Þjóðviljinn - 10.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.06.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JÓÐVIL JINN Fimmtudagur 10. júní 1943. I ” Verkamenn og faglærða smlðl vanfar ennþá í Hífaveifu- vinnuna. Ráðning kl. 11—12 daglega í skrifsfofu Höjgaard & Schulte, Miðsfraefí 12. Frá Snmardvalarnefnd. Þau börn, sem dvelja eiga á eftirtöldum barnaheim- ilum, mæti við Miðbæjarskólann, til brottfarar- eins og hér segir: Brautarholt á Skeiðum: Miðvikudaginn 16. júní kl. 2 síðdegis. Menntaskólaselið: Miðvikudaginn 16. júní kl. 10. árdegis. Sælingsdalslaug: Miðvikudaginn 16. júní kl. 8 árdegis. Stykkishólmur: Fimmtudaginn 17. júní kl. 8 árdegis. Staðarfell: Föstudaginn 18. júní kl. 8 árdegis. Farangri barnanna að Staðarfelli og Stykkishólmi sé skilað í Miðbæjarskólann kl. 2 síðdegis, daginn áður en börnin fara. Áríðandi er, að börnin mæti stundvíslega á auglýst- um tíma. SUMARDVALARNEFND. Geymið auglýsinguna. H.F. MIÐGARÐUR opnar skrifstofu í dag í nýbyggingunni við Skólavörðustíg 19. Opið fyrst um sinn alla virka daga, kl. 6—7 síðdegis. Hluthafar eru beðnir að vitja þangað hlutabréfa sinna, ef þeir hafa ekki þegar fengið þau. STJÓRNIN. Röndótt blússu og pilsaefni nýkomið. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 I.O.G.T. St. Minerva nr. 172. Fundur 1 kvöld kl. 8.30. 1. Fréttir af Umdæmisstúku- þingi. 2. Kosning fulltrúa til Stór- stúkuþings og mælt með um- boðsmanni. 3. .Séra Árni Sigurðsson: Sjálf valið efni. Æ.T. oBoejcK'póobiwvmi Vegagerðin á Holtinu. Hr. ritstjóri! Lítið hefur skipazt um vegagerð- ina við tilskrifið á dögunum. Grjót- hrönnin (þ. e. vegbrúnin!) skýtur upp sömu kryppunni, en aur hefur verið borinn ofan á. Verður hann vís oían á húsablettina í næstu rign- ingum; sýjast í gegnum grjóthrönn- ina. Og ekki er vegurinn síður ryk- sæll nú. Þessar framkvæmdir hafa eðlilega gert Holtsbúum gramt i geði. Ekki sízt vegna þess að þeir eru flestir verkamenn og bera því gott skin á vinnubrögð. Einum þeirra er verið hefur brúnhleðslu- maður hjá bænum varð að orði: „Þetta hefði Ögmundur aldrei liðið“. Af því dreg ég að ekki hafi breyzt til batnaðar með yfirstjórn þessara mála. Er furðanlegt að þvílikt kák skuli vera talið hagkvæmara en var- anlegar umbætur. En kannski þetta sé nú bara kjaminn í hinni svoköll- uðu vinnumenningu, sem farið er að þrástagast á. Vinnumenning Eg get annars ekki látið þetta orð frá mér fara athugunarlaust. Það mun nýyrði. Að minnsta kosti' ekki komið í almæli. Sennilega er merk- ing þess víðtækari en ndtendur þess hafa gert sér ljóst. Aðallega hefur það verið notað í sambandi við vinnuafköst og skyldurækni verka- manna. Nokkuð finnst mér það þó einskorðuð skilgreining þótt geti að einhverju leyti til sanns vegar færzt. Eitt dagblaðið gat þess á dögunum, að vinnumenningu færi hnignandi og átti hann við vinnubrögð verka- manna. Mér varð að hugsun, að skriffinnarnir gerðu sér tíðara um vinnuafköst verkamanna nú en vinnuorku þeirra fyrir stríðið, er látin var grotna niður. Þetta kemur mér til að hugsa um vinnumenning- arskilyrðin. Þau mætti kalla kjör og kaup, aðstöðu til vinnumenntunar, ásamt öryggi í starfinu, í fjárhags- afkomu, í sjúkleika slysum, elli, o. s. frv. Skilyrði er hér sama og orsakir. Vinnumenning er aftur á móti af- leiðslan eða afleiðingin. Verður þvi óhjákvæmilegt að grannskoða vinnu- menningarskilyrði þegar rætt er um vinnumenningu. Sumir sem aldrei hafa verið við framleiðslustörf riðn- ir fjasa um rýrnun vinnuafkasta, og láta í það skína að hér hafi ríkt' ein- hver fyrirmyndar vinnumenning, fyrir stríð að líkindum, en illir menn hafi komið henni fyrir kattarnef, gott ef ekki kommúnistar. Eg man nú ekki eftir þessari vinnumenning, en vona hinsvegar að hún korrti í I. S. I. K. R. R. ÍSLANDSMOTIÐ hefst í kvöld kl. 8.30, þá keppa FRAM - K. R. Mest spennandi mót ársins! Allir út á völl! leitirnar, hömluböndin a. m. k. Það skyldi þó aldrei vera atvinnuleysið er þessir menn muna, er þeir japla á vinnumenningu. Það man ég líka, en kalla minnisglöp að blanda svo ólíku saman, Eg vil nú helzt kalla hlutina réttum nöfnum, ómenningu ómenningu, og skítapilluna skíta- pillu, þótt hún sé sykurhúðuð. í at- vinnuleysinu var náttúrlega hægur- inn hjá að knýja fram svo og svo mikil afköst á hvern unninn tíma og sumum finnst spónn úr aski við að missa þetta. Eða að verkamenn börðust innbyrðis um handtakið og vinnubrögðin voru spretthlaup út í atvinnuleysið. Sérhver losun á upsa- togara varð keppikefli og öfundar- efni; þetta drullu-„jobb“ í 3—-4 tíma! Og aldrei heyrðist æmt á að kola-, salt- og sementsvinna væri verri en önnur og verðari hærri launa. Menn ötuðust í því öllu saman og þótti gott að grípa þessi flotholt í helvíti atvinnuleysisins. En nú hefur vikizt á annan veg. Óg nú er munað með söknuði í gjöfult og undirlægið vinnuafl og hugir gerast skaðasárir yfir þurrð þess. En var þettá vinnu- menning? Hvar var öryggið í starf- inu, í fjárhagnum, í sjúkdómum, í slysum, í elli? Munurinn nú og þá er fólginn í vinnugnægðinni móts við atvinnuleysið. Við það hafa verka- menn um stund losnað við þræls- kjörin og þrælsóttann, og standa nú afhjúpaðir þessari vinnumenningu auðvaldsins. Er furða þótt þeir kunni sér ekki ljeti í öllu, frekar en bandinginn í óvæntu frelsi. Það eru til mannfýlur sem leggja sama mat og kvaðir á verkamanninn og skófl- una en dylja jafnframt í sykursætu lofi. Á meðan hún er skaftheil og óurin á blaði, er hún hlutgeng, ann- ars dettur hún upp fyrir og lýtur sköpum úrkastsins. Þeir krefjast að verkamaðurinn sé jafn handgenginn þrælskjörunum og skóflan skítnum. Þetta skóflumat heitir á máli þess- ara manna vinnumenning. Þeir falsa verðmæti, sjálfir ná þeir hvorki vog né máli. Af heilbrigðisástæðum lenda þeir ekki á haug úrkastsins. J. Dagný til Sauðárkróks og- Hofsóss. Vörumóttaka til hádegis í dag. í Jónas frá Hríflu hefur ordið: IV. lOlundur Mfrfirmar ðsahar fniiiiiiiM aii ad aera .otaMka’ Það kennir margra grasa í hirðisbréfi Jónasar. Meðal ann- ars segir hann þar mjög skýrt álit sitt á allmörgum flokksmanna sinna — og lýsir um leið sjálfum sér mjög vel. Eins og kunnugt er hefur Jónas frá Hriflu mest allra manna skipulagt fjármálaspillinguna í íslenzku stjónmálalífi. Enginn hefur trúað eins á takmarkalausa eigingirni manna og hann, álitið að hægt væri að kaupa hvaða mann, sem er, fyrir fé og völd. Enginn hefur brugðist reiðari en hann, ef hann rak sig á að svo var ekki. Enginn hefur fyrirlitið manngildi manna eins innilega og Jónas frá Hriflu, —; aðeins litið á mennina sem haf- andi kaupgildi og sölugildi. Og heyrum nú hvað þessi höfundur mútutrúarinnar segir um flokk sinn og nánustu samstarfsflokka sína, sem hann fyrst og fremst vill vinna með. í hirðisbréfinu stendur: „Hver flokkur, sem verið hefur lengi í stjórnaraðstöðu fær ætíð í hring- stuðningsmanna sinna nokkuð af fésjúku fólki, sem dregur flokkinn niður í áliti ahnennings. Sá flokkur, sem Iengst hefur farið með völd í Reykjavík, hefur ekki farið var- hluta af þessari sýki. Sama má segja um Alþýðuflokkinn. Að því leyti sem Framsóknarflokkurinn styðst við bændur og sam- vinnufélög heldur hann sínu upprunalega heilsufari. Þegar gamall stjórnmálaflokkur losnar við ábyrgðina og valdið, losn- ar hann líka við talsvert af stuðningsmönnum, sem slegið hafa landtjöldum í skjóli svokallaðra flokkshlunninda. Allir stjóm- málafiokkar hafa gott af að vera um stund í einskonar endur- nýjun til þess að verða aftur færir um starf þar sem reynir á manndóm og óeigingirni.“ Svo mörg eru þau orð. Framsóknarmenn, sem eruð á annarri skoðun, en Jónas og Jón Árnason! Gjafir eru yður gefnar! Þjóðin sér í anda fariseann frá Hriflu berja sér á brjóst, setja geisla-gloríu píslarvottsins um höfuð sér, fórna höndum til himins og segja: Guð, ég þakka þér að við Jón Árnason og Vilhjálmur Þór erum ekki eins og þeir hinir, fésjúkir og eigingjarnir, — ég þakka þér að við höfum haldið okkar upprunalega heilsufari og hjartahreinleik, ekki sótzt eftir ráðherradómi, bankastjóra- embætti, bankaráðsstöðu eða öðrum völdum og vegtyllum, — ég þakka þér að þú hefur forðað okkur Jóni og Vilhjálmi frá þeirri freistni að langa til að búa í dýrlegum skrauthýsum og einkasumarbústöðum, meðan veslings sveitabörnin, sem vér öfum önn fyxir, skortir skólahús yfir höfuð sér, — ég þakka þér að þú hefur aldrei látið djöful fésýkinnar geta læst sínum ljótu klóm í mig, Jón eða Vilhjálm, heldur varðveitt okkur sem þá óeigingirninnar engla, sem vér í upphafi vorum.“ Og svo ætlast Jónas til að þjóðin, — eða að minnsta kosti hinn hreinhjartaði og sanntrúaði hluti Framsóknarflokksins segi: já og amen. Skyldi það virkilega verða?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.