Þjóðviljinn - 23.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.06.1943, Blaðsíða 1
ILJINN 8. árgangur. Miðvikudagur 23. júní 1943. 137. tölublað. Samtök sjómanna mótmæla nú hvert á fætur öðru gerræði atvinnumálaráðherra við ákvörðun síldarverðs ins og krefjast þess að greiddar verði 18 krónur fast verð fyrir síldarmálið. Landssamband ísl. útvegsmanna hefur einnig samþykkt svipuð mótmæli og skorað á atvinnumála- ráðherra að fara að vilja meiri hluta stjórnar síldár- verksmiðjanna. Fara nokkrar þessar samþykktir hér á eftir. Mótmæli sjómannafélag- anna Sjómannafélög Reykjavíkur og Hafnarfjarðar skora á með- limi sína að ráða sig ekki á síld- veiðar, fyrir kjör þau er Vil- hjálmur Þór hefur ákveðið. Jafnframt því að samþykkja mótmæli gegn gerræði atvinnu- málaráðherra hafa stjórnir Sjó- mannafél. Rvíkur og Sjómanna- fél. Hafnarfjarðar samþykkt eft- irfarandi áskorun til meðlima sinna: „Þar sem f jórir af fimm stjórn endum Síldarverksmiðja ríkis- ins hafa lagt til að fast verð á bræðslusíldarmáli yfir síldar- vertíðina í ár skuli vera 18 krón- ur, en atvinnumálaráðherra hef- ur ákveðið það einni krónu lægra, þá skorum vér á félags- menn vora að ráða sig ekki á skip vtil síldveiða, sem hafa lægra verð en 18 krónur samn- ingsbundið." Samþykkt Gróttu Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Grótta samþykkti á fundi sínum 20. þ. m. að senda atvinnumálaráðherra eftirfarandi bréf: ,,í tilefni af ákvörðun at- vinnumálaráðherra um verö- lag á síld í Síldarverksmiðj- um ríkisins á komandi sumri, var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma á fundi í félagi voru þann 20. þ. m-: „Fundur í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu „Grótta" haldinn sunnudaginn 20. júní 1943, mótmælir harðlega á- kvörðun atvinnumálaráðherra um vérðlag á síld í Síldar- - segír h Davíes Davies sagði meðal annars: Eyrir skömmu fór ég til Moskva með boðskap frá Roosevelt til Stalíns og flutti heim svar rúss- nesku stjórnarinnar. — Mér er óhætt að fullyrða að aldrei hef- ur ríkt jafn fullkomin eining milli leiðtoga bandamanna, Sta- líns, Churchills og Roosevelts og nú. Rauði herinn stendur ósigr- aður og ósigrandi. Að baki rauða hernum stend- ur nýr heimur. í eystri hluta Rússlands hafa risið upp mjög voldug iðjuver með risavöxnum hergagnaiðnaði sem ræður yfir ótæmandi auðlindum. Það hefur risið upp nýtt heimsveldi, um- girt fjalllendri víglínu." Milljónafórnir Rússneska stjórnin gaf í gær út opinbera tilkynningu um mann- og hergagnatjónið í styrj öldinni á austurvígstöðvunum fyrstu tvö árin. Þjóðverjar og leppríki þeirra hafa misst (fallnir og fangar) 6 millj. 400 þúsund menn og Sovétríkin 4 millj. 200 þúsund menn. Þjóðverjar'hafa misst 43 þús. flugvélar og 42 þús. skriðdreka. Rússar hafa misst 23 þús. flug vélar og 30 þús. skriðdreka. í niðurlagi yfirlýsingar sovét- stjórnarinnar er bent á nauðsyn myndun nýrra vígstöðva á meg- Framh. á 4. síðu. J. Davies, fyrv. sendiherra Bandaríkjanna í Moskva, gaf í gær út yfirlýsingu í tilefni af því að þá voru liðin tvö ár frá því að nazístarnir réðust á Sovétríkin. verksmiðjum ríkisins á kom- andi sumri. Fundurinn krefst þess að farið verði að tillög- um meirihluta stjórnar fyrr- nefndra verksmiðja, í þessu efni". Vér viljum taka það fram í þessu sambandi, aö í félagi voru eru félagsbundnir allir skipstjórar og stýrimenn á mótorbátaflotanum úr Reykja vík, Hafnarfirði, Keflavík, Garði og Sandgerði. Hafa margir þeirra verið viðskipta- menn verksmiðjanna í fleiri Framhald á 4. síðu, Bærinn tekur 3,75 millj. kr. lán vegna hitaveitunnar Húseígendur greíða þcnnan kosnad á fímm árum Upplýst var á fundi bæjar- ráðs í gær, að Landsbankinn hefði fallizt á að lána bæn- um 3 750 000 kr. til 5 ára vegna innlagna hitaveitunn- ar. Eins og kunnugt er, annast bærinn innlagningar hitaveit- unnar, en húseigendur borga kostnaðinn. Ákveðiö' hefur verið að bærinn taki fimm ára skuldabréf frá húseig- endum til greiöslu þessum kostnaði, ef þeir óska þess, en Landsbankinn fær það að handveði til tryggingar lán- inu. Húseigendur greiða þannig kostnaðinn af innan- húss hitaveitulögnum og lögn frá götu á fimm árum, ef þeir óska ekki að greiða hann strax að verki loknu. Koíanámuverkfallið í Bandaríkjunum Handtökur í Detroit Enn hefur ekki tekizt að leysa námudeiluna í Bandaríkjunum. Ickes innanríkisráðherra og Le- wis foringi námumanha voru á fundi í gær. í Detroit kom til óeirða og var herilið kvatt á vettvang. 1300 verkamenn voru teknir fastir. SAMÞYKKTIR KENNARAÞINGSINS. fsland si gert að HHueldl sem fyrst Ekkert sé tiisparað að efla bókmennt- ir, iistir, vísindi, og alþýoumennun Kennraaþingið lauk aðalstörfum sínum í gær og verður því slitið í dag. Fundir hófust kl. 2 og flutti þá Einar Arnórsson kennslu- málaráðherra erindi: Umgengnisvenjur. » Voru síðan hafnar umræður um aðalmál þingsins og eftir- farandi tillögur samþykktar í einu hljóði: „Almennt kennaraþing háð í Reykjavík 19.—23. júní 1943, telur það hina brýnustu nauðsyn, að íslenzka þjóðni fylki sér einhuga um sjálfstæðismál sín á þessum alvarlgeu timum og leggur áherzlu á: A ð stofnað verði lýðveldi á íslandi, svo fljótt sem verða má. A ð setuliðið hverfi úr landi tafarlaust að stríðinu loknu. A ð treyst sé og tryggð menningarleg, fjárhagsleg og viðskiptaleg samvinna við nágrannaþjóðir vorar, svo og hverja þá þjóð, sem á aðstöðu og vilja til friðsamlegra skipta við oss. A ð þar sem vitað er, að sjálfstæðisréttur vor mun um ókomnar aldir, eins og hingað til, byggjast á bókmenntaafrekum, listum, vísindum og alþýðu- menningu, þá verði hvorki sparað fé, orka né ann- að, sem verða má til viðhalds og eflingar þess- um máttarstoðum sjálfstæðis íslenzku þjóðar- mnar. Áskorun til fræðslumálastjórnarinnar „Almennt kennaraþing, háö í Reykjavík 19.—23. júní 1943, beinir því til fræðslu- málast j órnarinnar: 1. að stofnað verði til rann- sókna á því í skólum og á heimilum, hvaða aðferðir eru áhrifamestar til þess að vekja, áhuga barna og Framh. á 2. síðu 700 flugvélar gerðu árás Krefeld í fyrrinótt. i gær gerðu amerískar flugvélar fyrstu loftárás aðv degi til á Ruhr-héraðið. 100 fljúgandi virki gerðu mikla árás á Nea- pel. Loftsókn bandamanna í Vestur-Evrópu og við Miðjarð arhaf er í algleymingi. , í fyrrinótt geröu 700 brezk- ar í'lugvélar árás á þýzku borgina Krefeld. Krefeld er mikil iðnaðarborg, íbúar 170 þúsund- 44 flugvélar banda- manna komu ekki heirr^ til bækistöðva sinna. Stór flugfloti úr 8. ame- ríska flughernum, geröi í gærdag mikla loftárás á Ruhr-héraðið, aðallega á Recklingshansen. Þetta er í'yrsta stórárás amerískra í'lugvéla á Þýzkaland. Ame- rískar flugvélar geröu og ár- ás á Rotterdam og Antwerp- en. Bandamenn misstu í þessum árásum 20 sprengju- flugvélar og 7 orustuflugvél- ar. 7 þýzkar flugvélar voru skotnar niður. 100 fljúgandi virki geröu í gær loftárás á Neapel. Eldax log-uðu á 25 stöð'um í borg- inni þegar frá var horfiö. Einnig voim gerðar árásir á margar aðrar ítalskar borgtr og á hafnarmannvlrkl á Sik- iley.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.