari þingsályktun stefnt gegn út- gáfu þeirri af Njálu, með nútímastafsetningu, sem kennslumálaráðherra hefur veitt Halldóri Kiljan Laxness leyfi til að gefa út, og útgáfu F ornritaútgáfunnar. Þegar það vitnaðist nú fyrir skömmu, að kennslumálaráð- herra hefði veitt Halldóri Laxness leyfi til þess að gefa út Njálu og að imdirbúningi undir þá útgáfu væri lokið og hand- rit af henni komið í prentun, ruku þeir til, þingmenn Rangvell- inga, Helgi Jónasson, Ingólfur Jónsson og Sveinhjöm Högna- son, sem era helztu postular Hrifluhöfðingjans í neðri deild Alþingis og fluttu þingsályktunartillögu þar sem skorað er á rikisstjóraina að greiða fyrir því, eftir þörfum, að menntamála- ráð og Þjóðvinafélagið gefi út Njálssögu NÚ Á ÞESSU ÁRI í vandaðri heimilisútgáfu handa félagsmönnum sínum. Framh. af 1. síðu. stjórnar og gjaldkeri las upp reikninga félagsins. Síðan var gengið til stjómarkosningar. Þessi voru kosin: Formaður Haraldur Stein- þórsson. Varaformaður: Jón M. Stef- ánsson. Meöstjórnendur: Málmfríð- ur Jóhannsdóttir, Ingvar Hallgrímsson, Björn Haralds- son, Sigurður Guðgeirsson og Einar Helgason. Varastjórn: Hjálmar Ólafs- son, Marta Jóhannsdóttir og Helgi Hóseason. Endurskoðendur: Ásmundur Sigurjónsson og Halldór Þor- grímsson. Til vara: Bóas Em- ilsson. Að því loknu flutti Þórodd- ur Guðmundsson erindi og síð an var fundi sliti'ð. Sænska sendiráðið tilkynnir efiirfarandi: Þjóðviljinn birti síðastliðinn mið- vikudag sögu, sem komin var frá norska blaðafulltrúanum og tekin úr hinu syndikalistiska blaði Arbetaren í Stokkhólm, um það, að tilskipun hefði verið gefin út um mismunandi meðferð á ókunnum hernaðarflugvél um, sem nauðlentu í Svíþjóð. Þai)nig átti að taka allar flugvélar og á- hafnir þeirra, að undanteknum þýzk um, sem skyldi leyft að halda áfram ferð sinni. f tilefni af þessu biður sendiráðið að taka fram: Farið er með ókunnar hernaðar- flugvélar, sem lenda í Svíþjóð, sam- kvæmt sænsku hlutleysislögunum, sem gefin vor út 1938, þ. e. a. s. þær eru teknar og áhafnimar settar í fangabúðir. Auðvitað er enginn mun ur gerður á þýzkum og öðrum flug- vélum. það hefur aldrei komið fyrir, að slíkar flugvélar hafi fengið að halda áfram ferð sinni. Plagg blaðs- ins Arbetaren er mjög dularfullt, þar sem engin slík tilskipun hefur verið gefin út af hlutaðeigandi sænsk um yfirvöldum. Þetta er augljóst mál, og það er erfitt að skilja hvaða réttlátum hagsmunum er þjónað með því að leggja sögu þessa fyrir íslenzka lesendur. Umræður uröu talsverðai’ um þessa tillögu. Töluöu þeir fyrir henni Sveinbjöm Högna son og Helgi Jónasson. Svein- björn fór þó af fundí eftir skammai stund og' var þá Helgi einn til málflutnings. Fór hann í þeim umræðum svo gjörsamlega í kringxtm, sjálfan sig, að liann upplýsti í síðustu ræðu sinni, að hann hefði ekkert á móti nútíma- stafsetningu á fomsögunum, þó að sú sé aðalástæöan til tillögunnar eftir því sem í greinargerð hennar segir. Við umræðurnar upplýstist að Fomritaútgáfan hefði í undirbúningi nýja útgáfu af Njálu. sem Sig. Nordal sæi um. Ennfremui' að alþýðuút- gáfa Sig. Kristjánssonar hefði verið prentuð upp í fyrra og væri hún til á niarkaöinum við vægu veröi. Á þessum forsendum flutti Sigfús Sigurtyjartarson rök- studda dagskrá um að vísa tillögunni frá og taka fyrir næs,ta mál á dagskrá. Einar Olgeirsson flutti' eftir- farandi breytingartillögu: ..Neðri deild Alþingis álykt- ar að skora á ríkisstjómina að greiða fyrir því, að Fom- ritaútgáfan geti vandað alveg sérstaklega til útgáfu Njálu á vegum Fomri'taútgáfimnar, þannig að hún geti m. a. ver- ið prýdd myndum og teikn- ingum beztu íslenzku lista- manna, og leggi' rlkisstjómin, að fengnum upplýsingum, það fyrir Alþingi, hváð kosta myndi að hafa þessa vönduöu útgáfu svo ódýi'a, að sem flest h' landsmenn gætu eignast hana,“. Dagsskrártillaga Sigfúsai” var felld. Sömuleiðis breyt- DREKAKYN Eftir Pearl Ruck j^j nema ef hann frétti um slíkt frá svo f jarlægu þorpi, að hann •> vissi, að synir Ling Tans voru þar ekki, og hann reyndi með < öllu móti að bægja hættu frá tengdafólki sínu, ekki ein- < í?8? ungis vegna konu sinnar, heldur af því að Ling Tan hafði i jarðað móður hans gömlu, gefið henni skýli 1 jörðu á stund, í 58? þegar mörgum var meinað slíkt. S 58? Allan þann tíma hafði borgin verið eins og eyja úti í reg- > 58? inhafi. Engin boð bárust frá umheiminum. Enginn vissi S i?8£ hvað fólkið í frjálsu löndunum athafðist, og oft spurðu í ^ menn hver.annan: Er nokkur von um, að herir okkar komi < aftur? Því að nú hugsuðu allir um innlendu hermennina, • sem góða menn, er gott væri að hafa hjá sér, þó að áður • hefði óspart verið kvartað yfir framferði þeirra. En síðar * höfðu menn kynnzt hinum vondu og grimmu Austurháfs- • j&gj mönnum, sem óðu inn í fátæklegu búðirnar og tóku það j jgjj sem þeim sýndist og borguðu með verðlausri mynt, sem : hvergi var gjaldgeng. Stundum borguðu þeir með erlend- : *v* um peningum, en oftar alls ekki, og tóku hverja þá konu, ! í?* er þeir girntust, enda þótt í borginni væri fjöldi gleði- I SX; kvenna, sem drifu þangað hvaðanæva, því að hér dvöldu i fyrirmenn óvinahersins og sægur hermanna. ■ «$« En meðal óvinanna átti Vú Líen einn vin, gæðamann. ! Hann var ekki stríðsmaður, heldur myndatökumaður, og j ^ hann var úti öllum dögum til að fá myndaefni. Hann leit- ■ 38? aði hins góða, en fann margt illt. Með eigin augum sá ■ 38? hann félaga sína taka ungar konur, og svívirða gamlar ■ 38? konur meira að segja, og hann sá ölvaða hermenn, landa • 38? sína, fremja illvirki sín um hádag fyrir augunum á heið- ■ 58S virðu fólki, sem hefði verið drepið, ef það hefði reynt að j 58? hindra slíkt, og hann sá saklausa menn myrta. Hann varð j 58? svo leiður á slíkri mannvonzku, að dag einn mælti hann : 58? við Vú Líen, er þeir voru einir: Ég hef engan annan að tala við, en við yður get ég sagt, ! að ég hef andstyggð á því, sem við höfum framið gegn þjóð yðar, ég blygðast mín, og óska þess eins, að keisarinn vissi hvað fram fer, en hann fær aldrei að vita það, því að íxí enginn þorir að segja hbnum slíkt. Og ég þarf ekki að taka «a« til keisarann. Almenningur heima mundi ekki trúa því, að synir, eiginmenn og feður og bræður fremji hér önnur eins w grimmdarverk. v$j Vú Líen hlustaði og svaraði vel, og upp úr þessu varð eins konar vinátta. Vú Líen sagði jafnan fátt, en hinn þess ^ fleira, og af hans munni frétti Vú Líen það, að ekki ein- ungis þjóðir þeirra áttu í ófriði, heldur einnig aðrar þjóðir, ^ ef til vill allur heimurinn. ^ Hvernig komizt þér að öllu þessu? spurði Vú Líen. Þá ^ fór maðurinn með hann til herbergis síns og sýndi honum ^ lítinn, svartan kassa. Vú Líen hafði heyrt um slíka hluti, ^ en aldrei séð þá. Maðurinn sneri hnapp, og svo öðrum, og ^ út úr kassanum kom lág rödd. Hlustið þér, sagði maðurinn. ^ Og Vú Líen hlustaði, og röddin í kassanum sagði frá ^ miklum tíðindum, og nú fyrst heyrði Vú Líen með eigin $£ eyrum, að þjóðir hefðu sagt hver annarri stríð á hendur, ^ og sprengjur féllu engu síður í hinar miklu borgir Vestur- landa en í heimaborg hans. Hvers virði voru þeir smá- $£ munir, sem Vú Líen frétti hjá njósnurum sínum, þegar $£ annað eins var að gerast. !$£ Hvar get ég keypt mér svona kassa? spurði hann mann- $£ inn. — j8? Ég skal útvega yður einn, sagði maðurinn. >8? Svo töluðu þeir saman, og Vú Líen varð ljóst hve stór- ingartillaga Einars að viö- höfðu nafnakalli (12:17). Já sögöu: Áki, Ásg. Ásg., Barði, E. Ol., F. J., Gunnai’ Thor., Lúðv. J., Sigfús, Sig. Bj., Sig. Guön., Sig. Thor., Þór. Guðm. Nei sögðu: Jóh. Jós., Bj. Ásg., Eyst. J., Gax’ðar Þ., Helgl J., Jak. Möller., Jón Sig., Jör. Br., Ól. Th.. Páll J., Páll Þ., Pétur Ott., Sig. Hl., Sig. Kr., Sig. Þ., Sk. G., Sv. Högnas. Fjærstaddi'r voru 4, þeir: E. Jónss., Gísli G., Gísli Sv. og Ing. Jónss. Þingsályktunartillaga þeirra Hrifliunanna var síöan sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli með 19:12 atkv. liagnús Jónsson for- maður útvarpsráðs Magnús Jónsson prófessor var nýlega skipaður formaöur útvarpsráðs. Sú hlálega missögn var í ÞjóÖviljanum í gær, að hann hefði verið skipaðm- foi'maöur menntamálaráðs. Vinnustöðvatrúnaðarmenn. Kosn- ing trúnaðarmanna Dagsbrúnar á vinnustöðvum er nú í fullum gangi. Hafa þegar verið kosnir trúnaðar- menn á 12 vinnustöðvum og er mik- ill áhugi ríkjandi meðal verkamanna út af þessu nýmæli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.