Þjóðviljinn - 10.09.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1943, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 10. sept. 1943' Þóroddar Guðmundsson: Finni Jðnssyní svarað Allmarga stúdenta vantar tilfinnanlega húsnæði í vetur. Ýmsir þeirra \álja gjarnan kenna eða lesa með nemendum. Allar upplýsingar gefur skrifstofa Stúdentaráðs í Háskólanum, opin kl. 4—6 þriðjudaga og föstudaga Sími 5959. 90000000ooooooooo DRENGJARYKFRAKKAR og karlmannarykfrakkar. á 8 til 16 ára. Einnig kven- mannarykfrakkar. Verzlim H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 ooooooooooooooooo »0000000000000000 Barnarúm TIL SÖLU Upplýsingar í síma 5055. ooooooooooooooooo ÁsKriftarsími Þjóðviljans er 2184 ooooooooooooooooo Síðastliðinn sunnudag sendi Finnur Jónsson mér nokkrar ínur í Alþýðublaðinu, tilefnið Itelur hann grein, sem ég skrif- aði í blað sósíalista á Siglu- firði, „Mjölni“ en í grein þessari sagði ég aö Finnur Jónsson hefði virzt vera harð- astur af stjórnendum ríkis- verksmiðjanna í garð kyndar- anna í hinni svokölluöu kynd- aradeilu á Siglufirði. Þaö var sameiginlegt álit kyndaranna og að ég held allra verka- manna sem deilunni voru kunnugir, að Finnur hefði verið verstur við að eiga. Flokksmenn Finns í verka- mannafélaginu höfðu engu síður þetta álit en aðrir. Enda var Finnur verstur og spillti fyrir samkomulagi, maðurinn ætti því að vera sjálfum sér gramastur, ef hann finnur það nú aö það er vanvirða fyrir hann, sem situr í stjórn ríkisverksmiðj- anna sem fulltrúi verkalýðs- ins, aö ganga lengra en full- trúar atvinnurekenda í ósann- girni og ágengni við verka- menn. Ég hef áður skrifað ýtar- lega grein um kyndaraverk- fallið hér í blaðið og sé því ekki ástæðu til að eltast við ósannindavaðal Finns, nema eftirfarandi atriði: Finnur segir að kyndararn- ir hafi verið óánægðir með það eftirvinnukaup, sem þeir fengu frá 8. júlí, aö verksmiðj- urnar tóku til starfa og kvart- aö yfir því við mig, en enga áheyrn fengið, fyrr en ég hafi talað við forstjóra verksmiðj- anna þann 26. júlí, og skrif- að verksmiðjustjórn um máliö 27. júlí, og þá hafi mér ekki komiö til hugar að bera fram kröfur kyndaranna, heldur nýj ar kröfur og staöhæft að „láðst hafi“ að semja um eft- irvinnukaup þeirra og þróar- manna. í fyrsta lagi, ber þess að gæta að verksmiðjumar greiða vinnulaun út vikulega, þaö voru því ekki nema tveir út- borgunardagar frá því rekstur hófst 8. júlí, og þar til verk- smiðjustjórn var skrifaö um málið (27. júlí), 1 millitíðinni var búið að tala við vélstjóra og framkvæmdarstjóra oft- sinnis, þó ekki bæri það ár- angur. Enginn óeðlilegur drátt 1 ur varð því á málinu í hönd- um mínum eða verkamanna- félagsins. í öðru lagi var það verka- mannafélagið sem skrifaöi verksmiðjustjórn bréfið1 27. júlí og kröfurnar, sem það setur þar fram fyrir kyndar- ana vom í samræmi við skoö- anir kyndaranna og trúnaðar- mannaráðs (enginn trúnaðar- ráðsmaður lét aðra skoðun í ljós). Enda er þaö staðreynd, að það var ékki í samning- unum samið um eftirvinnu- kaup þeirra manna. Það er vísvitandi blygðunarlaus blekk ing að hægt hafi verið að íá samkomulag viö verksmiðju- stjóm, áður en kyndararnir tilkynntu verkfall, um svipaöa lausn á deilunni og endanlega var samið um. Finnur segir aö verksmiöju- stjórnin hafi hin síðari ár, venjulega veriö á undan öðr- um atvinnurekendum að semja, og telur frásögn mína af sambúð þeirra við verka- menn ranga. Það rétta er aö' fleiri árekstrar hafa orðiö milli þessa fyrirtækis og verka- manna og allra annarra at- vinnurekenda á Siglufirði samanlagt og oft hafa náöst samninga við atvinnurek- endafélagið á Siglufirði en þar á eftir staðið harðar deil- ur við verksmiðjustjóm og fram að síðasta ári var alltaf lægra kaup við verksmiðju- vinnuria en við aðra vinnu á Biglufirði. Aðeins í fyrra sum- ar náðust samningar fyrst við verksmiðjurnar, en þaö er alveg einsdæmi síðastliðin 6 ár. Það er alrangt, að ég eða verkamannafélagið hafi ginnt kyndarana út í verkfall og síðan snúið við þeim bakinu. Ég og allir hinir stjómarmeö- limirnir í verkamanafélaginu, réðúm kyndurunum fi’á aö leggja út í verkfall og vildum heldur leggja málið undir úr- skurð Félagsdóms, en þegar kyndararnir samt sem áður gerðu verkfall, þá datt engum okkar í hug að leggja ríting- inn í bak þeim og hjálpa verk- smiðjustjórninni til þess að berja niöur. verkfallið, eins og Finnur fór fram á. Það breytti engu þó að kyndararnir færu að ýmsu leyti óvenjulega að og hlýddu ekki okkar í’áðum, ef viö hefðum farið að ráö- um Finns, hefði það verið ósæmileg framkoma og hrein og bein verkfallsbi’jótastarf- semi, sem hefði eitrað félags- lífið í verkalýðssamtökunum á Siglufirði. En eins og fór kom verkamannafélagið sterk- ara og samhentara út úr deil- unni. Þá ásakar Finnur mig um að ég hafi látið prenta kaup- samninga verksmiðjustjórnar- innar við vei’kamannafélagið „nokkuð á annan veg en frum rit samningsins, — “ Þegar samningur þessi var vélritaður í fyrra, misi’itaöist eitt orð en svo vel vill til að öllum mönnum er misritunin auðsæ eins og nú skal sýnt. Orðrétt hljóðar greinin svo: „Yinna við: Kol, laust salt, uppskipun og útskipun á sem- enti og hleöslu þess í vöru- geymsluhúsi, — “ Nú vill Finnur halda fram að fyrsta oröið í greininni eigi að vera skipavinna, það sé ekki um misritun að ræða í samningnum. Hvaða maður myndi segja: „Skipavinna við: uppskipun og útskipun?“ Enginn talar þannig, heldur segja menn: „Vinna við: uppskipun og útskipun — “ Það má ennfremur benda á, aö þegar samningur þessi var gei’ður, var samiö um styttan vinnutíma og hækkað kaup á öllum liðum taxtans. Sennilegt væri það því ekki, að kolataxtaliöurinn einn Aðalfundur Félags héraðsdómara Félag héraðsdómara hefur xoðaö til aðalfundar síns hér Reykjavík pæstkomandi augardag 11. sept. Verður undurinn haldinn að Hó- tel Borg og hefst kl. 1. e. h. nefndan dag, en gert er ráð fyrir, að hann standi 4 daga (laugardag, sunnudag, mánu- dag og þriðjudag). Eru félagsmenn allh’ sýslu- menn og bæjarfógetar lands- ins, og lögmaður og sakadóm- ári í Reykjavík, og munu nær allir mæta á fundinum. Auk venjulegra aðalfundai’mála, veröa á fundinum tekin fyrir og rædd ýms áhugamál, er snerta starfssvið þessara em- bættismanna. — Stjórn félags- ins skipa nú: Gísli Sveinsson sýslumáður í Vík (foi’maður), Jón Steingrímsson sýslumaður í Boi’garnesi (ritari), Jónatan Hallvarðsson sakadómári í Reykjavík (gjaldkeri), Bergur Jónsson bæjarfógeti í Hafnar- firði og Torfi Hjartai’son bæj- arfógeti á ísafirði (tollstjóri í Reykjavík). hefði verið rýröur mikið frá því sem tiðkazt hafði undan- farin ár, ætti aðeins aö' na til þeirrar kolavinnu, sem er við út- og uppskipun, en ekki allrar kolavinnu, eins og verið hefur frá 1938. Strax eftir að samningar voru undirskrifaðir 7. sept. fyrra, lét verkamannafélagið prenta samninginn og leiðrétti þá hina auðsæu misritun. Nú fyrst eftir nærri heilt ár, þeg- ar deila hefur orðið, finnur verksmiðjustjómin „fölsun- ina“. Þetta er of auðsæ lýgi, til eð nokkur geti trúaö henni Finni er ljóst hve mikla and- úð og fyrirlitningu verkfalls- brjótaframkoma hans hefur afláð honum meðal verka- manna, en rógsherferðir hans á hendur mér hreinsa hann ekki á neinn hátt. Þ. Guðm. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16.- Starísstúlknafélagið Sókn Allsherjaratkvæðagreiðsla um heimild til vinnustöðvunar á elli- og hjúkrunarheimilinu GRUND stfendur yfir innan félagsins og hófst i gær kl. 9 f. h. í dag, föstudaginn 10. september, hefst atkvæðagreiðslan kl. 10 f. h. og stendur til kl. 8 e. h. Atkvæðagreiðslan fer fram í skrifstofu Alþýðusambands- ins. STJÓRNIN MitnmMiHmiiitmMiMMiuiimHiimiitimiHniuiiiiiiiiimiiiiiiiiH'.itimiiiiiiimmiiimitiiimiiimiiiinMitiiiiiuiiiiiiiMiiiifiiiii* HMIHIIIIIIIIIIIIIMIMIIIMIMIIIIIIIIMIIHMMMIinilllllMMMIIMIIIMIIIHMIIMIIMHIMIIIIIIIIMIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIMIMIMMIMIIMIIIIinilllll) TILKYNNING Að gefnu tilefni skal athygli allra þeirra, er verzla með tóbak, vakin á reglugerð frá 10. september 1942, þar sem ákveðin er hámarksálagning á tóbaki. Er smásöluverzlunum samkvæmt því óheimilt að hækka verð á birgðum þeim, er þær áttu, er síðasta verðhækkun gekk í gildi, sbr. auglýsingu Tóbakseinkasölu ríkisins hinn 8. þ. m. Reykjavík, 9. sept. 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN I||IIImI|IIIIIMIIIIIIIIIIIII|IMIIIIIIMIIIIMIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIUIIIIIIIIIIIIII!|||IIIIIIIIIMII|IMMIIIIIIIIIIMIIIIIIIII i mörg bæjarhverfi Þjóðviljann til kaupenda vantar okkur nú þegar unglinga til að bera Afgreiðslan, Skólavörðustíg 19, sími 2184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.