Þjóðviljinn - 07.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.07.1943, Blaðsíða 4
iJÓÐVILIItm Valdimar Jónsson NÝJA Btó Æskan er glaðlynd („Wat’s Cookin“) Andrews Sisters. Gloria Jean. Leo Carillo. Jane Franzee. Sýnd kl. 5, 7 og 9. W TJARNAiOB&Ó Kona mikilmennis (The Great Man’s Lady) Áhrifamikill amerískur sjón- leikur. BARBARA STANWYCK JOEL McCREA BRIAN DONLEVY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Fæddur 27. október 1865. Dáinn 30. júní 1943. Þeim íslendingum fer nú óð- um fækkandi, sem muna þjóð- hátíðarárið og voru komnir til vits og ára, þegar Jón Sigurðs- son féll í valinn. En það er ekki ómerkur þáttur í sögu þessa lands, sem þeir menn hafa séð fram fara og starfað áð. Segja má, að um ævi þeirra hafi gerzt stórfelldari breytingar á lifnað- arháttum íslendinga, en á öll- um öðrum tíma samanlögðum, allt frá söguöld. í æsku þessara manna var líf og starf um margt ekki ýkja frábrugðið því, sem var meðal frumbyggja land- náms, en jafnskjótt og þeir vaxa úr grasi rekur hver stórbreyting- in aðra, bæði á sjó og landi og í stjórnmálum. Það er stór kafli í menningarsögu íslands, sem sá < maður hefur kýnnzt, sem ólst upp á sveitabæ norður á Strönd- um fyrir rúmum sjö áratugum, og lézt í Reykjavík á miðju ári 1943. Valdimar Jónsson var fæddur að Hlíðarseli við Steingrímsfjörð 27. október 1865. Foreldrar hans, Jón Bjarnason og Margrét Jóns- dóttir, voru síðustu ábúendur þar. Síðan hefur jörðin verið í eyði. Árið 1891 kvæntist hann Guðbjörgu Jónsdóttur af Skrið- nes-Ennis-ætt. Þau dvöldu lengst af í Hrútafirði og 'Steingríms- firði og eignuðust fjögur börn: Jón, Sigurð, Steinunni og Mar- grétu. Guðbjörg andaðist árið 1914. Síðustu tuttugu og fjögur árin dvaldi Valdimar á heimili Jóns sonar síns, kennara, og konu hans Herdísar Pétursdótt- ur, fyrst á Eskifirði og síðan 1 Reykjavík. Hann andaðist 30. f. mánaðar. Valdimar var hniginn á efri ár, þegar ég kynntist honum, en ætíð var skemmtilegt við hann að ræða. Hann var ósvikinn ís- lenzkur alþýðumaður, greindur vel og fróður, og kunni frá mörgu að segja. Sonarbörnum sínum reyndist hann slíkur fóstri, að slíks munu færri dæm- in. — Lík Valdimars var flutt norð- ur í átthagana, og þar fer jarð- arförin fram í dag. Þangað sendi ég hlýjar kveðjur fyrir mína hönd og annarra vina. E. E. Hugieiðingar um frið Framhald af 2. síðu. Áhrifa Sovétríkjanna mun að sjálfsögðu gæta mikið í Evrópu eftir stríðið. Það verður tekið til- lit til Sovétríkjanna um allan 1 heim. Þau munu að vísu verða önnum kafin við uppbygging- una heima fyrir en pólitísk og félagsleg áhrif þeirra verða samt sem áður mikil í Evrópu- löndunum. Þetta 'hefur verið skoðun míij í mörg ár og ég hef oft látið hana opinberlega í ljósi, einkan- lega eftir 1935. Það er að mínu áliti nauðsynleg þróun. Einmitt þess vegna barðist ég fyrir því, að Sovétríkin yrðu tekin í Þjóða bandalagið 1934. Þess vegna beitti ég mér fyrir samvinnu milli Vestur-Evrópu og Sovét- ríkjanna. Þegar ég sá að deila við Þýzkaland yrði ekki umflú- in, beitti ég mér fyrir hinum svonefnda Austur-Evrópusátt- mála milli Frakklands, Þýzka- lands, Póllands, Tékkoslóvakíu og Sovétríkjanna, og þegar hann mistókst beitti ég mér fyrir bandalagi milli Frakklands, Tékkoslóvakíu og Sovétríkj- anna. Þegar syrti að á stjórnmála- himninum í september 1938 von aðist ég eftir skilningi á því hvað væri að gerast, og að Frakk land, Bretland og Sovétríkin bindust samtökum gegn árás Þýzkalalands á okkur. Nei, hreint ekki! í stað þess kom Munchenráðstefnan — stríð varð óhjákvæmilegt. Eftir að stríðið brauzt út íylgd- ist ég með rás viðburðanna, sem leiddi til þeirrar samvinnu sem nú á sér stað, og sem verður haldið áfram. Þið getið því gert ykkur í hugarlund ánægju mína, þegar Brezk-rússneski sáttmál- inn var undirritaður 26. maí 1942. Sá sáttmáli hefur heims- sögulega þýðingu og ég vona, að hann vérði grundvöllur að sam- eiginlegum sigri okkar og varan- legri friði, að styrjöldinni lok- inni. Ef vér hveríum frá hinni röngu afstöðu vorri gagnvart Sovétríkjunum, eins og hún var fyrir stríð, verðum vér vel að gæta þess, að endurtaka ekki sömu villurnar gagnvart Frakk- Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, simi 5030. Naeturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- landi. Frakkland var svikið inn- an frá af spilltri stjórn, eins og Rússland í fyrri heimsstyrjöld- inni. Frakkland var neytt til þess að ganga að afarkostum, og enn hefur það ekki drukkið til botns þann bikar auðmýkingar og und- irokunar, sem fjandmennirnir byrla því. Þrátt fyrir það getur Frakkland átt glæsilega fram- tíð, eins og fortíð. Tímabil mik- illa þjáninga er enn framundan hjá frönsku þjóðini, og vér þekkj um enn ekki til fullnustu hæfni þeirrar forustu, sem mun koma fram hjá hinum ungu sonum Frakklands, sem nú berjast í her sveitum Stríðandi Frakka, eða dvelja í fangabúðum Þjóðverja, og eru neyddir til að vinna fyrir verstu fjandmenn sína. Nýtt Frakkland á eftir að rísa, sem mun verða á allan hátt ger- ólíkt því, sem nú lýtur franskri stjórn. Það verður byggt upp af nýrri fullkomlega, lýðræðissinn- aðri kynslóð. Tékkoslovakía mun leggja fram mikinn skerf til endurskip- unarinnar að styrjöldinni lok- inni. Tékkóslóvakía er að fullu samþykk þeim fjórum höfuð- markmiðum, sem vér berjumst fyrir í dag: Göfgi og virðingu mannsins og endurheimt mann- legra réttinda og siðgæðis; efna- legu lýðræði; nýju öryggi í Ev- rópu og öllum heiminum og end- urskipan stjórnmála í Evrópu og öllum heimi. Tékkóslóvakía mun vissulega halda áfram vináttunni við Bret- land og Sovétríkin. Hún mun á- samt þeim berjast fyrir nýju Þýzkalandi og Ungverjalandi, umsköpuðu með byltingu. Hún mun berjast fyrir nýju megin- landi, þar sem Frakkland nýtur fullra réttinda og hin samein- uðu ríki í Mið-, Vestur- og Norð- ur-Evrópu hafa öðlazt sitt fyrra frelsi og þeim verið bætt það misrétti, sem þau hafa verið beitt, og fyrir nýjum milliríkja- samböndum — eins og t. d. sam- bandi milli Póllands og Tékkó- slóvakíu — og fyrir nýjum, betri og róttækari aðferðum til þess að jafna minni háttar deilumál. Fyrir öllum þessum málum mun Tékkóslóvakía berjast eft- ir mætti í samræmi og samkomu- lagi við forustuþjóðir Banda- manna — Bretland, Sovétríkin og Bandaríkin. Og vér skulum vera svo bjartsýnir að treysta því, að með samvinnu allra þess- ara ríkja muni þetta takast. ■vv S DREKAKYN | H Efftii Pearl Hksck S Hann bjóst við því, að sonur hans segði, að hún væri njósnari, og að hann hefði ekki átt að hleypa henni 'inn, og satt að segja óttaðist hann sjálfur líka, en fögnuður hans yfir góðvild Vú Líens hafði verið svo mikill, að skyn- Si semin hafði alveg misst tök á honum. £C! Útvegaðu mér hana fyrir konu. Sf Ling Tan var allra manna nýtnastur og gætnastur. og yg á heimili hans voru það mestu sorgartíðindi, ef lítill disk- w ur brotnaði, en þegar hann heyrði þetta, missti hann te- vv skálina, sem hann hafði erft frá föður sínum, og hún w brotnaði í mjöl. ^ Hann varð svo gramur, að hann bölvaði syni sínum í ^ sand og ösku. — Sjáðu! hrópaði hann. Hann beygði sig til að tína upp brotin, en þau voru of mörg og lítil. Jafnvel XK lægnasti glerviðgerðarmaður gæti ekki sett þau saman, 38$ og Ling Tan bölvaði syni sínum. — Flónið þitt! hrópaði hann, bölvaður asnakjálkinn þinn! aq- Ling Sao heyi'ði hávaðann og hún kom hlaupandi til þess að sjá hvað að væri, og hún hrópaði líka þegar hún sá skálina mölbrotna á gólfinu, og Ling Tan hrópaði til hennar: ** Þetta afstyrmi, sem, þú fæddir í heiminn! Hvað nú? hrópaði hún, og bjó sig undir að taka svari sonar síns gegn föðurnum, eins og hún var vön. Það var aðeins þegar um dóttur var að ræða, að Ling Tan gat yg vonazt til að hún tæki hans svari. yg Það var honum að kenna, sagði Ling Tan. ^ Hvað um einn disk? svaraði hún. ^ Það gerir ekkert til um bannsettan diskinn, sagði hann. gg — Það er þessi sonur þinn, — hann heldur, að hann geti ^ gleypt bæði sól og tungl. Hann er búinn að gleyma því. að hann er einungis dauðlegur maður, og meira að segja gg yngri sonur. Nei, hann heldur, að hann hafi skapað bæði ^ himinn og jörð! Þú sjálfur ert aðeins gamall asni, sagði hún. — Uiji hvern fjandann ertu að tala? Það er betra að skilja anda- ^ kvak heldur en vitleysuna í þér! Sonur hvers er hann eiginlega, ef ekki þinn? ^ Nú voru bæði orðin reið og elzti sonur þeirra og dóttir komu inn til að sefa reiði þeirra, og dóttirin sagði: 58$ Fyrst enginn ykkar veit, nema þú, faðir minn, hvers vegna þið eruð reið, skulum við þegja, svo að þú getir 58* talað. 5$ Og þau biðu þangað til hann hafði kastað mæðinni, og 5$ dóttir hans kom með aðra skál með tei og elzti sonur & hans kveikti í pípu hans, en sá yngsti sat bara kyrr og mælti ekki orð af vörum. 58$ Og loks var Ling Tan búinn að jafna sig. Hann reykti 58$ pípuna, og reykurinn stóð út um vit hans, um leið og 58$ hann sagði: 5$$ Þessi yngsti sonur minn — hann, sem ekki vill kvæn- ast neinni konu, nú segir hann: — Útvegaðu mér hana fyrir konu. — Honum svelgdist á reyknum og hóstaði. ■»* Hverja? spurði Ling Sao undrandi og glöð. Það var íyí hennar bezta skemmtun að tala um giftingar, og sérstak- £& lega um giftingu þessa sonar. 5?! Hverja? endurtók Ling Tan. — Nú, en þessa útlenzku konu í slánnif Nú urðu þau þrumu lostin líka. Þegar Ling Tan sagði w þetta, sagði enginn neitt, og Lao San skotraði augunum w ólundarlega til þeirra, og því lengur sem hann virti þau fyrir sér, því reiðari varð hann. Hann reigði höfuðið og ^ stökk á fætur. 5gC Ekkert ykkar þékkir mig, sagði hann. Ykkur finnst ég 5&C vera barn. Móðir mín, ég hef gleymt, að ég hafi nokkurn tíma alizt við brjóst þitt. Faðir minn, ég mun ekki snerta ^ mat þinn. Og hvað ykkur hin snertir, hver eruð þið? Ég á enga foreldra og enga bræður né systur. Ég mun ekki ^ stíga fæti mínum í þetta hús framar! 58$ Hann gekk til dyrahna, en móðir hans hljóp á eftir ^ honum og tók í kápu hans og hélt lafi hennar í sterkri *5$ hendi sinni. 58$ Hvert ertu að fara? hrópaði hún. — Hvað ætlarðu j$$ aðgera? 58$ Hann rykkti í kápuna, en móðir hans hélt svo fast í 58$ hana, að hún rifnaði, og hann hélt áfram í rifinni kápunni. 58$ Leyfðu mér að minnsta kosti að gera við kápuna. kall- 58$ l aði hún á eftir honum, en hann stanzaði ekki. 5^ r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.