Þjóðviljinn - 17.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. ágúst 1943. Pow - m j i j n 3 §UÓeVIMINM Utgefandi: ít Sainemingarflokkur olþý&u — Sóúalntaflokkurinn Ritatjórar: Einar Olgeirsson , Sigfús Sigurhjartarson (ák>.) Ritstjórn: Sarðastrœti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstrseti 12 (1. hecð) Sími 2184. Vikingsprent h.f. Garðastrseti 17. I______________________________ Fyrstu samningar bxnda og verkamanna Meðal hinna merkustu við- burða, sem gerzt hafa á sviði stjórnmála og viðskiptamála á síðari tímum er, að samningar tókust innan sex manna nefnd- arinnar, er finna skyldi grund- völl fyrir vísitölu framleiðslu- kostnaðar landbúnaðarafurða og hlutfall milli verðlags á land- búnaðarafurðum og kaupgjalds stéttarfélaga. Eins og kunnugt er, lagði rík- isstjórnin fyrir síðasta Alþingi frumvarp til laga um dýrtíðar- ráðstafanir. Frumvarp þetta fól raunverulega í sér lögbindingu bæði á kaupgialdi og verðlagi landbúnaðarafurða. Þingið vildi ekki fallast á þessa lausn, ef lausn skyldi kalla, spo'r gerðar- dómsins hræddu, og fulltrúar hinna vinnandi stétta í landinu voru nú fleiri á þingi en nokkru sinni fyrr. Sósíalistar bentu á, að eina lausnin, se.m lausn gæti kallazt, á verðlagsmálum landbúnaðar- ins væri, að samningar færu fram milli fulltrúa bænda ann- arsvegar og fulltrúa neytenda við sjávarsíðuna hins vegar. Sá þrándur var í götu þessarar lausnar, að erfitt var að finna samningsaðila, einkum fyrir iandbúnaðinn. Alþingi hvarf því að því ráði, sem tiltækilegast var, að setja við samningsborð annarsvegar fulltrúa frá Alþýðu- sambandi íslands og fulltrúa frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjarfélaga, og hins vegar jafn- marga fulltrúa frá Búnaðarfé- lagi íslands, en til enda við borð- ið skyldu sitja tveir fulltrúar sér þekkingarinnar og hlutleysisins. — Nefndin starfaði að öllu leyti sem venjuleg samningnaefnd, afl atkvæða ræður þar engu, engin niðurstaða gat orðið nema með fullu samkomulagi allra nefnd- armanna. Þessir samningar hafa nú tek- izt, og hagsmunir hinna vinn- andi stétta, við sjó og í sveit, eru nú samtegndir eins og vera ber. Batni afkoma verkamanna við sjóinn hækkar kaup bóndans, versni afkoma verkamannsins, lækkar kaup bóndans. Þar sem nefndin hefur enn ekki skilað endanlegu áliti, er ekki hægt að ræða einstök atriði þessa samnings. — Auðvitað er margt í slíkum samning, sem skiptar skoðanir geta verið um, en Þjóðviljinn telur líklegt, að báðir aðilar megi í öllum aðal- atriðum vel við una. Kaupgjald bóndans er miðað við meðal inNi Mn að m in ari Yfír 15 þús, frjáplöntur gróðurseftar — 2812 dagsverk gefin — 30 þús. kr, lagðar fram tíl landnámsins Frá Síðastliöinn laugardag, hinn 14. þ. m., var landnám templara að Jaðri 5 ára. 1 tilefni af því efndu þeir til hófs í skála sínum að Jaðri og buðu þangað blaðamönnum, borgarstjóra, boejarráði og ýms- um fulltrúum Góðtemplararegl- unnar. Sátu afmælisfagnaðinn um 40 manns. Sigurður Guðmundsson Ijós- myndari, sem er formaður Jað- arsnefndarinnar, flutti aðalræð- una og skýrði frá landnáminu þessi 5 ár. Auk hans fluttu marg- ir aðrir þar ræður. 1 Jaðarsnefndinni eru, auk Sig urðar, þeir Kristinn Vilhjálms- son, Kristján Guðmundsson, Kristján Sigurjónsson og Sverr- ir Fogner Johansen. í fjármála- nefnd fyrir Jaðar eru Brynjólfur Þorsteinsson, Hjörtur Hansson og Jón Magnússon. Kvikmynd af landnáminu. Afmælisfagnaðurinn hófst með því, að gestunum var sýnd kvik- mynd af landnámsstarfinu að Jaðri, samkomum templara þar o. fl. Kvikmyndin, sem var tekin af Sigurði Guðmundssyni ljós- myndara, var í eðlilegum litum og gaf hún allgóða hugmynd um kaupgjald verkamanna í Reykja vík og nokkurum fleiri stöðum samkvæmt skattskýrslum. Tekið er tillit til eftirvinnu og helgi- dagavinnu beggia, en meðalkaup bóndans mun þó hafa verið sett nokkru hærra en meðalkaup verkamanna. Ekki munu verka- menn líta bændur neinum öfund araugum út af þessu, heldur rétta þeim bróðurlega hönd til samstarfs í sameiginlegri bar- áttu, fyrir bættum hag og auk- inni menningu beggja stéttanna, og ekki verður því gleymt, að sú sameiginlega barátta þarf einnig að heyjgst á vettvangi stjórn- málanna. Allir sósíalistar munu fagna þessum fyrstu samningum bænda og verkamanna, og vona, að þeir verði upphaf mikils og giftusamlegs samstarfs, og mjög ætti það að efla samstarfið, að það eru ekki aðeins verkamenn í hinni venjulegu, of þröngu merkingu, sem eru aðilar að þessum samningi, heldur og hinn mikli hópur verkamanna, sem vinnur í skrifstofum og öðrum stofnunum bæja og ríkis. Ekki þarf það að koma nein- um á óvart, þó að það komi í ljós, þegar farið er að athuga afkomu landbúnaðarins af gaum gæfni, að búnaðarhæftir vorir séu með þeim hætti, að gjör- breytinga sé þörf, ef takast á í senn að tryggja bændum sóma- samlega afkomu og að selja landbúnaðarafurðir með skap- legu verði. En það er önnur saga, sem rædd verður síðar. störf ,,landnemanna“ og áhuga þeirra. Myndin var sýnd í Góðtempl- arahúsinu, og að sýningunni lok- inni var farið í bílana og haldið af stað, áleiðis „að Jaðri“. „Landnám“. f Landnám, landnámsmenn, Landnáma, eru allt orð. sem minna okkur íslendinga á löngu liðna frægðardaga. — Þessi orð minna á fortíðina — Island var numið fyrir meira en þúsund ár- um, segja menn. Mikið rétt, en okkar ágætu forfeður, landnáms mennirnir og afkomendur þeirra hafa rænt landið gróðri sínum, höggvið skógana og beitt þá og skilað því landi, sem var „viði vaxið milli f jalls og f jöru“, skóg- lausu og uppblásnu í hendur okkar. Ástæðan fyrir því er að nokkru leyti ill nauðsyn íbúa í kolalausu landi, og að nokkru leyti van- þekking, slóðaskapur og ómenn- ing. En um það tjáir ekki að sak ast. Það sem fyrir liggur, er að bæta fyrir það sem liðið er — og við, sem nú lifum, höfum ekki afsakanir forfeðranna, nema við viljum teliast ómenntaðir slóðar. Hið nýja landnám er að rækta landið, klæða það skógi á ný. — Margir ötulir menn og konur hafa hafið það starf af miklum dugnaði. Mörg fögur tré hafa verið gróðursett hér á síðustu árum. Flestir Reykvíkingar kannast ■ við hugmyndina um Heiðmörk, I framtíðarskemmtistað bæjarbúa, í hrauninu ofan og sunnan við Elliðavatn. í jaðri þess landsvæð- is hafa templarar fengið umráð yfir landsvæði og hafið þar land- nám sitt, sem þeir kalla að Jaðri. Hvað hefur verið gert að Jaðri? Hið fyrsta, sem hafizt var handa á fyrir 5 árum, var að ryðja og leggja veg að landinu, sem er 800 m. að lengd. Landið hefur verið girt og er girðingin 1336 metrar að lengd. Skáli hefur verið reistur, sem Jaðri. er 4,20x6,20 m., og áfast við hann_er eldhús og herbergi, 3x 6,20 m., og forstofa 3x3 m. — Ennfremur steypt geymsla 4x5 m., en 2 ár í röð, áður en það var gert, var brotizt inn í geymslu- skúrinn og stolið því, sem verð- mætt var. Þá hafa verið grafnir skurðir og gerð holræsi og sléttað land, sem er 214 ha. að flatarmáli, þar af var þakið með þökum 600 fer- metrar. 15215 trjáplöntur hafa verið gróðursettar víðsvegar um land- svæðið. Mest af þeim er birki, þá greni og reyniviður, ennfrem- ur rósarunnar. Alls hafa verið gefin þarna 2812 dagsverk og lagt fram í pen- j ingum um 30 þús. kr., en ekki hefur þó önnur vinna verið keypt en vinna með dráttarvél og flutningar á bílum. Trjálundir framtíðarinnar. Á emrnn stað aö Jaðri hef- ur veriö skipulagt sporöskju- lagaö rjóður, sem er 20x40 m. Umhverfis þaö hefur ver- ið gróðursett breitt belti af birki, en innsta röðin í hringn um er reyniviöur. Ýmsum kann aö viröast, sem koma þarna nú, aö þar sé lágvaxinn gróöur og lítt til frásagnar fallinn. Vera má og að mörg trjáplantan eigi eftir aö frjósa 1 hel, en ,,land námsmennirnir” munu bæta öðrum í staöinn, og þegar ár- in líöa verða þaina fallegir trjálundir. Eitt af því athyglisveröa, sem Siguröur Guömundsson sagði í ræöu sinni var þaiö, að þeir ætluöu aö koma þarna upp sinni eigin upp- eldisstöð fyrir trjáplöntiu' því þær væru lítt fáanlegar ann- arsstaðar frá. Áhugi fyrir trjárækt hefur aukizt mjög síöustu árin, en óneitanlega er þaö hlutverk skógræktar ríkisins aö fylgj- ast með þeim áhuga og full- nægja eftirspurninni eftir trjáplöntum. Sumarheimili templara. Þaö er ein af framtíðar- ætlunum landnemanna aö reisa þarna veglega bygglngu þar sem templarar geti dvaliö sér til hressingar á sumrum. Tréð, sem var höggvið. Einu ári áöur en templarar hófu landnám sitt aö Jaöri, var i einum hraunbollanum birkihrísla, er var svo stórvax- in, að hún breiddi lim sitt yfir allan bollan. Veturinn áður en landið var girt var hún höggvin. Enginn veit, hver þar hefui' veriö aö verki. Nú eru aöeins eftir berir og blásnir stofnai' niöri við jörö. En berú’ stofnarnir eru þög- ult hróp um að hefjast þeg- ar handa mn algera friöun þeirra, skógarleifa, sem eftir eru á þessum slóöum. Vantaði „the spirit?“ Þaö er eftirtektarvert aö af 9 blööum í Reykjavík (þegar vikublööin eru meötalin), höföu ekki nema 3 þaö mik- inn áhuga á landnámi, aö þau sendu blaöamenn sína þangaö. Auk þess eru blaöa- menn almennt ekki neitt fjarska tregir að sitia afmæl- ishóf. Þaö er freistandi á þessaxá enskumælandi öld, aö láta sér detta í hug, aö blaöamennina hafi vantað „the spii’it“. Framhald á 4. síðu Landnemarnir að verki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.