Þjóðviljinn - 29.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1943, Blaðsíða 4
Úrborglnnt NÝJA BÉÓ Eiginkona útlagans (Bell Starr). Söguleg mynd í eðlilegum litum. Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki. Þriðjudagiu* 29. júní. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperettum og tónfilmum. 20.30 Erindi: Indversk trúarbrögð, II (Sigurbjöm Einarsson prest- ur). 20.55 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 21.20 Lög og léttara hjal. Leiðrétting. í ræðu Brynj. Bjarna- sonar á sunndag slæddust nokkrar prentvillur. Hundurinn hét Kara en ekki „Kana“. Ekki varð vísu Jónasar forðað frá hinni þrálátu, málskemm- andi prentvillu „enginn vættur“ í stað engin vættur. KOSNIN G AÚRSLITIN í ÍRLANDI GENE TIERNEY, RANDOLPH SCOTT. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Böm yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. Slóðínn til Santa Fe (Santa Fe Trail) Þáttur úr sögu átakanna um afnám þrælahalds í Banda- ríkjunum. ERROL FLYNN OLIVA DE HAVILLAND RAYMOND MASSEY RONALD REAGAN Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. FJALAKÖTTURINN LEYNIMEL 13 Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngum. seldir kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Síðasta sinn! Bræðsluslldarverðíð De Valera missti meirihlutann Það er gert rað fyrir aö De Valera, forsætisráöherra írlands, muni veröa áfram viö völd, þrátt fyrir þaö að flokk- ur hans tapaöi 7 þingsætum í nýafstöönum kosningum og þarmeð meirihlutanum á þingi. Verkamannaflokkurinn vann 7 þingsæti, en Fine Gael flokkurinn tapaöi 8 þingsæt- um. Þaö sem vekur mesta eft- irtekt, er kosningasigur bænda flokksins, sem engan fulltrúa átti á þingi, en fékk nú 14 þingmenn kjörna. Samþykktir menntaskóla- kennara. Framh. af 1. síðu. starfsþreki og er sívakandi sem fyrr um heill og hag stofnunar innar. Auk þess telur fundurinn varhugavert, að skipt sé um stjórn skóla, nema brýna nauð- syn beri til, meðan högum þjóð- arinnar er háttað svo sem nú er“. Ályktun um réttindi skóla til að útskrifa stúdenta „Fundur menntaskólakennara, haldinn á Akureyri 21.—23. júní 1943, ályktar, að gefnu tilefni, að lýsa yfir því, að hann telur mjög varhugavert að ráðherra veiti skólum réttindi til þess að halda stúdentspróf og brautskrá stúdenta nema eftir ákvörðun Alþingis, enda sé þá tryggt, að kröfur þær, sem gerðar eru til stúdentsmenntunar, séu ekki rýrðar frá því, sem nú er“. Heimilið — skólinn — gatan Framh. aí 3. tíöu. tíma aflögu til að kenna börnum sínum kvæði, segja þeim sögur, tala við þau, ala þau upp. Þetta er augljóst mál. En hvað er hægt að gera til úrbóta? Eg nefni aðeins tvennt en bið að Framhald af 1. síðu. Húsavík og gömlu verksmiðjuna á Raufarhöfn en þessar verksm. voru ekki starfræktar í fyrra. Með starfrækslu þeirra myndu afköst Síldarverksmiðja ríkisins hafa aukizt úr ca. 15 000 málum á sólarhring í fyrra upp í ca. 20 000 mál. Sú ráðstöfun atvinnumálaráð herra að hafna tillögu meiri- hluta stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins um heimild til að kaupa síldina föstu verði, fyrir kr. 18,00 málið, hefur svo sem skýrt er frá hér að framan, leitt til þess að ekki hefur fengizt nema Va þeirrar þátttöku, sem við var búizt í veiðunum fyrir Síldar- verksmiðjur ríkisins. Hér við bætist, að félög sjómanna, út- gerðarmanna og verkamanna víðs vegar um landið hafa mót- mælt harðlega ákvörðun at- vinnumálaráðherra um síldar- verðið, svo að óvíst er með öllu að útgerðarmenn þessa 14 af síld arskipum þeim, sem ætluð voru viðskipti við Síldárverksmiðjur ríkisins í sumar, gætu fengið skipshafnir á þau, þótt þeir vildu nema því aðeins, að hið öðru leyti ,um tillögur og um- ræður um þetta mikla velferðar mál: Það á að stofna miklu fleiri vöggustofur og dagheimili víðs vegar um borgina og láta þau starfa vetur og sumar. Það á að gera tilraunir með sameiginleg mötuneyti fvrir barnafjölskyldur, koma þeim upp sem ' víðast í samráði við fólkið sjálft. Þetfa tvennt mundi að minni hyggju vera heilladrjúgt spor í þá átt að létta þrældómsokinu af mæðrunum, sem réttminnstar eru af öllum mannverum á þessu landi. Hér er einnig um stórt uppeldismál að ræða. fasta síldrarverð Síldarverk- smiðja ríkisins verði kr. 18,00 fyrir málið. Einkaverksmiðjurnar hafa til- kynnt, að þær greiði fast verð kr. 18,00 fyrir málið. Það eykur enn á óánægjuna, að Síldarverk smiðjur ríkisins skuli nú í fyrsta sinn bjóða upp á lægra fast verð en Þær. Það er því komið í ljós eins skýrt og verða má, að ákvörðun atvinnumálaráðh. um bræðslu- síldarverðið hefur stofnað síidar útveginum í sumar í stórhættu. En þar sem ekki er sjáanlegt að háttvirtur ráðherra ætli, þrátt fyrir aðvaranir meirihluta verk- smiðjustjórnarinnar í bréfi 19. þ. m. að breyta fyrri ákvörðun sinni, þá leyfum vér undirritað- ir stjórnendur Síldarverksmiðja ríkisins, sem kjörnir erum í stjórn verksmiðjanna af Alþingi, oss hér með að fara þess á leit við þingflokkana, að þeir láti nú þegar upp vilja sinn við hæst virta ríkisstjórn, um að farið skuli eftir tillögum meirihluta stjórnar Síldarverksmiðja ríkis- ins um heimild handa verksmiðj unum til þess að kaupa bræðslu síldina föstu verði í sumar fyr- ir áætlunarverðið kr. 18,00 mái- ið af þeim, sem óska þess held- ur en leggja síldina inn til vinnslu. Nú er komið fast að síldar- tíma. Ráðgert var að Síldarverk smiðjur ríkisins byrjuðu mót- töku síldar fimmtudaginn 8. júlí, þurfa því síldveiðiskipin að sunnan að fara norður um miðja Þessa viku. Allur frekari drátt- ur á því að breyta síldarverðinu í rétt horf svo að síldarflotinn fari á stað, er til stórtjóns fyrir alla aðilja og þjóðina í heild. Það skal tekið fram, að vér höfum sent samhljóða bréf til hinna þingflokkanna. Virðingarfyllst. (undirskriftir) DREKAKYN Eftii Pearl Buck En þér skiljið mig? Andlit hans, snoturt en veiklulegt, bað hana um skilning og samúð. — -Eg er ekki svikari. Eg er raunsæismaður. Ef við lokum ekki augunum fyrir þeirri staðreynd, að þessir Austurhafsbúar hafa lagt undir sig helminginn af landi okkar, þá er okkar eina framtíðarvon fólgin í því að vinna með þeim. Auk þess, sem það sem ég er að gera er í fullu samræmi við hugsunarhátt og reynslu Kínverja. Sagan segir okkur aftur og aftur að við höfum ávallt virzt láta undan óvinunum, en í rauninni höfum við ráðið en þeir dáið. En þá vorum við strekari en óvinirnir, sagði hún. Erum við það núna? Hún sagði ekki allan hug sinn, hún sagði honum ekki frá japönsku embættismönnunum, sem hún hafði snætt hádegisverð með. Hún hafði hræðst dimman andlitssvip þeirra og einbeittan vilja,’ og hinsvegar veiklulegan og góðlátlegan svip þessa leppstjóra. Hann svaraði ekki. Einhver hafði komið inn í herbergið og hann setti þegar upp ólundarsvip, af því að hann hafði bannað að ónáða sig meðan hann væri einn með gesti sín- um. En þegar hann sá hver það var hélt hann sér í skefj- um. * Nú ert það þú, Vú Líen, sagði hann, og við Majlí sagði hann: Þetta er einkaritari minn, maður sem er mér mjög dyggur og skilur mig. Svo að þessi mágur Pansíao hafði hækkað svona í tign- inni hjá óvinunum, og þá varð allt auðveldara en hún hafði gert ráð fyrir! Vú Líen hneigði sig, án þess að líta beint á þessa fallegu konu. Faðir hans, sem var vanur að selja vörur sínar ríkum hefðarkonum, hafði kennt honum kurteisisreglurn- • ar. Hann sagði við húsbónda sinn: ; Herra, mér þykir leitt að þurfa að ónáða yður, en ég hef ; slæmar fréttir að segja yður. Leppstjórinn stóð þegar á fætur og þeir fóru út og Majlí j sat ein eftir og hugsaði um þennan Vú Líen. j Þegar húsráðandinn kom aftur var vandræðasvipur á ! andliti hans. — Eg verð að biðja yður að afsaka mig, sagði j hann. Hræðilegur atburður hefur komið fyrir. Hópur j manna hefur þeyst niður úr hæðunum og gereytt setulið- ! inu, sem hefur setið við rætur hæðanna. Það er enginn eftir. j En mun yður verða kennt um það? spurði Majlí hann. ; Auðvitað, að einhverju leyti, svaraði hann. Þeir vita að ; ég get ekki komið í veg fyrir slíka villimennsku, og þó láta þeir það bitna á mér. Vú Líen hafði fylgt honum inn í herbergið, og nú sneri hann sér við og sagði við Vú Líen: Farðu með gest minn til herbergja hennar. Vú Líen hneigði sig og beið eftir Majlí. Góða nótt, sagði leppstjórinn. Á morgun skal ég finna yður eitthvað til skemmtunar. Gerið yður ekkert ómak mín vegna, sagði hún. Eg get sjálf fundið mér eitth'vað til skemmtunar. Þegar hún var ein með Vú Líen, sagði hún: Er hægt að fara um borgina á morgun? Með fylgd er það hægt, svaraði Vú Líen. Og má maður fara út fyrir borgina? Með fylgd, svaraði hann aftur. Hún þagnaði. — Verða það að vera hermenn? Enginn dráttur hreyfðist í andliti hans, frekar en það væri úr steini. Þér hljótið að skilja, sagði hún, það er erfitt fyrir mig , að láta — óvinahermenn — fylgja mér. Þessi borg er fæð- ingarborg móður minnar og mín. Þannig reyndi hún hann, en svipur hans breyttist ekki. , — Eg vona að ég geti séð gröf móður minnar, sagði hún, af í því ég var einkabarn hennar. j Hann hlyti að skilja, að það væri skylda hennar gagn- ; vart guðunum, hugsaði hún. í Hann kinkaði kolli.. — Eg skal sjá til hvort ég get ekki j sjálfur fylgt þér, svaraði hann. Þá getum við skilicf verð- ; ina eftir dálítinn spöl frá gröfinni. , • Allt, sem hún hafði sagt var sannleikanum samkvæmt. I Gröf móður hennar var í kirkjugarði múhameðstrúarmanna | en hvar vissi hún ekki. Þó virtist henni, að ef hún heyrði ; nafn þorpsins, þá myndi hún vita það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.