Þjóðviljinn - 23.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1943, Blaðsíða 4
Úrborglnnl, iæknir er 1 iæknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarclíál n- um, sími 5030. Hjálmur, blað hafnfirzkra verka- manna, er nýkominn út. Efni blaðs- ins er að þessu sinni: Húsmæðra- skólafélag Hafnarfjarðar; Gísli lóðs áttræður, viðtal við Gísla Jónsson, sem varð áttræður 6. þ. m. Hann er einn af þeim fáu mönnum, sem muna Hafnarfjörð eins og hann var, þegar íbúarnir voru 300’—400, túnin byggð í hraungjótunum og aðeins götuslóðar á milli og verkamenn þar unnu ótakmarkaðan vinnutima fyrir 16—20 aura á klst. Þá er grein eftir Hermann Guðmundsson um 8 stunda vinnudaginn; Herferðin gegn ungl- ingunum; Frá fundi við húsgaflinn og Fréttir úr bænum. 40 ára er í dag Gísli Sigurðsson lögregluþjónn, Hevrfisgötu 38, Hafn- arfirði. Sjómannablaðið Vikingur, 5. tbl. V. árg. er nýkomið út. Efni: Tvær leiðir eftir sr. Jón Thorarensen; Guð finnur Þorbjörnsson: Skipaviðgerðir — skipasmíði; Ásgeir Siurðsson: Þeir skulu fá skip; Gísli Jónsson: Stétta- rígur; Grímur Þorkelsson: Á skammri stund skipast veður ílofti; Sigurjón Kristjánsson: Öryggi skipa; Henny Hálfdansson: Hvenær kemur miðunarstöð við Faxaflóa?; Úr end- urminningum Guðmundar á Bakka; Formaður í 30 ár: Sæmundur Jóns- son; Þorsteinn Árnason: Guðmundur S. Guðmundsson og verk hans; Ólaf- ur A. Guðmundsson: Þorsteinn J. Eyfirðingur sextugur. Þá eru í blað- inu kvæði eftir Jóhann J. E. Kúld og Ingólf Kristjánsson frá Hausthúsum o. fl. o. fl. Lúðrasveit Reykjavikur leikur á Austurveili kl. 9 í kvöld. Flokkurinn Ferðanefnd Sósíalistafélagsins og Æskulýðsfylkingarinnar efnir til úti- legu á Heiðmörk um næstu helgi. Áskriftarlistar liggja frammi á Skólavörðustíg 19 (J. B.). Nánari upplýsingar gefnar í næsta biaði. Innistæður bank- anna erlendis orðn- ar 322 milljónir HagtíÖindin birta nokkur atriði úr reikningum bank- anna. Enn aukast innlögin í bönkunum. Hækkuöu þau í marzmánuöi um 11,8 millj. kr. og í apríl um 13 millj. kr. og nema nú samtals 388.828 þús. kr., eöa nálgast það aö verða 400 milljónir króna. Aftur á móti hefur dregiö úr útlánunum. Útlánsupp- hæðin nemur í apríllok 172,8 millj. kr. og er rúmum 4 millj. kr. lægri en í mánuö- inum á undan. Inneignirnar erlendis .eru jafnt og þétt aö aukast og eru nú (apríllok) komnar upp í 322,1 milljón króna. Hafa þær aukizt á einum tveimur mánuöum (marz og apríl) um 56,4 milljónir nýja btó mb Wfr tjarnakbIó 0981 Bræðra þrætur (Unfinished Business). IRENE DUNNE. PRESTON FOSTER. ROBERT MONTGOMERY. Sýnd kl. 7 og 9. Höll hattarans (Hatter’s Castle). Eftir hinni víðfrægu sögu A. J. Cronins (höfundar Borg- arvirkis). Kl. 5. Eiturbyrlarinn (The Mad Doctor of Market Street). LIONEL ATWILL. UNA MERKEL. Börn fá ekki aðgang. Robert Newton. Deborah Kerr. Paramount-mynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innanl 16 ára. ! FJALAKÖTTURINN LEYNIMEL ÚTSELT í KVÖLD. Næsta sýning-; Annað kvöld kl. 8. Aðgöngum. seldir kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Örfáar sýningar eftir. Bifreiðin R-2OO0 (Ford Mercury, model 1942) er til sölu og sýnis á lögreglustöðinni í Reykjavík. Tilboð í bifreiðina ósk- ast send á skrifstofu lögreglustjóra fyrir 1. júlí n.k. Órsbino Stðrsliibi íslanðs Ársþing Stórstúku íslands verður sett í Templarahúsinu á morgun. Óskað er eftir að full- trúar og sem flestir aðrir templ- króna og mun þaö vera mesta aukningin á svo skömmum tíma. Talsvert af þessari erlendu innistæöu er búiö aö koma yfir í erlend veröbréf og nemur erlend verðbréfaeign Landsbankans nú 170 millj. króna. Meöal veröbréfanna eru ísl. ríkis- skuldabréf, skuldabréf Sogs- virkjunnar o- ö. Jafnframt er svo seölapress an í fullum gangi. Seölavelt- an í lok apríl-mánaöar er komin upp í 112.4 millj. kr. og haföi hækkaö á einum mánuöi um 6 millj. Þó haföi dregiö talsvert úr seölavelt- unni í janúar, svo aö hún er nú rúmum 4 millj. kr. hærri en hún var um s. 1. áramót. KADPIÐ ÞJÓÐVILJANN 38$388$83838$'38$3888S3383$$U arar mæti við Templarahúsið kl. 1, því þaðan verður gengið í kirkju og hlýtt messu hjá séra Sveini Víking, fyrverandi presti á Seyðisfirði. Strax og guðsþjón ustu er lokið, verður þingið sett. Fer þá fram stigveiting og rann- sókn kjörbréfa. Á fimmtudags- kvöld eftir kl. 8V2 fara fram um- ræður um skýrslur embættis- manna, og má búast við að þær standi langt fram á nótt. Umræð ur um tillögur fastra nefnda íara fram á föstudag og laugar- dag, en samsæti fyrir fulltrúa, sem hússtjórnin hefur boðið þeim til, verður á laugardags- kvöld. Hástúkufundur verður kl. 1 á sunnudag, og gert er ráð fyrir að þingi verði slitið kl. 4 á sunnudaginn. — Unglinga- regluþingið verður sett kl. 2 í dag í Templarahúsinu, og þing- slit fara væntanlega fram kl. 10 árdegis á sunnudag. — Fulltrú- ar áminnist um að skila kjör- bréfum sínum áskrifstofu Stór- stúkunnar í dag, og eins vaeri æskilegt að fá tilkynningar um stigbeiðendur. — Margir fulltrvi ar eru komnir af Norðurlandi, einnig af Vestfjörðum og eitt- hvað úr Skaptafellssýslu. Búast má við að 80—90 fulltrúar sæki þingið. Mótmæli sjómanna Framh. af 1. síðu. ár og sumir allt frá stofnun þeirra. Virðingarfyllst“. (Undirskriftir). Sjómannafélag; ísafjarðar Eftirfarandi tillaga var samþykkt á aðalfundi Sjó- mannafélags ísafjarðar 20. þ. m.; „Aðalfundur Sjómannafé- lags ísafjaröar, haldinn 20. júní 1943, mótmælir eindreg- ið því gerræði atvinnumála- ráöherra að ákveða verð bræöslusíldar á yfirstandandi sumri kr. 17.00 pr. mál, og krefst skilyrðislaust þess verös sem meirihluti verksmiöju- stjórnar hefur lagt til aö yrði“. Landssamband ísl. útgerð- armanna Stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna hefur sent at- vinnumálaráðherra eftirfar- andi bréf: „Stjórn Landssambands ísl. 'útvegsmanna leyfir sér hér meö að átelja þá ákvöröun hæstv. atvinnumálaráöherra aö ganga gegn tillögum meiri- hluta stjórnar síldarverk- smiöja ríkisins, aö því er snertir verölag á síld til bræðslu í sumar. Hingaö til hefur sú venja jafnan ríkt, aö atvinnumála- ráðherra hefur fariö eftir til- lögum síldarverksmiðjustjórn- arinnar í þessu efni. Þá skal og á þaö bent, aö öll dýrtíö hefur aukizt og kaup landverkamanna stór- Dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn að Laugarnesi? Sjómannadagsráöiö hefur farið þess á leyt viö bæjar- stjórn aö hún láti fyrirhug- uöu dvalarheimili fyrir aldr- aöa sjómenn, lóð í té á Laug- arnesi þar sem spítalinn stóö. Þetta viröist vera prýðileg- ur staöur, en nokkur óvissa er um eignarheimild á land^, inu. Rauði herinn Framh. af 1. síðu. inlandi Evrópu. Tækist að mynda þær vígstöðvar nú, væri sigurinn yfir nazismanum ekki langt framundan. Majskí fer á fund Edens Majskí fór á fund brezka ut- anríkisráðherrans Eden, í gær. Rómaði Eden hina vasklegu vörn Rússa. Þýzk vopnasýningíMoskva í Moskva var í gær opnuð sýn ing á herteknum þýzkum her- gögnum. Eru þar á meðal skrið- drekar af stærstu gerð. Þar gefur og að sjá gulmálaða skrið- dreka sem Rommel hafði notað í Afríkuhernaði sínum. um hækkaö síöan í fyrra og er það í fyllsta máta óeðlilegt aö ætlast til þess, að sjómenn >g útgerðarmenn sætti sig við aö þeirra hlutur sé skert- ur á sama tíma. Viljum vér hér með skora á hæstv. ráöherra að breyta ákvöröun sinni og fallast á tillögur meirihluta stjórnar verksmiðjanna og ákveða verðið samkvæmt þeim. Verði þetta ekki gert, er viöbúiö aö mikil vandræöi geti af hlotizt, bæöi fyrir verksmiöjurnar og landið í heild. Viröingarfyllst Landssamband ísl. útvegs- 1 manna“. (Undirskriftir). Verklýðsfélag Akraness Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundi í Verklýðs- félagi Akraness 21. júní s. 1.: „í tilefni af þeirri ákvörð- un atvinnumálaráðuneytisins, að hafna tillögum meirihluta stjórnar síldarverksmiöja rík- isins um fast verð, 18 kr- fyr- ir mál af bræöslusíld, þá lýs- ir fundur í Verkalýðsfélagi Akraness, haldinn 21. júní 1943, því yfir, að hann mót- mælir harölega þessari á- kvöröun ríkisstjórnarinnar af eftirgreindum ástæöum: í fyrsta lagi: Atvinnumála- ráöherra tekur ekki til greina tillögur meirihluta verk- smiðjustjórnar, þrátt fyrir aö undangengin reynsla hafi sýnt, að verksmiöjustjórnin skilaöi rekstri verksmiöjanna meö fjárhagslegum árangri, svo aö af þeirri ástæðu virð- ist ekki vera þörf aö beita ráöherravaldi gegn tillögum hennar. í öðru lagi: Fundurinn lít- ur svo á, að 1 þessu efni standi ríkisstjórnin gegn hags munum og atvinnuárangri sjómannastéttarinnar, á sama tíma, sem nokkrar af- uröir annarra landsmanna eru verðbættar úr ríkisstjóöi í fullt framleiöslukostnaöar- verö, meöal annars á kostnaö sjómanna og verkalýös við sjávarsíöuna, sem gjaldenda i ríkissjóð. Þar sem fundurinn lýtur svo á, að meö þessari ákvöröun ríkisstjórnarinnar, sé eins og aö framan greinir, beitt ríkisvaldinu gegn vissri stétt í þjóðfélaginu, og aö slíkt sé ástæöulaust og ó- mögulegt aö þola, þá sam- þykkir fundurinn aö fela stjórn félagsins, 1 samráöi viö stjórnir sjómanna og' vélamannadeilda, að gera ráö stafanir til þess aö sjómenn ráöi sig ekki til síldveiöa, er selja ætla ríkisverksmiðjun- um síld sína, fyrr en tillaga meirihluta verksmiöjustjórn- ar hefur veriö tekin til greina, eöa aö Alþýðusamband ís- lands f. h. sjómanna lands- ins, hefur samþykkt fast verö á bræöslusíld yfir komandi síldveiöitíma“. (Undirskriftir).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.