Þjóðviljinn - 29.09.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.09.1943, Blaðsíða 2
2 Ð TT ~ L T ' N í1 Miðvikudagur 29. sept. 1943. AUSTURBÆJARSKÓLINN Börn, sem ætlað er að stundi nám hér í vetur og hafa ekki verið í skólanum í september, komi til viðtals föstudaginn 1. október n.k- þannig: Kl. 8: 13 ára böm (f. 1930) — 9: 12 — — (f. 1931) — 10: 11 — — (f. 1932) — 11: 10 og 9 ára böm (fædd 1933 og 1934), sem hafa ekki verið í skólanum í september. — 14: 8 og 7 ára böm (fædd 1935 og 1934), sem hafa ekki verið í skólanum í sept- ember. Böm, sem hafa ekki verið hér áður, hafi með sér próf- einkunnir, ef til em. SKÓL AST J ÓRINN. immmm Frá Miðbæjarskólanum Föstudag 1. okt. 1943 mæti 11—13 ára böm til læknisskoðunar í skólanum eins og hér segir: KI. 8 árd. 13 ára drengir (f. 1930) — 9% — 13 — stúlkur (f. 1930) — 11 — 12 — stúlkur (f. 1931) — iy2 síðd. 12 — drengir (f. 1931) — 3 — 11 — drengir (f. 1932) — 4i/2 — 11 — stúlkur (f. 1932) Laugardag 2. okt. komi sömu böm í skólann: Kl. 9 árd. — 10 — — 11 — 13 ára böm 12 — — 11 — — Böm fædd á árunum 1933—1936, sem eiga að sækja Miðbæjarskólann næsta vetur, en hafa ekki enn verið innrituð, komi sama dag (2. okt.) kl. 2 síðdegis. SKÓLASTJÓRINN. ■iMMMnmiMmmmmimmMmmimmiiMimtmMmmMMMMimi Tilkynning til hluthafa Gegn framvísun stofna frá hlutabréfum í H.f. Eim- skipafélagi fslands, fá hluthafar afhentar nýjar arð- miðaarkir á skrifstofu félagsins í Reykjavík. — Hlut- hafar búsettir úti á landi eru beðnir að afhenda stofna frá hlutabréfum sínum á næstu afgreiðslu félagsins, sem mun annast útvegun nýrra arðmiðaarka frá aðal- skrifstofunni í Reykjavík. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. iiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMMiiimimmimiiiiiimiiiiiiiinnimiiimiiniiiiiiiliiiiiiiinnmiiMiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiio Sendlsvs óskast strax eða 1. október. -%wm Upplýsingar á afgreiðslu Þjóðviljans, Skólavörðust. 19. Sími 2184. •tiMiimimiiiiiiiiiiiiiHMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilifiiiiiliiiiMiiHiiiiHiiiiiHiiiiimiiiiimiiiiiiiiiimmiiiiiiHiiiHHfmHiiiiHiiiiii K4H41 Myndina tók U.S. Army Signal Corps. Hér er verið að láta lokin á rennurnar, sem hitavatnspípumar frá Reykj um liggja í. Lokin eru steypt og síðan látin yfir. Hitaveituvinnan. Mikið hefur verið rætt og ritað um vinnusvik manna í hftaveitu- vinnunni, en verkamenn hafa verið furðu hógværir og lítinn þátt tekið í þeim umræðum. Nú birtir Bæjar- pósturinn tvö bréf, sem honum hafa borizt frá verkamönnum um hita- veituvinnuna. Hitaveitan. Hr. ritstjóri! Eg vildi gjarna biðja Bæjarpóstinn að færa almenningi örfá orð um hita veituna, eða eins og margir nefna hana nú „svikaveituna“. Sjaldan, eða máske aldrei hafa borgarablöðin sent okkur verka- mönnum hitaveitunnar jafnkalda tóna eins og einmitt við þetta starf, og stendur Morgunblaðið þar, að vanda, fremst i flokki. Þetta hefur orðið til þess að ötulustu verkamenn- imir hafa unað því illa að liggja und- ir stöðugum árásum blaðsins og far- ið til annarra starfa þar sem frið var að fá, og eftir hafa orðið þeir sem á sama stóð hvernig blaðið hamað- ist — í þeim flokki voru margir skólapiltar sem höfðu gaman af að ögra þessum hugsjúku borgurum. En hverjir eru þessir menn sem hafa gert hitaveitunni þennan greiða? Því er fljótsvarað. Það eru þeir sem aldr ei hafa nennt að vinna erfiðisvinnu, og svo kjaftakerlingamar í bænum, með öðrum orðum: Foreldrar og að- standendur þeirra unglinga, sem mesta hiskni hafa sýnt við vinnuna. En á sama tíma auglýsir verktaki hitaveitunnar Höjgaard & Schultz eftir mönnum í Morgunblaðinu í stað hinna, sem skrif Mbl. komu úr vinn unn. Þetta má nú kalla „hyggindi sem í hag koma“. — Eg hef átt tal um hitaveitnua við fjölda fólks í bænum sem telur víst, að heita vatnið frá Reykjum verði farið að hita upp húsin þess í októ- ber, eins og blöðin eru svo oft búin að segja því, þrátt fyrir efa þann sem Helgi Hermann dró á það á bæjar- stjórnarfundi í haust. Hann átti að vita meira þar um en aðrir, drengur sá. Nýlega fór Helgi Hermann um götur í Vesturbænum, með hamar í hendi, og sló af og til í rörin sem bú- ið var að leggja. Hann var að rann- saka verkið eins og bæjarstjórnin hafði falið honum, svo ekki þurfa kjaftakerlingamar að bera Helga Hermanni svik á brýn við starfið, — enda hafa þær ekki gert það. — Einn sem flæmdist úr hitaveitunni. Leíkfélag Reykjavíkur Framhalds-aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur verður haldinn í Iðnó kl. 2 sunnudaginn 3- október n.k. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. Önnur mál. 1 STJÓRjNIN. I®** •• •••••••■*••? 11*41 M111MMMMMMIIIMMMIIIMIIIIIIIIIIIIIMI IHIIMIUUI IIIIIIUimillllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIMlllMIMIIIIINIMIIIIIIII IIIIIIMIIIIMIIIIIIMIIMIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIMMMIlMMMIII IIIIIMMMMMIIMIIIIMMIIVIIII Mll II1111111111111111111111111111111111 IIIIIIIMMliiiifi Uflgiingar eða fiMið fðlk óskast til að bera Þjóðviljann til kaupenda. Afgreiðslan Skólavörðustíg 19, sími 2184. • 1111111111111111 •IMMIIIHIIIIMIMIIMIIMIIIMIMIMIMIIIIIIIIIIIIII MIIIIIIIMIIIMIMIIIMMIIMMIMIMMIIMIMimrMII AUGLYSIÐ I ÞJOÐVIUANUM IIMMMIIMMII iihmmmmmmmmhmhmimiimmmmmmhmmmmmhmmmmihimmhmimmmmmmihmmmmmOmimmmmi Hver er tilgangurinn með skrifunum um vinnuna í hitaveitunni. Herra ritstjóri! Má ég biðja Bæjarpóstinn fyrir eít. irfarandi línur. Margt hefur verið skrifað um. vinnuafköstin í hitaveitunni og fæst af því vinsamlegt í garð okkar verka manna. Greinarhöfundar, sem ekki hafa látið nafns síns getið, hafa verið fylltir heilagri vandlætingu um vinnusvik verkamanna. Vitanlega eru til menn, sem gjarna vilja vinna sem minnst og koma erf- iðinu á samverkamenn sína, en það' skyldi enginn halda, að slíkir menn séu vinsælir meðal verkamanna. Vera má að sumir, sem mest hafa um þetta rætt, hafi verið svo ókunn- ir verkamannavinnu, að halda, að verkamaður sem réttir sig upp sé vinnusvikari. Slíkir einfeldningar þyrftu sannarlega sér til sálarheilla að vinna verkamannavinnu sjálfir. En hver er svo árangurinn sem þessir vinnusvika- og verkamanna- leti-prédikarar hafa náð? Hann er sá að margir duglegustu verkamennirn- ir hafa neyðzt til þess að hætta í hitaveitunni vegna þess að þeir gátu ekki unað þar lengur sökum umtals, er þessar rægitungur höfðu komið af stað. En hver er tilgangurinn með þess- um skrifum og umtali og hverjir standa að þessu? Það er almenn skoðun verka- manna, sem ég þekki, að hér sé að verki innibyrgt hatur þeirra háu. herra, sem á atvinnuleysisárunum höfðu öll ráð verkamanna í hendi sér, en sem vegna „hinna óvenjulegu tíma“ urðu að sætta sig við það, að verkamenn voru alls ekkert uþp á þá komnir. Nú er þegar farið að boða atvinnu- leysi innan skamms og þessir gömlu kúgarar hugsa sér gott til glóðarinn- ar að ná þrælatökunum á verkamönn um á ný, þeir gleðjast yfir endur- komu þeirra tíma, að atvinna verði náðarbrauð á ný, svo hægt verði að píska verkamenn áfram eins og þræla með hungursvipuna reidda yf- ir höfðum þeirra. Talið og skrifin um vinnusvik verkamanna er því undirbúningur að hefndarherferð þessara herra gegn verkamönnum Að einu leyti er þetta gott. Það kennir okkur verkamönnum enn bet- ur hvers við megum vænta úr þess- ari átt, og jafnframt vekur það okk- ur til þess að taka til nýrrar athug- unar mat á vinnuafköstum annarra stétta. Flestir munu kannast við svörin: Nei, forstjórinn er því miður ekki við í dag, eða: Hann er ekki í bæn- um í dag o. s. frv. Hvernig væri að birta skrópskra mannanna úr forstjórastétt og ým- issa annarra, sem gegna öðrum stöð- um og taka laun sín af almanna fé? Var það ekki eitt sinn kjörorðið' að láta „eitt yfir alla ganga“? — Hvernig væri að framfylgja þvi um skyldurækni — einnig við hin „hátt- settari" störf en verkamannavinnu? Verkamaður. Trassar. „Margt ber sóðasvip í Vík“ var einu sinni kveðið. Þessi orð duttu mér í hug einn morgunn er ég fór til vinnu. Leið mín lá um Þingholts- stræti. Þar er unnið við hitaveituna. Loptpressa stóð á götunni, því bor- un hafði sjáanlega farið fram dag- inn áður og niðri í skurðinum lágu 2 hamrar, með borunum í, og önnur verkfæri, hakar og skóflur á víð og dreif. Hvað hefði þeim orðið við, sem verkinu á að stjóma á þessum stað, ef þessi ,dýru og vönduðu verkfæri hefðu verið horfin þegar til þeirra átti að taka? Þar sem hirðumenn stjórna verki er það daglegur vani, að öllum verkfærum er komið undir lás á kvöldin þegar vinnu er lokið. Slíkur trassaháttur sem þetta verður að komast til hlutaðeigenda, og trass inn að fá ofanígjöf eins og hann hef- ur til unnið. Verkamaður við höfnina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.