Þjóðviljinn - 01.06.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.06.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. júní 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 plðOVIIJINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson ■ Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Hverskonar rfkisstjórn vill Framsókn? í bæklingi þeim, sem út kemur í dag frá fræSslunefnd Sósíalistaflokksins, gerir Brynj ólfur Bj arnason grein fyrir af- stö'ðu Sósíalistaflokksins í samningunum í vetur og yfir- leitt um afstööu flokksins til stjórnarmyndunarmálsins. Það kemur alveg skýrt fram í þessari greinargerð, hver höfuðstefnumunur er á Fram- sókn og Sósíalistaflokknum í þessum málum, — og það er nauðsynlegt aö hver einasti verkamaöur, hver sveitamaður og fiskimaður þessa lands, hver vinnandi og hugsandi ís- lendingur geri sér grein fyrir þessum mun og geri það upp við sig með hvorri stefnunni hann ætlar að standa. Hverskonar stjórn er ' þaö. sem Framsókn vill? Það er stjórn, sem fengi „verkalýðsflokkana“ svoköll- uðu til þess að ganga inn á að lækka kaupgjaldið um 20 —30% og lögbjóða þá lækkun í krafti þessa „samkomulags“. — en léti verkalýönum samt engar tryggingar í té gegn atvinnuleysi í framtíðinni. Það er stjóm, sem leggði nýja neyzluskatta á almenn- ing í hækkuðu raforkuverði, — en lækkaði aö engu leyti tollana- Það er stjórn, sem neitaöi alþýðu um umbætur á fram- færslulögunum, vinnulöggjöf- inni, menningarmálum, réttar- farsmálum o. s. frv., — en flaggaði með því að vera „rót- tæk umbótastjóm", tii þess að eyðileggja þannig trú al- þýðunnar á öllum, sem berj- ast fyrir róttækum umbótum. Stjórnin, sem Framsókn vill og Eyqteinn býður upp á, þaö er sú stjóm, sem Jónas frá Hriflu vill lofa Eysteini að mynda, án þess að kljúfa Framsókn, af þvi Jónas veit að það yrðu „verkalýðsflokk- amir“, sem yrðu eyöilagðir með því að ganga að slíkum grundvelli en ekki Framsókn! (Og „verkalýösflokkamir“ þýðir undir þessum kringum- stæöum fyrst og fremst Sós- íalistaflokkurinn, því Alþýðu- flokkinn er búiö að eyðileggja einmitt með þessum aðferð- um Jónasar!) En hvert er svo takmarkið framundan, sem Brynjólfur lýsir í bæklingi þessum: „Samtök fólksins; verka- Nýr físksðlusamníngur á dðfinní Það verðnr að knýja f ram verðhækkon á f iskinnm Hvers vegna eiga smáútvegsmenn og sjó- menn enga fulltrúa í viðskíptanefndinni, sem hefur samningana með höndum ? Eftir LúBvík Jósefsson alþingismann Nú munu standa yfir samningar um sölu á fiskframleiðslu okkar næsta ár, því núgildandi fisksölusamningur gengur úr gildi innan skamms. Fiskimenn mn allt land bíða eðlilega með nokkurri óþreyju eftir vitneskju um fiskverðið, sem verða á. Nú er heilt ár liðið síðan síðasti fisksölusamningur var gerður og það verð ákveðið, sem enn gildir. Á þessum tíma hefur margt breytzt og nauðsynlegt, að þeir menn, sem semja eiga um nýtt fiskverð geri sér fyllilega ljóst, hvemig málum þeirra er nú komið, sem alla afkomu sína eiga undir fiskverðinu. Þegar síðasti fisksölusamningur var gerður var verðlags- vísitalan 183 stig en nú mun hún vera um 70 stigum hærri. Kaup fiskimanna hefur á undangengnu ári farið sífellt lækkandi jafnt og þétt í hlutfalli við verðlagshækkunina. Það er því alveg ó- hugsandi, að sjómenn og aðrir þeir, sem kaup sitt taka í afla- hlut geti látið sér lynda sama fiskverð og nú gildir. Þeir hljóta að gera kröfur um bætt laun engu síður en aðrir og að fullt til- lit sé við ákvörðun fiskverðsins tekið til verðlags þess, er þeir eiga við að búa. Útgerðarreksturinn sjálfur getur heldur ekki búið við sama fiskverö áfram og nú er. Frá því að núverandi verð var ákveöið hafa allar þær vörur er til fiskveiða þarf, stórlegá hækkað í veröi og að lang- samlega mestu leyti óvið-. komandi okkar innlendu verö- bólgu. Þannig hefur olía hækk að um ca. 50% og veiðarfæri, vélar og efniviður til viðhalds sömuleiðis hækkað mjög veru- j lega. Það kemur ekki til mála | áð þær þjóðir, sem af okkur kaupa afurðir okkar og selja okkur allar helztu nauðsynja- vörur framleiðslunnar, láti sér til hugar koma að afurðaverð- ið til okkar geti verið fast- bundið á sama tíma sem nauðsynlegustu vörur til fram leiöslunnar fara síhækkandi í verði af orsökum, sem við fá- um engu um ráðið. Frá útgerðarinnar hálfu hlýtur krafan að vera sú, aö annaðhvort hækki fiskveröið verulega eða að nauðsynja- vörur útgerðarinnar svo sem olía, kol, salt, veiöarfæri, vél- ar og bátaviður verði ekki í hærra verði en vörur þessar voru, þegar síðasti fisksölu- samningur var gerður. Sjómenn og útgerðarmenn eiga engan fulltrúa í nefnd þeirri er annast um þessa samninga, en alveg sérstak- lega vegna þess er nauðsyn- legt að fiskimenn yfirleitt geri þessum mönnum fyllilega ljóst nú þegar, að sarna fisk- verð, að' óbreyttu verðlagi, get- ur ekki komið til mála. í nefnd þeirri er samningana munu gera eru frá Islands hálfu 3—4 bankastjórar og álíka margir forstjórar en full- trúa frá samtökum sjómanna eða smáútvegsins er þar ekki um að ræða. lýðsins, fiskimanna og hænd- anna, verða að vera fær mn að stjórna raunverulega land- inu með ríkisstjómina í þjón- ustu sinni. Þetta er það, sem felst í lýðræði. Þetta er kjaminn í lallri lýðræöisbaráttu nútím- ans. Valdið kemur frá fólkinu, sé heitt í samráði viö það og í þess þágu. En reglan í Framsóknar- pólitíkinni er: Ljúgai valdið út úr fólkinu viö kosningar með kosninga- loforðum. Svíkja þau á eftir og beita fólkið kúgun. Neita því um kosningar, ef svona svik eru framin og jafnvel láta ekki löghoðnar kosningar fara fram, ef ástæða er til að óttast aö fólkið láti ekki blekkjai sig á ný. Ríkisstjórnin, sem Sósíalista flokkurinn berst fyrir að fá, er því af allt öðrum toga en sú, sem Framsókn hugsar sér. — Og það er nauðsynlegt að hver kjósandi geri sér þetta ljóst. Og til þess er honum nauðsynlegt að lesa og íhuga bækling Brynjólfs. Samtök fólksins hafa þegar kveöið upp úr með það, hvers- konar stjóm þau vilja í þessu' landi. Sterkasta samtakaheild ■íslenzkrar alþýðu, Alþýðusam- bandið, reiö á vaðið með sam- þykkt sinni um stofnun bandai lags alþýðusamtákanna. Næsta verkefnið fyrir vinn- andi stéttir íslands er að skapa það bandalag. Þar með væri líka skapað aðalskilyrð- íð fyrir róttækri umbótastjöm á íslandi. Eins og á hefur yerið bent. má öllum vera það ljóst mál, aö hækkun fiskverðsins er ó- hjákvæmileg og sjálfsögð en jafnframt því sem fiskverðið hækkar hér, verður að fá þaö tryggt meö samningimum, að fiskverðið úti sé stöðugt fyrir þau skip er taka að sér flutn- ing fiskjarins á erlendan mark að, þar sem og þegar íslend- ingar veröa að flytja fiskinn út sjálfir. Það þýöir ekki að hækka fiskveröið hér innan- lands, ef engin skip fást til þess aö flytja hann út vegna óeðlilega lágs verðs þar. Sjó- menn og útgerðarmenn þurfa vel að fylgjast með hv^ö í þessum málum gerist nú næstu daga. Lúðvík Jósepsson. Flestir siðmenntaðir menn munu vera sammála um, að slíkt sé skortur á sannri menningu þegar einhver oln- bogar sig áfram í mannþyrp- ingu án þess að skeyta því hið minnsta þó með því troði hann undir börn og lasburða fólk. Slíkt hei'tir á máli sæmi- legra manna ómenning, og það með réttu. En það er víð- ar en hjá dónum á almanna- færi á götum úti, að ómenn- ingin auglýsir sig nú á tím- um. Ef athugaöar eru hús- næðisauglýsingar Morgun- blaðsins á fremstu síðu, þá kemur í ljós, að margir þeir sem þar auglýsa, en fela virðu leg nöfn sín fyrir almenningi standa ekki að baki götudón- unum hvað ómenningu snert- ir. En hvað segið þið um svo- felda auglýsingu á tímum þeirra húsnæöisvandræða sem nú eru, þar sem vitað er að fjöldi bama bíður ævilangt tjón á heilsu sinni sákir vönt- unar á hollu húsnæði. Fjög- urra herbergja íbúð til leigu ásamt eldhúsi, baði og öðrum nýtísku þægindum. Aðeins mjög fámenn fjölskylda kem- ur til greina. Tilboð sendist afgreiðslunni. Menn skyldu nú halda að auglýsing sem þessi heyrði nú á tímum til imdan- tekninga, en svo er því miöur ekki. Flestir sem auglýsa hús- næði taka það skýrt fram að aðeins bamlaust fólk komi til greina. Og þetta skeður í höfuðborg íslands á tímum þegar fjöldi barna bíður heilsutjón sökum húsnæöisskorts. Og þó er það viöurkennt í orði aö bömun- um heyri framtíðin til og því beri fyrst og fremst aö stuðla að heilsusamlegu uppeldi þei'rra. Svo lengi sem höfuð- borg íslands tekst ekki að skapa menningu á þessu sviði þar sem samræmi er milli or'ða og athafna í þessum málum, þar sem einstaklingar og fél- agsheildin leggjast á eitt um áð leysa þetta mesta vanda- mál borgarinnar, þá verða af- skipti þess opinbera af uppeld- ismálum kák eitt, til þess að sýnast. Slíkum húsnæöisaug- lýsendum sem ég hefi hér gert að umtalsefni, ber að skipa á bekk með götudónunum sem brjótast áfram í mannþyrp- ingu án þess aö skeyta því þó þeir troði undii’ þá sem minnimáttar eru. Almennings- álitiö er máttugt vopn, og því ber hér tvímælalaust skylda til, aö kveða slíka ómenningu niður. Heimtið nöfn slíkra auglýsenda fram í dagsljósið. Svo er önnur tegund húsnæð- isauglýsinga sem ekki væri síður þörf að athuga, en það eru auglýsingar okraranna sem ekki aðeins láta sér nægja að nota sér vandræði fólks- ins meö því að taka margfalda leigu við það sem sanngjarnt væri, heldur láta jafnframt greipar sópa um eigur viðkom andi, með því að krefjast alls- konar aukafjárútláta, svo sem margra ára leigu fyrirfram, eða jafnvel sérstakrar hárrar greiðslu fyrir það eitt að við- komandi fái að flytja inn í húsið. Slík starfsemi ætta að vera fyrirbyggö með lögum, og- er það líka máske, ef lög- um væi’i framfylgt á þessu sviði, sem ekki væri vanþörf. Þessar, svívirðiTegu auglýs- ingar, meö þeim rotna hugs- unarhætti sem að baki þeim liggm-, eru nú þegar farnar að setja slíkan ómenningar blett á þennan bæ, aö full þörf er á að gripiðl sé hér, sterkt í taumana. Verum samtaka í þessum málum við sem aðhyllumst sið menningu. Kveðum ómenning- una niöur. Verkamaður. >0000000000000000« DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf fisalan Hafnarstraeti 16. 00000000000000000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.