Þjóðviljinn - 06.08.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1943, Blaðsíða 2
 jT _________ Deila Þrðttar við ríkisverksmiðjurnar í frásögn Þjóðviljans í gær af stöðvun síldarverksmiðja rík- isins á Siglufirði var á það minnst að deila hafi staðið milli Þróttar og stjómar síldarverksmiðjanna um eftirvinnukaup al- mennra verkamanna. Sá ágreiningur er algerlega óviðkomandi núverandi deilu milli kyndaranna og verksmiðjustjómarinnar, og hefur hann verið lagður fyrir Félagsdóm. I Mjölni, blaði siglfirzkra sósíalista, birtist 21. f. m. eftirfar- andi grein um þá deilu: UndanfariÖ hefur staöiö yf- ir deila milli ríkisverksmiöj- anna og Þróttar, um hvernig skilja beri ákvæöi um eftir- vinnu í gildandi samningum. Af hendi ríkisverksmiöj- anna var því haldiö fram, aö eftirvinnu bæri aö greiöa fyr- ir 41/2 tíma á sólarhring, þeg- ar unniö er í tveimur 6 tíma vöktum, en Þróttur hélt fram, að þaö væri 5 Vz tími. Sam- kvæmt gildandi kaupsamning um er 8 stunda vinnudagur og þar í innifalið V2 tími til kaffidrykkju án frádráttar á kaupi (frá kl. 9—9% árd.) eða raunverulega unninn 7 Vz tími. Af tveimur 6 tíma vökt- um eöa 12 tímum er þá auð- vitaö eftir 4Vz sem ber aö greiða eftirvinnu fyrir, en þar meö er málið ekki aö fullu skýrt, því í samningunum er enn fremur svo ákveöið, aö verkamenn skuli fá frí án frádráttar á kaupi, þegar unn in er eftirvinna, V* tíma frá 4—4(4, 1 tíma frá 7—8 síðd., Vt tíma frá 11%—12 og Vz tíma frá 3(4—4 á nóttunni, eða samtals tvo tíma til mat- ar og kaffi. í samningunum er ' skýrt fram tekið, að sé unnið í þessum tíma greiðist tilsvarandi lengri vinnutími, með öðrum orð um tímana ber að greiða tvisv- ar, ef þeir eru unnir. Þessir tveir tímar á sólarhring eru auðvitað unnir, þegar unnið er á vöktum og kemur þá sinn tíminn á hvora vakt, eða einn tími á 2 sex tíma vaktir. Það ætti því öllum að vera auðsætt, að eftirvinna fyrir tvær 6 tíma vaktir á sólarhring eru 5Vz tími. En ríkisverksmiðjustjórnin neitaði algerlega að fallast á þennan skilning og stefndi Þrótti fyrir Félagsdóm til að fá úrskurð hans um málið. Eins og eðlilegt var vakti þessi málshöfðun miklu meiri gremju í Þrótti. Hélt stjórn og trúnaðar- mannaráð fund um málið, þar var ákveðið að svara verksmiðju stjórninni í sama tón og var það gert á þann hátt að samþykkja að verkamenn ynnu ekki í mat- ar og kaffitímum. En niðurlag 3. gteinar kaupgjaldssamninga Þróttar hljóðar svo: „í matar og kaffitímum skal því aðeins unnið að verkamenn séu fúsir til þess“. Þáð skal viðurkennt, að senni- lega hefur verksmiðjustjórnin litið svo á þegar samningar voru gerðir að þetta ákvæði næði ekki yfir menn á föstum vökt- um, en um það er ekkert í samn- ingunum. Réttur allra' verka- manna til að neita að vinna í matar- og kaffitímum er því for- takslaus. Verkamönnum er ljósc OPN AÐ verður föstudaginn 6« ágúsf bl, 7.30. Sundhöll Rcyfcjavíbur, HYNDA- ínnrammatiir Höfum opnað myndainn- römmunar-vinnustofu. Allskonar myndir og mál- verk teknar til innrömmvmar Fljót afgreiðsla. — Vönduð vinna. Héðínshðfðí h. f. Aðalstr. 6 B — Sími 4958 Lakk- og leður- KJÓLA6ELTI í miklu úrvali. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 ►»»»»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ að það kæmi sér illa fyrir síld- arverksmiðjurnar, ef sá vani væri tekinn upp að vinna ekki í matar- og kaffitímum, og það hefði engum dottið í hug að leggja til að það yrði gert, ef verksmiðjustjórnin hefði ekki stofnað til illinda með málshöfð un sinni. Öllum sem til þekkja er kunnugt, að framkoma verk- smiðjustjórnar í þessu máli er óverjandi og bar henni tvímæla- laust að leysa deiluna með sann- girni, í stað þess að stofna til málaferla, sem hljóta að vekja úlfúð og gremju og spilla sam- búð verksmiðjustjórnar og verka manna verksmiðjanna.. Þegar verkamenn höfðu ákveð ið að vinna ekki í matar- og kaffitímum, höfðaði verksmiðju stjórn >nýtt mál út af því. Það varð þó úr, að samningaumleit- anir fóru fram og mættu við þær, af hálfu verksmiðjustjórn- arinnar Þormóður Eyjólfsson og Jón Gunnarsson, en af hálfu Þróttar, Gunnar Jóhannsson, Þóroddur Guðmundsson og Pét- ur Baldvinsson. Eftir að nefnd- irnar höfðu haldið þrjá fundi og nefnd Þróttar leitað álits trúnaðarmannaráðs og verka- manna, sem vinna í síldarverk- smiðjunum, náðist samkomulag og voru samningar undirritaðir í fyrradag. Aðalatriði samningsins eru þau, að verkamenn, sem vinna á vöktum hafi ekki rétt til að neita að vinna í matar- og kaffi- tímum, verkamenn fái greiddar strax 5 stundir á sólarhring í eftirvinnu fyrir 2 sex tíma vakt- ir, en málið haldi áfram fyrir Félagsdómi. Úrskurði dómurinn meira en 5 tíma greiða verk- smiðjurnar það, en þó dómurinn úrskurði minna en 5 tíma greiða verksmiðjurnar samt sem áður 5 tímana. Ennfremur skuldbinda verksmiðjurnar sig til að greiða árlega kr. 600 í Hjálparsjóð Þróttar“ Engu skal um það spáð hvernig úrskurður Félagsdóms fellur, reynslan verður að skera úr því, en hitt verður ekki nægi lega átalið að höfða mál og stofna til illinda út af ágrein- ingsmálum, sem auðvelt er að leysa ef sanngirni er gætt. Eftir ástæðum verður að telja | rétt af verkamönnum að ganga að þessum samningum við verk- smiðjustjórnina, því lengra mun ekki hafa verið hægt að komast. en því verður ekki neitað, að það er hart fyrir verkamenn að þurfa að eiga rétt sinn í máli þessu undir Félagsdómi, þó um það skuli ekki sakazt úr því sem komið er. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN oBœiax/pózti'WÍnn Afgreiðslustöð sérleyf- isbíla í tillögum skipulagsnefndar bæja, sem nýléga voru birtar í blöðunum, er ein uppástunga sem mér líkar sér- staklega vel við. Og það sem betra er, þessari tillögu má hrinda í fram- kvæmd nú þegar án mjög mikils til- kostnaðar. Nefndin leggur til að komið verði upp miðstöð fyrir afgreiðslu sérleyf- isbíla 'hér í bænum. Nú er mesta ó- lag á þessu. Sérleyfisbílarnir hafa af greiðslu á fjölda mörgum stöðum i bænum. í mörgum tilfellum á aðal- götum bæjarins þar sem þær eru til mikils trafala fyrir um ferðina. Skipulagsnefndin leggur til að þessari miðstöð verði komið fyrir á svæðinu milli Arnarhóls og Sænska frystihússins, þar sem nú er kola- port kolaverzlunar Suðurlands. Betri staður hefði vart verið finnanlegur. Þetta er alveg í hjarta bæjarins, en liggur þó um leið einkar vel við Skúlagötu, sem á að verða aðalum- ferðargatan út úr bænum. Þarna er nokkur hæðarmunur og leggur nefndin til að afgreiðslustöð^ in verði byggð í tveimur hæðum og sé hægt að aka í þasr frá báðum hiið- um. Þessa afgreiðslustöð ætti svo að reka á svipaðan hátt og járnbrautar- stöðvar erlendis, með sérstakri far- þega og flutninga afgreiðslu. Smám- saman ætti að færá þessar ferðir 1 hendur þess opinbera, sem ræki þær með hentugum tækjum. Um leið og slík miðstöð er komin upp þyrfti ávalt að hafa við hendina varabíla sem Væru til taks bæjði ef bilun yrði og ef eftirspumin eftir ferðunum væri sérstaklega mikil. Það er nú ekkert samkomulag komið á um framtíðarskipulag bæj- arins, sem heíur verið til athuguriar í nokkra áratugi. En hér er tillaga sem allir geta orðið sammála um, sem brýn nauðsyn er á að verði fram kvæmd sem fyrst og'sem ekki yrði mjög kostnaðarsöm. Baráttan við Alþýðuflokk- inn. Gamall og þrautreyndur Alþýðu- flokksmaður hitti kunningja sinn á förnum vegi nýlega. Kunninginn var andstæðingur Al- þýðuflokksins. „Jæja“, sagði Alþýðuflokksmaður- inn ,.nú þurfið þið ekki að vera að berjast við Alþýðuflokkinn, Alþýðu- blaðið er búið.að taka ómakið af ykk ur“. Sagði hann satt? Ég hefi síðan verið að velta því fyrir mér hvort Alþýðuflokksmaður- inn hafi sagt þetta satt, og niðurstað- an er að það sé alveg satt. Alþýðublaðið berst gegn stefnu flokksins í Sjálfstæðismálinu, það berst gegn stefnu hans í bandalags- málinu og það berst gegn Alþýðu- flokksmönnum í Dagsbrúnarmálinu. Það er.því óþarfi fyrir sósíalista að vera að deila á Alþýðuflokkinn, hitt væri nær sanni að verja hann fyrir árásum Alþýðublaðsins. Hvemig stendur á þessu? Hvemig stendur á þessu furðulega fyrirbæri? Því er auðsvarað. Það hefur komið í ljós að hvar sem sósíalistar og Alþýðuflokks- menn hafa tekið upp samstarf hefur það gengið ágætlega, þannig hefur það verið í stjórn Alþýðusambands- ins og þannig hefur það verið i stjóm Dagsbrúnar. Skoðanamunur manna úr þessum tveimur flokkum hefur ekki verið teljandi, er þeir hafa mætzt á þessum vettvangi. Liku máli gegnir um starfið á Al- þingi og í bæjarstjórn, oftast hafa flokkarnir greitt atkvæði eins í hin- um stærri málum, og oft hafa þeir haft samstarf í kosningum í nefndir og fundarstörf. Reynslan hefur sýnt að eðlilegt og rétt er að flokkar þessir vinni saman og raunar ætti ekkert að vera þv£ til fvrirsöðu að þeir sameinuðust I einn flokk. Af einhverjum ástæðum mun Ste- fán Pétursson líta á það sem sitt mikla verkefni að hindra góða sam- búð með þessum flokkum, og þá er ekki annað fyrir hann að gera en að berjast við Alþýðuflokkinn, þegar hann er okkur sósíalistum sammála. Þetta er skýringin á hinni dular- fullu haráttu Alþýðublaðsins gegn Alþýðuflokknum. Afleiðingin. Þessari afstöðu Stefáns. geta heið- arlegir Alþýðuflokksmenn ekki svar að nema á einn veg, þeir verða að halda áfram samstarfi við sósíalista; í verkalýðssamtökunum og annars- staðar þar sem því verður við kom- ið, og að því hlýtur að draga, að þeir athuga í næði hvort þeim sé ekki rétt að yfirgefa Stefán og- sameinast sósíalistum. Stefán getur svo* haldið áfram að gefa út skemmtiblað, og skammað sósíalista, það er þeim gott til fylgis. Gleymið ekki samvinnufé- lögunum. Verkalýðshreyfingin er sameinuð og sterk, hún er hafin yfir flokkspóli tík, og einmitt þessvegna vinnur hún sitt þýðingarmikla og stórpólitíska starf vel og giftusamlega. En það ma engan sósíalista henda að gleyma því að næst verkalýðsfélögunum eru samvinnufélögin hin mikilvægustu. Þessvegna ber hverjum einasta sós íalista, að vinna fyrir samvinnufé- lögin eftir því sem hann fær bezt áorkað. Þeir eiga- að verzla við kaup- félögin og leitast við að efla þau á allan hátt, meðal annars með því að benda ráðamönnum þeirra á það sem þeir telja að miður fari í rekstri. þeirra. Reykvískum sósíalistum ber öllum að starfa í ,,Kron“, þeir eiga að gera það langstærsta og öflug- asta kaupfélag landsins, en til þess þarf samsillt átak allra, stjórnenda, starfsfólks og félagsmanna. Munið að verzla við Kron. OÖOOOOOOOOOOOOÖOO MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda. Talið við afgreiðsluna Austurstræti 12, sími 2184.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.