Þjóðviljinn - 10.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1943, Blaðsíða 3
>riéjudagur 10, ágúst 1943 {UðOVlMlHM Otgefandi: Sameiningarflokknr alþýíu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garðastrœti 17 — Vfkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstraeti 12 (1. hatð) Simi 2184. VSkingsprent h.f. Garðastrœti 17. Verum samhuga og samtaka í sjálf- stæðismálinu Það hefur veriö hljótt um sjálfstæöismáliö síðustu daga, raunar ekkert boriö til tíðinöa á þeim vettvangi, annaö en aö 'Stefán Jóhann hefur svar- aö bréfi því, er Ólafur Thors sendi honum í Morgunblaö- inu varöandi málið. Þjóðviljinn mun ekki, að svo stöddu, gera bréfaskrif þessara flokksforingja aö um- talsefni, en láta nægja að lýsa yfir þeim skilningi sínum á bréfi Stefáns, að hann muni þrátt fyrir skrif Alþýðublaös- ins, eiga samleið með sósíal- istum, sjálfstæöismönnum og framsóknarmönnum þegar til þings kemur í þessu þýöingar- mikla máli. Bréf Stefáns gef- ur, aö vorum dómi, vonir um aö allir þingflokkar geti sam- einast um aö leysa sjálfstæö- ismáliö, á þeim grundvelli sem stjórnarskrárnefnd lagöi fram og er þaö vissulega mik- iö gleðiefni ef þær vonir ræt- ast. Þaö veröa að teljast firn mikil að til skuli vera menn sem tala um aö við þurfum aö taka upp samninga um þessi mál við Dani. Sambands lagasáttmálinn er útrunninn 1 lok þessa árs, og aldrei hef- ur komið fram íslenzk rödd um þaö, svo kunnugt sé, aö viö ættum aö halda einhverju stjórnarfarslegu sambandi viö Dani þegar hann er úr gildi fallinn. Eftir þann dag, skipt-. um vér við Dani eins og aör- ar vinsamlegár þjóöir, meö vinsamlegum samningum milli tveggja jafnrétthárra aðila. Ekkert annaö en stofn- un lýöveldis, án alls stjórnar- farslegs sambands við önnur ríki, kemur til greina frá ís- lands hálfu, og engin sérrétt- indi til handa framandi þjóö, hvorki Dana né annarar kemur hér til greina. Um þetta þurfum og eigum vér ekki aö tala um viö Dani, þeir vita ákvöröun vora um full- komin sambandsslit og stofn- un lýöveldis, og það er allt sem þá varöar í þessu sam- bandi. Vel getur verið aö nokkuö skorti á ' nauösynlegan áhuga alls almennings fyrir þessu máli. Sjálfstæðisbarátta vor hefur verið meö þeim hætti, aö efasamt er hvort hún hef- Verða ð annað þðsnnd mnnns at- vlnnnlanslr f Beykjavlk i vetnr ? Aðeíns samtök fjöldans geta afstýrt voða Stórafvínnfirekendar mnnu sfudla að afvítmuleysínu Mm! Sneiolit oodlr Mfeoriln: - Mðrti Ironor otoioooleisll - yinna, sem hverfur. Eins og nú standa sakir mun ekki fjarri lagi, að um 1000 Reykvíkingar séu í vinnu hjá setuliðinu. Auk þess er mikill f jöldi manna hér í bæ, sem beint eða óbeint hefur atvinnu í sam- bandi við dvöl setuliðsins hér. Hve margt manna það er, og að hve miklu leyti sá fjöldi verður héðan, skal ósagt látið, aðeins atvinnulaus, þegar setuliðið fer bent á þá staþreynd, að daginn sem setuliðsvinnan hættir, miss- ir á annað þúsund manns at- vinnu í Reykjavík. Hitaveitan er stærsta fyrir- tæki, sem Reykjavíkurbær hef- ur ráðizt í, þar sem vinna að staðaldri 400-500 Reykvíkingar, þessu fyrirtæki verður lokið í haust eða snemma á komandi vetri, og það eru ekki líkur til að bærinn kveðji hitaveituverka mennina til annarra starfa, þeg- ar því verki er lokið. Bjartsýnir menn vona, að svo geti farið, að Evrópustríðinu ljúki á komandi vetri. Þau miklu gleðitíðindi mundu þýða, að á annað þúsund verkamenn hér í Reykjavík misstu atvinnu Það gæti farið svo, að Reykvík- ingar fögnuðu ófriðarlokunum og fullgerðri hitaveitu um líkt leyti, en samtímis mundu 1600 —1700 menn missa atvinnu hér í höfuðborginni. Hvað kemur 1 staðinn?. Það er vissulega tímabært að spyrja: hvað kemur í staðinn 1 fyrir þessa vinnu? Komi ekkert í hennar stað hefst hér atvinnu- leysi von bráðar og það stórfelld ara en dæmi eru áður til. Við skulum nú virða fyrir okkur helztu atvinnuvegi þjóðarinnar, og a’thuga hvaða líkur eru fyrr því að þeir taki við því vinu- afli, sem nú er í hitaveitunni og setuliðsvinnunni. ur kennt þjóöinni svo vel sem skyldi, aö meta þá stórsigra sem unnist hafa, og um leið nauösyn þess aö stíga síðasta sþoriö, sþoriö sem aöeins krefst fullkominnar einingar og árvekni þjóöarinnar um mál sem allir eru raunveru lega saminála m.i, Þaö er hlut verk blaöanna aö vekja áhuga og skilning þjóöarinnar á þessu stórmáli, um það ættu þau aö hafa samstarf, því aö þau vilja þaö öll, nema Al- þýðublaöið, sem. naumast hef- ur sinn eigin flokk meö sér. Látum engar hjáróma raddir heyrast í sjálfstæöismálinu, stígum síðasta sporiö sam- huga og samtaka. Sjávarútvegurinn kemur auð vitað fyrst til athugunar, þegar rætt er um atvinnulíf Reykjavík ur og landsins í heild. Fiskiflot- inn hefur minnkað á stríðsárun um og hver einasta sjófær fleyta er nú á floti. Rétt er að geta þess að allmikið af skipum og bát- um er nú í flutningum hjá setu- liðinu, þessi skip gætu farið til fiskveiða að stríðinu loknu og þyrfti þá fleiri menn á þau en nú er, önnur atvinnuaukning á sjónum en sem svarar þessu kemur ekki til greina, fyrr en fengin eru ný skip 1 fiskiflotann en það tekur auðvitað nokkurn tíma. Þótt svo giftusamlega tæk ist til, að hvert einasta sjófært fiskiskip og hver einasti sjófær fiskibátur færu til veiða þegar setuliðsvinnan hverfur, þá eru engar líkur til að sjávarútvegur- inn taki við nema örlitlu broti þeirra mörgu, sem missa at- vinnu sína þegar hitaveita og setuliðsvinna hættir. Við þetta bætist svo, að færa má ljós rök að því, að áhugi útgerðarmanna kunni að verða takmarkaður fyrir fiskveiðum, þegar stríðinu lýkur, og skulu færð rök að því síðar í þessari grein. Iðnaðurinn er næst þýðingar- mesti atvinnuvegur Rvíkur.Tals verður vöxtur hefur verið í þess ari atvinnugrein á síðari árum, en vert er að gæta þess, að iðn- aðurinn framleiðir einvörðungu fyrir innlendan markað, hann er því öllum öðrum atvinnuveg- um fremur háður kaupgetu al- mehnings, skapist hér atvinnu- leysi, hlýtur það að þýða erfiða tíma fyrir iðnaðinn og er þegar af þessum sökum fyllsta ástæða til að ætla að fremur verði um samdrátt en aukningu að ræða á sviði iðnaðarins í stríðslok. Þá komum við að verzlun og viðskiptum. Öllum er ljóst að í þessum starfsgreinum starfar nú miklu fleira fólk en þörf er fyrir á venjulegum tímum, því valda hin miklu viðskipti setu liðsins, auk þess er verzlun landsmanna nú meiri en áður eru dæmi til, vegna óvenju mikillar kaupgetu almennings. Þegar þess er gætt hlýtur öllum að vera ljóst að atvinna við verzlun og viðskipti þverr í stríðslok. V Loks er það byggingarvinna og bæjarvinna, sem einkum mundi beinast að gatnagerð og húsbyggingum. Á þessum svið- um verður vissulega þörf stór- aukinna framkvæmda, en mjög er erfitt að segja nokkuð um það fyrir fram, hvort þessari þörf verður fullnægt, ýmsar lík ur benda til að það verði ekki, og það er mjög óvarlegt að reikna með að þessar atvinnu- greinir auki við sig vinnuafli sem nokkru nemur um það bil, sem stríðinu lýkur. Einhverjum kann að finnast að landbúnaðinum sé gleymt, það er bent á að bændur vanti fjölda verkamanna og að vinnu aflið geti streymt til sveitanna, þegar atvinna þverr við sjóinn. Ekki verður annað séð en að þetta sé byggt á fullkomnum misskilningi. Hjá landbúnaðin- um hefur verið um offramleiðslu að ræða, jafnvel á stríðsárunum, og má það vissulega merkilegt heita. Það hefur verið talið til afreksverka Vilhjálms Þór, að honum tókst að selja kjöt út úr landinu og ekki var það talið draga úr þessu afreki, þótt yerð- ið væri þannig, að ríkið þyrfti að gefa stórfé með hverju pundi, hvort sem það er kallaður styrk ur til neytenda í Bretlandi og Ameríku eða til íslenzkra bænda. í landinu eru kjötbirgð- ir svo miklar, að óvíst er að þær verði þrotnar þegar haustslátr- un hefst og sumarslátrun verður sennilega engin. Líku máli gegn ir um sölu mjólkurafurða. í sum ar bar það við, að bændur við Eyjafjörð fengu osta senda heim frá mjólkurbúi sínu, því markað vantaði fyrir þessa ágætu vöru. Það er því deginum ljósara, að eigi landbúnaðurinn raunveru- lega að geta framfleytt fleira fólki en nú er, verður að verða breyting á möguleikum hans til markaða, en sú breyting verður ekki með skyndilegum hætti án sérstakra ráðstafana. Það er því ekki hægt að gera ráð fyrir að landbúnaðurinn bæti úr þeirri stóru atvinnuþörf sem hér mun skapast í stríðslok. Þegar alls þessa er gætt, sem þegar er fram tekið verður Ijóst að þótt öll þau framleiðslutæki sem til eru í landinu verði notuð refjalaust, hlýtur að skapast verulegt atvinnuleysi í Reykja- vík og í öllum liinum stærri kaupstöðum og kauptúnum landsins, þegar setuliðsvinnan þverr, verði ekki gripið til al- veg sérstakrá ráðstafana. Stótframleiðendur munu vitandi vits auka erfiðleik- ana. Hver verður svo afstaða stór- framleiðendanna til þessara vandamála? Gróðamöguleikar þeirra munu þverra þegar stríð- inu lýkur og vel getur svo farið að gott megi teljast ef atvinnu- rekstur þeirra ber sig. Áhugi þeirra fyrir slíkum atvinnu- rekstri verður áreiðanlega ekki mikill. Þeir eru stórríkir nú og telja sig engum þurfa að standa reikningsskap gerða sinna, þeim mun þykja varlegast að hætta sér ekki í taprekstur, þá langar ekki til að verða bankanum háðir á ný, og skal þeim vissu- lega ekki láð það. Það er því ekkert efamál, að jafnskjótt sem tekur fyrir gróða stórframleiðendanna, taka þeir að draga að sér hendumar og fara varlega í sakirnar með at- vinnureksturinn, og þegar svo er komið að líkur ern fyrir tap- rekstri, munu þeir stöðva<at- vinnureksturinn í þeirri von að geta lækkað einn lið reksturs- kostnaðarins, vinnulaunin. Þetta er ekki tekið fram til að troða illsakir við stórframleið- endur, þessi afstaða þeirra er eftir atvikum eðlileg, liún er í fyllsta samræmi við það fyrir- komulag atvinnulífsins, að miða framleiðsluna við gróðavonir at- vinnurekandans, en hvorki við þarfir verkamannanna, né þörf ina fyrir framleiðsluvöruna. Allar ’bera þessar athuganir að einum og sama brunni. Verði lögmál hins óskipulagða fjár- magnaða atvinnulífs, þar sem ' allt miðast við gróðavonir at- vinnurekendanna, látið ráða þróuninni hér eftir eins og hing að til, hefst brátt stórfelldara at- vinnuleysi, og öll þau vandræði, sem þvi fylgja, en áður hefur þekkzt hér á landi. Gjörnýting og aukning framleiðslutækjanna Fyrsta krafan sem gera ver'ður, er aö tryggja að fram- leiðslutækin, og þá fyrst og fremst fiskiflotinn, veröi not- uö til hins ýtrasta. Yarla get- ur hjá því fariö aö fiskmark- aöur veröi sæmilega rúmur eftir striöiö, hitt er annað mál, að vel getur komiö tíma- bil, meðan verðlag er að' leita jafnvægis í hinum ýmsu lönd- um, er fiskverö lækki svo aö erfitt verði aö láta reksturinn bera sig. ÞaÖ er þjóðarhagsleg skylda aö láta slíkt tímabil ekki leiöa til þess aö fiskiflotinn stööv- st. Þaö er áreiöanlega rétt ifrá sjónarmiöi þjóðarheildar- innar að reka fiskiflotann og auka hann, jafnvel meöan á þessu tímabili stendur, en þaö er hinsvegar jafn ljóst aö það er rangt, séö frá hagsmuna sjónarmiöúm stórauöugi’a stórútgeröarmanna, aö auka eð'a jafnvel aö reka þann fiski flota sem fyrir er ef rekstur- inn ber sig illa eöa ekki. Þetta er ljóst dæmi þess, hvernig hagsmunir stórfram- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.