Þjóðviljinn - 24.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.06.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 24. júní 1943. ' 138. tölublaö. Burf mcð einraedið i viðsbipjglifínu 1 Hilhj. Pdf iielup soo al segja elim sam- II i leri á siirolfo 09 siii Er þar med verid að framkvæma ádur yfírlýsfa sfefnu sf jórnarínnar í víðskípfa~ o§ kaupgjaldsmálum ? Síldarútveginum er stofnað í hættu með því gerræði er atvinnumálaráðherra nú beitir. Og það er nauðsynlegt að öll kurl séu nú látin koma til grafar í þessu máli. Verðið á síldarolíu og síldarmjöli var ákveðið með samningi, sem Vilhjálmur Þór og „viðskiptanefndin" svokallaða, hefur gert fyrir 2—3 vikum. Viðskiptanefndin er skipuð af ríkisstjórn- inni og eiga í henni sæti menn, eins og Richard Thors, Jón Árnason o. fl. slíkir. Verkamenn eiga engan fulltrúa þar. Smá- útvegsmenn eiga engan fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn á engan fulltrúa í henni, þótt hann hafi gert kröiur til slíks. — Og þessi nefnd semur í umboði og á ábyrgð ráðherra um sölu á öllum útflutningsvörum íslendinga. Um söluna á síldarolíu og síldarmjöli mun Vilhjálmur Þór hafa mestu ráðið sjálfur. Hann mun ekki einu sinni hafa talað við stjórn síldarverksmiðja ríkisins um þessa sölu, sem annars á að lögum um sölu af urðanna að f jalla. Og nú verður mönnum á að spyrja: Var ómögulegt að fá hærra verð fyrir þessar afurðir? Ríkisstjórnin lýsti því eitt sinn yfir að hún liti á það sem verkefni sitt að lækka svo dvr- tíðina, að það borgaði sig að framleiða upp á þá samninga, sem ríkið hefði gert um sölu af- urða út úr landinu. Hún var ó- varleg þessi yfirlýsing. Rétt eins og ríkisstjórnin bæri fyrst og fremst fyrir brjósti að hinir er- Fimni hinna særðu skipverja eru enn fyrir noröan „Súðin" kom til Reykjavíkur í gærkvöld. Hafði ferð skips- ins hingað gengið vel. Bráðabirgðaviðgerð hafði farið fram á Húsavík. Var hægt að þétta skipið og voru fengnar dælur í Húsavík og frá Akureyri til að halda því við meðan unnið var að þéttingu þess, því mik- ill leki hafði komið að skipinu. Lekinn kom að skipinu við þrýstingú af sprengjunni er flug vélin varpaði og féll þétt við skipshliðina. Botnlokurnar eyði- lögðust og hefur það vafalaust dregið úr lekanum að mikið þang þéttist' aS þeim. Árásin tók aðeins örskamma stund og réðist flugvélin aðeins einu sinni að skipinu, svo vopn- um þess varð ekki komið við. Hófst árásin kl. 1,20 e. h. skömmu eftir vaktaskipti og voru því fleiri menn ofan þilja en á öðrum tíma. Auk þess að varpa þremur sprengjum að skipinu, skaut ilugvélin á skipið jöfnum hönd- um úr fallbyssu og fleiri vélbyss um. Fleiri skot fóru í brúna, í stýrisklefann og kortaklefann. Mörg fallbyssuskot hæfðu reyk- háfinn. Bátadekkið var allt sundurskotið og björgunarbát- arnir sundurtættir. Kom eldur- inn upp á bátadekkinu og brann það að mestu. Eldurinn var það magnaður að skipverjar gátu ekki ráðið niðurlögum hans ein- ir, enda skorti þá til þess hent- ug tæki. Aftan skips eru einnig mörg merki skothríðar úr vél- byssu og fallbyssu. Hinir særðu skipverjar eru enn fyrir norðan. Guðmundur Framhald á 4. síðu lendu kaupendur þyrf tu ekki að hækka verð á vörunum, er þeir kaupa, — frekar en hitt að lands menn fengju nægilegt verð fyrir þær, jafnvel þótt dýrtíðin ekki lækkaði. Tillögur ríkisstjórnarinnar um gífurlega kauplækkun hjá laun- þegum, til þess að lækka dýrtð- ina, bentu til þess á hverra kostnað átti að framkvæma stefnu hennar. Aðfarir Vilhjálms Þór í síld- armálunum benda til þess að enn sé það sama stefnan, sem vakir fyrir valdhöfunum: að Framh. á 4. síðu. Pólitískum fðngum í Algier loksins sleppt Loks er nú búið að sleppa öllum pólitískum föngum í Algier og hefði fyrr mátt vera. Var .þetta tilkynnt í London í gær. Fangar þessir, sem í fyrstu voru um 50 þúsund talsins, eru að mestu leyti spánskif flóttamenn og sjálfboðaliöar frá öörum.lóndum, sem börö- ust með lýðræðisstjórninni spönsku gegn fasistauppreisn Francos. Fangarnir starfa nú flest- allir í her bandamanna. Mörgum hinna spönsku flóttamanna hefur veriö boð- iö griðland í Mexico. Námuíiianiia- verkfallínu lokíd Bándaríkjastjórn tekur að sér rekstur uámanna. Hinir 500 þús. verkfalls- menn í kolanámum Banda- ríkjanna tóku upp aftur vinnu í gær. Hefur vinnufriðurinn verið tryggður til októberloka n. k. Jafnframt hefur Bandaríkja- stjórn tekið að sér rekstur námanna. Rólegt var í E^troit í gær. Umferöarbann var enn í gildi og herliö á verði. Stórárás var í fyrrinótt gerð á þýzku iðnaðarborgina Mulheim.. Miilheim er mikill stálframleiðslubær og ligg- ur 50 km. frá Dortmund. Þetta er fimmta og mesta árásin sem brezkar fiugvél- ar hafa gert á þessa borg. 35 flugvélar bandamanna komu ekki aftur úr árásinni. í gær voru einnig gerðar árásir á NorðUr-Frakkland, Holland og Belgíu. Eina flug- vél vantar úr þeim árásum- Fimm litlum þýzkum fylgd- arskipum var sökkt úti fyrir Hollandsströndum í gær. Við Miöjarðarhaf beindist loftsóknin í gær einkum gegn ítölsku borginni Salermo, sem leggur í nánd við Nea- pel. Geröu Wellington flugvél- ar þá árás. Einnig var ráS- ist á skip undan Sardiníu. Skemmdirnar af árásunum á Neapel síðustu daga eru j geysimiklar. Sólárhring eftir * að síðasta árás var gerð log- uðu enn 4 stóreldar í borg-- inni, 16 af stærstu bygging- unum eru í rústum. Um flugvélatjón banda- manna, er það upplýst í •London í gærkveldi, aö sé miðaö við sprengjumagn það, sem nú er varpað yfir Þýzka- land, er flugvélatjóniS einum þriðja minna en í fyrra. Þórarinn Kristiánsson hafnarstjðri jarðsettur í gær Þórarinn Kristjánsson hafnar- stjóri, sem lézt 19. þ. m. var jarð settur í gær. Þórarinn heitinn gengdi hafn- arstjórastarfinu í rúm 25 ár og leysti það af höndum með frá- bærum dugnaði og samvizku- semi. Undir hans stjórn hefur Reykjavíkurhöfn breyzt úr byrj un að höfn og orðið eins og hún er nú í dag. Þórarinn naut ó- venjumikils trausts og vinsælda. Hann lét engan gjalda skoðana sinna og var mjög vinsæll og virtur af verkamönnum sínum. IIHélanll fehur i nofhuR ni uihupsfeuouuél Vélín er hin fyrsfa þessarar te$~ undar sem fekin er í nofkun í Evrópu Jón Loftsson bauð blaðamönnum í gær að skoða nýja vél til að steypa í hleðslusteina og einangrunarplötur úr vikri, sem Vikurfélagið h.f. hefur fengið fyrir skömmu, og komið fyrir í verksmiðju sinni við Lágholtsveg. Vél þessi er fullkomnari og hraðvirkari en vélar þær sem hér hafa áður verið notaðar til slíkrar steypu. Vél þessi er hin fyrsta af þessari gerö, sem tekin er í notkun í Evrópu. Er hún frá Besser Manufacturing Com- pany i Michigan og hefur Paul Klemens, verkfræðingur félagsins unnið að uppsetn- j ingu hennar undanfarið. Vélin hrærir steypuefnið, j lyi'tir því síðan upp í trekt og I rennur það þaðan niður í steypumótin. Getur ' vélin steypt 6 tegundir hleðslusteina og ennfremur einangrunar- plötur. í Steinarnir eða plöturnar eru síðan sett á grindur, sem hvíla á vagnhjólum og er þeim síðan ekið út í klefa þar sem steinarnir eru þurrkaöir. Vélin getur steypt 1000 steina á einum degi, miðað við 8 stunda vinnudag. Þrjár gerðir af einangrun- arplötum eru steyptar, 5 7 og 10 cm. þykkar. Þá er og vél til að steypa þakhellur, kvaðst Jón Lofts- son hafa trú á aö steyptar þakhellur ættu eftir aö verða mikið notaSar hér á landi. Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.