Þjóðviljinn - 24.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Úrborglnnt. Xn„__iæknir er i læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarcl.jl n- um, sími 5030. 3. flokks mótið heldur áfram í kvöld kl. 7,15, þá keppa Valur—Vík- ingur. Dómari: Ottó Jónsson. Úrslita leikurinn fer fram n.k. mánudag 28. þ. m. kl. 7,15, þá keppa Fram og KR. Dómari Frímann Helgason. Að gefnu. tilefni skal það tekið fram, að það var Samkór Reykjavík- ur, sem söng við setningu kennara- þingsins í hátíðasal Háskólans laug- ardaginn 19. þ. m. Landsmót U. M. F. í. að Hvanneyri verður sett kl. 10 f. h. á laugardag- inn kemur. Um kvöldið verða ræðu- höld, kvikmyndasýning og fleiri skemmtiatriði. Á sunnudaginn fer fram úrslita- keppni í íþróttum, ennfremur verða þá fluttar ræður. Ferðir með Laxfossi um Akranes kl. 8 á föstudagskvöld og kl. 7 á laug ardagsmorgunn. Næturgestir þurfa að hafa með sér tjöld og nauðsynlegan viðleguútbún- að. Fyrirspurn til skipa- skoðunarinnar Vill Þjóðviljinn koma áleiðis fyrir mig þessum fyrirspurnum til Skipaskoðunar ríkisins: Er það rétt að Lagarfoss,' þeg- ar hann fór norður fyrir nokkr- um dögum, hafi ekki haft þá björgunarbáta meðferðis, sem fyrirskipað er samkvæmt lög- um? Er það rétt að vantað hafi bak borðsbátinn, vegna þess að við- gerð á davíðum hafi ekki verið lokið, en að skipaskoðunin hafi samt veitt skipinu leyfi til þess að sigla? Var þessi undanþága veitt, þrátt fyrir það þótt skipið flutti fjölda farþega og árásin á Súð- ina var nýafstaðin? Er það rétt að skipshöfnin á Lagarfossi hafi farið fram á það, að skipið yrði búið vélbyssurr), en því hafi enn ekki verið sinnt og skipið sé vopnlaust,? Sjómaður. Þjóðviljinn vísar þessari spurningu áfram til Skipaskoð- unarinnar og er reiðubúið að birta svar hennar, og finnst blað inu rétt að Skipaskoðunin láti ekki ósvarað slíkum ákveðnum spurningum og hér eru settar fram. Vikurfélagið kaupir nýja vikursteypuvél Framh. af 1. cíðu. Byggingar úr steyptum holsteini fara mjög í vöxt í Ameríku. Eru þar byggð margra hæða hús úr slíkum steini. Þar er að vísu ekki til vikur eins og hér, og sagöi Klemens, ameríski verkfræö- ingurinn, að íslenzki vikur- inn væri bezta byggingarefni NÝJA BlÓ Bræðra þræfur (Unfinished Business). IRENE DUNNE. PRESTON FOSTER. ROBERT MONTGOMERY. Sýnd kl. 7 og 9. KI. 5. Eiturbyrlarinn (The Mad Doctor of Market Street). LIONEL ATWILL. UNA MERKEL. Böm fá ekki aðgang. Ársþ Höll hatfarans (Hatter’s Castle). Eftir hinni víðfrægu sögu A J. Cronins (höfundar Borg- arvirkis). Robert Newton. Deborah Kerr. Paramount-mynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan] 16 ára. í. S. í I ing Ný lög fyrír sambandid Um síðastliðna helgi fór fram ársþing í. S. í. Voru þar mættir fulltrúar frá félögum utan af landi og allflest- um félögunum í Reykjavík og nágrenni. Voru þar mörg merkileg mál rædd, svo sem tillaga um að sambandið fái sinn eigin framkvæmdastjóra, og það á þessu ári. Þá var með nýjum lögum fyrir sambandiö gerð gagngerð breyting á skipu- lagi i þróttamálanna í land- inu, og mun síðar verða gerð nánari grein, hér í í- óróttasíðunni, íyrir þessum mikilvægu ákvæðum. Þá voru ýmsar till. og ályktanir sam- þykktar, sem lýst verður síð- ar. Samkvæmt nýju lögunum var öll stjórnin kosin að þessu sinni, og hlutu þessir kosningu: Forseti: Ben. G. Waage, 42 atkv. Varaforseti: Jón Kaldal, 38 atkv. Meðstjórnendur: Kristján Súðin komin hingað Framhald af 1. síðu. Guðmundsson er mjög þungt haldinn og hefur hann fengið mjög mörg og hættuleg sár. Líð- an Ögmundar stýrimanns er einnig slæm, þótt ekki geti hann talizt hættulega særður. Hann var á vakt þegar árásin var gerð og fékk skot í öxlina og ofar- lega 1 lærin. „Súðin“ fer nú í Slipp til gagn gerðrar viðgerðar og er erfitt að segja um það hversu miklar skemmdirnar á skipinu eru fyrr en gagngerð rannsókn hefur far- ið fram. slíkrar tegundar sem hann hefð notað. Vikurinn er tekinn upp undir jökli á Snæfellsnesi og fluttur á skipum hingað til Reykjavíkur. Má ætla að byggingar úr vikurholsteini eigi eftir aö tíðkast meir hér á landi en hingaö til. L. Gestsson, 42 atkv; Frí- mann Helgason, 42 atkv og Brandur Brynjólfssson 28 atkv. í varastjórn voru kosnir: Erlingur Pálsson, Eiríkur Magnússon og Þráinn Sig- urðsson. Eru þeir Jón Kaldal og Brandur Brynjólfsson nýir í stjórninni, en úr gengu þeir Erlingur Pálsson og Þórarinn Magnússon. Mikill áhugi ríkti á þing- inu og samhugur um þetta mikla menningarmál þjóðar- innar, íþróttirnar, og trú á aö hin nýju lög sambandsins verði íþróttahreyfingunni til mikils gagns. Sú nýbreytni var tekin upp í lögin, að einn maöur var tekinn í stjórnina úr hverj- um landsfjórðungi, og hlutu þessir kosningu: Suðurl.: Sig. Greipsson, Vesturl: Þor- gils Guðmundsson, Norðurl: Þorgeir Sveinbjörnsson, Aust- urland: Jóhannes Stefánsson. Vilhjálmur Þór semur Framh. af 1. síðu. lækka kaup þeirra, sem fram- leiða. — Það er í hæsta lagi að undantekning fáizt á þessari pólitík, ef kjöt, ull og gærur eiga í hlut. Þjóðin krefst þess að fá að vita hvað gerzt hefur, þegar verðið á síldarlýsi og síldarmjöli var ákveðið, — hvaða barátta var háð til þess að fá það hækk- að, — hvers vegna var aldrei rætt við stjórn síldarverksmiðj- •anna, — og hvers vegna öllum síldarútveginum er nú stofnað í voða til þess að knýja fram kauplækkun sjómanna? M t laidl al Framh. af 3. síðu. á eina einustu þeirra, eftir allt að fjögra mánaða þóf. Þá leggur Framsókn í'ram „miðl- unartillöguna“, sem er skjal- leg staðfesting á þessari af- stöðu; engin af þessum tillög- um sósíalista er tekin til greina. Sósíalistaflokkui'inn tekur þessar kröfur enn upp í breytingartillögum sínum. Þá neitar Framsókn að ræða þær, og tekur þvert fyrir aö halda áfram samningum. Er hægt að hafna tillögum öllu rækilegar? Þá er hann að fetta fingur út í frásögn mína af tillögum Framsóknar um hlutfall milli verðs landbúnaðarafurða og kaupgjalds. Ef hann hefði haft stöðvun í sér til þess að lesa greinargerð mína, heföi hann séð að þar ber ekkert á milli mín og hans nema mis- munandi skoðanir á réttu og röng'u, enda birti ég orðrétt til sannindamerkis, þann kaflann úr „miðlunartillög- unum“, sem hann þorði ekki að láta sjást á prenti. Þar er skýrt tekið fram að kaup- gjald og verðlag skuli „fært niður hlutfallslega“ eftir að ,,samræming“ skv. 5. lið hef- ur farið fram, þar sem born- ar eru saman 10 vinnustund- ir fyrir stríð og nú- Ekki nenni ég að eltast við hinar mörgu og hlálegu vífi- lengjur Eysteins, en nefni áð- eins nokkur atriði til gamans. Á einum stað kvartar hann yfir því að Sósíalistar hefðu ekki lagt fram drög aö frum- vörpurn um áhugamál sín, til þess að Framsókn gæfist kostur á að samþykkja þau, að manni skilzt (!) Eg skal nefna nokkur framvörp, sem sósíalistar hafa lagt fram til þess að lofa Framsókn að taka afstöðu til þeirra: Frum- varp um atvinnuleysistrygg- ingar, frumvarp um elli- og örorkutryggingar, frumvarp um hækkaðan jaröræktar- styrk til smærri býla, frum- varp um húsnæöismál og stóríbúöaskatt, frumvarp um sjúkrahús, frumv. um breyt- ingar á vinnulöggjöfinni, frumvarp um gagngeröar breytingar á framfærslulögun um, ýms frumvörp og tillög- ur um hagsmunamál smáút- vegsins, frumvarp um lækk- un tolla á nauösynjavörum, frumvörp um hækkaöa skatta á stríðsgróða o. fl. Var þetta ekki nóg í bráö' Til sumra þessara frumvarp > var vísaö í skilyröum flokksms. Eins og Nýtt kvennablað, 4. tbl., 4. árg., er nýkomið út. Hefst það á grein eft- ir Maríu Hallgrimsdóttur lækni: Hvers þurfa Reykjavíkurbörnin með? Þá er: Þegar ég sit við þína gröf, kvæði effir Guðrúnu Stefáns- dóttur; Frú Sigrún Pálsdóttir Blön- dal sextug; Skólamál og skoðana- munur eftir Hólmfríði Árnadóttur; Sérkennileg lisfakona eftir M. J. K.; Heimilið er helgur reitur eftir Hólm- fríði Árnadóttur, Herborg á Heiði eftir Guðbjörgu Jónsdóttur Brodda- nesi o. fl. KAUPIÐ ÞIÖÐVILJANN öllum er kunnugt gekk Fram sókn allra flokka bezt fram í því að sjá um að þessi mál * næðu ekki fram aö ganga. Til þess aö koma í veg fyrir samþykkt skattafrumvarp- anna, dugði hvorki meira né minna, en aö gera samsæri við íhaldið um að fresta þingi. í nefndinni ásökuðu Fram- sóknarmenn okkur fyrir að bera fram allt of ákveönar og sundurliðaðar kröfur. Þaö átti að nægja aö lýsa því yfir að stjórnin vildi „umbætur“, svona almennt, að því til- skildu þó, aö hún beitti ríkis- valdinu til þessa að koma á almennri grunnkaupslækkun- Það var gikksháttur af sós- íalistum að vilja ekki svíkja stefnuskrá sína(!!) Eysteinn eyðir mörgum orðum til að sanna það, að Sósíalistaflokkurinn hefði ekki þurft að víla fyrir sér c.ð svíkja stefnuskrá sína og samþykktir flokksþingsins. I fysta lagi heldur ham. því fram, að skilyröi flokksþings- ins hafi ekki veriö í samræmi við kosningastefnuskrá flokks ins. Þessu vil ég aðeins svara með spurningu til Eysteins: Hvaða atriði eru það í skil- yrðum flokksþingsins, sem ekki eru í fullu samræmi viö þá stefnuskrá sem flokkui'inn lagði fyrir kjósendur sína á s. 1. hausti? Vill hann gera svo vel aö nefna eitt atriði? í öðru lagi þykist Eysteinn ráða það af orðum mínum, að sósíalistar jnundu vera til- leiðanlegir til að semja um minniháttar mál og aukaat- riði. Og Eystenn hrópar meö fögnuði: Hvað er þá í vegin- um með að svíkja aöalatriö- in? Því þá ekki að svíkja alla stefnuskrána, allar samþykkt- ir flokksþingsins? Því þá ekki t. d. aö gangr aö allshsiúu 'grunnkaupslæxkiui? Þetta c1' snjöll rökfærsla. Hún minnir á fjandann, sem þykir heldur en ekki sniðugur í samnivg- um. Ef þú réttir honum litla fingurinn, hvers vegná get- urðu þá ekki rétt honum alla hendina? Sjálfsagt hefur Alþýðuflokknum gengið prýöi lega að skilja þessa rökfræði. Afstaöa þingmanna Sósíal- istaflokksins er hinsvegar ljós. Þeir fóru nákvæmlega eftir fyrirmælum flokksþings- ins. Þingið setti fram sín skil- yrði, og miðstjórninni og þing mönnum flokksins var faliö aó skilgreina nánar einstök at- riði ,,í samræmi vð stefnu flokksins í væntanlegum iun- ræöum við aðra flokka“. Skilyrðin voru mjög ákveð- in um ýms atriöi sem þóttu miklu máli skipta, en sums- staðar meira svigrúm til samninga og málamiðlana samkvæmt eðli málsins. T. d. tókst að komast að sam- komulagi í 9 manna nefnd- inni um stefnulýsingu í ut- anrikismálum þó mikiö bæi’i á milli viö fyrstu umræöu. (Síöari hluti þessarar grein- ar birtist á morgun).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.