Þjóðviljinn - 01.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1943, Blaðsíða 3
 1. 1942 Þ J Ö V i L J 1 N jSí Uvr Þóroddur Guðmundsson: DPPBEIS miodaranna í SigloMi itga dgengni li rétlindi pJÖDViUIHN Útgefandi: Sameiningarflokkui alþýðn — SótíalUtafiokkutinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarso* (áb.) Ritstjórn: Garðastrœti 17 — Víkingtprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstrœti 12 (1. bseð) Sími 2184. Vlkingsprent h.t. Garðastrœti 17. I_______________________________ Þjóðviljinn 8 sfður Þjóöviljinn er of lítill, stærð blaösins stendur á engan hátt í réttu hlutfalli viö stærö og áhrif Sósíalistaflokksins, og það getur ekki keppt viö blöð sem eru tvöfallt eöa þrefallt stærri. Margt hefur þaö veriö sem hindrað hefur stækkun Þjóðviljans. Prentsmiðja sú, sem annast prentun blaösins, hefur ekki getaö tekið aö sér að prenta stærra blað, og í annaö hús var ekki aö venda. Nú hefur prentsmiöjan fest kaup á nýjum vélum, sem aö öllu forfallalausu veröa komn ar til nota í byrjun nóvemb- er. Þegar þær vélar eru komn ar getur prentsmiöjan annazt prentun átta síðna blaös, og er þar meö þeim steininum hrundið úr götu, sem erfiö- astur virtist. En aö sjálfsögöu þarf Þjóö- viljinn á allmiklu fé aö halda til aö framkvæma slíka stækk un. Auknar tekjur af vax- andi sölu og meiri auglýsingum sem vissulega munu leiða af stækkuninni koma ekki strax, og því veröur að leggja fram allmikiö fé til aö mæta þeim kostnaði sem af stækk- uninni leiöir og þeim halla sem óhjákvæmilega verður á rekstri blaðsins fyrstu mán- uðina eftir stækkunina. Þetta fé munu velunnarar Þjóöviljans leggja fram. Flokk urinn hefur ákveðið að stækka blaöiö, og til þess áö framkvæma þá ákvöröun skortir nú ekki annaö en fé, og til aö afla þess fjár er ^veggja mánaöa frestur, inn- an þessa tíma verður verkinu að vera lokiö, ákvöröun flokksins, þáö er .ákvöröun hvers þess einstaklings, sem flokkinn myndar, og þeirra allra sameiginlega verður aö framkvæmast á réttum tíma. En þaö skulum viö gera okkur ljóst, allir sósíalistar, að verkiö verður að hefjast 1 dag, söfnunin veröur áö byrja strax, viö megum ekki veröa á eftir áætlun,' og viö veröum allir sem einn, og einn sem allir, að vinna, gera allt sem í okkar valdi stendur til að afla hins nauösynlega fjár. Jafnhliöa því áð Þjóövilj- inn stækkar í átta síður, verður og aö tryggja áö blaö- iö veröi fjölbreytt aö efni og á allan hátt þannig úr garöi gert, aö það fullnægi kröfum lesendanna, til þess þarf aukna starfskrafta viö blaðið, SAMBUÐ STJÓRNENDA RÍK- ISVERKSMIÐJANNA VIÐ VERKAMENN Síöustu árin hefur sambúö stjói’nenda ríkisverksmiöj- anna viö verkamenn verið slæm og fleiri árekstrar oröið milli þeirra og verkamanna heldur en milli verkamanna og allra annarra atvinnurek- enda á Siglufirði samanlagt. Komi einhver ágreiningur upp og verkamenn láti ekki * strax undan, veröa jafnan úr því fundarhöld, bréfaskriftir og stundum stórillindi, þótt inn smámuni sé aö ræöa. Þaö er einnig mjög erfitt fyrir verkamenn að fá þetta fyrir- tæki til að halda skriflega samninga, sem enginn ágrein- i ingur er um hvernig skilja beri. { í núgildandi kaupgjalds- samningum verkamannafé- lagsins Þróttar og ríkiverk- smiöjanna er 122. gr. þannig, orðrétt: „Verkamenn eiga kröfu á aö fá kaup sitt greitt viku- lega og gildir það jafnt um tima- og vikukaup eða mán aöarmenn. Atvinnurekandi ákveður hvaöa virkan dag vikunnar hann velur til út- borgunar á kaupi og fer út- borgun fram í vinnutíma“. bætt vinnuskilyrði og meiri og almennari' þátttöku flokks- félaga og annarra velunnara blaösins 1 starfi þess. Þjóöv. hefur um margra ára skeiö, eða síöan 1939 alls enga rit- stjómarskrifstofu haft. Rit- stjórar blaösins hafa oröið aö vinna heima hjá sér eöa á hlaupum. Þetta hefur valdiö miklum erfiöleikum á sam- bandinu milli blaösins og les- enda þess, og ugglaust oröiö til þess að þátttaka lesend- anna í efni blaösins hefur orö iö minni en ella mundi. Á þessu verður ráðin bót innan skamms. ÞjóÖviljinn fær rit- stjórnarskrifstofur þar sem afgreiðsla var áöur, í Austur- stræti 12. En þó að öllu þessu veröi fullnægt verður ekki blaðið svo vel úr garöi gert sem skyldi, nema áö velunn- arar þess veiti því stuð'ning meö því aö senda því greinar og meö því aö benda ritstjór- unum á ýms dægurmál sem æskilegt væri aö blaöiö tæki til meöferöar. Þaö er ekki ástæða til aö fjölyröa meira um þetta mál. í dag hefjast allir þeir, sem óska aö ÞjóÖvijinn stækki og veröi fjölbreyttari og betra baráttutæki fyrir stefnu sósí- alista, handa og byrja aö safna nauösynlegu fé. Fyrsta nóvember á Þjóðvilj- inn aö verða átta síður. Þrátt fyrir þessi skýru á- kvæöi um að öll vinnulaun skuli greiöast vikulega, greiddu verksmiðjurnar ekki mánáðarkaup út fyrr en mán- uður var liðinn áf vinnslu- tímanum í sumar. Eftirvinnu kaupiö var greitt vikulega., en ekki var nema annarri vakt- inni greitt í vinnutíma. Hin vaktin varö áö sækja vinnu- launin • í svefntíma sínum, sem er mjög bagalegt fyrir menn sem vinna á vöktun:. Samkvæmt gildandi kaup- * gjaldssamningum ber verka- mönnum verksm. aö fá greitt orlofsfé af allri vinnu sem unnin er frá þvi að samning- ar gengu í gildi 8. sept. 1942. Ekki hafa verksmiðjurnar þó ennþá greitt orlofsfé af þeirii vinnu, sem unnin var frarn aö 1. júní s. 1. Þessi undan- brögð' frá greiðslu orlofsfjár eru ekki aöeins brot á samn- ingum viö verkamenn heidur og einnig brot á landslögum, hvaö snertir dagana 24. ua: til 1. júní, því 24. maí gengu „Orlofslögin" í gildi. Undan- fariö hefur staðið í þrefi miili verkamannafélagsins og stjórnenda ríkisverksmiöj- anna út af misritun, sem varó þegar núgildandi kaup- gjaldssamningur var vélritaö- ur, endirinn varö sá aö verk- smiöjustjórn neitaöi aö fall- ast á að um misritun væri að ræða, þaö sem verksmiöjurn- ar geta á þessu grætt er þó ekki annáö en þaö aö nokk- urra klukktíma vinna, sem á aó falla undir kola- og salt- taxta kemur undir almennan laxta. Strax eftir að eamning- ar voru undirritaðir 7. sept. í fyn’a, lét verkamannafélag- iö prenta samninginn og xeið- rétta þá misritunina, en þaö er fyrst nú fyrir skömmu t-íðan, að hinni háttvirtu Terksmiöjustjórn dettur í hug aö mótmæla þessu og halda fram þessum skilningi', sem rnikiö er hlegiö að hér, því meö misrituninni veröur samningsgreinin óskiljanlegt hnoö. Þó aö siglfirzkir verkamenn hafi þolað þessar og fleiri uppegningar í sumar án þess aö láta hatt mæta höröu, er þaö vitanlegt aö ef ekki á illa aö fara verða stjórnend- pr verksmiöjanna aö taka upp svipaöa framkomu gagn- vart verkamörmum fyi'irtæk- isins eins og aðrir atvinnu- rekendur. Óvenjuieg og ó- mjúk framkoma leiöir hæg- lega af sér óvenjulegar mótað geröir. Annars er sambúð stj ói’nenda rikisverksmiöj - anna viö útgeróarmenn og sjómenn þannig að hiín má ekki verri veröa og sambúðin við bæjarstjói'nina á Siglu- firöi endalausir árekstrar út af öllu, t. d. hlíta verksmiöj- xu’nai’ aldrei þeim ákvæöum byggingarsamþykkta bæjar- ins aö sækja um leyfi bygg- ingai’nefndar og bæjarstjói’n- ar þegar þær byggja hús, bryggjur, olíugeyma, síldar- þrær eða annaö, eöa leita fyi'- iimæla brunamálanefndar um umbúnaö við olíugeymi sinn eftir aö verksmiðjurnar byrjuöu á hráolíusölu og svona mætti lengi telja. AÐDRAGANDI KYNDARA- VERKFALLSINS Þegar vinnsla byrjaði hjá ríkisverksmiðjunum í vor greiddu þær þróarmönnum og kyndui’um sama helgidaga kaup og almennum vei’ka- mönnum. Fullyröing stjórn- enda verksmiöjanna í skýrslu, sem þeir gáfu út um verkfall- iö, aö þessum mönnum hafi verið greitt 10‘/í hærra helgi- dagakaup en almennum vei'kamönnum er tilhæfulaus uppspuni’, eins og auövelt er að' sanna. En eftirvinnukaup var þessum tveimur flokkum greitt 10% hærra en almerin- xun verkamönnum. Nú er mánaðarkaup kyndara 20% hærra en almennra verka- manna og fannst þeim því ó- eölilegt aö eftirvinnukaup þeirra ætti ekki áð vera nema 10% hæri’a. En í núgildandi samningum eru engin skýr á- kvæði um eftirvinnu- og helgidagavinnukaup þessai'a tveggja launaflokka. Mála- leitan kyndaranna um áö fá eitthvað meii'a en þeim var greitt í eftir- og helgidaga- vinnu var engu sinnt og reyndi þá verkamannafélagiö að' fá samkomulag við vei'k- smiöjustjórn. Þar sem, eins og áöur er sagt engin skýr á- kvæöi voru um þetta, en í samningnum eru skýr ákvæöi um eftir- og helgidagavinnu viö kol, taldi stjórn verka- mannafélagsins eölilegast aö eftir þeim taxta yröi fariö með kyndarana, því auðvitað er vinna þeii'ra kolavinna. En aö venju, var ekkert sam- komulag að fá viö stjórnend- ur verksmiöjanna. Kl. 3 sama daginn og verkfallið brauzt út átti ég tal viö framkvæmd- arstjóra og stjórn verksmiöj- anna og reyndi þá aö fá þá til að bjóöa eitthvaö til sam- komulags, en því var harö- neitað. Eg sagði þeim þá aö ég teldi þaö, sem þeir heföu greitt þessum mönnum alger- lega óviöunandi og að ég myndi leggja til a'ö málinu yi’ói skotiö til Félagsdóms, en ég var hræddur xxm að kynd- ararnir, sem einstaklingar myndu þá taka máliö í sínar N Mikið hefur verið rætt og ritað um „friðhelgi" Þingvalla og hafa sjálfstæðismenn sýnt af sér þann dugnað að vilja jafnvel einoka stað- iim fyrir sig. Flestum íslendingum mun koma saman um það, að þessum sögufræg- asta stað þjóðarinnar beri að sýna fullan sóma og hlúa að minningum staðarins. — íslenzka þjóðin skoð- ar Þingvöll sem SAMEIGN ALLRA ÍSLENDINGA. Sjálfstæðismenn hafa fyrr og síð- ar „heiðrað” Þingvélii með nærveru sinni og fundahöldum sínum þar. Heimdallur, félag ungra sjálfstæð- ismanna boðaði til einnar slikrar samkomu þar s.l. laugardag. Á annarri síðu Morgunblaðsins í í gær er sagt frá þessari för og standa þar þessi orð: „Var förin öll hin ánægjulegasta. og Heimdalji til mikils sóma.“ Á tíundu síðu Morgunblaðsins í gær stendur þessi tilkynning: „ÞEIR SEM TÓKU eða misstu hatta eða yfirhafnir í misgripum í Valhöll á laugardagskvöldið, geri að- vart í síma 2339.“ — Sjálfstæðisflokkurinn hefur síma 2339. & Það er ekki nema almenn kurteisi að taka ofan fyrir því sem virðing er borin fyrir, — en að fara úr yfir- höfnunum líka — og „MISSA“(!!) þær — slika virðingu eru Sjáifstæð- ismenn víst einir um að sýna Þing- völlum! hendui’ og það yröi þá kynd- ararnil’ og stjómendur verk- smiöjanna, sem yi'öu að leysa málið. Enda var mér ljóst áð kyndai'arnir voru orðnir mjög óþolinmó'öir og gramii’ yfir framkomu verksmiðjustjórn- ar. Þaö þurfti því ekki aö veröa stjórnendum verksmiöj- anna neitt undrunai’efni hvaða stefnu máliö tók eftir hnefahögg þeiri’a framan í verkamannafélagiö. Tveimur eöa þremur timum eftir samtal mitt viö stjórn- endur verksm. barst verka- mannafélaginu bréf frá þeim, sem kastar skýru ljósi yfir hringlandahátt þeirx'a og handahófsafstööu í öllu þessu máli. En í bréfinu er staðhæft aö eftir- og helgi- dagavinnukaup . kyndara eigi vafalaust aö greiðast meö 50 og 100% viöauka á dagvinnu- kaup þeirra (mánaðarkaupið reiknast út í dagkaup). Allir sjá aö meö þessari staöhæf- ingu er því jafnframt slegiö föstu aö samningar hafi ver- iö brotnir á kyndurunum, þaö sem af var vinnslutímanum, þar sem þeim hafði eins og áöur er sagt, veriö gréitt sama helgidagakaup og al- mennum vei’kamönnum og al- mennt eftirviimukaup meö 10% álagi. Niðurl. á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.