Þjóðviljinn - 26.08.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.08.1943, Blaðsíða 2
Þ J Ð Y11. JIN M MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Gerizt áskrifendur Þjóðviljans! Drengjameistaramótið DACLECA NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. æ8$8ææB$S$Sææa$8888Sæ Árangurinn í þessu síðasta drengjamóti var góður og að því er virðist eru núna mörg góð efni á ferðinni, enda er það svo, að það eru drengirnir, sem bæta metin í sínum aldursflokki svo verulega um munar á með- an þeir eldri láta þau standa ó- högguð, jafnvel sum svo tugum ára skiptir. Heiðarleg undantekn ing er þó Gunnar Huseby í beggja handa kúluvarpinu, enda er hann nýsloppinn af drengja- aldri. í. R. hefur fengið marga meistara út úr þessu móti og gefur það til kynna að þeir eigi flestu og beztu efnin. Þessi efni þeirra eru líka meira og minna í ollum grein- um. Fyrst skal frægan telja Finnbjörn. Hann er sá, sem gef- ur beztar vonir sem spretthlaup ari og enda stök.kvari og grinda hlaupari. Hann er í köstum líka, en það hefur sýnt sig, að það er hæpin ráðstöfun að hafa sama piltinn í öllu mögulegu. Óskar Jónsson er prýðis hlaup araefni og með góðri æfingu get ur hann náð langt. Með æfingu S.G.T.* dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjama Böðvarssonar. Klukkan 12: Verðlaunadans. Sðsíalistafélag Reykjavíkur hefur opnað skrifstofu á Skólavörðustíg 19. Skrifstofan er opin kl. 4—7 alla virka daga. Sameiningarflokkuralþýðu - Sósíalistaflokkurinn "• - ' I hefur opnað skrifstofu á Skólavörðustíg 19. Skrifstofan er opin'kl. 10—12 og 1—4 alla virka daga. og elju ætti Jóhannes líka að geta orðið góður. Jóel er alltaf að bæta sig í köst unum, og á hann mikirin þroska eftir. ' N Met í. R.-inga (4x100 m.) sýn- ir líka, að þeir eiga fleiri, sem, geta sprett úr spori en Finn- björn, þótt hann beri af. Sveinn Helgason, sem varð meistari í þrístökki gæti einnig náð mun meiri árangri, ef hann æfði meir. Alla þessa menn, sem nefndir hafa verið og mörgum fleiri efnilegum, þarf í. R. að sinna vel og afla þeim þeirrar kennslu sem hægt er, íþróttanna vegna. Þótt mest hafi borið á í. R.-ing- um á þessu móti þá komu þarna fram nokkur önnur góð efni, og má þar nefna Svavar úr F. H. og kæmi mér ekki á óvart þótt Finnbjörn og hann ættu eftir að elta saman grátt silfur í framtíð inni. Hafnfirðingar virðast ætla að taka nokkra tryggð við stangar- stökk og hafa náð þar töluverð- um árangri og áttu þeir meist- ara þar í þetta sinn þótt Magn- ús væri ekki með sem varð meistari á meistaramóti fullorð- inna. Hjá Ármann og K. R. komu ekki mörg efni fram. Þó má' gera ráð fyrir að Bragi Friðriks- son (K. R.) verði þegar honum vex aldur, einn af okkar beztu kösturum, ef hann æfir vel. Svavar Pálsson (K. R.) er líka oft nokkuð góður. Halldór Sig- urgeirsson (Á.) er nýliði og byrj aði æfingar í vor, honum hefur farið vel fram og er fjölhæfur og líklegur til afreka. Að vísu meiddist hann svolítið í mótinu, og naut sín því ekki, en vonMidi batnar það brátt. Marga fleiri drengi væri ástæða til að nefna, en það gefst ábyggilega tæki- færi til þess síðar. Félögin hafa miklar skyldur við þessa ungu og efnilegu drengi í því fyrst og fremst að veita þeim þá tilsögn og kennslu sem þeir eiga skilið. Það er hætt við, ef þeir njóta þess ekki, að þeir staðni eins og flestir hinna eldri, sem annaðhvort ekki hafa meiri vaxtarmöguleika eða hitt þó heldur, að þeir fái ekki þá kennara sem þeir þurfa til að geta aukið árangurinn. Með þeim efnivið, sem til er núna bæði hér og úti á landi (það sýndi meistaramót drengja í wvwn ,Notið sólskinið virka daga' Hinn „þjóðfrægi“ Steindór, sem „valdið hefur og bílana“ auglýsir nú í ákafa í blaðinu sínu, Alþýðublað- inu, auknar ferðir til Þingvalla ,á virkum dögum. Auglýsingamar enda á þessum orðum: „Engar ferðir á sunnudögum. Not- ið sólskinið virka daga“ ;,Sérleyfis- stöð Steindórs". Þetta er kveðja Steindórs til skrif stofufólksins, búðafólksins, verka- mannanna og annarra vinnandi manna, sem eru bundnir við störf, eins og vera ber, sex daga vikunn- ar. — Skemmtið þið ykkur á Þing- völlum á virkum dögum, ég sem hef valdið og bílana. skal sjá um, að þið getið það ekki á sunnudögur^. Þessi framííoma Steindórs minnir helzt á sögu, sem hér gerðist fyrsta dag hernámsins. Brezkir hermenn komu inn á Hótel Heklu og tóku fasta allmarga þýzka sjómenn, sem þar höfðust við. Þeir skipuðu Þjóðverjunum í raðir á gang inum, áður en þeir fluttu þá burt. Einn þjónanna á Hótél Heklú", sem kalt var til Þjóðverjanna, gekk fram hjá hinum sigruðu mönnum, og gat ekki stillt sig um að hreyta að þeim þessum orðum: „Segið þið nú Heil Hitler, helvítin ykkar“. Bretum, sem ekkert skildu af þvi, sem maðurinn sagði annað en orðin „heil Hitler" leizt hann grunsamleg- ur og tóku hann fastan. Það kost- aði allmikla fyrirhöfn að fá misskiln inginn leiðréttan. Steindóri fer likt þessum manni, sá er þó munurinn, og það er megin munur, að þjónninn á Heklu stork- aði þeim sigruðu í glensi og senni- lega ógáti, en Steindór, sem veit um vald sitt, storkar þeim, sem hann beitir því gegn að yfirlögðu ráði og á hinn svívirðilegasta hátt. En svo er hlutur valdhafanna eftir. Bretamir tóku þennan óheppna þjón fastan, en slepptu honum auð- vitað aftur, þegar þeir vissu hvern- ig í öllu lá. Hvað gera hinir íslenzku valdhaf- ar? Láta þeir Steindór kúga sig og veita honum aukin fríðindi, eða gera þeir það sem skyldan býður þeim: taka af honum öll hans sérleyfi og völd, fyrir fullt og allt? Njarðvíkurbúa svarað „Njarðvíkurbúi" skrifar grein í Þjóðviljann 22. þ. m. og viðkomu sérleyfisbifreiða í Innri-Njarðvík. Til að koma í veg fyrir misskiln- ing sem greinin gæti valdið meðal ó- kunnugra vil ég mega benda á eftir- fyrra) þá ættu frjálsar íþróttir að geta átt glæsilega framtíð, ef rétt er á haldið og allir gera sitt til. farandi atriði: 1. í lögum um skipulag fólksflutn- inga með bifreiðum ségir svo: 3. gr. „Til þess að gera tillögur til póst- málastjórnarinnar um fyrirkomulag og rekstur allan á flutningum sam- kvæmt lögum þessum skal vera sex manna nefnd, er sé þannig skipuð — o. s. frv. 2. gr. téðra laga er þannig: „Póst- málastjórnin hefur með höndum L samráði við vegamálastjórnina, yf- irstjórn og eftirlit með fólksflutning- um í bifreiðum þeim sem sérleyfi þarf fyrir“. 9. gr. sömu laga er þannig: „Brot gegn lögum þessum og reglugerð- um, er samkvæmt þeim verða sett- ar, varða sektum frá 10 til 1000 kr., nema þyngri hegning liggi við eftir öðrum lögum, og skulu mál út af brotum á þeim sæta sömu meðferð og almenn lögreglumál. Brjóti sér- leyfishafi á einhvern hátt lög þessi eða reglugerðir, sem settar eru sam- kvæmt þeim, er auk þess heimilt að svipta hann sérleyfinu þegar í stað“ í reglugerð um skipulagningu fólks flutninga með bifreiðum 12. gr. 3. málsgrein segir svo: „Kærur út af sérleyfisakstri skulu sendar póst- málastjórninni skriflega“. Vona ég, að háttv. greinarhöfundi sé ljóst hvert hann á að snúa sér með kvartanir út af þessu máli, og að^ skipulagsnefndinni er þetta mál óvið komandi. Magnús Stefánsson. -:**•- * -:**:**:**:**:*-:-.:..:*c**:**:**:**:**:**:**x**:**:*« Ásxriftan Þjúðviljans er 2184 ooooooooooooooooo ooooooooooooooooo Kaupið Nýja ffimanu ooooooooooooooooo GILLETTE- ETHICAL- rakvélablöð fyrirliggjandí < Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 >*:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:*4**x**:**:**:**x~>*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.