Þjóðviljinn - 01.10.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1943, Blaðsíða 1
8. árgangnr. Pöstudagur 1. okt. 1943. 219. tölublað. Orustan um Kíeff aO tiefjast Riíssar víð Dnéprfljót á 600 km, svæðí, — Hífler gefur f yrírsidptfti um að verja Dnéprlínuna hvað sem það kcsfí ídag er 2. skiladagnr fjársöfnun- arinnar fyrir stækkun Þjóð- viljans. Allir sem tekið hafa söfn- unarlista eru beðnir að skila af þeim í dag í skrifstofu Sósíalistaflokksins, Skólav.st. 19. Skrifstofan verður opin kl. 10—12, 1—7 og 8—10. Lát- ið ekki bregðast að mæta! Herðið söfnunina fyrir stækkun Þjóðviljans! Bandamðnnaher í úthverfum Napoli Þjóðverjar hörfa Frams veitir 5. hersins hafa rutt sér braut inn í úthverfi ítölsku stórborgarinnar Napoli, ©g meginhluti þýzka hersins er að hörfa út úr brennandi borg- arrústunum til norðurs, segir í útvarpsfregn í gærkvöld. Þjóðverjar hafa í útvarpi sagt að her þeirra hafi „yfirgefið Na- poli" vegna uppreisnar íbúanna og hættunnar af ofurefli Banda- mannaherjanna. í bandarískum útvarpsfregn- um er gerð sú athugasemd við þessa tilkynningu að Þjóðverjar hafi hvað eftir annað í sumar beitt þeirri aðferð í áróðurs- skyni að tilkynna „brottför" úr helztu borgunum fyrir tímann, og hafi það verið áberandi með Brjansk og Smolensk að þetta var gert til að reyna að breiða yfir það, að þýzki herinn átti í örvæntingarorustum um þessar borgir og „yfirgaf" þær ekki sjálfviljugur heldur var hrakinn úr þeim eftir harða bardaga. Virðist nú eiga að beita sömu aðferð á ítalíu. Eisenhower, Alexand- er og Badoglio á ráðstefnu Æðstu hershöfðingjar Banda- manna við Miðjarðarhaf, þar á meðal Eisenhower, Alexander og Tedder, kafa setið á ráðstefnu við Badoglio, til að ræða hernað- aðarþátttöku ítala í stríðinu gegn Þjóðverjum. Var ráðstefnan haldin í brezka herskipinu „Nelson", í höfn á Malta. l»jóðviljinn 8 síður! Herðið fjársöfnunina fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. Úrslitaorustan um úkraínsku stórborgina Kíeff virðist vera í þann veginn að hef jast, segir í útvarps- fregnum frá Moskva. Rauði herinn tók í gær smáeyju í miðju Dnéprfljóti, gegnt Kíeff, hefur hann flutt mikið lið til eystri bakka fljótsins og byrjað ákafa stórskotahríð á borgina. Harðir loftbardagar voru háðir yfir Kíeff allan dag- inn í gær. í orustunum um aðalvarnarstöð Þjóðverja á eystri fljótsbakkanum andspænis borginni féllu 6000 þýzkir hermenn og mikill i'jöldi Þjóðverja var tekinn til fanga. Talið hafði verið líklegt, að Rússar frestuðu aðalárásinni á Kieff þar til Dnéprfljótið legði, en hinn mikli liðsamdráttur á eystri fljótsbakkanum bendir til, að úrslitaárásin verði hafin án tafar. Rússar komnir vestur fyrir Gomel I Hvíta-Rússlandi heldur rauði herinn áfram sókn, og var það helzt til tíðinda í gœr, að Rúss- ar brutust gegnum varnarlínur þýzka hersins norður af Gomel, og ráku fleyg inn í varnarsvæði Þjóðverja er nœr vestur fyrir borgina. Bardagarnir norður af Gomel eru mjög harðir, segir í hernaðartilkynningum beggja stríðsaðila. Rússar tóku í gær bæ sem er 40 km. frá borginni Mo- gíleff. Þúsundir þýzkra her- manna farast við Krementsúk Moskvaútvarpið skýrði í gær frá orustunum um Krementsúk, öflugustu varnarstöð Þjóðverja á eystri bakka Dnéprfljóts. Rauði herinn beitti miklum fjölda skriðdreka til lokaárásar- innar,-og ruddu þeir braut fót- gönguliði og Kósakkahersveit- um er tóku borgina með áhlaupi. — Komst allt á ringulreið hjá þýzka setuliðinu og flýðu Þjóð-; verjar í ofboði til fljótsins. — Rússnesk skriðdrekasveit komst milli hersins og fjjótsins og strá- feljdi fjölmenna hermannahópa á undanhaldinu. — Flugvélar Rússa héldu uppi látlausum á- rásum á fljótabátana, er Þjóð- verjar reýndu að bjarga sér í, og fórust þeir þúsundum saman í fljótinu. í þorpunum umhverfis Kre- Múrarar samþykkja vinnustöðvun Allsherjaratkvæðagreiðsla múrara um heúnild handa stjórn Múrarfélagsins til að stöðva vinnu hjá þehn at- vinnurekendum er ekki hafa samið 8. þ. m., lauk í gær. Vinnustöðvunarheimildin var samþykkt með 60 atkv., 2 seðlar voru auðir. Enginn greiddi atkvæði á móti. Eins og áður hefur verið frá skýrt hefur Múrarafélag- ið þegar samið við nokkra, at- vinnurekendur um sama kaup og trésmiðir hafa. Múrarameistarafélagið og nokkrir aðrir hafa enn ekki samið. Hafi þeir ekki gert samninga 8. þ. m. kemur vinnustöðvunarsamþykkt múraranna til framkvæmda. mentsúk voru uppi auglýsingar, þar sem nazistayfirvöldin kröfð- ust þess, að allir karlmenn'á aldr inum 10—60 ára flyttust vestur yfir Dnépr. Eftir 12. september yrði hver karlmaður, er hittist á þessu svæði, talinn skæruliði og skotihn umsvifalaust, ef hann yrði á vegum Þjóðverja. Hitler á ráðstefnu með herforingjum sínum Blaðið Svenska Dagligt Alle- handa birtir þá fregn, að Hitler hafi í gær komið til höfuðstóðva von Mannsteins á austurvíg- stöðvunum og haldið þar ráð- stefnu með öllum hershöfðingj- um syðri hluta vígstöðvanna í Sovétríkjunum. Framhald á 4.'síðu. ÞaD er hægt aD koma i veg fyrir umferDaslysin Aukin samvinna herstjórnar og ísl. yfirvaida í utnferðamáluni. — Almennlngur þarf að sýna meiri gæfni í umferð Nokkrir yfirmenn úr ameríska hernum hér, þ. á. m. Col. Jesse Green, yfirmaður lögregluliðs hersins; Col. John G. White, yfirmaður tryggingadeildar hersins og majór Richard E. Fisher, yfirmaður verkfræðideilda hersins, höfðu í gær fund með Bjarna Benediktssyni borgarstjóra og Agnari Kofoed Hansen lögreglustjóra, þar sem rætt var um auknar ráðstafanir og samvinnu milli innlendra yfirvalda og herstjónarinnar til þess að koma í veg fyrir umferðaslys. Sögðu þeir samvinnu innlendra yfirvalda og herstjórnar- innar í þessum málum hafa verið ágæta, en þó væri enn margt hægt að gera til þess að draga úr umferðaslysunum. Hin skyndilega umferðar- aukning Með hernáminu varð hin skyndilega umferðaraukning al- varlegt vandamál. Fyrir her- námið voru vélknúin farartæki landsmanna um 3000, en nú 4100. Með komu fjölmenns her- liðs sem flutti með sér vélknú- in farartæki af öllum stærðum og gerðum, óx umferðin úr venjulegri umferð bæjar með 40 þús. íbúa upp í það að vera eins og í stærstu borgum erlend is. Með tilliti til þessarar skyndi legu breytingar og hinna ófull- nægjandi vega má telja að um- ferðarslys hafi orðið færri en 1 búast hefði mátt við. Það er hægt að koma í veg fyrir umferðaslysin Borgarstjóra, lögreglustjóra og yfirmönnum hersins kom saman um að hægt væri að koma í veg fyrir umferðarslys- in. Kæruleysi vegfarenda er helzta orsök þeirra. Of hraður akstur er algeng orsök. Skeyt- ingarleysi gagnvart umferðar- merkjum og umferðarreglum á mikinn þátt í þeim. Kæruleysi fótgangandi manna og hjólreiða manna er sérstaklega oft orsök umferðaslysa, einkum sá óvani að fára út á götu milli bifreiða sem standa á götunni. Það, hvernig bifreiðar eru skildar eftir á götunni veldur oft slys- um. Þá gát lögreglustjóri þess að bifreiðastjórum hætti mjög til þess að aka ofhratt fyrir horn, jafnvel þótt þeir væru á leyfð- um hraða. Ennfremur kæruleysi vegfarenda gagnvart umferða- reglum á krossgötum. Aukin samvinna íslenzkra yfirvalda og herstjórnar- innar Innlend yfirvöld og herstjórn- in munu leggja á það aukna á- herzlu að umferðaréglum verði hlýtt, einkum stöðvunarmerkj- unum á vegamótum, og þá með tilliti til ísingar á vegunum með komandi vetri. Framhald á 4. síðu. Skúlí Skúlason blaðaniaður í aldarf^órðung Skúli Skúlason, ritstjóri Fálk- ans, á 25 ára starfsafmœli í dag. Skúli hefur átt mikinn þátt í félagslífi blaðamanna frá wpp- hafi, og er nú formaður Blaða- mannafélags Islands. Blaðamenn og fleiri kunningj- ar Skúla halda honum samsæti í Oddfellowhúsinu í kvöld í til- efrii af afmælinu. v I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.