Þjóðviljinn - 02.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.10.1943, Blaðsíða 4
þlÓÐVILJINN Úp bopgtnn! Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Utvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: ,,Meðeigandi“, eftir Svart- bak (Lárus Pálsson og Þorsteinn O. Stephensen. — Leikstjóri Lárus Sig- urbjörnsson). 21.30 Hljómplötur: Tilbrigði eftir Saint- Saéns við lag eftir Beethoven. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta annað kvöld kl. 8. Að- göngumiðar eru seldir í dag. Verdlœkkun á olíu Framhald af 1. síðu. Þjóðviljinn bíður nú eftir upp lýsingum verðlagsstjóra, en mun síðan taka málið að nýju til athugunar. Væri ekki úr vegi að þing fiski- og farmanna, er nú situr, láti þessi mál til sín taka. í dag og næstu daga verður útsala á forlags- og umboðssölu- bókum Acta liqv. Til sölu verða: Bamabækiir, Sögubækur, Ljóðabækur og Ýmsar bækur. Bækurnar seljast með. gamla lága verðinu, sem er gjafverð samanborið við bókaverð nú. Af mörgum bókunum eru aðeins til nokkur eintök. Utsalan verður hjá bókaverzl Eymundson og KRON Lítið á bækumar og leitið upplýsinga um verðið. Dettifoss NÝJA Bté Kátir voru karlar (Pardon My Sarong). Söngvamynd með skopleik- urunum: BUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir eftir kl, '11. f. h. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. ooooooooooooooovo 9 TIAKNAKHá ^ Storm skulu þcír uppskera („Reap the Wild Wind“) Stórfengleg mynd í eðlilegum litum, tekin af snillingnum Cecil B. de Mille. RAY MILLAND, JOHN WAYNE, PAULETTE GODDARD Bönnuð fyrir börn innan 14 ára. Sýning kl 6,30 og 9. SERKJASLOÐIR (Road to Morocco) BING CROSBY, BOB HOPE, DOROTHY LAMOUR. Sýning kl. 3 og 5. Aðgöngumiðasala hefst ikl. 11 f. h. LEIKFÉÍiAG REYKJAVÍKUR „LÉNHARÐUR FÓGETI“ eftir Einar H. Kvaran. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. Ekki svarað í síma milli kl. 4 og 5. Sósíalistafélag Reykjavíkur. Æ. F. R. Skemmtikvöld, fyrir þátttakendur í ferðalögum félaganna í sumar, og gesti, verður haldið í Oddfellowhúsinu, uppi, þriðju- daginn 5. okt. kl. 8.30. Til skemmtunar verður: Sýndar myndir úr ferðalögum. Upplestur með meiru. DANS. Þeir sem eiga myndir úr ferðunum eru beðnir að hafa þær með sér. FERÐANEFNDIN. S.K.T.- dansleikur í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 10. — Aðeins eldri dansamir. Aðgöngumiðasala frá kl. 6,30. Sími 3355. — Dansinn iengir lífið. Þín$ Farmannasambandsíns fer vestur og norður eftir helg- ina. — Viðkomustaðir: Patreks- fjörður, ísafjörður, Siglufjörður, Akureyri og Húsavík. Um vörur óskast tilkynnt fyr- ir hádegi í dag, laugardag. Framhald af 1. síðu. Fulltrúi F. F. S. í. í rannsókn- arnefnd síldarverksmiðja ríkis- ins er skipuð var ríkisstjórn- inni, gaf skýrslu um starf nefnd- arinnar, var hún allýtarleg, og urðu um hana nokkrar umræð- ur, en málinu síðan vísað til nefndar til frekari athugunar. Þá kom fram tillaga út af vinnustöðvuninni við síldarverk smiðjurnar á Siglufirði í sumar. Og önnur um bræðslusíldarverð- ið. Og var þeim einnig vísað til nefndar. Þá var rætt um fiskkaup ísl. skipa við Faxaflóa. Beituforða- búr. Skattamál, og breytingar á lögum frá 1941 um björgunar- laun skipvérja. Komu fram til- lögur í öllum þessum málum, og var þeim vísað til nefnda. Sambandinu barst inntöku- beiðni frá Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu „Dröfn“, i Fá- skrúðsfirði. NINI ROLL ANKER: vorum sköpuð hvort fyrir annað, það er ég sannfærð um. Nils Tofte hreyfði sig, dálítið óþolinmóðlega. Og Elí varð ákafari. Jú. hún var einkennileg með það, hún Tora. Oft hef ég hugsað um það síðan .. . Ég kom upp til hennar nokkrum dögum eftir ballið, hún lá þann dag. Ég sat við rúmstokk- inn hennar og við vorum að tala um boðið, en ég nefndi ekki Roar. Þá sagði Tora: Það er leitt að hann Liegaard læknir skuli ekki komast í annað en venjuleg læknisstörf, sagði hún. Menn héldu áður fyrr að hann mundi komast lengra, en hann hefur svo mörgum fyrir að sjá ... £>g um leið lagði hún höndina í kjöltu mína. Konu og fjögur börn, sagði hún, hann kvæntist svo ungur. Jú, Nils, Tora hafði tekið eftir því. Hún hefur kannski séð eitthvað á þér, Elí. Roar hefur heldur aldrei gleymt því kvöldi, var svarað af þykkju. Hvers vegna heldurðu þá að hann hafi komið hingað hvert skipti sem hann var í þænum? Oft á ári eftir að ég flutti til þín. En hann kom með konuna sína með sér, Elí. Með henni og án hennar! Hann kom. Snöggur þrjózkuhljómur var kominn í rödd Elí; bróðir- inn sneri sér við og leit ó hana. Hún var orðin föl, sat teinrétt og horfði beint fram með varirnar fast saman. Enn flaug honum í hug að andlitsdrættirnir, kjálkaboginn, þrýstnar varirnar, beinar línur ennisins og nefsins minntu á dálítið klaufalega gerða frumdrætti að grískri konu- mynd. Já, ég get skilið Roar, — Nils Tofte reyndi að brosa, röddin varð mýkri. Þetta hafa hlotið að vera erfið ár fyrir þig, Elí. Og ég sem hélt ... Erfið og yndisleg, Nils. Hún lagði höndina á hné hans. Stundirnar sem hann var hér fyrstu skiptin. voru svo heitar. ég gat varla afborið það. Síðar varð allt öðruvísi, — síðar. þegar ég varð örugg, þá var ég eins og inni í eldsloga. og mér varð sama um það sem ég hafði haft áhuga fyrir áður, mér var sama um allt nema það sem ég var að starfa og þig og Tore — meir að segja tónlist. Það hefur verið þess vegna að þú vildir alltaf vera heima ... Og bréfin. Við höfum skrifazt á í fjögur ár. Nils Tofte stóð upp, snöggt. Hann stakk höndunum í buxnavasana. Þú hugsar til konunnar, Nils? EIí studdi fingrunum í legubekkinn, og sat þráðbein og háaxla. — Það er óþarfi, Nils! Hann var lengi búinn að lifa við heimilisófrið. Hún hefur hvað eftir annað viljað skilja. Það var ekki fyrr en hann fór fram á skilnað, að hún fann að henni þótti vænt um hánn. Bróðirinn ræskti sig. Nei, ég ætla mér ekki að baktaia hana, Nils! Þú skalt dæma sjálfur. Hvað er orðið úr honum Roar? Síðustu tólf árin hefur hann þrælað sem læknir í sama smábænum, aldrei haft tíma eða dug 1 sér til þess starfs, sem er hans innsta þrá. Ætti hann frístund, var hún eyðilögð fyrir honum. Þangað til hann varð sljór og kærulaus. Þú sagðir það sama og Tora, einu sinni hér um árið, við minntumst á hann: Roar Liegaard var ætlaður til einhvers annars og meira, sagðir þú. Nils Tofte strauk yfir andlit sér. Já, allir félagar hans trúðu því, hann var dugmestur þeirra allra. En hann kvæntist ungur og átti ungur börn. Við verðum að taka afleiðingum þess sem við gerum ... Hvað vitum við hvert um annað, Nils, meðan við erum svo ung Hvað vitum við um okkur sjálf? Nils, manstu hvað þú sagðir um kvöldið þegar við fórum í leikhúsið með þeim og borðuðum saman á eftir? Frú Liegaard segir meir en tvö hundruð orð á mínútu, sagðirðu — þú hafðir verið að telja orðin! Roar hlýtur að hafa sterkar taugar, sagðirðu. En hann hefur einmitt ekki haft nógu sterkar taugar. Hún fór í taugarnar á honum. Nils Tofte gekk um gólf. Já, ég man að hún var anzi málug. En ef málæðið eitt gerði út af við eiginmenn, yrðu bráðlega fleiri ekkjur en eiginkonur í landinu, Elí. Og sjálfsagt hefur Roar ekki skilið þess vegna. Það varð dálítil þögn. Hljómur hinnar lágværu, sann- gjörnu raddar lagðist fyrir brjóst Elí, svo henni varð erfitt um andardrátt, en samt hélt hún áfram upphátt hugsun- arferli hans:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.