Þjóðviljinn - 10.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.09.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. sept. 1943 ÞJOjJVILJINN 3 Ekki launaiækkun og atviunuleysi heldur ankin afköst og atviunu fyrir alla Ræða Lúðvfks Jófsefssonar við 1. umræðu fjárlaganna KnðmymiB Útgef andi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sónaliitaflokkurinn Ritetjórar: Einar Oigeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garðastraeti 17 — Vfkingsprent Sfmi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstreeti 12 (1. hœð) , Sími 2164. i Vfkingsprent b.f. Garðastreeti 17.* Samstarf Noregs ogfslands og neytendalandanna um framleiðslu og sölu fisks Viötal við' hr. Sunnaná, ráðunaut norsku ríkisstjórnar- innar, um fisksölumálin mun vekja ýmsa menn til umhugs- unar um framtíðarskipulagið á þessu sviði, — menn, sem ekki hafa um það' hirt meðan Þjóðviljinn einn, var að vekja eftirtekt manna á því, hví- líkt stórmál þessi alþjóðlega samvinna er. Það gera engir menn meö viti ráö fyrir því að taumlaus samkeppni um framleiðslu og sölu hefjist að þessu stríði loknu. Mönnum er orðið ljóst að viðskiptastríð er aöeins undanfari vopnaðs stríðs og takist ekki að afstýra við- skiptastríðum, þá veröur að lokum skoriö úr því með vopn um hvorir ráöa skuli mörk- uðum. Með mörgum þjóðum mun orsökum viðskiptastríðs, auðvaldsskipulaginu á fram- leiðslunni, beinlínis verða burtu kippt, en einnig þar sem eignarréttur auðmann- anna á framleiöslutækjum helzt, mun reynt verða aö koma skipulagi á framleiðsl- una þjóðanna 1 milli með al- þjóðasamningum. Það verður gerð stórkost- leg tilraun til þess að skipu- leggja viðskiptin milli þjóð- anna, þannig að hver þjóð framleiði fyrrr heimsmarkað- inn ákveðið vörumagn á á kveðnu verði. Bæði þjóðir, sem hafa hagkerfi sósíalisma og kapitalisma, mimu taka þátt í þessu samstarfi um skipulagningu alþjóðavið- skipta. Tíminn og reynslan mun síðar leiða 1 ljós, hvort og hve lengi það samstarf helzt og verður það í auö- valdslöndunum vafalaust kom ið xmdir því, hve sterk áhrif alþýðunnar verða þar og hvort heríni tekst að hindra að auö- hringar og stjórnmálabrask- ararnir, sem þeir beita fyrir sig, sprengi slík samtök eða eyðileggi ávöxt þessarar skipu- lagningar meö því að leiða atvinnuleysi yfir fólkið, sem að framleiðslunni ætti að vinna, og kaupkúgun yfir hitt sem fengi vinnu „af náð“. Samvinna íslands og Nor- egs um framleiðslu og sölu fiskjar .yrði einn þátturinn í slíkri alþjóðlegri skipulagn- Herra forseti! Fjárlagafrumvarp það, er hér liggur fyrir, er það fyrsta, sem núverandi hæstv. ríkisstjórn leggur fyrir Alþingi, því frumv. hennar í vor getur ekki talizt sem fjárlagatillögur hennar. Frumvarp þetta ber það með sér, að hæstv. ríkisstjórn telur ekki nauðsynlegt að gera neinar verulegar breytingar á fjármála stefnu liðinna ára. Frumv. mark ar enga nýja stefnu og miðar lít- ið að því að mæta þeim mörgu erfiðu verkefnum, sem nú liggja fyrir þjóðinni í atvinnu- og ör- yggismálum hennar. Atvinnumálin krefjast úrlausnar. Við umræður um fjárlög fyrir komandi ár, verður ekki hjá því komizt að athuga nokkru nánar það ástand, sem nú ríkir í at- vinnumálum þjóðarinnar og jafn framt, hvernig snúast þarf við þeim vandamálum, sem þar blasa við og hljóta fyrr en var- ir að krefjast úrlausnar. Við afgreiðslu síðustu fjár- laga kom greinilega í ljós við- horf flokkanna á Alþingi til þessara vandamála og þykir mér því rétt að ryf ja nokkuð upp þá afgréiðslu. Fjárlagaafgreiðslan síðast liðinn vetur sýndi stefnur flokkanna. Fjárlagafrumvarp fyrir yfir- standandi ár var lagt fyrir Alþ. af fyrrverandi ríkisstjórn, sem fór frá völdum í desembermán- uði s. 1. Við afgreiðslu þeirra fjár laga hafði Sósíalistaflokkurinn í fyrsta skipti nokkur áhrif á f járlagaafgreiðslu, þar sem hann þá átti orðið 10 þingmenn, og átti þá í fyrsta skipti fulltrúa í fjárveitinganefnd og gafst með ingu framleiðslurmar — og fyrir oss Islendinga höfuð- þáttur hennar. Slík samvinna er ekki framkvæmanleg án einkasölu á fiski og síld og afurðum úr þeim í báðum löndum. í ' einhverri mynd, hvort sem um frjáls samtök væri áð ræða, lögþvinguð sam- tök eöa ríkiseinkasölur eða millistig þar á milli. Fyrir íslenzka alþýðu getur afkoman á næstu árum oltið á því, hver áhrif hennar verða á þessa einkasölu. Ef auð'- mannastétt íslands með aö- stoð hinna gerspilltu þýja sinna í Framsókn, — sem hún alltaf hefur nota'ð til hvers- konar skemmdarverka gegn’ alþýðunni og notar enn, •— ef hún nær tökunum á slíkri einkasölu í samsæri við Fram- sóknarbraskarana, þá ver'ður hún notuð til vægðarlausrar því bætt aðstaða til að fylgjast með ýmsum einstökum atriðum frumvarpsins. Við afgreiðslu fjárlaga s. 1. vetur sýndi það sig, að gömlu þjóðstjórnarflokkarnir voru sam mála um að ekki væri þörf á að skipta um stefnu, að neinu veru- legu ráði, um fjárframlög ríkis- ins, hvorki með filliti til þess að undirbúa stórfelldar breyting ar í atvinnumálum þjóðarinnar né heldur til þess að auka lífs- öryggi fólksins með fullkomn- ari tryggingum eða með því að tryggja því næga atvinnu. Framtíðaratvinnu þarf að skapa. Horfurnar í atvinnumálum landsins voru þó á þann veg á s. 1. vetri að lítt var sæmandi, að afgreiða svo fjárlög, að ekki væru gerðar ráðstafanir til þess að tryggja næga atvinnu. Þá hafði verið hér um nokk- urt skeið næg atvinna, af völd- um hinna erlendu herliða, sem hér voru, en full ástæða var til að búast við, að slík atvinna hyrfi þegar minnst varði og eng- um gat blandazt hugur um, að á þvílíkri atvinnu var ekki hægt að byggja í framtíðinni, og ef atvinnuleysið og vandræðin áttu ekki að ráða hér ríkjum strax og herliðin færu héðan, eða hættu hér vinnuframkvæmdum, þá varð ríkisvaldið þá þegar að hefja undirbúning atvinnufram kvæmda í stórum stíl og gera ýmsar óhjákvæmilegar breyting ar á atvinnulífi landsins, til þess að allir gætu haft vinnu og bor- ið það úr bítum, sem lífskröfur nútímans heimta. Þjóðstjórnarflokkarnir vildu ekkert gera. En gömlu þjóðstjórnarflokk- kauplækkunar — og kúgunar herferða gegn verkalýðnum. Fyrir alþýðu íslands veltur því allt á því að hún annað hvort ráði eða hafi veruleg áhrif á alla þátttöku íslend-’ inga í þessu samstarfi. Sam- starf Norðmanna og íslend- inga um framleiðslu og sölu fiskjar og síldar, mun ekki blessast og verða báðum þjóð- um til ábata, nema það sé framkvæmt í anda bróðurlegs samstarfs og með heildarhag fyrir augum, en losað undap áhrifum skammsýns gróðahug ar. Þaö eina, sem tryggt get- ur varanlegt samstarf á þessu sviði, er því sterk forusta verkalýðshreyfingarimiar í stjórnarstefnu beggja, land- anna. * Og hið sama veröur ofan á, ef athugað er um sam- arnir töldu, að ekkert lægi á og þrátt fyrir sífellt skraf þeirra um komandi hrun og atvinnu- leysi þá bólaði ekki á neinum ráðum frá þeim um gagnráð- stafanir. Þeirra stefna virtist vera að halda sem mest að sér höndum og streitast gegn tillögum um fjárframlög til atvinnutrygging ar og aukins öryggis alþýðunnar. Sósíalistaflokkurinn bar fram við afgreiðslu síðustu fjárlaga ýmsar tillögur, sem miðuðu að atvinnuaukningu. Megintillögur flokksins í þeim efnum voru drepnar, en hann fékk því þó til leiðar komið að nokkur fjárhæð var áætluð til þess að mæta at- vinnuleysi, ef það bæri að hönd- um. samvinnubyggðum eða sveita- þorpum með tilliti til þess að fullkomna framleiðslutækni landbúnaðarins. Fjárveitingar í þessu skyni mættu einnig harðri mótspyrnu og urðu óverulegar. En í stað raunhæfra aðgerða í þeim málum, hefur meir bor- ið á heimskulegum hártogunum og útursnúningum um þessar nauðsynlegu breytingar á land- búnaði okkar, og þeir menn, sem bezt hafa viljað íslenzku sveita fólki með tillögum þessum hafa verið hundeltir fyrir skoðanir sínar og sérstaklega af launuð- um fulltrúum bænda. Áhrif sósíalista á afgreiðslu fjárlaganna. Tillögur sósíalista um aukna atvinnu, fullkomn- ari tryggingar og nýsköp- un í landbúnaði. Flokkurinn bar einnig fram till. um mjög veruleg fjárfram- lög til tryggingamála með sér- stöku tilliti til þess, að trygg- ingamálalöggjöfin yrði endur- skoðuð og endurbætt verulega. Þjóðstjórnarflokkarnir gömlu voru ekki, síður sljóir á nauð- syn þess að leggja fram fé til tryggingamálanna en til aukinn ar atvinnu og voru því allar til- lögur okkar þar um drepnar við afgreiðslu fjárlaganna. En við afgreiðslu dýrtíðarlaganna tókst þó að fá nokkra upphæð lagða fyrir til tryggingarmálanna, svo nú er allmikið hægara um vik að framkvæma nauðsynl. breyt- ingar í þeim málum en annars hefði verið. Þá er einnig að minnast í þessu sambandi á umleitanir okkar sósíalista um að fá lagt fram fé til þess að koma upp vinnu Noregs og íslands við þær þjóðir, sem kaupa af oss fisk og síld. Hr. Sunnaná minntist á samninga við Sov- étríkin og Pólland í sambandi við síldina. Vafalaust verða og Svíþjóö, Þýzkaland, Danmörk, Bandaríkin og fleiri gömul markaðslönd ,við það samn- ingaborð. — Og vafalaust verð ur einnig rætt um hvaða vör- ur vér íslendingar kaupum og við' hvaða verði. Það hlýtur hverjum manni sem um þetta mál hugsar, að vera ljóst, hve mikiö er undir því komið aö sjónarmið þjóð'arheildarinnar, en ekki örfárra útvaldra auömanna og\ Framsóknar-embættismanna ráöi við þessa samninga, íslenzka verkalýðshreyfingin verður aö þekkja sinn vitjun- artíma. Þrátt fyrir það; að ekki tókst á s. 1. vetri, við afgreiðslu fjár- laganna að fá fram nýja stefnu, sem miðaði ákveðið að því, að leysa aðsteðjandi erfiðleika, og undirbúa atvinnuvegi þjóðarinn ar undir að nýta til fulls vinnu- orku landsmanna og bjóða þann ig öllum sómasamleg lífsskilyrði við innlenda vinnu, sem byggja mætti á í framtíðinni, — þá vannst eigi að síður allmikið á, og óhætt er að fullyrða, að í mörg ár hafa þó ekki verið af- greidd fjárlög, sem veittu jafn- > miklu fjármagni til nauðsyn- legra framkvæmda og sem við- urkenndu þó eins mikið og þessi fjárlög skyldur ríkisins til þess að hafa til atvinnu, ef atvinna brigðist. Og ýmsar smærri leið- réttingar fengust á fjárl. að þessu sinni, sem fram að því hafði ekki þýtt að nefna. Engum dylst, sem með afgr. fjárlaganna fylgdist, að aukinn styrkur sósíalista til áhrifa á af- greiðslu mála á Alþingi réði í þessum efnum úrslitum, þó f jarri færi því, eins og við var að búast, að við gætum talið afgr. fjárlaganna á þá lund, sem við hefðum ætlazt til. Það þarf nýja stefnu í at- vinnumálunum. Nú, þegar hér liggur fyrir nýtt fjárlagafrumvarp með sama aðgerðaleysissvipnum og öll hin fyrri, og ákveða á um * fjármála- og atvinnumálastefnu komandi árs, teljum við sósíalist ar alveg sérstaka nauðsyn þess að tekin verði upp ný stefna, er miði að eflingu atvinnulífsins og yfirleitt raunhæfum aðgerð- um gagnvart þeim vandamálum sem síðasta Alþingi hljópst frá og ég hef nú nokkuð greint frá. Aðrar þióðir búa sig undir gífurlegar atvinnuframkv. og aukið lífsöryggi fólksins. Við höfum veitt því athygli, Framh. á 4. síðu. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.