Þjóðviljinn - 18.07.1943, Page 1
8. árgangnr.
Sunnudagur 18. júlí 1943
160 tölublað.
Alþýðusambandsstjórnín ávarpar þjóðína
Ráðstefna verður kölluð saman I haust með fullfrúum
þeirra samfaka, sem ákveða að vera með
í tímariti Alþýðusambandsins, „Vinnunni“, sem út kom í
gær, er birt ávarp frá stjórn Alþýðusambands íslands og stefnu-
skrá fyrir bandalag vinnandi stéttanna.
Með ávarpi þessu og stefnuskrá er mörkuð braut þeirri
fjöldahreyfingu, sem Alþýðusambandið er að skipuleggja, —
hreyfingu, sem meirihluti íslenzku þjóðarinnar þegar hefur
skipað sér um.
í stuttum, skýrum dráttum er rakið að hverju hin sameigin-
lega barátta verkamanna, bænda, fiskimanna og annarra ís-
lendinga þurfi að stefna í velferðarmálum þeirra og þjóðarinnar
sem heildar, þar með töldum sjálfstæðismálunum og svo að
síðustu sett fram stærsta atriðið, það sem framtíð og afkoma
meginhluta þjóðarinnar veltur á: að þjóðarhögum íslendinga
verði þannig háttað að atvinnuleysið nái ekki að þrengja kost
þeirra á ný, að afloknu þessu stríði.
Nú, þegar fasisminn á íslandi opinberlega hvetur til at-
lögu og eggjar til borgarastyrjaldar, þarf hver einasti maður og
kona að kynna sér, hvað það er í einstökum atriðum, sem vinn-
andi stéttirnar krefjast.
Stefnuskráin birtist á 3. síðu blaðsins í dag, en ávarpið frá
stjórn Alþýðusambandsins fer hér á eftir:
Avarp frá stjórn Alþýðusambandsnis
Alþýðusamband íslands er
heildarsamtök islenzkrar alþýðu,
óháð stjórnmálaflokkum og
starfar sem tæki í hagsmuna-
baráttu hennar á hreinum stétt-
argrundvelli. Alþýðusamband-
inu hefur vaxið mjög fiskur um
hrygg, og nú telur það innan
vébanda sinna um 20 þús. vinn-
andi fólks og er tvímælalaust
sterkasta samtakaaflið með þjóð
vorrölLy no .linagiodlf: igo itxsv <V
Enda þótt Alþýðusambandið
sé framar öllu hagsmunasamtök
vinnandi fólks í bæjum og þorp-
um, lætur það sér eigi sjást yfir
þá staðreynd, að við sjó og i
sveit eru einnig ýmsar greinar
vinnandi alþýðu, sem eiga með
því samleið á sviði hagsmuha-
baráttunnar.
í þessu sambandi brfeytir það
engu þótt ein grein alþýðunnar
taki verkalaun aín í andviðri
sjófangs, önnur í gangverði land-
afurða, þriðja með s’ölu andlegra
eða menningarlegra verðmæta
o. s. frv. Mestu máli skiptir það,
að til þessara vinnandi stétta
telst meginþorri landsmanna og
að sameiginlegur hagur þeirra
er þjóðarhagur.
Alþýðusambandið ætlast til
þess, að smáframleiðendur í
sveit gerist bandamenn alþýð-
unnar við sjóinn til verndar og
eflingar þeim réttindum. efna-
hags- og menningarlegum, sem
stéttarsamtökin hafa aflað henni
og vill í nafni stéttarsamtaka
launþeganna við sjóinn, rétta
hinum stritandi bónda hönd til
samstarfs, sem miði að bættum
kjörum hans og efnalegu öryggi,
— ekki aðeins með því að sporna
gegn oki milliliðagróðans í sölu
afurða og kaupum nauðsynja,
heldur einnig styðja kröfur hans
til aukinnar tækni í samræmi
við kröfur tímans, bættra bú-
skaparhátta og betri skilyrða
yfirleitt til að tryggja þessum
nauðsynlega atvinnuvegi far-
sæla framtíð.
Á grundvelli sams konar
bandalags og gagnkvæmrar að-
stoðar vill Alþýðusambandið
styrkja, svo sem tök eru á, smá-
framleiðandann og fiskimanninn
við sjóinn, í baráttu þeirra gegn
ofríki hringa bæði í kaupum út-
gerðarnauðsynja og sölu sjávar-
STJÓKN ALÞÝÐUSAMBANDSINS.
Fá vinstri til hægri: Ágúst H. Pétursson. Þorsteinn Pétursson. Björn Bjal'nason. Stefán Ög-
mundsson. Jón Sigurðsson. Guðgeii’ Jónsson. Eggért Þorbjarnarson, Sæmundur Ólafsson, Her-
mann Guðmundsson; Þorvaldur Brynjólfsson. Á myndina vantar Jóh Rafnsson, Sigurð Guðna-
son og Þórarinn GuðmundSsbn.
afurðá og styðja kröfur þeirra
til fullkomnari framleiðsluskil-
yrða og meira öryggis fyrir at-
vinnuveg sinn.
Með því að Alþýðusambandið
er eigi aðeins, framar flestum
öðrum félagssamtökum, óháð
Framh. á 2. síðu
Stórorusfa
um Catanía
Sveitir áttunda brezka hersins
hafa rofið varnarlínu Þjóðverja
suður af austurströnd Sikileyj-
ar, segir í hernaðartilkynningu
Bandamanna síðdegis í gœr, o§
er í 15 km. fjarlægð frá borg-
inni.
Þýzki herinn hörfar norður
eftir Cataniusléttunni, og er bú-
ist við að stórorustur um Cat-
ania, sem er ein mikilvægasta
borg Sikileyjar, sé í þann veginn
að hefjast.
Wendell Wilkie verður
í kjöri við forsetakosn-
ingarnar næstu
Wendell Wilkie hefur lýsfc
því yfir, að hann muni verða
í kjöri við forsetakosningam-
ar 1944.
Repúblikanaflokkurinn hef-
ur enn ekki valið forsetaefni
sitt, svo þessi yfirlýsing Wilk-
ies er skilin svo, að hann ætli
að bjóöa sig fram hvort sem
flokkur hans samþykkir að
‘hafa hann 1 framboði eða
$kki.
II
austur al Orel
Pjóðvcrjar hafa missf 3180 shriddreka
og 1700 flugvélar á hálfum mánuði
Rauði herinn þrengir hálfhringinn um Orel með sókn úr
þremur áttum, norðri, austri og suðri og hefur austanhernum
einkum orðið vel ágengt.
Vörn Þjóðverja er harðnandi, enda má heita að bardagar
hafi hætt á Bjelgorodsvæðinu, þar sem Þjóðverjar hófu sókn
íyrir tæpiun hálfum mánuði og hefur þýzka herstjórnin flutt í
skyndi lið þaðan til Orelvígstöðvanna.
Þjóðverjar segja að bardag-
arnir séu harðastir austur af
Orel, og tefli Rússar þar fram
ógrynni liðs án þess að skeyta
um manntjón og hergagna.
Það var tilkynnt í gær, að
Stalín hafi verið á ferð um Orel
vígstöðvarnar fyrir nokkrum
dögum og lagt síðustu hönd að
undirbúningi sóknarinnar.
Þjóðverjar skýra frá hörðum
árásum Rússa suður af Slússel-
búrg, en um þær hefur ekki ver-
ið getið í sovétfregnum.
í fregn frá Moskva segir, að
Þjóðverjar hafi misst 3180 skrið
dreka og 1700 flugvélar frá því
að bardagar blossuðu upp á mið-
vígstöðvunum fyrir tæpum hálf-
um mánuði._
FisHdHm bannaiuF i her-
Bandamenn sækja ínn í landíð og taka
þrjá míkílvæga járnbrautarbæí
Tilkynnt liefur verið, að innrásarherinn á Sikiley liafi kom-
ið upp bráðabirgðastjórn í hernumdu héruðunum, og fyrsta verk
hennar hafi verið að banna fasistaflokkinn. Anderson hershöfð-
ingi liefur verið skipaður landsstjóri á Sikiley.
Fréttaritarar segja, að flestir hinna þekktari fasista hafi
flúið til meginlandsins og með þeim auðmenn og fjölskyldur
þeirra, er nánast samband höfðu liaft við fasistana.
Alþýðan hefur tekið Banda-
mannaherjunum vel og víða
lijálpað til með flugvallabygg-
ingar og vegagerðir.
Bandamannaherirnir sækja
nú inn í landið að austan og
sunnan, og tóku í gær mörg þorp
og bæi, þar á meðal þrjá mikil-
væga járnbrautarbæi, Yissini,
Caltagirone og Canicatti.
Um alla Ítalíu hefur þjóðfylk
Framh. á 4/síðu.'