Þjóðviljinn - 08.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.06.1943, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. júiií 1943 126. tölublað. ylir 700 |é. bFöEiup á ttía m í Og svo eru yfírráðín yíír Mjólkursíöðinní fekín af þeím í þokkabóf í reikhingum Mjólkursamsölunnar á verðlagssvæði Reykja- víkur og Hafnarfjarðar fyrir árið 1942 getur að líta eftirfar- andi lið: Til byggingarsjóðs 714.121.76 kr. Byggingarsjóði þessum mun ætlað að verja til byggingar nýrrar mjólkurstöðvar í Reykjavík. Þessar 700 þús. kr. eru tæpur þriðjungur af tekjum Mjólk- ursamsölunnar af vörusölu það ár (2.543.254 kr.), og mun láta nærri að framlag þetta samsvari 10 aurum á hvern mjólkur- líter, en 1942 voru seldir hér 7.455.610 lítrar af mjólk. Mjólkurstöðin hefur á undan- förnu ári greitt til framleiðenda rúmar 6 milljónir króna fyrir mjólk og rjóma (6.349.478 kr.). í byggingarsjóðinn, sem virð- ist eiga að verja til þess að hyggja mjólkurstöð, er nú kom- , ið 1.230.579 kr. Hér eru að gerast atburðir, sem neytendur verða að láta til sín taka með: 1. A einu ári er lagður 10 aura skattur á hvern mjólkurlíter, til neytenda, sem gengur í bygg- ingarsjóð Mjólkursamsöluhnar. 2. Með slíku — óheyrilega háu gjaldi — virðist eiga að ná, á örskömmum tíma, öllu því fjár- magni, sem þarf til þess að byggja nýja mjólkurstöð (sem vissulega er sízt vanþörf á að byggja). 3. Um leið og þetta hefur ver- ið gert, er stjórn mjólkurstöðv- arinnar og mjólkursamsölunnar breytt þannig að bændur eða réttara sagt Framsókn fær hana einvörðungu í sínar hendur. Neytendur eru sviptir áhrifum á hana. Neytendur eiga að fá að borga stöðina, en Framsókn að ráða henni. Þetta mál verður tafarlaust að takast til athugunar. Þjóðvilj inn hefur áður bent á nauðsyn þess að mjólkurstöðin væri eign t. d. Reykjavíkurbæjar, svo neytendur hefðu einhver áhrif á þessa stöð, sem gefur mjólkur- framleiðendum' einokunarað- stöðu, ef þeir hafa hana einir. Tækifærið er nú, til þess að knýja fram nauðsynlegar beyt- ingar á þessu málil Þessar breytingar á að vera hægt að framkvæma í friðsam- legri samvinnu við bændur. ,Það er ekki í þeirra þágu að stofnað sé til ævarandi deilu við mjólk- urneytendur í Reykjavík. Það verður að tryggja samstarf milli þessara aðila í framtíðinni og Framh. á 4. síðu. ISLANDSMOTIÐ. UíHioii íeRyp eli ðitf í ÍMsili A sunnudagskvöld barst for- manni K.R.R. bréf frá Knatt- spyrnufél. Víking, þar sem þeir tilkynna, að þeir taki ekki þátt í íslandsmótinu sem átti að byrja daginn eftir. Færa þeir sem ástæðu fyrir þessu, að svo margir af kepp- endum þeirra í meistaraflokki séu forfallaðir, að þeir hafi ekki í kapplið. Þessi ákvörðun Vík- ings hlýtur að hafa slæm áhrif á allar hliðar, bæði út á við og inn á við, því óneitanlega er það einskonar uppgjöf af félagi, sem telur nokkur hundruð melimi. Fyrir félög þau er sjá um mótin er þetta mikill fjárhagslegur skaði, knattspyrnulega er það slæmt, og f élagslega er það ólík- legt til að bæta samvinnu: Því sennilega munu flestir líta á þetta sem hefndarráðstöfun vegna úrskurðar K.R.R. viðvíkj andi Anton. En undir öllum kringumstæðum er þetta verst fyrir Víking, og harma ég það. Að sjálfsögðu verður þetta mál rannsakað. F. Jðnas frá Hriflu stððfestir ummæli Brynj. Bjarnasonðr í bækling Brynjólfs Bjarna sönar, „Samningarnir um vinstri stjórn", stendur (í kaflanum: Úrslitakostir Framsóknar): „Þarna er útkoman úr dæminu: Kauplækkun í stórum stíl. Það er aðalatriðið, alfa og ómega, upphaf og endir, allt annað er aukaatriði. Pistilinn hefur skrifað post ulinn Jónas og hann hljóðar svo: Eitt er nauðsynlegt, kaupið þarf að lækka og sjá allt ann- að mun veitast yður." Ekki er pentsvertan fyrr þornuð á bæklingi Brynj- ólfs, en pistill Jónasar berst út um sveitir (og villist í Þjóðviljann) og staðfestir allt, sem Brynjólfur hefur sagt bókstaflega! Fáið ykkur bæklinginn strax í dag. Steegman flytur annan fyrirlestur sinn í Há- skólanum í kvöld John Steegman Ustmálari flytur annan fyrirlestur sinn um myndlist í háskólanum í kvöld kL 8,30, og talar þá um hina miklu ensku landlags- málara. Hann mun sýna fjölda skuggamynda til skýringar máli sínu. í fyrirlestrinum mun hann ræSa um þá málara, sem hófu enskar landlagsmyndir til vegs og virSingar. Hann mun m. a. sýna skuggamyndir af verkum' þessara málara: Richard Wil- son, sem var frægur fyrir Framhald á 4. síðu. lífiðiHiiiua íiauðsynleo (II lausnar fi yafldaDfilum eftlpsfpíosfímans Ævarp Thor Thors á ráðsfefnunní í Hof Spríngs Thor Thors, f orseti hinnar íslenzku sendinef ndar á matvæla- ráðstefnu hinna sameinuðu þjóða ávarpaði ráðstefnuna í Oot Springs s.l. fimmtudag, og mælti á þessa leið: „Eg lít á það sem mikinn heiður að fá tækifæri til að styðja þær tillögur er fram hafa verið bornar hér. Vissulega bjuggust allir við miklu af þessari ráðstefnu. Og það var ekki aðeins vegna þeirrar staðreyndar, að þessi ráð- stefna ræðir velferðarmál alls mannkynsins, heldur einnig vegna þess, að þessi ráðstefna er sú fyrsta, sem hinar sameinuðu þjóð- ir halda, þar sem rætt er um hvernig sjá megi öllum íbúum heimsins f yrir daglegu brauði að stríðinu loknu. Sú vinsemd sem hefur einkennt þessa ráðstefnu, mun einnig ríkja á þeim ráð- stefnum, er síðar verða haldnar, og við vitum allir, að þær munu verða margar. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Allar þjóðir, stórar og smáar, munu hafa sín vanda- mál að ráða fram úr eftir stríð- ið. Engin þeirra getur ráðið fram úr þeim ein síns liðs. Við verðum að taka tillit hver til annars, er við reynum að koma á betra skipulagi í heiminum, en það mun hafa víðtæk áhrif á þjóðir okkar. Auðvitað mun það taka sinn tíma að framkvæma allar þær áætlanir sem við höf- um svo eindregið komið okkur saman um hér, en fyrst er að I hugsa og svo er að framkvæma. | Eg óska einskis frekar en að | vinarhugur sá, sem hér hefur I ríkt, megi og láta til sín taka á j ráðstefnum okkar í framtíðinm: í Við skulum vona, að við verðum í framtíðinni jafn samhuga og við erum hér. Ekki get ég annað en farið nokkrum orðum um hið frábæra starf fulltrúanna á þessari ráð- stefnu. Tillögur þær sém fram Framh. á 4. síðu. Sjómannadagurínn Minningarathöfn og ræðuhöld á íþróttaveilinum 64 sjómenn hafa fatízt á s, L árí Sjómannadagurinn var hátiðlegur haldinn s. 1. sumro- dag, bæði hér í Reykjavík og víðsvegar úti um land. Hér í Reykjavík fóru sjómenn í hópgöngu suður á íþróttavöll og fór þár fram minningarathöfn um drukkn- aða sjómenn, ræðuhöld og söngur. Hópganga sjómanna hófst við stýrimannaskólann um kl. 1.30. Gengu þeir undir fánum sjómannasamtakanna og fjölda íslenzkra fána suS- ur á íþróttavöll og skipuðu sér í fylkingu á vellinum. Minningarathöfnin hófst meS því að GuSmundur Jóns- son söng: „Þrútið var loft", en þvínæst flutti Sigurgeir SigurSsson biskup minningar- ræSu. Alger þögn ríkti í eina mínútu. Á hinum hvíta minningar- fána sjómanna voru aS þessu sinni 90 gullnar stjörnur. 64 sjómenn hafa drukknað frá því sjómannadagurinn var haldinn s. 1. ár, auk þess 24, .EVamhald á 4. síðu. 752 þýzkar flugvélar eyðilagðar vikuna sem leið á austurvígstiiðvunum Á austurvígstöðvunum er að- allega um loftbardaga að ræða, og voru 27 þýzkar flugvélar skotnar niður yfir Leningrad- vígstöðvunum í gær. Síðastliðna viku voru 752 þýzkar flugvélar eyðilagðar á austurvígstöðvunum, en 212 rússneskar flugvélar fórust. Hinn mikli árangur rússneska flugflotans undanfarið er talinn meðal annars að þakka nýrri tegund orustuflugvéla, sem tek- in hefur verið í notkun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.