Þjóðviljinn - 26.08.1943, Side 1

Þjóðviljinn - 26.08.1943, Side 1
■8. árgangnr. Fimmtudagur 26.«* ágúst 1943. 189. tölublað. 9 Rooseiell Mar ibetpi llna“ Ræða f Kanadðþinginu Roosevelt Bandaríkjaforseti hélt í gær ræðu í kanadíska þinginu í Ottava, og er það fyrsta sinn sem bandarískur forseti ávarpar Kanadaþingið. í ræðu sinni sagði Roosevelt, að í Quebeck hefðu verið gerð- ar áætlanir um allan hemaðar- rekstur Bandaríkjanna og Bret- lands. Hafi náðst samkomulag um ákveðnar hernaðaraðgerðir og muni Þýzkaland, ftalía og Japan fá að 'kenna á þeim á-. kvörðunum. Óskaði Roosevelt þess'. 'að ,,hugboðameistarinnI,; Hitler hefð; getað verið viðstaddur ráðstefnuna í ahda, það hefði dugað til þess að sannfæra hann um að skárra væri að gef-ast upp strax en síðar. Roosevelt lagði áherzlu á að fyrir sér vekti ekki að upp úr þessari styrjöld kæmu hinir „góðu, gömlu tímar“, hann drægi í efa gæði þeirra, og teldi að þörf væri á betri tímum. Sigur Sameinuðu þjóðanna í styrjöld- inni skapa skilyrði fyrir því, sagði forsetinn. Vérkamannaflokkur Ástralíu fær sterkan meirihluta Verkamannaflokkurinn í Ástralíu hefur 20 atkvæða meirihluta yfir alla aðra Sókn rauða hersins inn í Úkraínu heldur áfram dag og nótt. I gær tóku Rússar bæ einn, sem er 130 km. vestur af Karkoff og 70 km. norður af Poltava og bæinn Aktirka, er þeir náðu fyrir hálfum mánuði, en hefur síðan skipt um yfirráðendur mörgum sinnum. Suður af ísjúm og suðvestur af Vorosiloffgrad hef- ur rauði herinn hrundið gagnárásum Þjóðverja og tek- ið nokkur þorp. Á vígstöövunum vestur og norðvestur af Karkoff tók rauði herinn alls 60 bæi og þorp síðastliöinn sólarhring. Mótspyrna þýzka hersins er allstaðar mjög hörð og er bar- izt grimmilega um hvern bæ og hverja landsspildu. Stöðugt eru harðir loftbar- dagar háðir yfir vígstöðvun- um, og sveitir rússneskra sprengjuflugvéla ráðast á herstöðvar bak við víglínu Þjóöverja á hverri nóttu. Þjóðverjar misstu í fyrra- dag 104 skriðdreka og 98 flug- vélar á austurvígstöðvunum. í fregn frá Moskva segir aö Þjóöverjar séu farnir aö senda nýmynduð herfylki til austur- vígstöövanna, og viröast taka á öllu því varaliöi er þeir eiga til, í því skyni að stööva sókn rauða hersins. Eldur logar enn í Berlln Bretar halda áfram loft- árásum á borgina Brezkar Mosquitösprengju- flugvélar gerðu í fyrrinótt loft árás á Berlín og loguðu þá enn eldar frá stórárásinni síöastliðna mánudagsnótt. Var mikill reykur yfir borg- inni að sögn flugmannanna er árásina geröu. Skotið var ákaft úr loftvarnabyssum, en engar næturflugvélar tóku þátt í vörninni. Allar brezku sprengjuflug- vélarnar komust heim. flokka samanlagöa, eftir þeim úrslitum sem nú eru kunn. Eftir er að vita um fimm þing- sæti. Hefur Verkamannaflokkur- inn nú .41 þingmann, Sam- baridsflokkur’inn 13, Bænda- flökkuri’nn 7 og Óháðir 1. „Forum" í Kaup- mannahöfn sprengd í loft upp Verkföll breiðast út / Um hádegi í fyrradag var Forumbyggingin í Kaup- mannahöfn eyðilögð með sprengingu, er heyrðist um alla borgina, segir í fregn frá Stokkhólmi. í Forum var stærsti sam- komusalur Kaupmannahafn- ar. Verkföll halda áfram að breiðast út um Danmörku, að því er sænska útvarpið skýr- ir frá, en þó munu verka- menn í Odense vera farnir íil vinnu á ný. Mótspyrna Dana virðist mest á Fjóni og í Kaup- mannahöfn. í Svendborg sló í bardaga milli þýzkra og danski-a hermanna. Í Odense hafa danskar stúlk- ur, sem eru í tygi við setu- liðsmenn, verið teknar og snoðklipptar. Odensebúar hafa að engu bann nazistayfirvaldanna við útivist á kvöklin. Fara bæjarbúar í hopum um göt- urnar og bera dauska, enska og !>o*ska fána. Rannsókn á skipun fangelsismála Dómsmálaráðherra heíur skipað nefnd til að rannsaka og gera tillögur um skipan fangelsismála landsins. Formaður nefndaripnar er Gústaf A. Jónassoh. skrifstofu- stjóri en með hohUm eiga sæti í nefndinrii þei’r Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður, Jónatan Hallvarösson saka- dómari, Vilmundur Jónsson landlæknir og Guðjón Samú- elsson húsameistari ríkisins. Talið líklegt að fólkaflokkurinn muni vinna meiri hluta - en hann hefur nú 7 af 24 mönnum í færeyska þinginu Vifltal við Sámal Davidsen blaðamann Kosningar til færeyska þingsins, „Lögtingið“ fóru fram í fyrradag og verður senuilega hægt að skýra frá úrslitum þeirra á morgun. Flokkarnir í Færeyjum eru 4, Fólkaflokkurinn, Sambands- flokkurinn, Jafnaðarflokkurinn og Sjálfstjórnarflokkurinn. Fólkaflqkkurinn hafði fyrir þessar kosningar 7 þingm. af 24, en talið er mjög líklegt, að Fólkaflokkurinn muni Við þessar kosningar fá meirililuta. Tíðindamaður Þjóðviljans hitti í gær að máli Sámal David- sen ritstjóra frá Þórshöfn, sem hefur dvalið hér á landi um nokkurn tíma, og ræddi við hann um flokkaskiptinguna í Fær- eyjum og kosningarnar. — Stjórnmálaflokkarnir í Fær eyjum eru 4, sagði Sámal, Sambandsflokkurinn, sem nú hefur 8 þingmenn, Fólkaflokk- urinn með 7 þingmenn, Jafnaðar flokkurinn með 6 þingmenn og Sjálfstjórnarflokkurinn með 3 þingmenn. Samþandsflokkurinn, Jafnað- aðarflokkurinn og Sjálfstjórnar- flokkurinn hafa til samans 17 þingmenn af 24 og hafa því ráð- ið þinginu. Allir þessir þrír flokkar hafa stutt danska amt- manninn og gefið honum nokk- urskonar einræðisvald síðan Danmörk var hernumin. Fólkaflokkurinn, sem verið hefur í minnihluta, hefur viljað algert sjálfstæði Færeyinga um mál sín meðan stríðið stendur og síðan að semja við Dani að stríðinu loknu um sjálfstæðis- mál Færeyinga. — Hvenær fóru kosningar síð- ast fram í Færeyjum? — Seinast var kosið í Færeyj- um 1940. Kosningar áttu að réttu lagi ekki að fara fram fyrr en að vori, 1944, en Fólkaflokkur- inn bar fram kröfu um að láta fara fram nýjar kosningar og fékk sú krafa ágætar undirtekt- ir og fjölda undirskrifta. Færeyingar eiga einn fulltrúa í hvorri deild danska þingsins. Annar er kosinn með almennum kosningum í Færeyjum (til þjóðþingsins), en hinn er kosinn af fæúeyska íúögþinginu. Sá, er ' var kósiri’n af' Lögþinginu 1940 (til Landsþingsins) var Poul Niclassen blaðstjóri,' og ákváðu Danir að hann skyldi sitja á- 'fram, þegar, kosningar fóru fram í Danmörku í sumar. Færeyingar þurftu þá að kjósa fulltrúa sinn til þjóðþingsins danska og fóru þær kosningar fram 3. maí s. 1. Framhald á 4. síðu Síðustu fréttir Stórsigur Fólka- flokksins Hann jók þingmannatölu sína um 5 og hefur nú 12 þingmenn i Þegar blaðið var að fara í pressuna bárust fyrstu frétt- irnar af kosningunum í Fær- eyjum. Hafði þá Fólkaflokk- | urinn fengið 12 þingmenn J kjörna. Sambandsflokkurinn 5 kjör i dæmakosna og 3 uppbótar- þingmenn, samtals 8. Jafnaðarflokkurinn 3 kjöi*- i dæmakosna og 2 uppbótar- þingmenn, samtals 5. , Sjálfstjórnarfl. (Louis Zac- liariassen-flokkurinn) engan j þinginann. I Á Suðurstreymoy voru þrír frambjóðendur Fólkaflokks- ins kjörnir, þeir: Joannes Paturson, Thorstéin Petersen og Ricard Long. Fólkaflokkurinn hefur því fengið 12 kjördæmakosna þingmenn og aukið þing- mannatölu sína um 5 þing- menn. Endanleg úrslit kosning- I anna verða birt á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.