Þjóðviljinn - 05.08.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.08.1943, Blaðsíða 2
 ÞJOÐVILJINN Pimmtudagur 5. ágúst 1943 TILKYNNING um atvínnuleysísskráníngu Hér með tilkynnist, að atvinnuleysisskráning, samkvæmt á- kvörðun laga nr. 57 frá 7. máí 1928 fer fram á Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bæ, dagana 4., 5. og 6. á- gúst þ. á. og eiga hlutaðeigendur, sem óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig þar fram á afgreiðslutímanum, kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. -) Reykjavík, 4. ágúst 1943. BORGARSTJÓRINN f REYKJAVÍK. Múraravinna Nú þegar vantar múrara til múrhúðunar og annars vié hitaveituna. Höjgaard & Schuítz vantar við þvottahús Landsspítalans frá 1. sept. n. k. Umsóknir, með upplýsingum lim nám og störf, og meðmælum ef fyrir hendi eru, sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 15 ágúst n. k. Upplýsingar um starf þetta gefur skrifstofa ríkisspítalanna og þvottaráðskona Landsspitalans. Reykjavík, 3. ágúst 1943. STJÓRNARNEFND RÍKISSPÍTALANNA. S.G.T.- dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7, sími 3240. — Hljomsveit Bjarna Böðvarssonar. H>IMM»»>M«<M»»H»^ I 0OO«*0««*0««ó«««« Kventöskur og veski MIKIÐ ÚRVAL Verzlun R Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 oooooooocoooooooo MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræti 16. ?OO0OOOOOOOOOOOOO ooooooooooooooooo Gerizt áskrifendur Þjóðviljans! |»OOOOOO0OOOOOOO»O txjcwvóoU^winn Fjórar „stjörnur" Þær eru fjórar stjörnurnar í leið- ara Alþýðublaðsins í gær. Það má ekki minna vera en að Þjóðviljinn helgi hverri þeirra nokkrum línum, en áður en farið er að ræða hinar einstöku stjörnur og þeírra þýðíngu, þykir rétt að skýra frá því eindregna áliti stjörnuspámanna að si'ðari hluti ársins 1943 geti orðið mjög erfiður öllum þeim sem búa nálægt gatna- mótum Hverfisgötu og Ingplfsstræt- is, Stefani stjarnan gengur um þess- ar mundir inn í Ljónsmerkið og af- staða hennar til Venusar er mjög athyglisverð. Þeim sem undir þessari stjö'rnu búa, við téð gatnamót, get- ur orðið hætt við mótsögnum og öfg- um, sem leitt geta til sundrungar og upplausnar á heimilum þeirra, þeir ættu því að forðast allt óvárlegt tal, og ekki væri þeim óráðlegt að flýja til fjalla og hafa hægt um sig. Helzt ættu þeir aldrei að koma til byggða aftur. „Fyrsta stjarnan" Fyrst verður að taka það fram að þessar stjörnur Alþýðublaðsins eru ekki himintungl, heldur eru þær stjörnur eins og þær sem Hannes á Horninu talaði um þegar hann sagði í útvarpið, ég vil vera stjarna! ' Fyrsta stjarnan hefur uppi harð- vítuga árás á kommúnista fyrir að segja ekki upp Dagsbrúnarsamning- unum og fyrir að krefjast endurskoð unar á vísitölunni. Það eru ekki nema fimm smáatriði sem þessi stjarna gleymir, auðvitað skiptir það engu máli hverju húri gleymir og hvað hún man, en svona rétt til gamans skal þó á þessi atriði minnst. 1.) 2.) 3.) 4.) 5.) Alþýðuflokksmaðurinn Helgi Guðmundsson, sem á sæti i stjórn Dagsbrúnar, var allra manna ákveðnastur í að segja samningunum ekki upp. Alþýðuflokksmaðurinn Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Al- þýðusambandsins, ráðlagð; stjórn Dagsbrúnar eindregið að segja samningunum ekki UPP- Ekkert verkalýðsfélag, sem Alþýðuflokksmenn stjórna heí' ur sagt upp samningum á þessu sumri. Alþýðuflokkurinn og einnig Alþýðublaðið hafa marg sinn- is krafizt þess að vísitalan verði endurskoðuð og hafa tal ið að það mundi leiða til mik- ils hagræðis fyrir verkamenn og aðrar launastéttir. Hvaða Alþýðuflokksmaður sem hefði verið formaður Dagsbrúnar nú og hvaða Al- þýðuflokksmenn sem hefðu myndað stjórn hennar, hefðu farið nákvæmlega eins að og kommúnistastjórnin, í þessu máli. „Önnur stjarnan" Önbur stjarnan ræðst heiftarlega að kommúnistum fyrir að vera sam- mála Ólafi Thors og Jónasi frá Hriflu, um að slíta beri sambandinu við Dani, eigi síðar en 17. júní 1944. Megináherzlu leggur þessi stjarna á hve svívirðilegt það sé að vinna með þeim Ólafi og Jónasi. 2.) 3.) Þessi stjarna gleymir þremur smáatriðum: 1.) Allir þingmenn Alþýðuflokksins hafa til þessa verið sammála um að slíta beri þessu sambandi eigi síðar en 17. júní 1944. Samkvæmt stefnuskrá Alþýðu- flokksins og marggefnum yfirlýs ingum beztu manna flokksins, ber flokknum að, vinna að stofn- un lýðveldis og fullum skilnaði við Danaveldi, þegar sambands- lögin leyfa, en það er í árslok 1943. Allir forustumenn Alþýðuflokks ins hafa fyrr og síðar haft mjög náið samstarf við Jónas Jónsson og Ólaf Thors, raunar aldrei um sameiginleg áhugamál þjóðarinn ar, Iheldur ætíð sérmál þessara herra. „Þriðja stjarnan" Þriðja stjarnan ræðst af hinni mestu grimmd á kommúnista fyrir að beita sér fyrir stofnun bandalags íslenzkrar alþýðu. Þessi stjarna gleymir: 1.) Að tillaga um stofnun þessa bandalags var samþykkt á Al- þýðusambandsþinginu í haust með atkvæðum manna úr öllum stjórnmálaflokkum og þar á með al voru flestir þeir Alþýðuflokks menn, sem eitthvað hafa unnið í verkalýðshreyfingunni. 2.) Stefnuskrá fyrir bandalagið var samþykkt með samhljóða at- kvæðum allra þeirra sem nú skipa Alþýðusambandsstjórnina þar á meðal eru fjórir Alþýðu- flokksmenn. 3.) Samband ungra jafnaðarmanna hefur samþykkt að gerast aðili að þessu bandalagi og kosið full- trúa á fyrirhugaða ráðstefnu þess. 4.) Miðstjórn Alþýðuflokksins hafði ákveðið að , Alþýðuflokkurinn skyldi gerast aðili að stofnun bandalagsins og kosið Stefán Pétursson fulltrúa á fyrirhug- aða ráðstefnu þess. Þetta hefur þó ekki verið tilkynnt opinber- lega. „Fjórða stjarnan" Fjórða stjarnan er feigðarstjarna Alþýðuflokksíns. Mussolini, Vísir og Morg- unblaðið. Einræðisherrann Benito Mussolini er fallinn úr valdastóli. Maðurinn sem fyrir nokkrum dögum gat sagt. tugum milljóna að sitja og standa eins og honum sýndist, er nú áhrifa- laus með öllu og sennilega ófrjáls sinna eigin ferða. Svo sviplega hef- ur gæfan, eða öllu heldur héppnin yfirgefið þennan mann. Það gefur að skilja að einræðsherra sem situr að völdum í 21 ár eignast marga „vini" Það þykir yfirleitt sigurstranglegt að vera handgenginn slikum herrum, eða að minnsta kosti skoðanabróðir þeirra. Það eru aðeins bjálfar og ut- angarðsmenn eins og t. d. kommún- istar sem ekki skilja slíkt. En svo er til málsháttur semsegir að vínáttan sé úti þegar ölið er af könnunni, og ekki er nú laust við að II Duce fái smjörþefinn 'af þeim sarinindum. Eða hvar eru nú ,,vinir" hans, standa þeir kannske við hlið hans eða halda uppi vörn fyrir hann- Nei, þvert á móti, nú vill engínn við hann kannast og hver reynir sem betur getur að sparka í hinn fallna „vin" og foringja. Eitt af málgögnum fasismans hér á íslandi, dagblaðið Vísir, lætur ekki. sitt eftir liggja er það (birtír afmæl- isgrein um Mussolini sextugan. Þetta sama blað sem átti ekki nógu feit letur til að lýsa aðdáun sinni á einvaldanum á ítalíu þegar hann sendi morðsveitir sínar yfir varnar- lausa íbúa Abessiníu, alþýðu Spán- ar og hina fámennu þjóð Albani- Og síðast en ekki sízt þegar hann ásamt þremur sálufélögum sínum, Hitler. Chamberlain og Daladier fór til Miinchen og bjargaðí heimsfríðn- um!!! Og hvað ætli að Vísir segði nú ef Mussolini væri enn á sigur- göngu sinni? Því er auðsvarað, Coca- Cola-valdið þekkir sína, áreiðanlega ætti íslenzk tunga ekki nógu sterk orð til þess að lýsa hrifningu þess yfir föðurlegri handleiðslu ítalska foringjans. En nú er Mussolini fall- inn, og ekki hægt að styðjast við hann lengur, og þá er skipt um tón: Mussolini! Þetta hefur alltaf verið bölvaður óþokki, heiftrækinn og ill- gjarn og enginn getað við hann lynt nema helzt kommúnistar, en lengra verður ekki jafnað í fúlmennsku. Með afmælisgrein sinni upplýsir Visir rækilega „hver grýtir ef gæf- unni hnignar". Þannig eru fasistar og nazistar allra landa, samvizku- lausir níðingar gagnvart þeim sem minni máttar eru, en tilbúnir að kasta yfir sig sauðargærunni þegar á móti blæs, og sverja þá fyrir ölí sín afkvæmi. Roosevelt forseti gat þess nýlega í ræðu sinni er hann flutti 28 þ. m. að engum fasista skyldi takast að fela sig, hverskonar gervi sem þeir tækju, þegar dagur reikningskilanna kæmi. Vonandi auðnast forsetanum að standa við þessi orð sín. Vinnubrögð Morgunblaðsins eru nokkuð á annan hátt en Vísis, á þess um síðustu og versnandi tímum fyr- ir fasismann. Það reynir að leiða at- hygliha frá óförunum á ítalíu með I því að birta dag eftir dag níðgreinar um Sovétríkin og leiðtoga þeirra, eft ir nokkurs konar Stefán Pétursson Bandaríkjanna, Max Eastmann að nafni, og sá er nú ekki í vandræðum með ,,heilagan sannleika". Helztu rök þessa Vesturheimspostula eru á. þessa leið: „Uppreisnir Rússanna báru aldrei neinn árangnr". „Lenin Iagði undir- stöðuna að nýju harðstjórnarskipu- lagi enn miskunnarlausara en harð- stjórn keisarans". „Stalin, sem fyrir- lítur fjöldann og óttast frelsið full- komnaði harðstjórnina og gerði út af við síðustu leyfar Iýðræðislegra naannréttinda í Rússlandi". „Það er ekkert jafnrétti í Rússlandi, ekkert frelsi, enginn réttur". „Verkamenn- irnir eru hlekkjaðir við vélarnar". „Réttarmorð framin, skipulagðar hungursneyðir". Tíu milljónir mat- arlítilla, húsnæðislausra, illa klæddra, fyrirlitinna þræla er und- irstaðan sem öll byggirtgin hvílir á" Þannig hljóða sannleikans heilögu orð, og sælir eru þeir sem heyra!!! Og þarna uppgötvaði Morgunblaðið hið „heilbrigða raunsæi". Hvað ætli. sé að marka það þó þjóðir Sovét- ríkjanna hafi staðið sem einn maður i meir en tvö ár gegn mesta herveldi heimsins og hrundið því, og þó Hitl- er hafi kvartað undan því að Rúss- Iand væri eina Iandið sem ekki fyrir fyndist kvislingur í. Nei það fer jafn- vel ekkert að verða að marka Hitler úr þessu, hann getur farið sömu leið og Mussolini, og þá er Wild West eina vonin. k. UnylÍnyð Vðntðr til að kra Þjoðviljann til kaupenda. Talið við afgreiðsluna Austurstræti 12, sími 2184.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.