Þjóðviljinn - 16.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Næturlaeknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um. Næturvörður er í Lyfjabuðinni Ið- unni. Jóhannesarpassían. Tónlistarfélag- ið sýnir Jóhannesarpassíuna eftir Joh. Seb. Bach n.k. sunnudag kl. 4% e. h. í Fríkirkjunni. Happdrætti „Jaðars“. Enn hefur ekik verið vitjað eftirfar- andi vinninga: Nr. 961, 2819, 5065, 5826, 6639, 2687, 3055, og 701. Vinninganna sé vitjað nú þegar á skrifstofu Hjartar Hanssonar, Banka stræti 11. MENNTASKÓLINN Framh. af 1. síSu. Rektor gekk meS blaSa- mönnum um kennslustofur og Iþöku. Skólinn var byggS- ur fyrir nærri 100 árum og ætláSur upphaflega 100 nem- endum. ÞaS ber vott um stór- hug þeirra sem byggingunni réSu aS nokkur leiS skuli vera aS kenna í húsinu enn — og þaö ekki hundraö heldur hátt á þriSja hundraS nemendum. En aS sjálfsögSu eru þrengsli til baga. Rektor telur aS minnsta viSbót sem hægt væri aó koinast af meS séu bekkir og vinnustofur fyrir alla stærSfræSideildina, leik- fimisalur, bókasafnshús og samkomusalur til aS létta á hátíSasalnum. 1 Happdrætti, hljóðfæri, rafstöð. Nemendur Menntaskólans hafa hafizt handa um fjár- söfnun til kaupa á vönduöu hljóöfæri í hátíöasalinn, og selja í dag happdrættismiöa í þessu skyni. I happdrætti þessu eru ágætir vinningar svo sem ferö til Ameríku og til baka ásamt 50 dollurum í peningum, málverk éftir Finn Jónsson, tveiv mioar aS 25 frumsýningum í Tjarnarbíó, vikudvöl á Laugarvatni, fiug- ferö til Akureyrar, allur viö- leguútbúnaSur o. fl. ■ Fé því sem inn kemur veröm’ einn- ig variö til aö standast kostn- aö af vindrafstöö, sem nem- endur hafa sjálfir komiö upp í skólaseli Menntaskólans. Veröur dregiö i happdrættinu 17. júní. Reykvíkingum er Menntaskólinn kær, og er óþarfi aö hvetja bæjarbúa til aö styöja þessa þörfu viö- leitni nemendanna. 1. maí-nefnd. Framh. af 1. síðu. lags Reykjavíkurbæjar ákvaö þann 12. þ. m. aö fallast á þá ákvöröun er stjórn B. S. R. B. hefur gert, aö taka þátt í 1. maí hátíöahöldum full- trúaráös verklýösfélaganna. íþróttaþjálfun Finna Framh. af 3. síðu. hefur hann það sem eftir er af sumrinu. Ef til vill gæti þetta vei’iö einskonar leiðarvísir fyrii’ okkar frjáls-íþróttamenn séi*- staklega langhlaupara, svo þeir gætu með eigin reynslu og þessara, samiö sér gott' þjálfunar-„program“. NÝJA BÍÓ ,Gdg og Gofefee^ í hernadi (Great Guns) Fjörug gamanmynd með STAN LAUREL og OLIVER HARDY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla smaladreng kl. 5 í dag og Fagurt er á fjöllum kl. 8 i kvöld. -— Aðgöngu- miðasalan er opin frá kl. 2 í dag. TJARNABBtÓ Póstferd (Stagecoach) Amerískur sjónleikur, frá gresjunum í Arizona. CLAIRE TREVOR JOHN WAYNE JOHN CARRADINE LOUISE PLATT. Fréttamynd: Þýzki herinn gefst upp við Stalíngrad. Sýning kl. 3 — 5 — 7 — 9. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. Hugheilar þakkir fyrir margskonar vinarhug er mér var sýndur á fimmtugsafmælinu 12. þ. m. Kristófer Grímsson Hraunteig 10. LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR. „ÓLI SMALADRENGUR" Sýning I dag kl. 5. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. „FAGURT ER Á FJÖLLUM“ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 3 í dag. á bfejarstjórnarfundí Fi’amh. af 1. síðu. mn á húsnæðinu, sem bent heföi verið á, enda heföi þaS þegar verið í undirbúningi Kaupir bærinn hús Heigu Nielsdóttur Húsin eru tilvalin fyrir vöggustofu og bamaheimili Helga Níelsdóttir hefur boðið bænum hús sín á horni Hring- brautar og Eiríksgötu til kaups. Bæjarráð hafði samþykkt að hafna þessu boði. Katrín Páls- dóttir hóf máls á því á fundi bæjarstjórnar í gær að æskilegt væri að bæjarráð tæki þessa af- stöðu til endurskoðunar, þar sem húsin væru mjög vel fallin fyrir vöggustofu og barnaheim- ili. Katrín bar fram eftirfarandi tillögu, sem var vísað til bæjar- ráðs: „Bæjarstjórn Reykjavíkur á- kveður að leita samninga við Helgu Níelsdóttur um kaup á húseignunum Eiríksgþtu 37 og Hringbraut 78 í Reykjavík. Garðlönd fyrir bæjarbúa Katrín Pálsdóttir gerði fyrir- spurn til borgarstjóra um hvað hæft væri í því sem skýrt var frá í einu blaði bæjarins ný- lega að fjöldi bæjarbúa gæti ekki fengið garðlönd til rækt- unar, þrátt fyrir ítrekaðar ósk- ir. Borgarstjóri skýrði fi’á því að garðyrkjuráðunautur bæjarins hefði ekki skýrt sér frá því að skortur væri á garðlöndum fyrr en í gær,-en nú kvað hann liggja fyrir tillögur um hvaða lönd yrðu tekin til þessara nota, og yrðu þær teknar fyrir á fundi bæjarráðs í dag. Kosið í húsaleigunefnd Steinþór Guðmundsson og Ragnar Þórarinsson voru kosnir í húsaleigunefnd, en til vara Haraldur Bjarnason og Þorleif- ur H. Eyjólfsson. Ríkisstjórinn hefur skipað Guðmund R. Oddsson og Einar Erlendsson. • Hæstiréttur skipar formann nefndarinnar. Hann ér enn ó- skipaður. Sumardvöl barna í sveit Skýrt var frá því að fimm manna nefnd myndi annast fyr- irgreiðslu fyrir dvöl barna í sveit í sumar. Mundi bæjarráð tilnefna tvo, ríkisstjórnin tvo og Rauði krossinn einn. ÍVS. DREKAKYN Eftir Pcarl Buck og heyrði hvernig fólk þjáðist erlendis, og hvernig það hafði orðið fyrir sömu skelfingunum og þjóð hans, og hann heyrði hvernig reiðin óx meðal þjóðanna og um æði leið- toganna. Þegar því var lokið, fór hann í rúmið, hálfringl- aður af öllu því, sem hann hafði heyrt, titrandi af vitneskju um hina miklu tíma. kostleg styrjöldin var. Maðurinn sagði honum, að stríðið hér væri aðeins einn þáttur styrjaldarinnar, og sá tími mundi koma, að ekkert land yrði utan við stríðið, og hann varp öndinni mæðilega er hann sagði þetta,- Löndum mínum líkar það vel, sagði hann Vú Líen. Þeir sjá í því tækifæri til að verða auðugir og voldugir, hver um sig. En ég óska mér ekki slíks. Ég vildi fara heim í borg- ina mína, sem er lítill rólegur staður á sjávarströnd, og mega lifa þar með konu minni og böi’num og foreldrum mínum öldruðum. Annars óska ég mér ekki. Það nægir manni, samþykkti Vú Líen. Það virðist til of mikils mælzt á þessum tímum, sagði maðurinn dapurlega. Þannig atvikaðizt það, að Vú Líen fékk kassa handa sjálf- um sér, því að skömmu síðar færði þessi óvinavinur hans honum slíkt tæki að gjöf. Vú Líen hafði kassan 1 herbergi sínu og lét röddina lifa oft langt fram á nótt og hlustaði. Stundum heyrðist ekkert úr kassanum, stundum einhver vitleysa, einkennileg tónlist og óþörf orð, en stundum kom rödd sannleikans úr tækinu. Þá hlustaði hann með athygli, Illt og bölvað, muldraði hann, það er allt saman illt og bölvað. Hvað er að þér? spurði kona hans nótt eina. Það er sjálf- sagt súpan, sem þú drakkst. Mér fannst vera einhver lykt af henni. Hann andvarpaði bara, því hvernig er hægt að gera- konu það skiljanlegt, að heimurinn sé að farast? Hann sökkti sér enn dýpra niður í sjálfan sig, því nú vissi hann,’ að friðurinn var svo langt undan, að menn gátu gleymt honum eins og draum, sem mann hefur dreymt fyrir löngu, og unga fólkið mundi ekki vita hvað friður var, því það hefði aldrei þekkt hann. Einn dag, er hann var að hlusta á kassann sinn, og það gerði hann nú oftar og oftar, kom gamli frændinn hans Ling Tans þangað með fréttir sínar, og er hann sá, að Vú Líen var að hlusta, spurði hann, hvað það væri. Vú Líen sagði honum það, og var svo uppfullur af því, sem hann hafði verið að hlusta á, að hann gat ekki stillt sig um að segja karlinum, að allur heimurinn ætti í styrjöld. Þegar karlinn spurði, hvernig hann hefði komizt að því, sýndi hann honum hvernig ætti að fara með kassann til þess að röddin heyrðist. Svo stóð á, að ekkert heyrðist nema músík, en það var nóg til að vekja óhreinar hugsanir í huga karlsins. Hann var hreint ekki eins heimskur og hann leit út fyrir, en hafði verið undirokaður allt sitt líf, fyrst af móður sinni ög síðar af konu sinni, og ást hans á fræðum mitt á meðal manna, sem engin fræði kunnu, höfðu gert honum svo ó- hægt fyrir, að hann hafði aldrei komið neinu því fram, sem hann vildi. En nú hafði ópíumnautnin gert úr honum nýjan mann. Síðan hann fór að reykja ópíum að staðaldri og halda því leyndu, fannst honum hann vera í slíkri hættu hvort sem var, að hann var til í allt, bara að hann fengi daglegan skammt af ópíum. Þessi maður, sem fram til þessa hafði varla vogað að lyfta höfði frá kodda til að skyggnast eftir rottu í svefnherberginu, varð nú ósvífnari og sam- vizkulausari með hverjum degi, án þess að nokkur breyt- ing yrði á hinni undirgefnislegu framkomu hans. Hann stal öllu, sem hann náði í, af búðarborðinu og seldi það, og hann tók spariflíkur konu sinnar og veðsetti. Þegar hún tók eftir missinum og fór að óskapast, lét hann ekkert á sig ganga og lézt verða steinhissa á þjófnaðinum. Allt. sem hann hafði, fór til kaupa á ópíum. Margan dag laug hann að konu sinni og sagði, að Vú Líen hefði ekki borgað honum neitt, og hafði þá eytt allri borguninni. Hann reykti áður en hann fór til Vú Líen til þess að sækja í sig kjark til að sjóða sam- an einhverjar lygafréttir, og hann reykti eftir að hann kom frá Vú Líen, vegna þess að hann var með tvo smá- skildinga í vasanum, og hann varð hugaðri eftir því sem ílöngunin óx. Þennan dag, er hann hlustaði á kassann, flaug honum í hug,’að ekki væri ónýtt að háfa svona kassa, sem hann gæti geymt í leyniherbergi, og koma svo í tekrárnar og láta fólk borga sér fyrir að segja því fréttir. Með þá peninga gæti hann farið eins og hann vildi. Honum hefði varla komið slíkt til hugar, ef hann hefði verið með sjálfum sér, því

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.