Þjóðviljinn - 02.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN NÝJA BlÓ Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvörður er þessa vikuí Reykjavíkurapóteki, Sími 1760. „Hringurinn" heldur skemmtun í Gamla Bíó annað kvöld til ágóða fyr- ir væntanlegan barnaspítala hér í bænum. Guðmundur Jónsson, hinn vinsæli söngvari sýngur, sjónhverfingamað- ur sýnir listir sínar og Einar Mark- an leikur eihleik á píanó. Það þarf ekki að efa að Reykvík- ingar sæki skemmtun þessa vel. — Aðgöngumiðar verða seldir á morg- un í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar, Bókabúð Kron og Bókaverzl. ísafoldar. Leiðrétting. í inngangi að frásögn blaðsins í gær af vegavinnufram- kvæmdum stendur að 1942 hafi ver- ið unnin 120 þús. dagsverk, en átti að vera 201 þús. dagsverk, eins og síðar segir í greininni. í frásögninni af Fáskrúðsfjarðarveginum í sömu grein hefur fallið niður lína um að frá Kolmúla væri hægt að komast í bát til Eskifjarðar og Reyðarfjarð- ar. Ennfremur hefur misprentast að í sumar brýrnar hafi verið „notaður rekaviður ásamt járnbútum", en átti vitanlega að vera járnbitum. Rxða Christmas Möllers Framh. af 1. síðu. að' engu ööru væri til aó dreifa væri það eitt næg skýr- in á því, sem nú hefur gerzt í Danmörku. Þar við bætist svo að Þjóöverjar kröfðust þess fyrir nokkru síðan að þýzkir dómstólar skyldu dæma danska þegna fyrir skemmdai’verk og aö dómun- nm skyldi vera fullnægt í Þýzkalandi. Danska stjórnin og danska þingið neitaði þessari kröfu og þegar þjóðin fékk vit- neskju um þessa kröfu jókst reiði hennar um allan helm- ing, skemmdarverk færðust í vöxt og Þjóðverjum var sýnd aukin andúð. Danska stjórnin gaf út á- skorun til þjóðarinnar um að vera róleg, en hún hafði eng- in áhrif því allir Danir vissu aö stjórnin var neydd til að gefa út þessa áskorun og þjóð in vissi að konungurinn stóö með í frelsisbaráttu þjóðar sinnar. Auk þessa eru enn tvær or- sakir fyrir hinni auknu mót- stöðu gegn Þjóöverjum. Á sama tíma sem kröfur Þjóð- verja uröu frekari varð víg- staða Þjóöverja á vígvöllun- um æ veikari og vissu Danir því aö mótþrói þeirra myndi koma aö auknum og þýöing- armeiri notum. Og aö lokum álít ég áð sú ákvörðun sænsku stjórnarinnar að hætta að leyfa flutning þýzkra hermanna um sænskt land hafi haft úrslitaþýðing- una, því eftir þaö fóru þeir flutningar um Danmörku. Vér óskum ekki eftir þeim flutningum yfir land vort og Danir munu gera allt til þess aö hindra þá. Á þann hátt vona Danir að geta hjálpáð Norðmönnum og það er þeirra innilegasta ósk. Hver var morðinginn ? (I Wake up Screaming) BETTY GRABLE CAROLE LANRIS VICTOR MATURE AUKAMYND: Einn styrjaldardagur á vig- völlum Rússa 1943. (March of Time) Sýnd kl. 7 og 9 Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Sýning kl. 5. ÁSTADOKTORINN (Moon over her Shoulder) LYNN BARY, JOHN SUTTON. Stundum er hjólbörðunum stolið, stundum hjólinu með öllu saman, og jafnvel tveim hjólum af sama bílnum. Hjólbarðar eru nú skammt- aðir, eihs og kunnugt er og auk þess eru sumar stærðir ekki til í lengri tíma. Bifreið- arstjórar þeir sem stohð er frá og geta ekki fengið hjól- baröa í staðinn eiga því einskis annars úrkosta en aö hætta atvinnu sinni. . Til þess að koma í veg fyrir. þetta sagði Sveinn að rann- sóknarlögreglan óskaði eftir samvinnu við almenning. í fyrsta lagi aö bifreiða- stjórar skrifuðu hjá sér teg- í hjarta og hug (Always In My.Heart) Amerískur sjónleikur með söng og hljóðfæraslætti. KAY francis, WALTER HUSTON og söngmærin GLORIA WARREN, BORRAH MINEVITCH og munnhörpusveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þjóðviljinn 8 síður! Andstæðingrar Þjóðviljans vilja lialda því fram að Þjóðviljinn sé gefinn út með rússneskum rúblum. Svarið rógburði þeirra með því að stækka Þjóðviljann með íslenzkum krónum! und og verksmiðjunúmer hjólbaröa sinna. í öðru lagi áð bílstjórar léti vita ef þeim bjóðast hjól- barðar til kaups, sem vafi getur leikiö á hvernig seljand- inn hefur komizt yfir og aö almenningur léti rannsóknar- lögregluna tafarlaust vita um allt sem grunsamlegt kann að vera í þessum efnum. Tiltölulega fáir af þjófnuö- um þessum hafa komizt upp, en ef menn skrifa hjá sér tegund og númer hjólbarða sinna er miklu auðveldara að finna þá aftur, sé þeim stolið. Ættu menn að bregöast vel við tilmælum rannsóknar- lögreglunnar í þessum efnum. Hríngurínn heldur Kvöldskemmtun í Gamla Bíó annað kvöld, föstud. 3. september, klukkan 11.30. Allur ágóði rennur til væntanlegs barnaspítala í Reykjavík. SKEMMTIATRIÐI: Einsöngur: Guðmundur Jónsson, með undirleik Einars Markússonar, Sjónhverfingamaður sýnir listir sínar. Píanósóló: Einar Markússon. Aðgöngumiðar verða seldir á morgun í Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, Bókabúð Kron og Bókaverzlun ísafoldar. AUGLÝSIÐ I ÞJÓÐVIUANUM H|Mbarflaþ|ttaafllr H MOd I lOnt Rannsóknarlögreglan heitr á aðstoð almennings Sveinn Sæmundsson, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, skýrði blaðamönnum frá því nýlega, að nú undanfarið kvæði mjög mikið að því að hjólbörðum væri stolið undan bifreiðum, og óskaði ramisóknarlögreglan samvinnu almennings til að stemma stigu við áframhaldi slíkra þjófnaða. Richard Wright: ^ ELDUR OG SKÝ inn að beini. Svipuólin hvein í loftinu, hvikk! hryggur hans sveigðist fram eins og þaninn bogi. „Fjandinn eigi þína svörtu sál, biddu!“ Hann sneri höfðinu og sagði: „Herra, berjið mig ekki! Eg hef ekkert brotið af mér...“ Svipuólin skall á vanga hans, hvikk! Hann hrökk undan og skýldi andlitinu upp við trjábolinn. Höggin lentu á bald hans. „Berðu þenna svarta þrjót, Bob!“ „Fáðu mér svipuna!“ „Nei, bíddu augnablik!“ Hann sagði ekki orð. Beit saman vörunum, nötraði frá hvirfli til ilja. Broti úr sekúndu eftir hvert högg titraði hann allur, rétt eins og allar taugar vildu svelgja höggið. „Ætlarðu ekki að biðja? Viltu að ég berji þig þangað til þú getur ekki beðið?“ Hann sagði ekkert. Hann átti von á höggunum, hann % skynjaði þau áður en þau féllu, skerandi brennandi. Hvert högg skildi eftir rák logandi þjáningar á baki hans, sem rann saman við bruna næsta höggs á undan svo hver arða á baki hans engdist í brennandi kvöl. Hann fann kraftana þverra, hann gat ekki lengur bitið saman tönnunum. neðri kjálkinn lafði máttlaus niður. „Fáðu mér svipuna, Bob!“ „Nei, ég er næstur!!“ Það' varð hlé. Síðan rigndi höggunum yfir hann á ný með endúrnýjaðri þjáningu, bylgja eftir bylgju af brenn- andi kvöl. Þjáningin virtist minni, ef hann dró vöðvana saman, en hann gat það ekki lengur. Hann varð máttfarn- ari með hverju höggi, og fann að kraftarnir voru senn þrotnir. Volgt blóð rann niður mjaðmirnar og draup niður buxurnar. Hann fann að hann gat ekki haldið þetta út, hann hélt niðri í sér andanum, lungun voru að bresta. Svo hneig hann saman, bakið allt einn kvalaeldur, það var hans bak, þessi viðþolslausi kvalabruni, en það laut ekki leng- ur stjórn hans. Allur þungi hans hvíldi á handleggjunum, höfuðið hneig út á aðra öxlina. „E-e-e-eg s-s-skal bi-bi-bibiðja“ kveinaði hann. „Biddu þá, helvítið þitt, biddu!“ Hann reyndi að ná andanum, finna orð, þyturinn í trján- um barst að eyrum hans. Svipuólin skall á honum að nýju, hvikk! „Ætlarðu ekki að biðja?“ „Yyyyyyyessir....“ Hann barðist við að ná andanum svo hann gæti látið heyrast orðaskil. „Fffaðir vvvor....“ Snöggt svipuhögg, hvikk! Þjáningin blossaði á ný. „Guð, vertu mér líknsamur!“ veinaði hann. „Biddu, negri! Biddu eins og þú meinir það!“ „Þþþú sssssem eert áá hhhimnum ... hehehelgist þiþitt nafn...“ Svipuólin skall á honum, hvikk! „Eeg er aað biðja, heheherra!“ „Biddu, þú fordæmda, volaða sál!“ „Ttttil kkkomi þþþitt rrríki... vvverði þþþinn vvvilji..“ Hann snökkti, loftið tæmdist úr lungunum, neitaði.að gefa orðum hans hljóm. Hvert svipuhögg jók kvalaeld- inn, þrekið var að þrjóta, honum fannst hjartað myndi bresta. Hann æpti, brauzt um og sneri sér í hálfhring, svipuólin small á kvið hans, hvikk! Hann sneri sér aftur við, höggin lentu aftur á bakinu, hvikk! Hann hætti að brjótast um, hékk máttlaus, allur þungi hans hvíldi á hönd- unum, er nú voru orðnar tilfinningarlausar. Svo var eins og eldur færi um hann, hann var gripinn ókunnum þrótti, horfði upp og fr^m trylltum augum. „Hvað er um að vera, negri? Ertu meiddur?“ „Gott, drepið mig! Bindið mig, drepið mig! þið huglausu, hvítu þrælmenni, drepið mig!“ „Þú ert nokkuð þrár, ekki satt? Bíddu við! Við skulum víst drepa þig, svarti merarsonurinn!" „Fáðu mér svipuna!“ „Fáðu mér hana! Eg er næstur!“ „Fáðu mér svipuna, Ellis!“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.